Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 10.09.1992, Page 10

Vestfirska fréttablaðið - 10.09.1992, Page 10
10 Fimmtudagur 10. september 1992 VESTFIRSKA =| FRÉTTABLAÐIÐ |- Skotveiðimenn byrjuðu að veiða gæsir þann 20. ágúst. Ekki fer miklum sögum af veiði það sem af er, cn sumir hafa fengið góða veiði, aðrir litla. Gæsin er ýmist á túnun- um eða í berjunum þessa dagana. Þó nokkuð hefur sést af ófleygum ungum á vappi, en flestir eru orðnir fleygir. Að sögn bænda í ísafjarðardjúpi er grágæs að fjölga mikið þar, en á sunnanverðum Vestfjörð- um er svipað af gæs og ver ið hefur undanfarin ár. Menn fengu frá fjórum upp í tuttugu gæsir yfir daginn fyrir fyrstu helgina, en á Ströndum yeiddu sumir vel, eða 40 gæsir á tveimur dögum. Bændur eru óðum að ljúka slætti fyrir haustíð og f;i á meðan l'rið fyrir gæsun- um. Annars leggst veiði- tímabilið ágætlega í gæsa- skyttur hér vcstra og menn eru vongóðir um veiði fram eftirhausti. Róbert Schmidt. Amór og Loftur búnir að stilla upp fyrir kvöldflug. Bréf frá landlækni til Matthíasar: Yestfirðingar vinna manna mest - en væla lítið og stunda lítt kynferðislega áreitni Vestfirska fréttablaðið hefur komist yfir afrit afbréfi landlæknis til Matthíasar Bjarnasonar, fyrrv. heilbrigðisráðherra, varðandi ástand Vestfirðinga. Bréfið ætti að skýra sig sjálft... Föndurloftið auglýsir: Bucilla jóla- vörurnar komnar! Einnig mikið úrval af gjafavöru til að senda vinunum erlendis, svo sem íslenskar ullar- og bómullarvörur, Isafjarðar- og ís- landsbolir, minjagripir o.fl. o.fl. Alltaf mikið af föndur- og hannyrðavörum. Munið ódýra og góða gistingu í miðbænum. Föndurloftið Mjallargötu 5, sími 3659 og 3539. LANDLÆKNIR Hr. Matthías Bjamason, alþingismaður og fyrrverandi heilbrigðismálaráðherra Alþingi v/Austurvöll 150 Reykjavík Reykjavík, 26.11.1991 Tilvlsun okkar: ÓÓ/hþ Kæri Matthías. í ffamhaldi af skýrslu um lífshætti manna á íslandi fyrr á títnum sendi ég þér nokkrar niðurstöður er lýsa lífsstfl þjóðarinnar nánar á síðari tímum. Komið hefur í Ijós að Vestfirðingar vinna manna mest, eru oftar útkeyrði í lok vinnudags en aðrir íslendingar, en kvarta mest yfir því að vinnutími sé of stuttur. Færri þjást af blóðþrýstingssjúkdómi og streitu þar en meðal annarra landsbúa. Þeir eyða minni tíma í að ræða persónuleg trúnaðarmál sín, - þ.e. þeir væla minna en aðrir -, en heyra betur en aðrir menn og bendir það án efa til þess að þeir séu í ætt við AS A. Allar þessar breytur eru tölfræðilega marktækar. Rannsóknir embættisins hafa beinst að orsökum þessa lífsstíls. Eftir áralangar athuganir hef ég komist að því að orsakir þessa eru að Vestfirðingar: a) starfa fáir hjá hinu opinbera. b) eru fæstir í stjómmálaflokki, krisrilegum söfnuði eða kvenfélagasarotökum. c) Sækja síður á kaffi- og veitingahús (úr vinnu) en aðrir. d) syngja fáir í kór eða óperu. e) glápa minnst á sjónvarp. f) stunda lítið skokk og langar gönguferðir. g) hafa færri ffístundir en aðrir Islendingar. Fleira kemur til og mun Landlæknisembættið gefa þér nánari skýrslu um málið er stundir líða. Virðingarfyllst, Ólafur Ólafsson landlæknir P.S. Ekki koma fram upplýsingar um kynferðislegt áreiti á VestQörðum eins og tíðkast nú í öðrum héruðum, sérstaklega er sunnar dregur og tel ég að Vestfirðingar stundi ekki þá iðju eða kunni vel ril verka. Landlæknir Laugavegi 116 150 Reyk|avlk Fax: 91-623716 SMA TÓLVA Til sölu Commodore Amiga með litaskjá, mús og 70 leikjum og forritum. Verð 30 þúsund. Uppl. í Síma 7357. TIL SÖLU Fiat Uno 45, árg. 84, skoð- aður ’93. Fæst fyrir lítið. Uppl. gefurSigga í síma3893 eða 3290. VIÐ TÖKUM á móti smáaugtýsingum í Vestfirska fréttablaðið al- veg fram á miðvikudags- kvöld (kvöldið áðuren blað- ið kemur út). Sími 4011. BlLASALA Blasala Vestfirðingaí Reykjavtk er að Borgartúni T. Kappkostum að veita Vestfirðingum sérstakiega góða þjónustu. Sími91-11090 og 11096. TIL SÖLU lítið slitin dekk á felgum undan Range Rover. Selst ódýrt. S. 4554 eða 3223. FÉLAGSSKITUR Sundfélagsins Vestra á tún og garða. Uppl. í síma 3174, 3914 og 3942 á kvöldin. IBÚÐ ÓSKAST Óska eftir 2ja herb. íbúð frá og með mánaðamótum. Sími 4198.

x

Vestfirska fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.