Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 10.09.1992, Blaðsíða 12

Vestfirska fréttablaðið - 10.09.1992, Blaðsíða 12
Vitni vantar ÍSAFJÖRÐUR Á laugardagskvöldið var brotist inn í golfskál- ann í Tunguskógi og var stolið þar kókdósum úr sjálfsala. Einnig voru einhver skemmdarverk framin í húsinu. Lög- reglan á ísafirði biður þá sem einhverjar upp- lýsingar geta gefið um þetta atvik að hafa sam- band og láta hana vita. -QHj. Vestfirska hefurheyrt... ... að nokkurt umtal hafi orðið út af sölu bæjarsjóðs ísafjarðar á húseigninni Engjavegi 15, fyrrverandi emb- ættisbústað bæjarstjór- ans á ísafirði. Fyrir nokkru var húsið aug- lýst til sölu, en Smári Haraldsson núverandi bæjarstjóri býr í sínu eigin húsi og hefur alitaf gert. Hæsta tilboðið kom frá Helga Helga- syni og fleirum, en lægri tilboð frá Eyjólfi Bjarna- syni forstöðumanni Tæknideildar ísafjarðar og varabæjarstjóra, Bryndísi Friðgeirsdóttur bæjarfulltrúa og Pétri H. R. Sigurðssyni vara- bæjarfulltrúa. Bæjarráð fól Þóri Sveinssyni fjármála- stjóra að „taka upp við- ræður" við hæstbjóð- anda. Fjármálastjóri gerði hæstbjóðanda gagntilboð, sem ýmsir vildu túlka á þann veg að verið væri að reyna að bola honum út úr dæminu, í þeim tilgangi að láta einhvern annan fá húsið. Þeir„í kerflnu “ sem blaðið hefur talað við þverneita þessu. Nú er ákveðið að Helgi Helgason og fleiri fái húsið. POKI Hver heldurðu að kaupi þetta blað? SKOLARITVELAR SILVER REED FACIT BROTHER Verð kr. 17.900,- til 18.500 BOKAVERSLUN | JÓNASAR TÓMASSONAR Sími 3123, ísafirði LÆGRA ENIFYRRA - Veturinn verður harður — segir nýr spámaður í Djúpi Ástþór Ágústson bóndi í Múla í ísafirði í Djúpi spáði því í vor, að sumarið yrði afar kalt og vætusamt og erfitt bændum. Gekk sá spádómur eftir eins og mönnum mun nú kunnugt. VESTFIRSKA sló á þráðinn til Ástþórs í gær og bað hann að spá um komandi vetur. „Veturinn verður mjög harður og það harður að elstu menn sem búa hér um slóðir muna ekki annað eins“, sagði Ástþór. Þegar hann var spurður hvað hann hefði fyrir sér í þessu, sagði hann: „Með- fædda spádómsgáfu og svo byggi ég þetta á garnagauli sveitunga minna.“ Nú er svo að sjá hvort spá- dómurinn gengur eftir. Fjórir hinir meiri spámenn Biblíunn- ar voru þeir Jesaja, Esekíel, Daníel og Jeretnías. Tólf hinir minni voru þeir Hósea, Jóel, Araos, Óbadía, Jónas, Míka, Nahúm, Habakúkk, Zefanía, Haggaí, Sakaría og Malakí. Ef spádómur Ástþórs í Múla gengur eftir verður hann sá fimmti í hópi hinna meiri spámanna.en ef ekki, þá verð- ur hann sá þrettándi í hópi hinna minni. Nú er bara að sja. I hvorum hópnum sem Ást- þór lendir verður ekki ónýtt fyrir sóknarprestinn, séra Baldur Vilhelmsson prófast í Vatnsfirði, að hafa spámann í prestakallinu og geta lagt út af honum í ræðum sínum. -GHj. Knattspyrna kvenna: BÍ áfram í 2. deild Lið Bl í kvennaflokki í knattspyrnu lék I 2. deildinni í sumar og varð í 3. sæti í sínum riðli, aðeins einu stigi á eftir Tý í Vestmannaeyjum. Tvö efstu liðin í riðlinum fóru í úrsiitakeppni um tvö sæti í 1. deild næsta sumar, og voru það einmitt Týr og svo KA á Akureyri sem komust upp. Sóknar- prestur BOLUNGARVÍK Sr. Sigurður Ægisson í Bol- ungarvík er í mörgu lið- tækur. Hann hefur undan- farna vetur spilað innan- hússfótbolta með kunn- ingjum sínum í íþróttahús- ínu í sinni heimabyggð. Hann er manna kappsam- ástur í boltanum, grimmur að skora, fremsti maður í sókninni, sannkallaður sóknarprestur... VESTFIRÐINGAR VESTFIRÐINGAR VESTFIRÐINGAR n A' SPRENGIUTSALA föstudag og laugardag að Suðurgötu 9, 2. hæð ísafirði (áöur húsnæði Vélsmiðjunnar Þórs) ALLTAF GÓÐ ALDREIBETRI BLOMABUÐ ÍSAFJARÐAR S 94-4134 VESTFIRSKA | FRÉTTABLAÐIÐ RITSTJÓRN 0G AUGLÝSINGAR: SÍMI 94-4011 • FAX 94-4423 2. deild karla: BÍ burstaði Selfoss BÍ sendi Selfyssinga endanlega niður í þriðju deild um helgina. Leikurinn fór fram á Selfossi og unnu ísfirðingar stórsigur þótt á útivelli væri, og skoruðu fimm mörk gegn tveimur. Staðan í hálfleikvar 1-4. MörkBÍ skoruðuGummi Gísla (2), Jóhann Ævarsson (2) og Ámundi Sigmundsson (D- Nú er aðeins ein umferð eftir í 2. deildinni. B( hefur hlotið 18 stig úr 17 leikjum og er nú í 7. sæti og úr allri fallhættu. Það verður annað hvort Víðir eða ÍR sem fylgir Selfossi niður í þriðju deild. Síðasti leikur Bl verður á Torfnesvelli á laugardaginn kl. 14, og fær liðið þá Leiftur frá Ólafsfirði í heimsókn. Spaugsami spör- fuglinn flýgur burt - Þröstur Sigtryggsson á förum ásamt hinum farfuglunum Þröstur Sigtryggsson, fyrrverandi skipherra hjá Landhelgisgæslunni, hefur kennt sl. tvö ár við Grunn- skólann á Þingeyri. Við hittum hann við Hlíð undir Gnúpi (Núpi i Dýrafirði), en það var hús Sigtryggs Guðlaugssonar prests, stofnanda Nupsskóla. föður Þrastar. Þröstur á húsið ásamt Hlyni veðurfræðingi, bróður sínum, og nota þeir það sem sumarbústað. Við spurðum Þröst hvort hann væri að setjast í helgan stein. „Nei, nei, nei, NEI, ég finn mér eitthvað að gera. Ég afgreiði bensín frekar en ekkert. Ég finn mér bara nóg að gera. Ég er búinn að leiðbeina á Þingeyri í tvö ár og er nú að fara suður á Seltjarnarnes þar sem ég hef fest kaup á 4ra herbergja íbúð. Mér þykir svakalega gaman að vera hér í Hlíð og vonast bara til að komast hingað með farfugl- unum næsta vor. Ég er að dytta að húsinu eftir efnum og ástæðum. Húsið er dálítið óhagstætt fyrir konuna að þrífa, klósettið er niðri í kjallara og svefnherbergið uppi á efsta lofti. Ég er því að reyna að laga eitthvað til svo að við getum bæði verið hér í sátt og samlyndi. Ég kem til með að sakna Vestfirðinga því hjá þeim er alltaf gott að vera og hér á ég mínar rætur", sagði Þröstur. VESTFIRSKA sendir Þresti og konu hans Guðrúnu Pálsdóttir bestu kveðjur og óskir um velgengni í framtíð- inni. -GHj. Þröstur Sigtryggson er mikill goifáhugamaður. Hann á stóran þátt í uppbyggingu golfvallar í Meðaldal í Dýrafirði og stofnaði Golfklúbbinn Glámu á Þingeyri. Þama reiðir hann hátt til höggs. Hlíð, æskuheimili hans, er í baksýn.

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.