Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 17.09.1992, Blaðsíða 1

Vestfirska fréttablaðið - 17.09.1992, Blaðsíða 1
Staðarrétt í Steingrímsfirði Víöa eru göngur hafnar eöa eru um þaö bil að hefjast. Myndin hér til hliðar var tekin í Staðarrétt í Steingrímsfirði skömmu eftir að búið var að reka inn á sunnudaginn. Mikill mannfjöldi kom í réttina og hafði smáfólkið greinilega gaman af öllu tilstandinu. Á þessari mynd má sjá bændur ragast í fénu og ungviðið reyn- ir líka að þekkja sínar kindur og lömb. Vonandi viðrar betur í smalamennskunni en gert hefur undanfarið, því tíðin hef- ur verið erfið síðustu þrjár vikur. Einn bóndinn í réttinni sagði að oft kæmu góð haust eftir svona langan ótíðarkafla. Hann sagði að fullt tungl hefði verið um helgina og bjóst hann við að tíðin batnaði í eftirstrauminn. -GHj. Ljósabúnaðinn í lag strax, beltin eiga að vera spennt, og allir verða látnir blása í nýja mælinn, jafnvel góðkunnir bindindismenn! •• / - segir Onundur Jónsson, aðalvarðstjóri á Isafirði, um stóraukið eftirlit lögreglunnar þessa dagana „Þeir sem haga sér ekki eins og menn í umferðinni út þessa viku fá á baukinn", sagði Ön- undur Jónsson, varðstjórí í lögreglunni á Isafirði, í samtali við blaðið. „Við verðum mikið á ferð- inni og stöðvum bifreiðar og athugum hvort fólk er spennt í öryggisbeltin. Við erum einnig með nýjan alkóhól- mæli, sem er mjög nákvæmur, og við biðjum alla sem við komumst yfir að blása í hann. Áður vorum við með blöðruna frægu, en hver prufa með henni kostaði um 400 kr. Hins vegar kostar þetta próf með mælinum rúmlega eina krónu. Mælirinn sýnir áfengismagnið í tölum. Við sendum fólk um- svifalaust í blóðprufu ef mæl- irinn sýnir eitthvað, því hann er ekki notaður sem sönn- unargagn. Við munum nota þennan mæli mikið. Hvort Önundur Jónsson aðalvarð- stjórí á Isafírði, sem fólk er grunað um ölvun- arakstur eða ekki látum við það blása, og þannig æfum við notkun mælisins sem er miklu öruggara tæki en blöðrurnar. Nú stendur yfir átak um öll Norðurlönd á vegum sameig- inlegrar umferðarnefndar landanna. Megináherslan er lögð á að bifhjólafólk sé með hjálma, að öryggisbelti séu notuð í bifreiðum, og á bar- áttu gegn ölvunarakstrí. Skólarnir eru byrjaðir og nú förum við að herja á menn að þeir komi ljósabúnaði far- artækja sinna í lag og gangandi vegfarendur noti endurskins- merki. Margirtrassa Ijósabún- aðinn yfir sumarið meðan sól- arinnar nýtur, en nú gerist dimmt, blautt og svart. Við munum svo að sjálf- sögðu hafa reglubundið eftirlit með ökumönnum eftir að þessu umferðarátaki lýkur. Við slökum ekkert á“, sagði Önundur. w POLLINN HF> g 3092_________________ Rafþjónusta Raftækjasala Rafhönnun Rafeindaþjónusta Siglingatæki Kælitæki Frystikistur í miklu iir\rali SIEMENS - PHILIPS — GRAM 138 lítra til 576 lítra Verð frá 30.970 NÝKOMID: Skólaritvélar liprar og traustar Verð aðeins 18.600 stgr. IFIMMTUDAGUR 17. SEPTEMBER 1992 30. TÖLUBLAÐ • 18. ÁRGANGUR SÍMl 94-4011 • FAX 94-4423 YERÐ KR. 150 — Nýr fréttamaður í Svæðisútvarpi Álfheiður Eymarsdóttir, sem verið hefur frétta- maður á Svæðisútvarpi Vestfjarða, hefur nú látið af starfi. Hún er farin í Háskólann til að Ijúka námi sínu í stjórnmálafræðum. Ráðinn hefur verið nýr fréttamaður í stað Álfheiðar. Er það Birna Lárusdóttir, Reykvíkingur, sem er að koma úr námi í fjölmiðlafræðum og sálarfræði við háskólann í Seattle í Bandaríkjunum. Umsækjendur voru tveir og fékk Birna öll atkvæðí útvarpsráðs. Að sögn Finnboga Her- mannssonar sótti enginn Vestfirðingur um fréttamanns- starfið nú frekar en endranær. Birna mun koma til vinnu í næstu viku. -GHj. Elín Þorbjarnar- dóttir til Chile? Suðureyrartogarinn Elín Þorbjarnardóttir ÍS-700 hefur legið alllengi í ísafjarðarhöfn. Nú vinna menn frá Skipasmíðastöð Marsellíusar hf. við að gera skipið haffært, því Grandi hf. í Reykjavík hefur keypt það kvótalaust til úreldingar upp ( Örfiriseyna, hið nýja skip fyrirtækisins. Söluverðið fæst ekki gefið upp. Blaðið hefur heyrt að Elín Þorbjarnardóttir eigi langa siglingu fyrir höndum, því þeir Grandamenn hafi seltskipið til Chile. Elín Þorbjarnardóttir var smiðuð í Garðabæ 1977 fyrir Hlaðsvík hf. á Suðureyri og er 375 brl. að stærð. í fyrra eignuðust svo Hraðfrystihúsið Norðurtangi hf. á (safirði og Frosti hf. í Súðavík skipið, er þeir keyptu eignir Freyjunnar á Suðureyri. -GHj. Eiín Þorbjarnardóttir í ísafjarðarhöfn. Af aldri bænda í Strandasýslu Af 99 aðilum sem standa fyrir búi í Strandasýslu 1992 eru 58 á sextugsaldri og þar yfir. Þeir eiga 78 maka og eru 35 þeirra á sextugsaldri og þar yfir. Meðalaldur bænd- anna er hæstur í Ósþakseyrarhreþpi, 57,3 ár, en lægstur í Hólmavíkurhreppi, 49,6 ár. Aftur á móti er meðalaldur makanna hæstur í Bæjarhreppi, 54,3 ár, en lægstur í Kaldrananeshreppi, 44,8 ár. Meðalaldur bænda í Árnes- hreppi er 50,9 ár, í Kaldrananeshreppi 54,6 ár, í Kirkju- bólshreppi 53,5 ár, i Fellshreppi 50,7 ár og í Bæjarhreppi 52,4 ár. Fellshreppur og Óspakseyarhreppur voru sam- einaðir sl. haust í eitt sveítarfélag sem nefnist Broddanes- hreppur, þó þeir séu hér taldir sinn í hvoru lagi. Þessar upplýsingar komafram í nýjustu ársskýrslu Bún- aðarsambands Strandamanna. Tekið skal fram, að þegar hér er talað um sextugsaldur, er átt við aldurinn frá 50 til 60 ára, en það er málvenja á íslandi. Útvarpsmenn í Reykjavík og sumir blaðamenn virðast hins vegar ekki þekkja þessa málvenju, fremur en ýmsar aðrar, og tala t.d. um tvítugsaldur að enskum hættiffhe twenties) þegar þeir eiga við aldursskeiðið milli 20 og 30 ára.

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.