Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 17.09.1992, Blaðsíða 2

Vestfirska fréttablaðið - 17.09.1992, Blaðsíða 2
VESTFIRSKA 2 Fimmtudagur 17. september 1992 J FRÉTTABLAÐIÐi-- VESTFIRSKA I FRÉTTABLAÐIÐ | Vestfirska fréttablaðið er vikublað, óháð stjórnmálaflokkum, og kemur út síðdegis á fimmtudögum. Blaðið fæst bæði í lausasölu og áskrift. Útgefandi, ritstjóri og ábyrgðarmaður: Hlynur Þór Magnússon. Verð í lausasölu kr. 150. Verð í áskríft kr. 135 ef notaðar eru Visa eða Eurocard skuld- færslur (það er ekkert mál og ekkert flókið, bara hringja í okkur og gefa okkur upp númerið á kortinu); annars kr. 150. Ritstjórn og auglýsingar: Aðalstræti 35, ísafirði, sími (94)-A011, fax (94)^1423. Blaðamenn: Hlynur Þór Magnússon, Túngötu 17, Isafirði, heimasími (94)- 4446, og Gísli Hjartarson, Fjarðarstræti 2, ísafirði, heimasími (94)-3948. Prentvinnsla: fsprent hf., Aðalstræti 35, ísafirði, sími (94)-3223. Brot á samkeppnislögum? Grímur Jónsson, flugum- ferðarstjóri á ísafjarðarflug- velli, hafði samband við blaðið og sagði að mynd hefði verið í bæjarblaði af eigendum vest- firsku vikublaðanna, þar sem þeir handsöluðu verðlagningu blaðanna, sem nú væru komin í sölu eftir að hafa verið ókeypis um langt árabil. „Þetta eru nú keppinautarn- ir í blaðaútgáfu á ísafirði. !>aö er allt gott um þetta að segja, annað en einfaldlega það, að þetta er algert brot á gildandi reglum og Iögum um sam- keppni, og það af gróflegra tæinu. Það er alltaf verið að brjóta þessi lög á einn eða ann- an hátt, en það er heldur reynt að fara fínna í það. Þarna er ekkert verið að klípa utan af hlutunum og þetta gert opin- berlega. Þess vegna varð manni svolítið starsýnt á þetta. Það fer eftir vindum hvort ég kaupi blöðin. Þaðgetur vel Hvítasunnukirkjan SALEM ísfirðingar - nærsveitungar Samkomurokkarerunúkl. 17. ásunnudögum. Komið og hlustið á lifandi boðskap í tali og tónum. Mikill söngur. Barnapössun og boðið upp á kaffi eftir samkomu. Allir hjartanlega velkomnir. Hvítasunnukirkjan. verið að ég geri það. Ég ætla ekkert að gerast fastur áskrif- andi að þessunt blöðum. 1 sjálfu sér er ekkert óeðlilegt við að þeir selj i blöðin, en þeir hefðu átt að slcppa þcssum handtökum og myndbirting- um“, sagði Grímur Jónsson í samtali við VESTFIRSKA. Messa á ísafírði Guðsþjónusta verður í Isafjarðarkapellu sunnudaginn 20. september kl. 2. Prestur sr. Magnús Erlingsson. Halldóra E. Ingólfsdóttir jarðsett á laugardag Halldóra E. Ingólfsdótt- ir, Tangagötu 17 á ísafirði, lést á sjúkrahúsi í London sl. laugardag. Hún gekk með sjaldgæfan lungna- sjúkdóm og þurfti að fá ígrædd ný lungu og hjarta. Halldóra hafði dvalið í London um langa hríð og beðið eftir líffærum til ígræðslu. Halldóra heitin var fædd 5. febrúar 1951. Hún lætur eftir sig sex börn og unn- usta. Útför hennar verður gerð frá ísafjarðarkapellu kl. 2 á laugardaginn, 19. september. Holt í Önundarfirði. Þessi mynd er tekin eina af fáum góðviðrisnóttum í sumar. Landið er dimmt, en miðnæturbjarmi á himni speglast í tjörninni fremst á myndinni, húsin og kirkjuna í Holti ber við himin. Prestssetrið Holt í Önundarfirði sitja nú listahjónin sr. Gunnar Björnsson sellóleikari og frú Agústa Agústdóttir söngkona og rithöfundur. í Holti ólst upp Brynjólfur, sem síðar varð biskup, sonur séra Sveins Símonarsonar. Þetta fornfræga höfuðból var fyrrum eitthvert eftirsóttasta og auðugasta prestssetur landsins. Yiðurkenningar fyrir garðrækt í Bolungarvík Um síðustu helgl voru veittar viðurkenningar fyrir fallega og skemmtilega garða í Bolungarvík, bæði fyrir árið 1991 og 1992. Viðurkenningar fyrir árið 1991 fengu: Þorbjörg Magnúsdottir og Kristján Jónatansson fyrir skemmtilega hönnun og gott samræmi milli garðs og húss. Lína Dalrós Gisladótir og Jón Ásgeir Jónsson fyrir eljusemi og þrautseigju í garðrækt. Kristín Marsell- íusdóttir og Guðmundur Páll Einarsson fyrir gróinn garð og fjölbreytt plöntuval. Og loks fjögur fyrirtæki og félög í sameiningu - Einar Guðfinnsson hf., Verkalýðs- og sjómannafélag Bolungarvíkur, Orkubu Vestfjarða og Ljósvakinn, fyrir skemmtilega hönnun á útivistar- svæði. Viðurkenningar fyrir árið 1992 fengu: Bergljót Jónsdóttir og Ásgeir Guðjón Kristjánsson fyrir vel hirtan garð með fjölbreyttum gróðri. Björg Jóns- dóttir fyrir skemmtilegan og „öðruvísi" garð. Jóhanna Jóhannsdóttir og Guðmundur Óli Kristinsson fyrir skemmtilega hönnun á gróðri og grjóti. Og Vélsmiðjan Mjölnir hf. fyrir snyrtilegt umhverfi og listræna endurnýt- ingu ájárnhlutum á lóðinni. Anna Edvardsdóttir afhendir Línu Dalrós Gísladóttur viðurkenningu fyrir þrautseigju og eljusemi í garðrækt (efri mynd), og Bergljótu Jónsdóttur fyrir vel hirtan garð með fjölbreyttum gróðri (neðri mynd). Öll herbergi með baði, síma, sjónvarpi, og míníbar! © 91-18650

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.