Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 17.09.1992, Blaðsíða 7

Vestfirska fréttablaðið - 17.09.1992, Blaðsíða 7
VESTFIRSKA __ Fimmtudagur 17. september 1992 7 ---1 FRÉTTABLAÐIÐ |=----- — Hallgrímur Sveinsson, Hrafnseyri: Það má ekki hugsa of lengi Hallgrímur Sveinsson. Athyglisvert var að sjá í Vestfirska um daginn hugleið- ingu Gísla Eiríkssonar um- dæmisverkfræðings um svo- kallaða vesturleið, þ.e. veginn frá Þingeyri í Vatnsfjörð, sem sumir hafa reyndar kallað Öskubusku vestfirska vega- kerfisins. Verkfræðingurinn talar um að ekkert bendi til nýfram- kvæmda á þessari leið næstu 10 árin, þannig að nægur tími sé til að hugsa málið. Þetta er auðvitað mjög dapurt að lesa fyrir alla sem hlut eiga að máli, en kemur ekki á óvart. Fyrir nokkrum árum lagði Auðkúluhreppur fram upp- hæð úr hreppssjóði til vega- bóta í hreppnum, gégn jafn háu framlagi frá Vegagerð- inni. Þá var meðal annars lögð svokölluð Langavitleysa yfir Hrafnseyrarheiði, en fróðir menn telja að sú framkvæmd hafi nú þegar borgað sig í minni snjómokstri. Hér var ekki um neina stórupphæð að ræða, en þó nægði hún til þess að sanna að hægt er að gera kraftaverk á þessum slóðum í vegagerð, einungis ef menn láta ekki við það sitja að hugsa, heldur fara á staðinn og skoða möguleikana sem fyrir hendi eru til vegabóta og svo auðvitað leita eftir pening- um til verksins. Þetta er ekki skrifað sem áfellisdómur yfir einn eða neinn, heldur til að vekja athygli á þeim mögu- leikum sem fyrir hendi eru á áðurnefndu svæði að gefnu til- efni. Þegar Elís Kjaran Frið- finnsson ruddi svokallaðan Svalvogaveg á eigin spýtur á sínum tíma, þá lét Hannibal okkar Valdimarsson þau orð falla, að hann ætti nú skilið að fá Fálkaorðuna og sumir töl- uðu um að Elli væri krafta- verkamaður í vegagerð. Ýmis- legt fleira var sagt sem geymist í minni manna. Fálkaorðan er víst ókomin enn, enda má það líklega einu gilda. Hitt sætir furðu að sVona kraftaverka- menn skuli ekki vera látnir vinna meira en raun ber vitni að lagfæringum á vegakerfinu, til dæmis við að ýta vegum upp úr snjó. Og úr því verið er að nefna hér nöfn, þá hlýtur að vera í lagi að nefna Gunnar G. Sigurðsson frá Ketilseyri í þessa veru, en þeir frændurnir hafa unnið mörg frægðarverk- in í vegagerð á liðnum árum, Elli á litlu ýtunni og Gunnar á Payloadernum, fyrir lágar upphæðir. En þessa menn þarf að nýta betur. Mér liggur við að segja gjörnýta. Og það má ekki hugsa of lengi. Það má ekki hugsa svo lengi að áðurnefndir vegagerðarmenn missi tækin úr höndum sér fyrir verkefna- skort, en á því er fullkomin hætta ef fer sem horfir. Hér er ekki við Vegagerðina eina að tala. Hér verða þingmenn Vestfirðinga að koma við sögu og grípa lítillega í tauma. Þegar Auðkúluhreppur var sameinaður Þingeyrarhreppi í apríl 1990 var hreppssjóður- inn skrapaður innan og lagðar 550 þúsund krónur til bættra samgangna yfir Hrafnseyrar- heiði gegn jafn háu framlagi frá Vegagerðinni. Nú hefursá góði ýtumaður Elís Kjaran lagt vetrarveg fyrir snjóbíi og jafnvel jeppa í vestanverðri heiðinni fyrir hluta af þessari upphæð. Það er með ólíkind- um hvað þarna hefur áunnist fyrir lítið fé á skömmum tíma og sannast þar hið fornkveðna að vilji er allt sem þarf ásamt kjarki og útsjónarsemi. Góðar samgöngur eru for- senda allra hluta á landi á Vestfjörðum. Frá Þingeyri í Vatnsfjörð eru um 70 kíló- metrar. Hluti af þeirri leið liggur um Brekkudal, Hrafns- eyrarheiði og Hrafnseyrardal. Það er staðreynd að þarna er mjög gott ýtuland. Og mennirnir eru fyrir hendi sem byggja á fornri hefð þeirra for- göngumanna sem fyrstir ruddu akfæra vegi hér vestra. Umfjöllun Gísla Eiríkssonar, sem er lykilmaður Vegagerð- arinnar á Vestfjörðum, gefur fullt tilefni til að benda á að á áðurnefndu svæði má gera stórkostlega hluti fyrir tiltölu- lega lágar fjárupphæðir. Það þarf að skrapa saman eins og tíu milljónir króna til að byrja með og segja við áðurnefnda kraftaverkamenn: „Hérna eru þcssar krónur. Farið og breyt- ið veginum. Ýtiö honum upp úr snjónum. Þið kunnið til verka.“ Ef þessar tíu milljónir eru ekki til, þá er ekkert annað að gera en taka lán og greiða það á nokkrum árum með þeim fjármunum sem sparast mcð minni snjómokstri. Hallgríinur Sveinsson, Hrafnseyri. Ólympíuleikar þroskaheftra: Magnfreð í Madrid — keppir í sex greinum Ólympíuleikar þroska- heftra eru haldnir nú í fyrsta sinn og fara fram í Madrid á Spáni. Leikarnir hófust 15. september og lýkur þeim 22. september. Einn íslensku keppendanna átta er Magnfreð Ingi Jensson, 17 ára ísfirðingur. Magnfreð keppir í sundi í alls sex grein- um. Magnfreð hóf að æfa sund fyrir einu og hálfu ári og hefur lagt mikla rækt við æfingarnar. Þykir hann hufa sýnt ótrúlega miklar framfarir á ekki lengri tíma, og hafa þær skilað hon- um til þátttöku fyrir íslands hönd í Madrid. Besti árangur Magnfreðs til þessa er: 50 m skriðsund 37,40 sek.; 50 m bringusund, 47,20 sek.; 50 m baksund, 44,22 sek.; 100 m skriðsund 1,22,64 mín.; 100 m bringusund 1,38,66 mín.; og 100 m bak- sund 1,36,90 mín. Það er tak- Magnfreð Ingi Jensson. mark Magnfreðs að bæta þessa tíma. Magnfreð og foreldrar hans vilja koma bestu þökkum á framfæri til alls skyldfólks og fyrirtækja á ísafirði sem hafa stutt hann til þátttöku í leikun- um í Madrid. -GHj. BIFREIÐAEIGENDUR ATHUGIÐ! Vorum að fá mikið úrval af felg- um undir nýlega japanska bíla. Tilvalið fyrir snjódekkin. Verð 1500-2500 kr. eftirtegund- um. Bílapartasalan Austurhlfð, 601 Akureyri, sími 96-26512, fax96- 12040. Opiö 9-19 og 10-17 laugardaga. ÓÐINN B AKARI BAKARÍ S 4770 Yestfirska með kaffinu í Reykjavík Undirritaður fær sér oft kaffi og eitthvað gott að éta í lngólfsbrunni, sem er notalegur veitingastaður og kaffihús í kjallara Mið- bæjarmarkaðarins í Aðal- stræti 9 í Rcykjavík. gengið inn frá bæjarfógetagarðin- um. Þar er gott að líta í dagblöðin sem liggja þar frammi. og nú er líka hægt að líta þar í Vestfirska fréttablaðið með kaffinu. Félagsskítur Félagsskítur Sundfélagsins Vestra á tún og garða. Uppl. í síma 3174, 3914 og 3942 á kvöldin. HEILSUGÆSLUSTÖÐIN Á ÍSAFIRÐI Sérfræðingur Ragnar Danielsen, sérfræðingur í hjartalyflækningum, verður á Heilsu- gæslustöðinni á ísafirði dagana 5. og 6. október nk. Tímapantanir daglega í síma 4500 frá kl. 8.00 — 16.00. c iÍMI 0KKAR ER 688888 í WJ Aðfam'áífatsv sesrt'yfcy vatUaA/. ' .GéYSIR PU TEKUR VIÐ BlLNUM A FLUGVELLINUM ÞEGAR ÞÚ KEMUR OG SKILUR HANN EFTIR A SAMA STAO ÞEGAR ÞÚ FERÐ Aðalfundur Aðalfundur Fulltrúaráðs sjálfstæðisfé- laganna á Isafirði verður haldinn þriðjudaginn 22. september kl. 20.30 í Sjálfstæðishúsinu, 2. hæð. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Kosning. 3. Önnur mál. Stjórnin. Orðsending til húsmæðra á norðanverðum Vestfjörðum Það er yfírlýst stefna okkar að vinna í þágu heimilanna. Þess vegna viljum við hafa húsmæður með okkur en ekki móti. Þar sem við höfum orðið varir við mikla andstöðu húsmæðra við þá breytingu í haust að selja allt slátur í kílóatali, höfum við ákveðið að breyta því snarlega og bjóða einnig upp á heilslátur á markaði okkar á ísafirði og í afurðasölunni á Þingeyri. Athugið: Verð hjá okkur hefur lækkað frá því í fyrra. Símanúmer: Sláturmarkaður í húsi HN-búðarinnar á ísafirði: 3765. Afurðasala á Þingeyri: 8395. Hollan mat inn á hvert heimili.

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.