Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 17.09.1992, Blaðsíða 9

Vestfirska fréttablaðið - 17.09.1992, Blaðsíða 9
1 V ESTFIRSKA Fimmtudagur 17. september(1992 9 | FRÉTTABLAÐIÐ | —■■■— Ungir sjálfstæðismenn á Vestfjörðum! Fundur um sjávarútvegsmál Fundur verður haldinn um sjávarútvegsmál laug- ardaginn 18. september 1992 kl. 16 í Sjálfstæðis- húsinu á ísafirði. Fundurinn er haldinn í samvinnu kjördæmissamtaka ungra sjálfstæðismanna á Vestfjörðum og sjávarútvegsnefndar SUS. Gestur á fundinum verða Einar K. Guðfinnsson og Einar Oddur Kristjánsson, sem munu flytja framsögu. Auk þess mætir Guðlaugur Þór Þórðarson vara- formaður SUS og formaður málefnanefndar SUS um sjávarútvegsmál. Mun hann kynna störf nefndarinnar og málefnaþing SUS í Neskaupstað. Fundarstjóri er Ásgeir Þór Jónsson. Allt ungt sjálfstæðisfólk er hvatt til að mæta. Kjördæmissamtök ungra sjálfstæðismanna á Vestfjörðum. Sjávarútvegsnefnd SUS. BOGOMIL FONT OG MILLJ ÓN AMÆRIN G ARNIR verða í Vagninum föstudaginn 18. september DANSLEIKUR í Félagsheimilinu á Flateyri 19. september I sól og suðrœnni sveiflu 1 FUGLAÞÁTTUR y\ Kría sr. Sigurðar Ægissonar l. mia Krían er af ættbálki strand- fugla, en tilheyrir svo þernu- ættinni, ásamt 42 öðrum teg- undum. Þernur eru náskyldar mávum, en eru þó venjulegast töluvert minni og spengilegri, með langa og mjóslegna vængi, klofið stél, veikbyggða fætur og mjótt nef. Þá er fæðu- val þernanna einnig sérhæfð- ara. Áður fyrr var þernum reynd- ar skipað í mávaætt, sam- kvæmt þróunarrökum, enda sumir litlu mávanna augljós- lega líkir þessum frænkum sínum, eins og t.d. hettu- mávur, dvergmávur, og þernu- mávur, sem allir eru með dökka hettu. En nú á tímum eru menn yfirleitt sammála um, að draga þernur út úr í sjálfstæða ætt, enda skilur þarna ýmislegt á milli. Til forna (m.a. í lögbókum) nefndist þessi litli og knái fugl reyndar þerna, eins og líka mörg örnefni hér á landi gefa til kynna (sbr. t.d. Þernuvík við ísafjarðardjúp), en sú nafngift gleymdist einhvern tíma á 18. öld, eða þar um bil, og upp var tekið núverandi heiti. Trúlega er þar á ferðinni hljóðlíking eft- ir gargi fuglsins, „krí-krí“. Þernuheitið varðveittist áfram í hinum Norðurlandamálunum (að finnsku undanskilinni) og ensku. Krían er 33-35 sm á lengd, 80-145 g á þyngd, og með 75- 85 sm vænghaf. Hún er dæmi- gerð þerna að líkamslagi og út- liti. í sumarbúningi er hún mestan partinn ljóssteingrá (dekkst þó á baki, herðum, og vængjum), en svört á kolli og aftur á hnakka. Vangar eru hvítir, og stélið einnig. Nef og fætur rauð. Vetrarbúningurinn er að mestu eins, nema það, að rauð- ur litur nefs og fóta verður svartur, og fremri hluti koll- hettunnar víkur fyrir hvítum lit. Krían er hánorræn, verpir um nyrstu strandir jarðarinnar, eins og t.d. í Alaska, Kanada, á Grænlandi, Svalbarða, Frans Jósefslandi, og meðfram allri Síberíu. Og hún er líka sunnar, eða við Eystrasalt, Norðursjó, Ermarsund, og á Nýfundna- landi og Nýja Englandi. Út- breiðslusvæðið hefur þó dreg- ist eitthvað saman, norður á bóginn, á síðari árum. Á Grænlandi er vitað til, að krían hafi orpið aðeins 720 km frá Norðurpólnum. Mun eng- inn fugl annar, að tildrunni undanskilinni, verpa svo norðarlega. Krían á lika annað met, því hún er talin mesti ferðalangur dýraríkisins. Að meðaltali flýgur hún næstum 40.000 km á ári, á milli búsetusvaéðanna nyrst og syðst, en hún dvelur nefnilega á veturna á hafsvæð- inu umhverfis Suðurheim- skautslandið, og þá ýmist Atl- antshafs- eða Kyrrahafsmeg- in. Er hún þannig á beinu flugi í 8 af 12 mánuðum ársins. Og Kría á hreiðri. (Hjálmar R. Bárdarson: Fuglar íslands. Reykjavík 1986). ef við gefum okkur að meðal- ævi kríunnar sé 25 ár, sem mun ekki vera fjarri lagi, jafngildir það flugi að tunglinu og heim aftur! Með þessari árlegu ferð sinni heimskauta á milli, nýtur krían meiri sólarbirtu en nokkur önnur lífvera jarðarinnar; eilíf sól er á varpstöðvum hennar á norðurhveli, sem og í heim- kynnunum á suðurhveli á vet- urna. Það mun samt ekki vera birtan ein, sem laðar kríuna í þessar ferðir, heldur auðugt smádýralíf eða áta heim- skautshafanna beggja megin. Annars er aðalfæða kriunnar smáfiskar (homsfli, sandsíli, loðna, og smásíld), fiskaseiði (ufsa-, laxa-, og silungs-), ýmis svifdýr (m.a. ljósáta), auk skordýra og orma. Krían birtist hér á landi venjulega um mánaðamót apríl og maí, yfirleitt í smáhóp- um, og fer undir eins að huga að varpi og maka. Hún er mjög algengur varpfugl um land allt. Aðalvarptíminn er fyrri helm- ingur júnímánaðar, en tíðarfar getur þó ráðið miklu í því efni. Stærstu vörp hennar eru í grennd við sjó, eins og t.d. í Vík í Mýrdal, á Hellissandi, við Máná á Tjörnesi, og í Hrísey á Eyjafirði. Kríur verpa þó mun dreifðar en aðrir sjófuglar, og oft langt frá hafi, eins og t.d. við Mývatn, og jafnvel í Þjórs- árverum við Hofsjökul. Kjörlendið er einkum sjávar- strendur, en þó kann hún einnig við sig nærri ám og vötnum fjarri sjó (allt að 100 km inni í landi í Noregi). Hún verpir upp af lágum og send- num fjörum, í hólmum, eða ey- jum, og þá ýmist í snöggu gras- lendi, eða mýri. Bæði kynin eru hávær, einkum um varptím- ann. Varpsetrið er hringlaga skiki umhverfis hreiðurstæðið, og ver hún það af einurð og hörku. Sjaldgæft þykir, að minna en 2 m séu á milli kríuhreiðra. Eggjunum, sem eru venju- legast 2-3, mosagræn eða ljósbrún, með svörtum eða brúnum dílum, er yfirleitt orpið beint á jörðina, og sinna bæði foreldri hreiðurstörfunum. Út- ungun tekur um 3 vikur og eru ungarnir hreiðurfælnir. Þeir verða fleygir á u.þ.b. mán- uði. Krían verpir oft í sambúð með öðrum fuglum, eins og t.d. öndum, gæsum, hettumávum, lundum, teistum, og vaðfugl- um, sem þá njóta góðs af því, hversu árásargjörn hún er gagnvart óboðnum gestum í varpi. Kríuegg hafa löngum verið talin góð til átu, og hafa kríu- byggðir af þeim sökum oft farið illa, og jafnvel eyðilagst gjör- samlega vegna stöðugrar tínslu, einkum í grennd við þéttbýlisstaði. í lögum eru þó ákvæði, sem heimila aðeins töku eggja úr fyrsta varpi. Nytja kríunnar er fyrst lýst í Ferðabók Eggerts Ólafssonar og Bjarna Pálssonar (1752- 1757). Ekki er vitað um stofnstærð kríunnar á íslandi, en áhtið að varppörin skipti einhverjum hundruðum þúsunda. í stærstu vörpum hafa talist yfir 10.000 hreiður. Endurheimtur á kríum, sem merktar hafa verið á íslandi í gegnum árin, benda til, að þær haldi sig mest við SV-Afríku á veturna. Krían getur orðið býsna gömul. Mörg dæmi eru um 20 ára fugla og þar um kring; í þeim hópi er t.d. kría, sem merkt var sem ungi á Gríms- stöðum við Mývatn, og náðist 21 ári síðar í Nígeríu, á vestur- strönd Afríku. En elsti, mérkti fugl, sem menn þekkja til, náði því að verða 34 ára gamah.

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.