Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 24.09.1992, Blaðsíða 1

Vestfirska fréttablaðið - 24.09.1992, Blaðsíða 1
Busavígsla fór fram við Framhaldsskóla Vestfjarða á Torfnesi sl. föstudag. Vígslan var með hefðbundnu sniði. Busarnir voru settir í net og hífðir upp í gálga á svölum heimavistarinnar. sprautað á þá og þeim slakað ofan í fiskiker sem var fullt af köldu og skítugu vatni. Formanni skólafélagsins var að vanda hent í hafið; Sigríður Harðardóttir mátti svamla í ísafjarðarpolli um stund. Um kvöldið var sameiginlegt borð- hald í heimavist skólans. -GHj. Blaðamaður Yestfírska „eins og hasshundur... “ Skólabílstjóra sagt upp eftir 20 ára akstur - en tengdasonur hreppsnefndarmanns ráðinn í staðinn Skólabílstjóra og matráðs- konu Broddanesskóla á Ströndum var sagt upp störf- um við skólann í vor og voru stöður þeirra auglýstar. Á fundi hreppsnefndar Brodda- neshrepps 20. ágúst sl. var síð- an annað fólk ráðið í störfin. Skólabílstjórinn, sem ekið hefur skólabörnunum undan- farin 20 ár, sótti um flutning- ana ásamt tveimur öðrum bændum úr sveitinni. Hann fékk ekki aksturinn þrátt fyrir að engin kvörtun hafi borist vegna aksturs hans allan þenn- an tíma. Tengdasonur eins hreppsnefndarmanns fékk aksturinn og systir tengda- sonarins ráðskonustöðuna, með atkvæði tengdaföðurins í hreppsnefndinni. Atkvæði féllu þannig í ráðningu bíl- stjórans að tengdasonurinn fékk atkvæði þriggja hrepps- nefndarmanna á móti tveim- ur. Réð atkvæði tengdaföður- ins því úrslitum. Mikill kurr er í fólki í hrepp- num vegna þessarar afgreiðslu og telja menn að tengdafaðir- inn hafi átt að víkja af fundi og kalla inn varamann sökum vanhæfis vegna tengda við um- sækjandann, svo sem sveitars- tjórnarlög mæla fyrir um. VESTFIRSKA hafði sam- band við fyrrverandi skólabíl- stjóra, Sigurkarl Ásmundsson bónda í Snartartungu, og spurði hann um málið. „Ég er afar sár, því ég er nýlega búinn að endurnýja skólabílinn og setja í hann far- síma að beiðni oddvita. Þetta er töluverð fjárfesting, sem ekki nýtist nú þegar annar hef- ur fengið þetta verk, sem ekki var boðið út. Það er ekki hægt að sjá annað, en þarna sé verið að bola fólki úr störfum til að hygla sínu fólki og fá því stöðurnar. Sl. vor var oddviti hrepps- nefndar búinn að biðja mig að sjá um akstur skólabarnanna í sundkennslu og hefur það alltaf tilheyrt skólaakstri. Þá var tengdasyninum potað í þann akstur, áður en mér var sagt upp. Það er leiðinlegt að hætta á þennan hátt eftir 20 ára akstur skólabarna og ég hefði sjálfur viljað hætta á annan hátt“, sagði Sigurkarl í samtali við blaðið. Blaðið hafði samband við Jón Gústa Jónsson bónda í Steinadal, oddvita Brodda- neshrepps, og sagði hann að hér eftir ætti að ráða bílstjóra og matráðskonu til eins árs. „Það er rétt að meirihluti hreppsnefndar samþykkti að ráða annan skólabílstjóra. Varðandi vanhæfi tengda- föðurins í hreppsnefndinni get ég sagt, að um vanhæfi okkar flestra var að ræða, því um- sækjendur eru á einn og annan hátt tengdir hreppsnefndar- mönnunum og einnig vara- mönnum. Annars hef ég ekki farið yfir það dæmi“, sagði Jón Gústi. Gunnar Sverrisson, hrepps- nefndarmaður og bóndi á Þórustöðum, sagði í samtali við VESTFIRSKA að blaðið varðaði ekkert um þetta, blaðamaður væri „eins og hasshundur með eyrun sperrt og nefið ofan í öllum málum". Þegar hann var spurður að því hvort hann hefði sagt sig úr hreppsnefndinni vegna þessa máls, en það hefur verið eftir honum haft, sagði hann: „Ég gef þér ekkert upp um það. Það kemur þér ekkert við.“ -GHj. PÓLLINN HF. S 3092 0 Rafþjónusta Raftækjasala Rafhönnun Rafeindaþjónusta Siglingatæki Kælitæki PÓLLINN HF. SALA ÞJÓNUSTA Ljósritunarvélar Viðgerðir og viðhald á Myndsendar (faxtæki) skrifstofubúnaði og Reiknivélar fjarskiptatækjum IFIMMTUDAGUR 24. SEPTEMBER 1992 31. TÖLUBLAÐ • 18. ÁRGANGUR ISÍMI 94-4011 • FAX 94-4423 VERÐ KR. 150 — „Bíldudalur og Bolungarvík eru nánast í biðsal dauðans6í - segir Steingrímur Sigfússon fyrrv. ráðherra í samtali á bls. 3. Vigdís og Jakob Falur i opnuviðtali Frá Golfklúbbi ísafjarðar: Bændaglíman álaugardag Siðasta mót Golfklúbbs isafjarðar nú í sumar haldið sl. sunnudag. Leiknar voru 18 holur, og var tilhögun sú að saman léku vanur/óvanur. I efstu sætum urðu þessi pör: 1. Pétur H.R. Sigurðsson/Björn Helgason. 2. Sigurð- ur Samúelsson/Guðjón Loftsson. 3. Gylfi Sigurðsson/ Ernir Ingason. Það var Hrönn hf. sem styrkti mótið. Núna á laugardaginn, 26. september, verður stðan bændaglíman háð og hefst kl. 13.00. Leiknar verða 18 holur. Seldar verða léttar veitingar í skálanum. Einnig er fyrirhugaður sameiginlegur kvöldverður að lokinni glím- unni. Byggðastofnun hafnaði tilboði í laxeldisstöðina í Reykjanesi Stjórn Byggðastofnunar hafnaði tilboði sem stofnuninni barst í fiskeldisstöð Islax hf. í Reykjanesi í Djúpi. Tilboðið varfrá Silfurstjörnunni hf., laxeldisfyrirtæki í Kelduhverfi í Öxarfirði. Einnig höfðu tilboð borist í skúra og leiðslur í stöðinni og var þeim líka hafnað. Byggðastofnun er hluthafi í Silfurstjörnunni. Ljóst er því að laxeldisstöð Islax hf. í Reykjanesi mun enn standa ónotuð um sinn og engum til gagns. Sinnt er eftirliti með stöðinni og er maður á launum hjá Byggða- stofnun við það verk. -GHj.

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.