Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 24.09.1992, Blaðsíða 2

Vestfirska fréttablaðið - 24.09.1992, Blaðsíða 2
VESTFIRSKA Fimmtudagur 24. september 1992 J FRÉTTABLAPIÐ |-: V ESTI 7IRS | FRÉTTABLAÐIÐ | Vestfirska fréttablaðið er vikuWað, óháð stjórnmálaflokkum, og kemur út síðdegis á fimmtudögum. Blaðið fæst bæði í lausasölu og áskrift. Útgefandi, ritstjóri og ábyrgðarmaður: Hlynur Þór Magnússon. Verð í lausasölu kr. 150. Verð í áskrift kr. 135 ef notaðar eru Visa eða Eurocard skuld- færslur (það er ekkert mál og ekkert flókið, bara hringja í okkur oggefa okkur upp númerið á kortinu); annars kr. 150. Ritstjórn og auglýsingar: Aðalstræti 35, Isafirði, sími (94)-4011, fax (94)-4423. Blaðamenn: Hlynur Þór Magnússon, Túngötu 17, ísafirði, heimasími (94)- 4446, og Gísli Hjartarson, Fjarðarstræti 2, ísafirði, heimasími (94)-3948. Prentvinnsla: ísprent hf., Aðalstræti 35, ísafirði, sími (94)-3223. Vísukorn í tilefni veðurspádóms í Vestfirska Bráöum kemur vondur vetur, víst má þessa kenning sanna. Aldrei hafa ómaö betur iörastrengir sveitunganna. Indriði Aðalsteinsson, Skjaldfönn. Hvítasunnukirkjan SALEM Ungt fólk frá Reykjavík talar og syngur á samkomunni hjá okkur kl. 17.00 nk. sunnu- dag. Komið og hlustið á lifandi boðskap í tali og tónum. Barnapössun og boðið upp á kaffi eftir samkomu. Allri hjartanlega velkomnir. Hvítasunnu kirkjan. ísafjarðarsöfnuður Sunnudaginn 21. september verður messa kl. 14 í ísafjarðarkapellu. Kaffisala á eftir. Aðalsafnaðarfundur kl. 16. ísafjarðarkapella - Tilkynningar Útför Óskars Þórarinssonar verður gerð laugardaginn 26. sept. kl. 10.30. Útför Annasar Kristmundssonar verður gerð laugardaginn 26. sept. kl. 14.00. Guðsþjónusta verður sunnudaginn 27. sept. kl. 14.00. Matur og „músikksjó“ í Félagsheimilinu í Hnífsdal LL/TINDAR I undirbúningi er „músikk- sjó“ með söngvum og skemmtidagskrá, sem flutt verður í Félagsheimilinu í Hnífsdal í nóvembermánuði. Þetta er samstarfsverkefni Litla leikklúbbsins á ísafirði og Björgunarsveitarinnar Tinda í Hnífsdal, sem rekur félagsheimilið. I „sjóinu" leikur stórsveit undir stjórn Jóns Engilbcrtssonar, en hátt í tuttugu lcikarar munu koma fram. Þarna verða í bland frumsamin gamanatriði úr bæjarlífinu í hverri viku, en annað efni verður staðlað. Abyrgst er að gestum muni ekki leiðast. Dagskráin verður um klukkustundar löng að lokn- um málsverði, sem Hótel fsa- fjörður mun sjá um. Miða- verðinu verður stillt í hóf. Sýningarnar verða fáar. Þeir sem vilja panta borö tímanlega geta haft samband við fólkið sem getið er um í auglýsingunni á bls. 7 hér í blaðinu. Haustæfingar hjá Skíðafélagi ísafjarðar - Æf ingatafla - Mánudagur Kl. 16.00 13 ára Kl. 17.00 13 ára Kl. 17.45 16 ára Kl. 18.30 16 ára Kl. 20.00 14-15 ára Kl. 20.45 14-15ára Miðvikudagur Kl. 17.00 11 ára Kl. 17.45 11 ára Kl. 18.30 14-15 ára Kl. 19.15 14-15 ára Föstudagur Kl. 16.10 12 ára Kl. 17.00 12 ára Kl. 17.45 16 ára Laugardagur Kl. 11.00 16 ára Kl. 11.45 16 ára Kl. 12.30 9—10 ára Kl. 13.15 9—10 ára Kl. 14.00 7—8 ára Kl. 14.45 7—8 ára Kl. 15.30 13 ára Kl. 16.15 13 ára Æfingarnar fara fram ígamla íþróttahús- inu (Sundhöllinni við Austurveg). Allir krakkar eru velkomnir að vera með þó að þeir hafi ekki stundað skíði áður. Skíðafélag ísafjarðar. Innréttingar á góðu verði í allt húsið. Gerum verðtilboð. Hafiðsamband ísíma 91-683623 (símsvari). Innréttinga-og parketþjónustan, Hraunbergi 17. Neyðarblys í Aðalvík Klukkan rúmlega ellefu á föstudagskvöldið til- kynntu skipverjar á Gunn- birni ÍS frá Bolungarvík að þeir hefðu séð neyðarblys upp af Aðalvík. Björgun- arbáturinn Daníel Sig- mundsson var sendur á vettvang en ekkert fannst sem benti til manna í nauð- um. Engin önnur skýring virðist því fyrir hendi önnur en sú, að þarna hafi verið um stjörnuhrap að ræða. -GHj. Marta Hlín og Rúnar Már eru hreint ekki á leiðinni til Tromso Sérkennileg meinloka var í texta með einni af brúðhjónamyndunum í síðustu viku. Þar sagði að Marta Hlín Magnadóttirog Rúnar Már Jónatansson væru til heimilis í Trömsö í Noregi. Þetta stóð vissu- lega í handritinu sem blað- ið fékk, en gallinn er sá að ungu hjónin hafa aldrei til Tromsö komið og eru ekk- ert á leiðinni þangað. Þau eiga heima inni í Múlalandi 12 á gamla ísafirði. Hitt er annað mál, að ýmsir ísfirðingar hafa stundað eða stunda nú nám í Tromsó, en þar er mikið miðstöð sjávarútvegs- fræða. Meðal þeirra eru Kristján Jóakimsson og Aðalsteinn Óskarsson og Einar Hreinsson, bróðir . Baldurs sem gekk að eiga Hörpu Magnadóttur systur Mörtu Hlínar um leið og Marta Hlín og Rúnar Már voru gefin saman, en myndin af þeim var við hliðina og þau eiga heima í næsta húsi inni í Múlalandi (við skulum annars stoppa áður en þetta verður of flókið). Fjórðungsþing Fiskideildanna á Yestfjörðum á laugardag: Opinn fundur með Hrafnkeli Eiríks- syni um skel og krabbadýr 51. Fjórðungsþing Fiskideildanna á Vestfjörðum verður haldiö á ísafirði á laugardaginn, 26. september, og hefst kl. 10 árdegis í sal Vinnuveitendafélagsins við Árnagötu. Auk venjulegra þingstarfa verður fjallað um nýjar sam- þykktir Fiskifélags íslands og framtíð félagsstarfsins. Málshefjendur verða fulltrúar Fiskifélagsins. Hluti þingsins verður öllum opinn, en þar er um að ræða fund á Hótel Isafirði þarsem Hrafnkell Eiríksson fiskifræð- ingur hjá Hafrannsóknastofnun flytur framsöguerindi um skel og krabbadýr, stöðuna i dag og nýja Vnöguleika. Sá fundur hefst á hótelinu kl. 13.30. Að öðru layti verða þing- störfin við Árnagötuna.

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.