Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 24.09.1992, Blaðsíða 3

Vestfirska fréttablaðið - 24.09.1992, Blaðsíða 3
VESTFIRSKA Fimmtudagur24. september 1992 Bíldudalur og Bolungarvík eru nánast í biðsal dauðans - segir Steingrímur Sigfússon alþingismaður í samtali við Vestfirska fréttablaðið Steingrímur Sigfússon, varaformaður Alþýðubanda- lagsins og fyrrverandi sam- gönguráðherra, hefur verið á ferð um Vestfirði ásamt Kristni H. Gunnarssyni, al- þingismanni, og hafa þeir fé- lagar haldið almenna fundi víða í kjördæminu. Þeir litu inn á ritstjórn VESTFIRSKA á þriðjudaginn. Að sögn þeirra hefur sjávarútvegsmál borið mikið á góma og þá einna helst frystitogaravæð- inguna á Vestfjörðum. Nú er ákveðið að kaupa nýjan frystitogara í stað Guð- bjargar á Isafirði, einnig að breyta Bessa í Súðavík og Sléttanesinu á Þingeyri í frysti- togara til viðbótar við Júlíus Geirmundsson á ísafirði. Hafa Vestfirðingar margir miklar áhyggjur af þessari þróun. Að sögn Steingríms blasir við sjávarútveginum 10-14% tap á næsta ári, eftir því hvernig það er reiknað. Menn væru í grófum dráttum sammála um það, Þjóðhagsstofnun og aðrir aðilar, að stefnan væri þannig núna. „Bein afleiðing af þessu er sú, að fyrirtækin eru að leita sér að björgunarleiðum út úr þessari afkomu. Menn horfa því til frystitogaraútgerðar, sem er eina greinin í sjávarút- vegi sem skilar jákvæðri af- komu. Neyðin rekur menn út í þetta en ekki endilega að menn hafi vilja til þess. Menn verða að horfast í augu við það að þarna eru að gerast stórkostlega alvarlegir hlutir, kannski einhverjar Alþingismennirnir Steingrímur Sigfússon og Kristinn H. Gunn- arsson í heimsókn á Isafirði síðastliðinn þriðjudag. niestu sviptingar sem menn hafa horfst í augu við í sjávar- útvegi um áratuga skeið. Ég hef þá skoðun, að það eigi að reka fullvinnslu sjávarafurða í landi og stefna að því að full- vinna aflann sem me^t. Frysti- togarabylgjan núna er afar óhagstæð í þeim efnum. Til þess að gefa fullvinnslustefn- unni möguleika þarf að bæta afkomu sjávarútvegsins almennt. Það verður að jafna samkeppnisskilyrðin milli landvinnslu og sjóvinnslu og allt bendir til að beinlínis halli álandvinnsluna. Hún ermeira skattlögð, hún borgar hærra orkuverð, svo hlálegt sem það er, þó þar sé um innlenda orku að ræða. Það er ódýrara að framleiða rafmagn með inn- fluttri olíu úti á sjó. Einnig er nýting frystiskipanna á kvót- anum önnur og betri heldur en þeirra útgerða sem leggja afl- ann upp hjá fiskvinnslunni í landi. Það skýrist ef menn fara ofan í saumana á því í hverju það liggur. Þessa aðstöðu þarf að jafna og reka beinlínis stjórnarstefnu sem ívilnar landvinnslu og fullvinnslu“, sagði Steingrímur. - En hvaða boðskap hefur Steingrímur Sigfússon í þess- um efnum til Vestfirðinga, sem ætla að fjölga frystitogur- um um þrjá á næstunni? „Hann er þessi: Áður en menn neyðast út í breytingar af þessu tagi, sér þvert um geð (á Þingeyri í gær gat ég ekki betur heyrt en svo væri), þá eiga þeir að gera þær kröfur til stjórnvalda, að farið verði ofan í þessa hluti og sam- keppnisskilyrðin skoðuð, bor- in saman og jöfnuð og afkoma greinarinnar bætt, þannig að 1023 ökumenn tékkaöir - 9% trassar - tveir af fimmtán sendir í blóðprufu: Flestir voru spenntir í Norrænu umferðarvikunni stöðvaði lögreglan á ísafirði 1023 ökutæki, þar af voru 11 bifhjól. Af ökumönnum bif- reiða voru 87 ekki spenntir í öryggisbelti eða 9%, en 91% ökumanna voru með beltin spennt. Öndunarsýni voru tekin af 15 ökumönnum og var talin ástæða til þess að senda tvo í blóðprufu eða 13,3%. Sjö af 11 bifhjólamönnum voru ekki með hjálma eða 64%. Að sögn Jónmundar Kjart- anssonar, yfirlögregluþjóns, tóku lögreglumenn sérstak- lega eftir því, að þeir sem ekki voru með belti höfðu ekki ökuljósin á, það fór oftast saman og þeir voru jafnvel ekki heldur með ökuskírtein- !!!! Krakkar - f oreldrar!!!! - athugið !!!! Vetrarstarf Sundfélagsins Vestra er hafið. Innritun í alla flokka fer fram í síma 4269 alla daga til kl. 15.00 og í Sundhöll ísafjarðar kl. 16.00-19.00. Sundnámskeið fyrir 4—6 ára. Byrjendaæfingar fyrir 7-12 ára. Ungbarnasund fyrir 3-12 mánaða börn. Æfingar fyrir alla eldri aldursflokka. Stjórnin. þessi þróun verði á heilbrigð- ari grundvelli. Með öðrum orðum, að menn láti ekki bar- áttulaust pína sig út í það að breyta sínum fyrirtækjum með þessum hætti og fækka störf- um í landi. Menn eiga að snúa bökum saman og spyrna við fótum og láta ekki þessa hol- skeflu brotna yfir sig á næstu mánuðina, þannig að eftir eitt eða tvö ár verði bara eftir ein- hverjar leifar af fiskvinnslu í landi.“ - Hvað um vandann í Bol- ungarvík, á Bíldudal og víðar á Vestfjörðum? „Ég held að það verði að greina á milli almennra ráð- stafana í þróun íslensks sjá- varútvegs,,og s'vo hins, að ein- stök fyrirtæki geta verið svo illa komin að þeim verði ekki við bjargað. Þau verða bara að mæta örlögum sínum. Aðalvandinn í því sambandi er auðvitað kvótakerfið og sú staðreynd, að veiðirétturinn getur flust með skipunum á milli byggðarlaga. Það gerir það að verkum, að menn þora ekki að endurskipuleggja rekstur eða gera upp fyrirtæk- in, sem hefði þurft að vera búið að fyrir löngu. Menn eru einfaldlega svo hræddir við að byggðarlög missi sinn veiði- rétt. Bolungarvík, Bíldudalur og fleiri slík byggðarlög eru nánast í biðsal dauðans, ef svo má að orði komast. Þrátt fyrir þetta ríghalda menn í kvóta- kerfið og hafa ekki verið fáan- legir til þess að gera a.m.k. lágmarkslagfæringar á því, sem tryggðu það að svona hlutir gætu ekki gerst. Það var Bíldudalur í gær, Bolungarvík í dag og Patreksfjörður fyrir nokkru síðan og svona mun þetta verða áfram meðan kvótakerfið verður við lýði. - Batnar ekki afkoma sjávarútvegsins við EES samningana? „Ég held að samningar við EES geri engin kraftaverk og allra síst þegar í stað. Það eru vissulega möguleikar sem opnast með þeim samningi. Ég held að það sé hættulegt að ofmeta þá. Það eru líka mögu- leikar sem eru þess eðlis, að það þarf að hafa fyrir því að nýta sér þá. Það mun ekkert gerast af sjálfu sér. Tollalækk- anir á saltfiski, sem eru það sem fyrst og fremst skiptir máli, eru góðra gjalda verðar. Það er blekking að halda því fram að það verði einhver stórkostleg vatnaskil í málefn- um sjávarútvegsins hér strax um næstu áramót ef af þessum samningi verður. Fyrirtækin eru ekki í stakk búin til þess að gera eitt eða neitt. Það eina sem stjórnendur þeirra hugsa um, er hvernig þeir geti lifað til næsta dags. Við þær aðstæð- ur verður engin nýsköpun", sagði Steingrímur Sigfússon í viðtali við VESTFIRSKA. -GHj. in. Virðast því 9% ökumanna vera hreinræktaðir trassar. „Við erum afskaplega ánægðir með þessa könnun og niðurstöður hennar. Lög- reglumennirnir segja að öku- menn, sem stöðvaðir voru, hafi tekið mjög vel á móti þeim þegar þeir unnu að könnuninni. Allir ökumenn voru ánægðir og kátir. Menn spenntu beltin þegar þeim var bent á að þeir ættu að nota þau. Við höfum frétt af mönnum sem aldrei notuðu beltin, en gera það víst eftir könnunina. Ég held að menn læri svolítið af þessu. Þegar lögreglumenn voru að störfum á Skutulsfjarðar- braut við Framhaldskólann ók ökumaður á mótorhjóli þar hjá á 140 km hraða. Var hann umsvifalaust stöðvaður og sviptur ökuleyfi á staðnum. Á næstu vikum munum við svo taka alla bíla úr umferð sem ekki eru með Ijósabúnað- inn í lagi og fá ökumenn auk þess bágt fyrir“, sagði Jón- mundur Kjartansson í samtali við blaðið. -GHj. TIL SÖLU Til sölu er neðri hæð í þessu tvíbýlis- húsi að Brunngötu 12 á ísafirði. Upplýsingar gefa Sigurður Þorláksson í síma 3237 og Sverrir Hestnes í síma 3880. VESTFIRSKA SPYR: Hvaða matur finnst þér allra bestur og allra verstur? Auðunn Karlsson, Súðavík: Mér þykir allur matur góð- ur (nema skata, þótt ég sé Vestfirðingur), enda má sjá það á vaxtarlagi mínu. Sigurður Þorleifsson, Bolungarvík: Vel matreitt lambakjöt finnst mér best. Ég hef aldrei borðað vondan mat nema „fish and chips“ í Englandi. Sigrún Vemharðsdóttir, ísafírði: Mérfinnst allur matur góð- urogenginn matur vondur, enda sést það núorðið utan á mér. Samúel Zakaríasson, Djúpadal: Mér finnst beikon alveg af- bragðsmatur en úldin skata finnst mér bæði leiðinleg og slæm. Sigríður Ragnarsdóttir, ísafírði: Mér finnst reyktur Mý- vatnssilungur allra bestur, öðru nafni saltreyður. Helst þarf hann að vera á franskbrauði með sméri. Allra verstar þykir mér pakkasósur.

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.