Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 24.09.1992, Blaðsíða 5

Vestfirska fréttablaðið - 24.09.1992, Blaðsíða 5
VESTFIRSKA --1 FRÉTTABLAÐIÐ Fimmtudagur 24. september 1992 J; JR THELEMONS SISTERS Ljúf og skemmtileg saga um vin- áttu þriggja kvenna í fiínni sí- breytilegu borg Atlantic Cíty. Þær troða upp á búllum og börum með söngþátt sem fær misjafnar undirtektír. Þær eru ákveðnar í að eignast eigin skemmtistað - en hvernig á að afla peninganna? Svo er að taka tillti til karlanna þriggja sem hver hefursína skoðun á málinu. Það hríktir I stoðum vináttunnar og ástarsambönd eru við það að bresta áður en yfír líkur eftir alls- konar óhöpp. TRUE IDENTITY Miles Pope (Lenny Henry) er þeldökkur leikari sem lendir i fifshættu þegar hann kemst að leyndarmáli um kaldrifjaðan glæpamann. Sér til bjargar ræður hann sérvitran förðun- armeistara til að gera sér dul- argervi. Til að koma glæpa- manninum undir lás og slá neyðist hann til að leika af fingrum fram í ýmsum hlutverk- um, m.a. sem leigumorðingi frá Las Vegas. Lenny fer á kostum í þessari einstöku, bráð- skemmtilegu spennumynd. Þúsundir titla í gífurlega rúmgóðu húsnæði JR YÍDEÓ Mánagötu 6 © 4299 UPPSKRIFT í VESTFIRSKA frá Signýju Rósantsdóttur Ýsubuff 2 ýsuflök 1 laukur 1-2 egg salt, pipar, aromat 2 msk hveiti 2 msk kartöflumjöl örlítil mjólk Fiskurinn hakkaður með lauknum. Eggin hrærð saman við ásamt kryddi, hveiti og kar- töflumjöli, þynnt með mjólk. Mótuð buff steikt á pönnu. Vatn sett á pönnuna og búin til sósa sem borin er fram ásamt kartöflum og hrásalati. Læt hér fylgja með uppskrift að sósu sem er mjög góð bæði með fiskibuffi og kjötbollum. Fisksósa 1 lítil dós majones 3 harðsoðin egg, smátt söxuð 6 tsk barbecue relish tómatsósa 4 tsk sinnep Öllu blandað vel saman. Gott með fiskibuffi og kjötbollum. Ég skora á Pétur H.R. Sigurðsson að koma með uppskrift í nœstu viku. Ragnar Kristinsson við nýja pressubílinn. Gámaþj ónusta Vest- fjarða kaupir nýjan bil - þjappar sorpinu saman í fimmta hluta rúmmáls þess Gámaþjónusta Vest- fjarða sérhæfir sig í sorp- hirðu og rekstri sorpgáma og hóf rekstur árið 1988. Að sögn Ragnars Kristins- sonar, eiganda Gámaþjón- ustunnar, hefur Gáma- þjónustan dafnað vel þessi fjögur ár sem hún hefur starfað. Fyrirtækið hefúr nú keypt nýjan sorpbíl sem pressar sorpið niður í fimmta hluta upphaflegs rúmmáls og tekur jafn- framt í sig þar til gerða gáma og lítil kör sem nú er verið að dreifa í fyrirtæki. „Meðal annars eru þessi kör komin í prentsmiðjuna hjá ykkur. Þau taka 800- 1000 lítra og eru leigð út til fyrirtækja og einstaklinga gegn mjög vægu gjaldi. Þaö eru komnir yfir 50 sorp- gámar á svæðið og eiga fyrirtæki og bæjarfélög þá ásamt Gámaþjónustunni. Starfsmenn fyrirtækisins hafa verið tveir fram að þessu. Nú þjóna ég svæð- inu frá Bolungarvík vestur að Núpi í Dýrafirði og von- ast til að svæðið stækki enn. Áður en ég keypti nýja pressubílinn var ég með tvo bíla í rekstri, en með þess- um bíl get ég veitt meiri og betri þjónustu, því hann kemur til viðbótar við bíla- kostinn sem fyrir var. Reksturinn er hálfgert bras en ég er bjartsýnn á fram- tíðina, þvi allt vinnur með manni í þessum málum, sem eru eilífðarvandamál allra byggðarlaga“, sagði Ragnar í samtali við VESTFIRSKA. -GHj. 5 SMÁ- auglýsingar ÁL-GRÓÐURHÚS til sölu, nýtt, óuppsett. Selst ódýrt. Sími 4578 eða 4579. ÓSKA EFTIR 13-14 ára stelpu til að passa 2ja ára strák 2-3 kvöld i viku. Simi 3832. SÓFASETT OG BORÐ Til sölu sófasett úr furu, 3- 2-1, og sofaborð. Uppl. í síma 4128 eftir kl. 20. FELGUR TIL SÖLU 4 stk. 13“ undir Daihatsu Applause. 4 stk. 13“ undir Mazda. Uppl. í síma 3504 (Magnús). ÍBÚÐ TIL LEIGU eða sölu, tveggja til þriggja herbergja, á Eyrinni á Isa- firði. Uppl. í síma 95-13206 (Rakel). VÖRUBÍLL Til sölu Volvo F-60 árg. ’85, ekinn 110 þús. km, með sturtupalli. Mjög góður bíll. Uppl. í síma 4563 eða 985- 37723. TIL SÖLU Toyota Landcruiser, stuttur, árg. ’88. Sími 3653. ÓDÝRA KERRU, TAKK! Óskum eftir sterklegri barnakerru, má vera mikið notuð. Simi 4578 eða 4579. VÉLSLEÐI Til sölu Arctic Cat Panther, mjög iítið ekinn. Keyptur nýr af umboði um síðustu páska. Uppl. í síma 3454 og 4448. ÓSKA EFTIR einstaklingsíbúð eða stærri á leigu á Isafirði. Skilvtsum mánaðargreiðslum heitið. Uppl. í síma4429. TROMMUSETT tii söiu. Sími3648. TÖLVA TIL SÖLU Til sölu Sega Masters Syst- em leikjatölva. Sími 4704. FBA-FUNDIR alla föstudaga kl. 21.00 í Pólgötu 2, Isafirði (gamla sýslumannshúsinu). FBA-deildin, isafirði. * . HJÓL ÓSKAST Óska eftir að kaupa notað BMK-hjól, Sími 4186. ÓSKA EFTIR íbúð á ísafirði, einstakl- ingsíbúð til þriggja her- bergja. Uppl. í síma 3470. BARNABÍLSTÓLL Barnabilstóll óskast. Uppl. í síma 3527. DÚKASTREKKINGAR Tek að mér að þvo, stífa og strekkja dúka. Vönduð vinna og fljót þjónusta. Móttaka í Blómabúðinni Elísu. SMÁAUGLÝSINGAR Tekið er á móti smáauglýs- ingum í Vestfirska fram á miðvikudagskvöld í blað sem kemur út á f immtudegi. Vestfirska, sími 4011.

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.