Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 24.09.1992, Blaðsíða 8

Vestfirska fréttablaðið - 24.09.1992, Blaðsíða 8
Dröfn ÍS-44 marar í kafi á hliðinni við Mávagarð. Dröfn IS—44 sökk í ísafjarðarhöfn \ /I 5S1 m RSI KA FRÉTTABLAÐIÐ | Umboðsmaíur VF í Bolungarvík Umboðsmaður Vestfirska fréttablaðsins í Bolungarvík er Bergljót V. Jónsdóttir, kennari, Völusteinsstræti 20, sími 7361. Hún sér um sölu, áskriftir og dreifingu Vestfirska í Bolungarvík. VESTFIRSKA | fréttablaðiðI— SMA- auglýsingar ÁRGANGUR ’58 Hittumst í Sjomannastof- unni 3. okt. kl. 20.00. Hafið með nesti og myndaalbúm. ENSKUMÆLANDI BÖRN Okkur vantar nokkur ensku- mælandi börn (gjarna án nokkurrar tónlistarþekking- ar) til þátttöku í tónlistar- námskeiði í næstu viku. Uppl. í s. 3010 og 3926. Tón- listarskóli ísafjarðar. URBEININGAR Tek að mér úrbeiningar. Uppl. í símá 3563. TIL LEIGU 20-30 m2 geymslu eða lag- erhúsnæði. Uppl. í s. 4566 eða 3441 á kvöldin. 17 ára háseti slapp naumlega ISAFJORÐUR Skeljabáturinn Dröfn ÍS—44 sökk við Mávagarð í Sunda- höfn á sjötta tímanum á þriðjudagsmorgun. Atli Freyr Guðfinnsson frá Bolungarvík, 17 áraskipverji ábátnum, svaf í lúkarnum og slapp naumlega í land. Vaknaði hann við skruðninga og gerði sér grein fyrir hvað var að gerast, hljóp upp á dekk, sem var allt á floti í sjó, og aftur í stýrishús. Þar hringdi hann í skipstjórann úr farsíma og lét vita hvernig komið væri. Þá slitnaði aftur- endinn og báturinn seig niður að aftan. Atli stökk á bíldekk- ín a bryggjunm og klifraði upp þau og horfði síðan á eftir bátnum sökkva og leggjast á hliðina. Lenti Atli í sjónum upp að mitti er hann stökk úr bátnum. Olía flaut upp úr bátnum og mengaði höfnina lítillega en starfsmenn ísa- fjarðarhafnar girtu flekkinn af umhverfis bátinn með flot- girðingu og betur fór en á horfðist. Slökkvilið ísafjarðar dældi sjó úr bátnum eftir að krani hafði rétt hann við og komst hann á flot um hádegið. Á Dröfn er 3ja manna áhöfn og kom báturinn úr skeljaróðri á mánudagskvöld. Líklegt er talið að einstefnuloki í lensi- dælu hafi gefið sig og sjór runnið inn í bátinn. Dröfn er trébátur, smíðuð á Skagaströnd 1974 og 30 brl. að stærð. Hún hét áður Brynj- ar ÍS-61 frá Suðureyri, Júlíus ÁR-111 frá Þorlákshöfn og Dröfn Sl-67 frá Siglufirði. Báturinn var keyptur til ísa- fjarðar frá Siglufirði og er eig- andi hans Andvaraútgerðin hf. þar í bæ. Hefur útgerðin orðið fyrir tilfinnanlegu tjóni við þetta óhapp. -GHj. Blandaður afli togaranna ISAFJORÐUR Guðbjartur landaði 35 tonnun af þorski, ýsu og kola á ísafirði á þriðjudag. Hálfdán í Búð landaði 20 tonum af sömu tegundum sama dag og var veiðiferðin sú fyrsta á trolli eftir að skipið hætti með fryst- inguna. Sett var í einn skar- kolagám á Bretlandsmarkað úr báðum skipunum og áttu bæði skipin svipað magn í gámnum. Guðbjörg landaði í gær- morgun á Isafirði 55 tonnum eftir tæplega viku veiðiferð. Uppistaða aflans var þorskur. Látið var í tæpan gám af kola. Páll Pálsson landaði 60 tonnum á ísafirði á þriðjudag af þorski, ufsa og karfa eftir viku veiðiferð. Ellefu kör af kola voru látin í gám á Bretland. -GHj. Trillurnar með allt að 800 kg. á dag BOLUNGARVÍK Dagrún fór út á laugardag- inn og Heiðrún er væntanleg inn í dag. Heiðrún missti troll- ið en gat slætt það upp aftur. Frátafir hafa því orðið í veiði- ferðinni og ekki búist við mikl- um afla úr henni. Gunnbjörn er á trolli og landaði hann 20. septemberum 12 tonnum eftir tæpra tveggja daga veiðiferð og var helmingur aflans koli. Að sögn Einars Helgason- ar, hafnarvarðar í Bolungar- vík, voru 40 landanir á þriðju- dag og komu á land 26 tonn. Aflinn er svo til eingöngu af smábátum sem róa á færi og línu. Aðeins einn stór línubát- ur rær nú í Víkinni, Guðný IS. Hafa trillurnar verið að fá allt upp í 800 kg. á dag eftir að tíðin batnaði. Á mánudag var landað samtals 24 tonnum í Víkinni. -GHj. Framtalsaðstoð Bókhaldsþjónusta Launaútreikningur Tölvuvinnsla. FYLKIR ÁGÚSTSSON bokhaldsþjonusta Fjarðarstræti 15- 400 Isafirði Sími 3745. Góður rækju- afli en lélegt í trollið SUÐAVIK Bessi landaði á þriðjudag 85 tonnum af ufsa og karfa í Súðavík eftir sjö daga veiði- ferð. Að sögn Steins Kjartans- sonar, skrifstofustjóra hjá Frosta hf., hefur afli í troll verið lélegur og fékk Bessinn aflann „út um allan sjó“. Steinn sagði að rækjuaflinn hefði hins vegar verið mjög góður. Haffari landaði 26 tonnum af rækju á þriðjudag- inn eftir sjö daga túr og Kofri landaði 27 tonnum af rækju í gær. -GHj. Iðntæknistofnunar Námskeið fyrir stjórnendur vinnuvéla Inntökuskilyrði: Þátttakandi þarf að hafa almenn ökurétt- indi. Innritun: Iðntæknistofnun, sími 91-687000, og Vinnueftirlit ríkisins, ísafirði, sími 94-4464, fyrir 1. október. Hvar haldið: Á ísafirði, ef næg þátttaka fæst. Námstilhögun: Námskeiðið er 80 klukkustundir og verður kennt helgarnar 2.-4., 9.-11. og 23.-25. okt. Kennt verður föstudaga kl. 18.00- 23.00 og laugardaga og sunnudaga kl. 9.00-18.00. Kennslan er bókleg og verkleg. Réttindi: Námskeiðið veitir réttindi á allar vinnuvélar. Vinnueftirlit, ísafirði, og Iðntæknistofnun íslands. 4 Bílar á sýningarsvæði Mercury Topaz GS árg. 1987 Ek. 43 þús. Verð 550 þús. stgr. Bein sala. Daihatsu Feroza EL2 árg. 1990 Ek. 22 þús. Verð 1.060 þús. stgr. Ath. skipti á ódýrari. Toyota 4Runner árg. 1987 Ek. 87 þús. Verð 1.250 þús. stgr. Ath. skipti á ódýrari. ' Höfum á shé um 1100 ökutæki aíöilum stærðum og gerðum * Áherslalögðá traust og örugg viðskipti ' Getum bætt við bSum á sýningarsvæði okkar ' Vaktað svæði MIÐSTÖÐ BÍLA VIÐSKIPTA Á VESTFJÖRÐUM BQasalan Elding Skeiði 7, ísalírði Sími 94-4455 Fax 94-4466

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.