Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 24.09.1992, Blaðsíða 9

Vestfirska fréttablaðið - 24.09.1992, Blaðsíða 9
YESTFIRSKA FRÉTTABLAÐIÐ |= Fimmtudagur 24. september Valdimar B. Ottósson, kvikmyndagerðarmaður á Bíldudal, við myndatöku í Arnarfirði. Kvikmyndin Arnarfjörður frumsýnd á laugardaginn — ný, leikin 2ja tíma mynd um Arnarfjörð BILDUDALUR Á laugardaginn verður frumsýnd í Barnaskólanum á Bíldudal kvikmyndin Arnar- fjörður. Þetta er heimildar- mynd sem tekin var á sl. ári og fjallar um landnám, sögu og verslunarsögu Bíldudals og sagðar eru draugasögur, þjóð- sögur og sannar sögur úr hverjum dal í firðinum. Kvik- myndarhandrit og leikmyndir eru eftir Hafliða Magnússon á Bíldudal. Frumsamin tónlist eftir Ástvald Jónsson er flutt í myndinni. Pétur Bjarnason, fræðslustjóri Vestfjarða, er þulurímyndinni. Leikarareru frá leikfélaginu Baldri á Bíldu- dal og má þar nefna Örn Gíslason, Ágúst Gíslason, Ottó Valdimarsson og Hannes Friðriksson. Um 40 manns tóku þátt í að gera myndina í sjálfboða- vinnu, leikendur og annað starfslið. Valdimar B. Ottós- son, kvikmyndagerðarmaður, ber allan annan kostnað af verkinu og annaðist alla myndatöku og einnig gerð leikmynda ásamt Hafliða. Kvikmyndin er fáanleg á myndbandi hjá Valdimar og kostar 2.000 krónur. Sími hans er 94-2189 og sendir hann kaupendum myndband- ið í póstkröfu. „Þetta er meira áhugamál mitt heldur en „bísness". Eg vil koma þökkum til allra sem hafa stutt mig í þessu og hvatt mig til dáða. Einnig þeirra sem hafa unnið með mér að mynd- inni“, sagði Valdimar B. Ott- ósson, kvikmyndagerðarmað- ur á Bíldudal, f samtali við blaðið. -GHj. Kjördæmisráðstefna Alþýðubandalagsins á Vestfjörðum verður haldin á Suðureyri laugardaginn 26. september nk. í húsnæði Verkalýðsfélagsins. Ráðstefnan hefst kl. 11.00 og er áætlað að henni Ijúki kl. 19.00. Á dagskrá eru, auk venjubundinna liða, framsöguerindi Kristins H. Gunnarssonar og Svavars Gestssonar alþingismanna um sjávarútvegsmál, byggðastefnu, Evrópskt Efnahagssvæði - EES, og sameiningu sveitarfélaga. Ráðstefnan er opin öllum flokksmönnum, auk þess sem nýir félagar og stuðningsmenn eru velkomnir. Stjórnin. Hlutaveltur Það er mikið um það um þessar mundir að ungar stúlkur á ísafirði safni peningum eða haldi hlutaveltur til ágóða fyrir Fjórðungssjúkrahúsið. Á efri myndinni eru þær íris Dröfn Steinsdóttir og Kolbrún Fjóla Arnarsdóttir sem héldu hlutaveltu, og á neðri myndinni þær Heiða Dögg Guðmundsdóttir og Lilja Gísladóttir, sem héldu hluta- veltu ásamt Hugrúnu Jósefsdóttur. Stjórn og starfsfólks sjúkrahússins flytja öllum þessum stúlkum bestu þakkir fyrir framtakið og hugulsemina. BIFREIÐAEIGENDUR ATHUGIÐ! Vorum að fá mikið úrval af felg- um undir nýlega japanska bíla. Tilvalið fyrir snjódekkin. Verö 1500-2500 kr. eftirtegund- um. Bílapartasalan Austurhlíð, 601 Akureyri, sími 96-26512, fax 96- 12040. Opið 9-19 og 10-17 laugardaga. SIMI OKKAR ER 688888 Ifá Aó/um' sems Aý van/aA/. acvcio Bfla,eí9a wi I wl K Car rental PÚ TEKUR VIO BÍLNUM A FLUGVELLINUM ÞEGAR PÚ KEMUR OG SKILUR HANN EFTIR A SAMA STAO PEGAR PÚ FERÐ OÐINN B AKARI BAKARÍ S 4770 - Ferðatilboð sem þú stenst ekki - Kanaríeyjar Tveggja vikna ferðir, verð frá kr. 41.225* Þriggja vikna ferðir, verð frá kr. 49.955* Haustferðirnar eru nú hafnar írland Við bjóðum upp á ferðir til Dublinar á írlandi. Dublin er mjög falleg borg, þar sem margt er hægt að skoða og hagstætt er að versla. Þrjár nætur í Dublin á verði frá kr. 21.470* Fjórar nætur í Dublin á verði frá kr. 22.515* Vika í Dublin 14. október á verði frá kr. 32.110* *Ö11 verð hér að ofan eru án flugvallargjalda. ATH. Búið er að bóka mjög mikið á Kanaríeyjar og Dublin. Hafðu samband tímanlega ef þú ætlar að tryggja þér sæti. Nýtt umboð á ísafirði Við viljum benda viðskiptavinum okkará ísafirði og nágrenni á að Bíiasalan Elding hefur tekið við sölu fyrir Samvinnuferðir-Landsýn á ísafirði og vonumst við til að viðskiptavinir okkar snúi sér þangað. A Bílasalan Elding Skeiði 7, ísafirði sími 94-4455 fax 94-4466 UUiLliiiiriaáiiI / SamviniiiilerúirLaiiilsiiii

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.