Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 24.09.1992, Blaðsíða 10

Vestfirska fréttablaðið - 24.09.1992, Blaðsíða 10
VESTFIRSKA 10 Fimmtudagur 24. september 1992 ;| FRÉTTABLAÐIÐ |= NÝJAR VESTFIRSKAR ÞJÓÐSÖGUR Rúsínur bruggarans Rúnar Hugi Gústafsson selur eigin Ijóðabók til ágóða fyrir Skíðafélag ísafjarðar Gestur Pálmason í Bolungarvík og Pétur Jónsson (Pési Valli) í Meirihlíð voru eitt sinn sern oftar góðglaðir á góðri stund. Þegar svo var ástatt hjá þeim sungu þeir oft hástöfum saman ýmis góðkunn íslensk lög, enda báðir í kórum. Svo kom að því að þá félaga vantaði meira söngvatn. Var þá helst til ráðs að hitta Kjartan Guðjónsson, landskunnan bruggara í Víkinni, og vita hvort hann ætti ekki til lögg handa þeim. Kjartan lenti í hinum frægu hrakningum á mótorbátnum Kristjáni árið 1940, þar sem hann og skipsfélagar hans hröktust með bilaða vél og vatnslausir um hafið suður af landinu í þrettán daga áður en landi var náð á ný. Kom þá bruggkunnátta Kjartans og handlagni að góðum notum. Hann smíðaði eimingartæki og eimaði sjó ofan í skipshöfnina og bjargaði það lífi þeirra. Kjartan var búsettur í Bolungarvík lungann úr ævi sinni. Hann er faðir Jónmundar Kjartanssonar, yfirlögregluþjóns á ísafirði. Kjartan tók erindi þeirra félaga vel og bauð þeim inn og sökkti stórum drykkjarföntum í bruggker sem hann hafði í skúr við hús sitt. Sátu þeir lengi dags í skúrnum og supu á með Kjartani. Pési Valli hafði orð á því, að einhverjir kekkir væru í brugginu og spurði hann Kjartan hverju það sætti. „Hafðu engar áhyggjur. Þetta eru bara rús- ínurnar sem ég notaði í lögunina", svaraði Kjartan. Þegar þeir félagarnir komu svo út í birtuna með brugg á flösku sáu þeir að rúsínurnar sem Kjartan gat um og þeir höfðu brutt með bestu lyst voru fiskiflugur. Höfðu þær komist í kerið, sem var illa byrgt, og mynduðu tommu þykkt lag á yfirborðinu, en rúsínurnar voru á botninum. Ekki fer neinum sögum af við- brögðum þeirra, en minnast má þess að „allt er hey í harðindum", eins og máltækið segir. -GHj. Rúnar Hugi Gústafsson, þrítugur Isfirðingur, hefur gefið út ljóðabók og heitir hún Malbikið og blómið. Gengið verður með bókina í hús á Isa- firði og nágrenni næstu daga og bókin boðin til sölu. Hún kostar 700 kr. og mun helm- ingur andvirðisins renna til Skíðafélags ísafjarðar. „Skíðafélagið fær 350 krón- ur af hverri bók. Ég á fá eintök eftir og ef salan gengur vel læt ég prenta meira í viðbót. Ég á aðra Ijóðabók tilbúna. Ég er að reyna að finna upp ein- hverjar aðferðir til að lifa á listinni. Ég er þjónn á veit- ingastað í Osló og vinn þar á sumrin og um jólin. Ég er svo á íslandi á veturna að semja. Ég hef ekki verið á fsafirði í Aðlögunamámskeið fyrir fatlaða Dagana „3.-25. október nk. gengst Sjálfsujörg, landssam- band fatlaðra, fyrir nám- skeiði, sem ætlað er hreyfi- hömluðu fólki. Á námskeið inu verður fjallað um félags- legar afleiðingar fötlunar. Fluttir verða stuttir fyrirlestrar um viðhorf almennings til fötlunar, viðbrögð vina og vandamanna og viðbrögð ein- staklingsins við nýjum og breyttum aðstæðum. Á nám- skeiðinu verður einnig fyrir- lestur um tryggingamál og réttindi fatlaðra varðandi ýmsa þjónustu og starfsemi, sem tengist fötluðum. Á námskeiðinu verður unn- ið í litlum hópum. Þar verða rædd ýmis mál sem snerta dag- legt líf fatlaðs fólks, bæði mál sem öllum eru sameiginleg og svo sérstök vandamál þátttak- enda. Hópstjóri er í hverjum hópi sem hefur menntun og reynslu af vinnu með fötluðu fólki. Hins vegar fer engin bein líkamleg þjálfun fram á námskciðinu. Námskeiðið cr einkum mið- að við fólk eldra en 16 ára, sem hefur fatlast af einhverj- um orsökum á síðustu árum. Dæmi um slíkt eru mænu- sköddun, vöðva- og miðtaug- akerfissjúkdómar, klofinn hryggur, helftarlömun, út- limamissir og fleira. Auk hreyfihamlaðra eru ættingjar, makar og vinir einnig boðnir velkomnir á námskeiðið. Námskeiðið er haldið á veg- um Sjálfsbjargar, landssam- bands fatlaðra, í húsi Styrktar- félags lamaðra og fatlaðra, Reykjadal í Mosfellsbæ. Námskeiðsgjald er 4.800 kr., Rúnar Hugi Gústafsson. 10 ár og öll þessi ár hef ég verið að reyna að láta vera að skrifa, en það hefur ekki tekist. Svo auk þess sem landsbyggðar- fólk er styrkt til þátttöku. Fæði, gisting og námskeiðs- gögn eru innifalin. Tilkynnið þátttöku fyrir föstudaginn 9. október til Lilju Þorgeirsdóttur eða Ólaf- ar Ríkarðsdóttur á skrifstofu- tíma í síma 91-29133. ég tók af skarið og byrjaði. Ég á góða konu sem er úti í Nor- egi og vinnur fyrir mér“, sagði Rúnar í samtali við VEST- FIRSKA. Rúnar ætlar að gefa út aðra ljóðabók í febrúar og nefnist hún Passlegir sálmar. Hún fjallar um guðdóminn og nátt- úruna. Rúnar kvaðst einnig vera að skrifa skáldsögu sem fjallar um trúarbrögðin og samskipti fólks af ólíkum kyn- stofnum. Hann fékk hug- myndina að bókinni í fyrravor þegar hann stundaði sjóinn. Skáldsagan kemur út um jólin 1993, segir Rúnar Hugi. -GHj. POKI Væri ekki ennþá farsælla fyrir þjóðina að fækka ráðherrunum um 10 held- ur en þingmönnunum? 1 FUGLAÞÁTTUR 22, Alka 1 sr. Sigurðar Ægissonar Álkan er af ættbálki strand- fugla, og tilheyrir þaðan ætt svartfugla. Hún er bjargfugl og sjófugl, eins og frænkur hennar, langvían og stuttnefj- an, og mjög lík þeim tilsýndar. Líkamslögun svartfugla hef- ur mótast af sjóköfun, við að elta uppi fisk. Litur þeirra markast einnig af hinu sama: bakið er mjög dökkleitt, til að þeir sjáist illa að ofan, er þá ber í myrk undirdjúpin, en hins vegar bringan ljós, til að þeir falli sem næst við bjartan him- ininn. Svartfuglar eru þó ekki eins miklir kafarar og t.d. skarfar, og komast ekki í hálfkvisti við mörgæsir. Þeir kafa sjaldan dýpra en 5-6 metra, eða eru Iengur en 1-2 mínútur í kafi í einu. Þó er vitað til, að langvia hafi náðst á 73 m dýpi, og álka á 137 m dýpi. Álkan er að mestu svört á baki og um höfuð að sumarlagi, en kviður og bringa hvít. Á vet- urna færist hvíti liturinn yfir kverk, hálshliðar og vanga, upp undir augu. Goggurinn á kynþroska fugl- um er svartur og hhðflatur og með tveimur áberandi hvítum rákum, sem mætast næstum homrétt. Ungfuglar em nef- minni og án hvítu rákanna. Álkan er 37-39 sm á Iengd, um 700 g á þyngd, og með 63- 68 sm vænghaf. Hún er fremur kubbsleg í úthti, sem er eitt af þeim atriðum, er greina hana frá langvíu og stuttnefju, með styttri háls og einnig tiltölu- lega stærra höfuð. Augu em svört og fætur líka. Á sundi lyftir hún oft stélinu, en það gera hinar tegundirnar ekki. Á flugí virðist hún líka bæði þybbnari og lengri en frænkurnar, og teygir nefið meira fram. Á vetrum er álkan úti á rúmsjó í litlum hópum eða stórum, og virðist þá samvinna í ætisöfluninni. Undir vor sameinast hóparn- ir og nálgast land í breiðum. Fullorðnar álkur koma snemma á varpstöðvamar, eða í mars. Hjúskapurinn er ein- kvæni, og tryggð haldið við maka. Álkubyggðir em dreifðar, en stærstu vörpin em í urðum við rætur sjófuglabjarga. Þær verpa líka hér og þar um björg- in sjálf, í glufum og skútum. Átök em fátið, en hótanir, áminningar og nöldur þeim mun algengara. Varpsetrið, þ.e.a.s. hreiðrið og smáskiki í kring, er vaktað af báðum aðilum. Álkan hefur htið fyrir hreið- urgerð. Hún verpir aðeins einu eggi, eins og reyndar ahar ís- lensku svartfuglategundirnar, nema teista, og er þetta egg ýmist brúnt, ljósbrúnt, hvítt, eða grænleitt, með dökkum yrjum. Það er ekki eins pem- lega og egg langvíu og stutt- nefju, enda þarf álkan ekki á sliku að halda í glufum og skomingum bjarga og urða. Álkur í varpbúningi. (Hjálmar R. Bárðarson: Fuglar íslands. Reykjavík 1986). Þegar kvenfughnn er orpinn, er jafnræði í störfum. Útungun tekur 32—39 daga. Eftir að unginn er kominn á sjó, er hann i umsjá foreldra næstu daga, og er talið að karl- fughnn fylgi honum svo áleiðis út í heim. Ungfuglamir halda sig úti á rúmsjó, uns þeir em orðnir 2-3 ára gamhr, en verða að jafnaði kynþroska 4—5 ára. Álkan hefur takmarkaðri út- breiðslu en bæði langvía og stuttnefja, og verpir eingöngu við Atlantshaf og aðhggjandi höf. Að felli loknum halda margir fuglanna til annarra háfsvæða, og er vitað til þess að ungfugl- ar geti farið allt að ströndum N-Afríku. Mikill hluti fugla af norræn- um stofnum, þ.e.a.s. frá ís- landi, N-Noregi, og N—Rúss- landi, hafa vetrardvöl á skoskum hafsvæðum, t.d. við Orkneyjar og Hjaltland. Það svæði hýsir þvi djúgan part af heimsstofninum á veturna. Álkan verpir, eins og áður gat um, á bjargsyllum eða í klettaglufum ofarlega í björgum, eða mihi steina í urðum, sem mun vera algeng- ara. Langstærsta samfellda álkubyggð í heiminum er talin vera í Stómurð undir Látra- bjargi, sem hrundi úr bjarginu á 19. öld. Önnur stór álkuvörp eru við rætur Hælavíkurbjargs og í fjömm Grímseyjar. Álkan er eini svartfuglinn, er verpir í hömmm við ferskvatn; það er við Ladogavatn í Rúss- landi, skammt frá Pétursborg (áður Leningrad). Mun þar vera um að ræða leifar frá þeim tíma, er það var samtengt Hvítahafinu, og því salt. Þá er einnig stórt varp í Karlsey hjá Gotlandi. íslenski álkustofninn er tal- inn mun fáhðaðri en stofnar langvíu (um 1,6 mihjónir varppara) og stuttnefju (um 2 mihjónir varppara), og hafa einungis inni að geyma um 250-500 þúsund verpandi pör. Lítið hafði verið merkt af álku hér á landi þar th sumarið 1981, að um 500 fuglar voru merktir í Grímsey. Af þeim hafa nokkrir fuglar endur- heimst, allir í Færeyjum. Það eru, enn sem komið er, einu upplýsingarnar um ferðir þess- ara íslensku fugla á veturna. Alheimsstofn álku er ekki vel þekktur, en líkur benda th að megnið af honum sé í íslensk- um fuglabjörgum. Nú eru viðurkenndar tvær deihtegundir; önnur þeirra, kennd við ísland, Alca torda is- landica, verpir einnig í Fær- eyjum, áBretlandi, áírlandi, og á Bretagneskaganum í NV- Frakklandi. Hin, Alca torda torda, verpir í N-Ameríku, á Grænlandi, á Bjarnarey, í Dan- mörku, í Noregi, í Múrmansk að Hvítahafi, og við Eystrasalt. Kjörlendi álkunnar er grunn- sævi og strandhöf, og helsta fæða smáfiskar, eins og t.d. shi og loðna, en líka krabbadýr. Lífshættir og þróun svart- fugla og mörgæsa er samhverf, þótt ekki muni vera um skyld- leika að ræða. Þessar hku, en óskyldu, tegundir, skipta heiminum á mhli sín; mörgæsir lifa einungis á suðurhveli jarðar, en svartfuglar á norður- hveli. Báðar vhja kuldasvæði, þar sem mest er um fiskifang í bjartri miðsumarsól. Elsta álka, sem menn vita um, náði því að verða 25 ára gömul. Hún var með breskt merki.

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.