Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 24.09.1992, Blaðsíða 12

Vestfirska fréttablaðið - 24.09.1992, Blaðsíða 12
VASAREIKNIVELAR frá Texas Instruments F. almennan reikning TI 503 kr. 530,- / TI 502 kr. 660,- F. framhaldsskóla TI 30 kr. 1.450,- / TI34 kr. 2.750,- BÓKAVERSLUN JONASAR TÓMASSONAR Sími 3123, ísafirði VI ESTF IRSl k 1 FRÉTTABLAÐIÐ RITSTJORN OG AUGLÝSINGAR: SÍMI 94-4011 • FAX 944423 VESTFIRSKA HEFUR HEYRT... ... að ungir athafnamenn sem nýlega hafa keypt fiskeldisstöðina á Nauteyri og eiga hana skuldlausa, sem fátítt mun um fiskeldisstöðvar, hafi ágirnd á rörum sem liggja engum til gagns við þrotabú íslax hf. í Reykjanesi. Að fá þessi rör er mikilvægt fyrir aukið kalt vatn í stöðina á Nauteyri, en það er nauðsynlegt til að gera hana arð- bæra. Byggðastofnun hafi síðan hafnað tilboði sem þeir gerðu í rörin nú á dögunum og láti þau liggja áfram í Reykjanesi, engum tilgagns. Sagteraðformaðurstjórnar Byggðastofnunar sé að hefna harma flokksbróður síns, sem bauð í eignir Islax hf. á Nauteyri og fékk ekki því aðrir buðu hærra. Sá hinn sami var með stöðina á leigu og hafði þar rekstur þar til í haust, er hinir nýju eigendur keyptu af honum fiskinn... ... að bæjarstjórinn í Bolungarvík hafi beitt sér fyrir að láta rífa fjallskilaréttina inni á Sandi og sett þar upp gáma- stöð fyrir sorp án þess að hafa samráð við bæjarstjórn eða bæjarráð. Þegar svo var farið ofan í málin hafi komið i Ijós að bændumir áttu réttina, og heimtuðu þeir nýja fjárrétt refjalaust. Fengu þelr þá þau svör að þess þyrfti ekki, því það væru svo fáar rollur á svæðinu. Nú er hins vegar risin ný fjárrétt í Vatnsnesi og kannast enginn við að bæjarstjórn hafi samþykkt að byggja hana né borga kostnaðinn við það. Nú hefur hins vegar komið Ijós að bæjarsjóður greiddi 1,5 milljónir fyrir hina nýju rétt og bæjarstjórinn tók ákvörðun um það. .. ÞINGEYRI Að sðgn Sigmundar Þórðarsonar, formanns íþróttafé- lagsins Höfrungs á Þingeyri, var mikil og almenn þátttaka í áheitahjólreiðum félagsins milli Þingeyrar og (safjarðar sl. sunnudag. Ails tóku 65 manns þátt í hjólreiðunum og voru ymgstu þátttakendurnir fimm ára gömul börn. „Við lögðum af stað klukkan átta um morguninn í alveg yndislegu veðri. Um leið og rásmerkið var gefið fór sólin að skfna. Undir hádegi vorum við komin á ísafjörð. Þar beið okkar nesti á Silfurtorgi, heimabakaðar kökur og fleira. Rúmlega eitt var hjólað heim á leið og komið til Þingeyrar um fimmleytið. Færðin var góð, ekki snjókorn á vegi. Heima biðu okkar kvenfélagskonur með grillað kjöt, kartöflur og salat, og var slegið upp veislu. Allir voru kátir og þægilega þreyttir og matarlystin var sko í meira lagi. Sláturfélagið Barði hf. gaf kjötið. Það fylgdu hópnum hátt í 20 bílar og fjöldi manna fylgd- ist með hjólreiðunum. Ferðin var stórkostleg og ævintýri líkast. Við söfnuðum 190 þús. krónum og ætlum að nota féð til þess að byggja grunn og steypa plötu undir húsið sem Olíufélagið gaf okkur. Ég vil koma á framfæri alveg sérstökum þökkum fyrir þær frábæru móttökur sem við fengum bæði á (safirði og Þingeyri. Einnig vil ég þakka þátttakendum og þeim sem styrktu okkur, því þetta tókst alveg einstaklega vel“, sagði Sigmundur í samtali við VESTFIRSKA. -GHj. POKI Væri ekki gráupplagt að láta Pál Hersteinsson veiði- stjóra sjá líka um fækkun þingmanna? Göngur og réttir í Inn-Djúpi - fjölmennur smalahópur á Laugabóli Þrátt fyrir frétt í Svæðisútvarpinu á dögunum um mannfæð við leitir hjá bændum í ísafjarðardjúpi var margt manna samankomið á Laugabóli í Ísafírði tii að aðstoða Jón Guðjónsson hreppstjóra við leitirnar. Alls voru smalarnir ellefu talsins auk hreppstjórans, svo ekki háði smalaskortur leitum á þeim bæ. A þessari mynd er hópurinn sunnarlega á Hundahálsi á Kollafjarðarheiði snemma laugardagsmorgunsins síðasta og er Jón að skipta liðinu til að ganga Húsadal, Kambinn og yfir á Langadalsbrúnir. Smalað er á móti Austur-Barðstrendingum og sést suður á Breiðafjörð, því svo langt er farið suður á fjöllin. Frá Laugabóli þarf að smala Gjörvudal upp á Skálmardalsheiði, Kollafjarðar- heiði suður að vatnaskilum, Geitadal, Mjóadal, Lambatungur á milli dalanna, Kambinn, Húsadal, Laugabólsdal og Hálsinn, sem er á milli Langadais og Isafjarðar allt út að Nauteyrarósum. A myndinni eru f.v. þeir Örn Gunnarsson húskarl, Reykjavík, Jón Guðjónsson hreppstjóri, Þórarinn Sveinsson fv. ráðunautur Barðstrendinga, Hólum í Reykhólasveit, Baldur Sigbjörnsson húskarl, Reykjavík, Kristján Þórðarson, Hólum, Þorkell Þorkels- son, Reykjanesi, Þorkell Ingimarsson skólastjóri í Reykjanesi, Arnar Guðmundsson prentsmiður, Reykjavík, Ólafur Jens Daða- son sölumaður, Reykjavík, Guðjón Jónsson rafvirki, Reykjavík, og Jón Hansson húskarl, Laugabóli. Bak við myndavélina er svo 12ti smalinn, -GHj. blaðamaður á VESTFIRSKA. Flestir þessara smala koma ár eftir ár að Laugabóli til gangna, sér til hressandi útiveru, finna sér góðan og skemmtilegan félagsskap, og síðast og ekki síst, góðan mat, því hann er nægur hjá Dórotheu Guðmundsdóttur húsfreyju á Laugabóli. Eittvað þarf af honum ofan í svona stóran hóp göngumóðra smalamanna. Lcitarstjórinn, Jón Guðjónsson, bóndi og hreppstjóri á Lauga- bóli, stendur hér með smalaprikið við vörðu á Hærri-Kambi á Kollafjarðarheiði í upphafi fjárleita fyrir síðustu helgi. Lægri- Kambur og ísafjarðardjúp í baksýn. í fjarska er Snæfjalla- ströndin snævi krýnd. Göngur á Laugabóli eru langar og erfiðar, því svæðið sem leita þarf er gríðarstórt og taka fyrstu leitir a.m.k. fjóra daga. -GHj. Tveir ölvaðir undir stýri: Olvunarakstur færist í vöxt Að sögn lögreglunnar á ísafirði var helgin róleg og lítið um lögreglumál. Tveir ölvaðir ökumenn voru teknir aðfararnótt laugar- dagsins og færðir til blóð- prufu, annar á Breiðadals- heiði og hinn á Flateyri. Samkvæmt upplýsingum lögreglunnar voru 16 teknir grunaðir um ölvun við akstur á tímabilinu janúar til og með júlí í ár, eða á sjö mánaða tímabili. f ágúst og það sem liðið er af september hafa verið tekn- ir ellefu til viðbótar og er samt rúmlega vika eftir af mánuðinum. Virðist því ölvunarakstur vera að fær- ast í vöxt, því eftirlit lög- reglu hefur ekki aukist að sama skapi undanfarið. Hafa því alls verið teknir 27 ölvaðir ökumenn sem af er árinu á svæði ísafjarðar- lögreglu. -GHj.

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.