Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 01.10.1992, Blaðsíða 4

Vestfirska fréttablaðið - 01.10.1992, Blaðsíða 4
VESTFIRSKA 4 Fimmtudagur 1. október 1992 ---1 FRÉTTABLAÐIÐ 1=: VESTFIRSKA SPYR: Feröu oft á ball? Jón ísleifsson, sóknarprestur, Árnesi I, Ströndum: Ég held að ég hafi ekki komið á ball ansi lengi. Jón Ólafsson, kennari, Hólmavík: Já, ég fer mikið á böll en hef ekki farið oft í sumar. Það var svo mikið að gera hjá mér í öðrum málum. María S. Guðröðardóttir, húsmóðir, Ögri: Já, eins oft og ég mögu■ lega get. Guðríður Matthíasdóttir, kaupfélagsstjóri, ísafirði: Nei, ætli ég fari ekki svona tvisvar til þrisvar á ári. Hafsteinn Ingólfsson, kafari, ísafirði: Nei, ég fer svona tvisvar á ári nema eitthvað sér- stakt sé á ferðinni. Hjónin Martha Árnadóttir og Sigurður Jónsson ásamt Birni Teitssyni formanni sóknarnefndar (til vinstri) á aðalsafnaðarfundinum sl. sunnudag. Hjónunum Mörthu Arnadóttur og Sigurði Jónssyni þökkuð meira en hálfrar aldar störf í þágu Isafjarðarsafnaðar - á aðalsafnaðarfundi sl. sunnudag Á aðalsafnaðarfundi ísa- fjarðarsafnaðar sl. sunnudag voru hjónunum Mörthu Árna- dóttur og Sigurði Jónssyni færðar þakkir fyrir margvísleg störf í þágu safnaðarins, en Sigurður hefur m.a. sungið við kirkjulegar athafnir á Isafirði nær óslitið um 55 ára skeið og Martha litlu skemur. Safnað- arstjórnin færði þeim gjafir í þakklætisskyni og árnaði þeim heilla í framtíðinni. Við þetta tækifæri flutti Sig- urður ávarp, sem blaðið hefur fengið leyfi til að birta: Kæru söngfélagar og safn- aðarsystkin! Um leið og ég þakka þann heiður. sem okkur hjónunum hefur hlotnast hér í dag. lang- ar mig að bæta við nokkrum orðum - hugleiðingum. sem hafa sótt að mér, stundum, þegar nýir menn hafa komið til starfa. sem organistar og kórstjórarí Isafjarðarsöfnuði. Sumarið 1937 byrjaði ég að læra í Prentstofunni ísrún. og það sumar söng ég fyrst við jarðarför í ísafjárðarkirkju. Um svipað leyti fór Martha að vinna í Bókhlöðunni. Jónas Tómasson organisti átti bæði þessi fyrirtæki og honum þótti ekkert verra að starfsfólkið gæti sungið- hann gat þá tekið með sér afgrciðslustúlkur úr búðinni og fyllt upp með prenturum, ef hann vantaði söngfólk með skömmum fyrir- vara -. Þetta er nú kannski eitthvað stílfært, því Sunnu- kórinn hafði með höndum kirkjusönginn á þessum tíma. En á 55 árum hafa komiö við sögu margir organistar og kórstjórar, margir leiðbein- endur - og margir prestar. Með nýjum mönnum koma jafnan nýir siðir. sem söng- fólki gengur misvel aö laga sig að. - Og læröum kórstjórum. sem vanist hafa ungu tónlist- armenntuðu fólki að vinna með, getur reynst crfitt að taka við kór fulloröinna ólærðra áhugamanna. með ólíkar en fastmótaðar raddir. Svona kór er eins og orgel að því leyti, að hann hefur mis- munandi registur. sem þarf að stilla saman. - En þaö eru ekki dauðir takkar, sem hægt cr að ýta út eða inn. heldur lifandi fólk með tilfinningar. sent um- gangast þarf með nærfærni. en ekki blindri tækni. Og söngfólkið má heldur ekki snúast öndvert við öllum breytingum, því þá verður engin framför og erfiðara að fá ungt fólk til starfa við kirkjusönginn. Hvort sungin er rétt eða röng nóta er staðreynd, sem hægt er að sannreyna. En öðru máli gegnir um raddhreim eða túlkun. Þar kcmur mismun- andi smekkur til skjalanna - og það sem einum finnst fallegt, þykir öðrum Ijótt - og góður söngur byggist ckki endilega á svokölluðum fallegum röddum, heldur miklu fremur á því samræmi, sem kórstjóra tekst að ná milli ólíkra radda, og þcim samhug og sönggleöi, sem hann laðar Iram hjá kórfélögum. Á Isafirði er margt gott söngfólk, en því miður hefur stundum gengið illa að fá þaö til starfá í kirkjusöng. Fólk ber því við. að það sé of bindandi að syngja við messu á hvcrjum sunnudegi - og ekki auðvelt að fá frí frá vinnu til að syngja við jarðarfarir. Pað er ósk mín og von, að þegar nýja kirkjan verður vígð. hafi söngfólk safnaðar- ins sameinast í einn voldugan hátíðakór, sem síðan mætti skipta í minni hópa til að ann- ast sönginn við minni athafnir. Að lokum vil ég þakka allar þær ánægjustundir, sem við hjónin höfum átt með söngfólki, kórstjórum, öðrum tónlistarmönnum, og öllum prestunum sem við höfum átt samleið með um hálfrar aldar skeið. Fjöruskoðun Evrópuþjóða 1992: Viltu „taka fjöru í fóstur“? Fjöruskoðun Evrópuþjóða (Coastwatch Europe 1992) er umhverfisathugun á strandlengju 18 Evrópu- landa. íbúar allra landanna athuga ströndina hjá sér á svipuðum tíma, þ.e. frá 21. septembertil 25. október 1992. Hér á landi sjá Samtök líffræðikennara (Samlíf) um að skipuleggja fjöruskoðunina. Hver skoðunarreitur er fimm hundruð metra langur fjörubútur og athugunin byggist á ákveðnu spurningaeyðublaði. Könnun þessi er mjög einföld í sniðum og ætluð að hvetja almenning til að verða meðvitaðri um þetta vistkerfi sem flestir búa í nálægð við. Foreldrar og börn geta tekið að sér að skoða ákveðna afmarkaða reiti í fjörunni og fá þeir til útfyllingar spurningaeyðublað hjá undirritaðri. Könnunin tekur aðeins hluta úr degi og getur orðið tilefni til góðrar útiveru. Ætlunin er að þetta fari fram árlega, þannig að fólk geti fylgst með sínum reit áfrain. Hentugast er að gera könnunina á háfjöru og eru upplýsingar um tíma sjávarfalla að finna í bókínni Sjávatiöll við ísland 1992. / Helga Friðriksdóttir, fíffræðikennari. S Isafjarðarkaupstaður Þjónustudeild aldraðra Sjúkraliði óskast í aðhlynningu við þjónustudeild aldraðra á Hlíf. 100% vaktavinna. Upplýsingar hjá forstöðumanni í síma 3110 milli kl. 8 og 16. Húsnæðisnefnd Isafjarðar auglýsir til sölu á almennum kaupleig- ukjörum þrjár 3ja herb. íbúðir í Múla- landi 14 og eina 2ja herb. íbúð í Pollgötu 4. Upplýsingar gefur Birgir á skrifstofu ísafjarðarkaupstaðar, sími 3722. Hlíðarskjól Starfsmenn óskast strax. Vinnutími eftir hádegi. Upplýsingar gefur leikskólastjóri í síma 3185. Innréttingar á góðu verði í allt húsið. Gerum verðtilboð. Hafiðsamband í síma 91-683623 (símsvari). Innréttinga- og parketþjónustan, Hraunbergi 17. SMÁ- auglýsingar JEPPADEKK Til sölu dekk, óslitin, stærð,, 235x75x15 á 6 gata felgum. Passa undir Pajero L-300 o.fl. Gott verð. S. 7346. TIL SÖLU Lada Samara 1300 ’87 5 gíra, ek. 70 þús., sumar og vetrardekk, útvarp og segulband. S. 7317 e.kl. 18. TIL SÖLU Fiat Panda ’86 sk. ’92. Stgr. verð 60 þús. ( S. 3470. INNRITUN I SKÁTANA verður nk. laugardag 3. okt. milli kl. 13 og 14, í s. 3282. Allir krakkar f. '83 velkomn- ir. Skátafélagið. FAMILY GAME leikjatölva með 21 leik tii sölu. S. 4926 e.kl. 18. TIL LEIGU er 2ja herbergja íbúð. S. 4433. TIL SÖLU Suzuki Alto '83,2ja dyra, sk. ’93. S. 4324. TIL SÖLU Subaru Justy '90. S. 3883 á kvöldin. ZODIAC gúmmíbátur Mack II GT 6 manna, með 40 ha. mótor, 5 ha. varamótor og stýrisút- búnaður. S. 4705 á kvöldin. SÓMI 700 til sölu með krókaleyfi. S. 1409. TIL SÖLU DAIHATSU CHARMANT árg. 1982, ek. 70 þús. km. skoðaður ’93. Gott verð. Hs. 4554, vs. 3223. KONA ÓSKAST til að taka sér barnagæslu og létt heimilisstörf frá há- degi virka daga. Búum i Holtahverfi. Uppl. veitir Áslaug í s. 4111 á daginn og 3915 á kvöldin. FULLBÚINN FJALLABÍLL Til sölu Toyota Hi-Lux Xtracab dísel árg. 1986, með plasthúsi, skráður 5 manna, upphækkaður á 36“ dekkjum, spil, Ijóskastarar, 5:71 drif og læstur að framan. S. 1409. TIL SÖLU vetrardekk 175x14 rúmlega halfslitin, 33“x12,5 og gir- kassi í BMW 5 gíra. S. 1409. TIL SÖLU 4 dekk á felgum undan Range Rover, lítið sem ekk- ert slitin. Seljast ódýrt. Hs. 4554, vs. 3223. ÓKEYPIS smá- auglýsingar

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.