Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 01.10.1992, Blaðsíða 7

Vestfirska fréttablaðið - 01.10.1992, Blaðsíða 7
VESTFIRSKA --1 FRÉTTABLAÐIÐ |- Fimmtudagur 1. október Rækjustöðin hf. á ísafirði: „Islandsbanki keyrði okkur í gjaldþrot66 - segir Halldór Hermannsson stjórnarformaður í síðustu viku var Rækju- stöðin hf. á Isafirði lýst gjald- þrota og allt starfsfólk hennar, um 30 manns, sent heim. Allir þekkja þær hremmingar sem ísfírsku rækjuverksmiðjurnar Isver og Niðursuðuverksmiðj- an hf., ein af eistu og merkustu rækjuvinnslum landsins, hafa ratað í. Að sögn vmissa aðila í sjávarútvegi vofír sverð dauðans víða yfír fískvinnslu- fvrirtækjum og útgerð, og sér- staklega rækjuiðnaðinum. VESTFIRSKA sneri sér til Halldórs Hermannssonar, for- manns stjórnar Rækjustöðv- arinnar á Isafírði, og spurði hann um orsakir gjaldþrots fvrirtækisins og ástand og horfur í greininni. Halldór er málum kunnugur því hann hefur stundað rækjuveiðar við Djúp lengur en fíestir aðrir og einnig verið verkstjóri vinnsl- unnar í landi um skeið. Hefur hann verið hluthafí og formað- ur stjórnar Rækjustöðvarinn- ar frá upphafí. "Ég hef veriö formaður stjórnarinnar frá stofnun fyrir- tækisins árið 1970 eða í 22 ár. Það hefur alltaf gengið á ýmsu í rækjuiönaðinum, en þessi 20 ár sem við störfuðum í gamla húsnæðinu í Edinborg höfðum við vanalegast einhvern gróða. Við vorum ánægðir með okkar hlut og starfsfólkið var ánægt. Síðan þegar við vorum búnir að vera að byggja þetta nýja hús á Sundahöfn- inni. því um annað var ekki að ræða en að hætta eða byggja nýtt, því við vorum í svo gömlu húsi að við höfðum ekki leyfi til að vinna matvæli þar lengur, þá kom á okkur 30% verðfall á rækjunni. Það var annað hvort að hrökkva eða stökkva með að endurnýja verksmiðjuna, en auðvitað hefðum við verið betur settir með að hætta þá. Það er alltaf gott að verða vitur eftir á. i'eg- ar við tókum þetta nýja og glæsilega húsnæði í notkun þá kom verðfallið. Þcgar svo fór að tapast voru vextir svo gífur- legir að ekkert réðist við neitt og þannig valt bara boltinn áfram eftir hlíðinni. Maður horfði undrandi á hvað var að gerast og trúði alltaf að maður gæti bjargað fyrirtækinu, en það tókst ekki, því miður", sttgði Halldór. - Hvað heldur þú að verði um áframhaldandi rekstur þessarar vcrksmiðju eftir gjaldþrot Rækjustöðvarinnar hf? Nú er verksmiðjan full- Halldór Hermannssson. komin og húsnæðið glæsilegt og allt tilbúið til að hefja vinnslu? „íslandsbanki, sami banki og hafði Niðursuðuverksmiðj- una í viðskiptum, keyrði okk- ur í gjaldþrot", sagði Halldór Hermannsson. „Mér er sagt að verksmiðjueignirnar verði falar, senn er líður, hverjum sem hafa vill. Hverjir svo sem þaö eru, ég eða mínir vinir, cða éinhverjir aðrir, hrista þetta fé ckkert fram úr erm- inni. Þeir verða að safna sam- an umtalsverðu fé til að geta keypt eignirnar. Þeir fá þetta ekki gefins, það cr af og frá. Auðvitað gctur bankinn leigt reksturinn eins og honum sýn- ist og haft alla sína hentisemi. Sjálfsagt leitast bankinn við að selja eignirnar", sagði Halldór. - Sérðu ekkcrt Ijós í þessu myrkri? „Ég sé það að við verðum allir að berjast, ef við eigum að halda lífi hérna fyrir vestan. Við vcrðum að berjast til þrautar, til síðasta blóðdropa. Það ætla ég að reyna að gera og mínir vinir. En það er náttúrlega ekkert létt verk að vera nýbúinn að fara í gjald- þrot og bera sig mannalega. Ég sé ekki að annað sé að gera en berjast. Þetta er ákaflega erfiður rekstur. Pundið er fall- ið um 10% og ríkisstjórnin virðist reyna að halda genginu föstu áfram og róðurinn verð- ur óskaplega erfiður. Við verðum að halda bjartsýninni uppi samt, þar til kemur betri tíð með blóm í haga", sagði Halldór Hermannsson, stjórn- arformaður Rækjustöðvarinn- ar hf. í samtali við VEST- FIRSKA. -GHj. 46% fjölgun í Revkjanesskóla Grunnskólinn í Reykjanesi í Djúpi var settur í gær (mið- vikudag). Nemendum hefur fjölgað úr ellefu í fyrravetur upp í sextán í vetur, og er þar um 46% fjölgun að ræða. Starfsmenn við skólann eru fjórir, skólastjórinn Þorkell Ingimarsson, Sverrir Kristins- son kcnnari, Gunnþórunn Hólmfríður Önundardóttir stundakennari, og matráðs- konan Þórunn Jósepsdóttir. Að sögn Þorkcls skólastjóra verður skólahaldið með hcfð- bundnu sniði í vetur. Fjölgun nemenda sagði hann stafa af því aö ungt fólk heföi sest að í Djúpi á undanförnum árum og hafið búskap. „Þetta cr annað árið scm Héraðskólinn er ekki starf- ræktur og vonast ég til þcss að skólinn verði opnaður á ný sem fyrst", sagði Þorkell í samtali við blaðið. -GHj. SMÁ- auglýsingar ÍBÚÐ TIL LEIGU eða sölu, tveggja til þriggja herbergja, á Eyrinni á ísa- firði. Uppl. í síma 95-13206 (Rakel). ÓSKA EFTIR að kaupa sjónvarp og ísskáp, einnig 2ja sæta sófa eða lítið hornsófasett, sóf- aborð og hægindastól, sem má þarfnast klæðningar, ódýrt eða gefins. S. 3470. FÉLAG HJARTA- SJÚKLINGA Á VESTFJÖRÐUM minnir félaga á að Ragnar Danielsson, sérfræðingur i hjartaiýfiækningum, verður á Heilsugæslustöðinni á ísafirði, 5. og 6. okt. nk. Tímapantanir í síma 4500. 3JA ÁRA VATNSRÚM úr furu til sölu, stærð 2,20x1,90. Vatnsdýna, yfir- dýna, hitari og 2 náttborð, á aðeins kr. 50 þús. stgr. S. 4893. Bj örgunaræfíng á ísafjarðarflugvelli A þriðjudaginn var slökkvi- og björgunaræfíng á Isafjarðarflugvelli fyrir starfsmenn Flugmála- stjórnar við flugvellina á Flateyri, Þingeyri, Suðureyri, Isafírði og Hólmavík. Að sögn Guðbjörns Charlessonar, tlugumferðarstjóra á Isafírði, var þarna um að ræða sérstakt prógramm fyrir starfslið fjögurra stærstu flugvalla landsins, á Egilsstöðum, Akureyri, í Vestmannaeyjum og á Isafírði, og er þetta síðasta æfíngin. Birgir Ólafsson slökkviliðsstjóri á Reykjavíkurflugvelli stjórnaði æfíngunni og tók Slökkvilið ísafjarðar þátt í henni. Sagði Guðbjörn æfínguna hafa heppnast mjög vel. Reyndur var nýr slökkvibíll af gerðinni IJnipower Dodge W 350 4 x 4 árgerð 1991, sem Flugmálastjórn fékk á ísafjarðarflugvöll fyrir nokkru. Á bílnum er vatnsbyssa sem fjarstýrð er úr sæti ökumanns og ber hann 1.200 I af vatni, auk 120 I af léttvatni. Bfllinn er mjög fullkominn og reyndist hann hið besta við æfínguna. Á myndinni er vatnsbyssan þanin. -GHj. 7 Kreppan í vestfirskum sjávarútvegi: „Menn horfðu á mig með samúðarsvip“ - segir Pétur Sigurðsson forseti ASY „Fyrir þremur, fjórum samtali við VESTFIR- árum voru haldnir þrír SKA, þegar hann var fundir á ísafirði um sjávar- spurður um þá kreppu sem útvegsmál. kvótamál og vestfirskur sjávarútvegur fiskveiðistefnu. Fundirnir á nú í. voru á vegum Fjórðungs- sambandsins, ASV, út- „ÞJÓÐAREIGNIN ER vegsmanna, Skipstjóra- og EKKI EIGN stýrimannafélagsins Bylgj- ALMENNINGS, unnar og fleiri sjómanna- HELDUR ÚTGERÐAR- og verkalýðsfélaga. Einn AÐALSINS" fundurinn var haldinn í Al- þýðuhúsinu og tveir í „Nú er komið í Ijós að ef Stjórnsýsluhúsinu. Á sið- við hefðum keypt kvóta á asta fundinum sem haldinn þessum tíma á tiltölulega var í Stjórnsýsluhúsinu skikkanlegu verði sem þá mætti HalldórÁsgrímsson, var á honum", sagði Pétur þáverandi sjávarútvegsráð- enn fremur. „þá stæðum herra, með fríðu föruneyti við betur að vígi nú, Það er til að verja sjávarútvegs- augljóst að það er ekki til stefnuna. kvótakerfið og meirihluti fyrir því í land- sína stefnu. Ég endurtók á inu og enginn sem vill þeim fundi þá skoðun koma til móts við þá mína, að ég teldi að það skoðun okkar Vestfirð- sem lægi fyrir okkur Vest- inga, að hagkvæmnin eigi firðingum, ef við ætluðum að liggja í nálægð okkar við að halda velli í atvinnulegu fiskimiðin. Þá komum við tilliti, væri að við þyrftum að þeim óskapnaði sem að ná í allt handbært fésem kvótakerfið er. Það hefur við kæmum höndum yfir og komið betur og betur i Ijós kaupa fyrir það kvóta og að þjóðareignin, fiskurinn skip. Menn brostu þá t í sjónum, er ekki eign al- kampinn og horföu á mig mennings heldur útgerðar- með samúðarsvip vegna ' aðalsins. þess að þeir töldu þetta svo -CHi fráleitt", sagði Pétur Sig- ' urðsson, forseti ASV í Ferðamanna- tímanum lokið - mikil umferð á vegum í Barðastrandarsýslum í sumar PATREKSFJÖRÐUR „Ferðamannatíminn er l.ögreglan á Patreksfirði búinn. - Og þó, ég sá klyfj- ségir umferð f Barða- strandarsýslum hafa veriö mikfa í sumar, og þá sér- staklega út í Víkur og á Látrabjarg. Hafi umfcrð um sýslurnar verið mun meiri en sl. sumar. Utn- feröin á þessum slóðum gekk áfallalaust fyrir sig og urðu ekki nein mciriháttar óhöpp. um hlaðtnn hjólretðamann á Kleifaheiði um helgina og undrast að hjólreiðamenn skuli vera að ferðast á Vest- fjörðum eftir að þessi árs- tími er kominn". sagði Skúli Berg. lögregiuþjónn á Patreksfirði. í samtali við blaðið. Starf skraftur óskast Starfskraftur óskast. Upplýsingar gefur verslunarstjóri. Vöruval, símt 4211.

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.