Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 01.10.1992, Blaðsíða 8

Vestfirska fréttablaðið - 01.10.1992, Blaðsíða 8
8 Fimmtudagur 1. október 1992 VESTFIRSKA ;| FRÉTTABLAÐIÐn— Eitt hundrað minkar unnir í Arnarfírði BÍLDUDALUR Eitt hundrað minkar voru unnir í Arnarfirði í sumar samkvæmt upplýsingum minkaveiðimanna. Eru það heldur færri dýr en undanfarin ár. Mink hefur fjölgað í Ping- eyrarhreppi, sem nær yfir í Arnarfjörð, en fækkað í Bíldudalshreppi. Árið 1990 voru 138 minkar unnir í Vest- ur-Barðastrandarsýslu. Sama ár veiddust 4.904 minkar á öllu landinu samkvæmt heimildum Veiðistjóraembættisins. Heildarkostnaðurinn við minkavinnsluna nam 16,6 milljónum króna það ár. Fyrir hvern skotinn mink eru greiddar 1.070 krónur. Aðalfundur Sunnukórsins Aðalfundur Sunnukórsins verður haldinn fimmtu- daginn 8. október kl. 20.30 á Hótel ísafirði, 5. hæð. Fundarefni: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Ýmismál (verðurfariðtil Danmerkuraðvori... ?). Félagar, fjölmennið. Nýir félagar velkomnir. Stjórn Sunnukórsins. Mink hefur fjölgað í Þingeyrarhreppi, en fækkað í Bíldudals- hreppi. Á myndinni er Sævar Sigurðsson minkabani, sem hefur fjölmarga hreppa í sinni umsjá, að glíma við mink ásamt hund- um sínum Lubba og Kolu. Róbcrt Schmidt. / Örn Magnússon píanóleikarí. Minningartónleikar um Ragnar H. Ragnar haldnir í 5. sinn - Örn Magnússon flytur íslenska píanótónlist Árlegir minningartónleikar um Ragnar H. Ragnar (1898- 1987) fyrrum skólastjóra Tónlistarskóla ísafjarðar verða haldnir í sal Frímúrara á sunnudagskvöldið, 4. október, og hefjast kl. 20.30. Það er íslensk píanótónlist, sem verður í öndvegi á minn- ingartónleikunum, og er það mjög í anda Ragnars, sem var mikill áhugamaður um fram- gang íslenskrar tónlistar, auk þess sem hann var einn þekkt- asti píanókennari á íslandi um áratuga skeið. Örn Magnússon píanóleik- ari stundaði tónlistarnám á Olafsfirði og Akureyri og á Bretlándi. Hann starfar nú sem kennari og píanóleikari í Reykjavík. Hann leikur reglu- lega á tónleikum hér heima og erlendis, m.a. í Japan. Síðustu ár hefur hann einbeitt sér að flutningi íslenskrar tónlistar og hefur frumflutt verk eftir ýmis tónskáld. Haustið 1991 kom út geisladiskur þar sem Örn flytur íslenska píanótón- list. Efnisskráin er eiginlega þverskurður af íslenskri píanótónlist gegnum tíðina, því verkin eru eftir Sveinbjörn Sveinbjörnsson, Pál Isólfsson. Jón Leifs, Þorkel Sigurbjörns- son og Hjálmar Helga Ragn- arsson - áhugaverð og fjöl- breytt efnisskrá. Hjálmar Helgi Ragnarsson tónskáld mun kynna verkin á tónleikunum og ræða um ís- lenska píanótónlist almennt. Tónleikarnir á sunnudags- kvöldið njóta ómetanlegs stuðnings og styrkja fjöl- margra einstaklinga og fyrir- tækja, og vonandi láta tón- leikagestir ekki sitt eftir liggja að fjölmenna. Þessir minningartónleikar hafa ævinlega verið mjög fjöl- sóttir og hafa tónlistarunnend- ur þannig átt þess kost að heiðra minningu Ragnars. Kær kveðja, Jónas Tómasson. Verðlaunamy ndagáta eftir Haflida Magnússon á Bíldudal Þetta er ný tegund myndagátu. Tekið skal fram, að sums staðar eru nöfn fólks notuð beint, en annars staðar eru þau notuð til samtenginga í orðaskipan, eins og í öðrum gátum. Ein verðlaun eru veitt: Bókin Ainaríjöiður eftir Hafliða Magnússon, konfektkassi úr Hamraborg og frí áskrift í eitt ár að Vestfirska fréttablaðinu, samtals að verðmæti yfir tíu þúsund krónur. Lausnir þurfa að berast Vestfirska fréttablaðinu, Aðalstræti 35,400 ísafjörður, í síðasta lagi 20. október. Dregið verður úr réttum lausnum.

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.