Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 01.10.1992, Blaðsíða 12

Vestfirska fréttablaðið - 01.10.1992, Blaðsíða 12
VASAREIKNIVELAR frá Texas Instruments F. almennan reikning TI 503 kr. 530,- / TI 502 kr. 660,- F. framhaldsskóla TI 30 kr. 1.450,- / TI 34 kr. 2.750,- BÓKAVERSLUN JÓNASAR TÓMASSONAR Sími 3123, ísafirði VI iSI FI RSI í, \ FRÉTTABLAÐIÐ | RITSTJÓRN OG AUGLÝSINGAR: SÍMI 94-4011 • FAX 94-4423 — Göngu-Hrólfar í Yalagil á laugardaginn Göngu-Hrólfar á ísafirði ætla að ganga í Valagit í Álftafirði á laugardaginn, 3. október, undir leiðsögn Jóns Reynis Sigurvinssonar jarðfræðings og fram- haldsskólakennara. Lagt verður í gönguna frá Selja- landi í Álftafirði kl. 14.00. Ef einhverja vantar bílfar inn eftir má hafa samband við Diddu í síma 3840 eða Hlíf í síma 4321. Landa þýskir togarar á Vestfjörðum? Aö sögn Elíasar Jónatanssonar í Bolungarvík standa nú yfir samningaviöræöur í Reykjavík við þýskt togaraút- gerðarfyrirtæki, um aö fjórir þýskir togarar landi fiski af Grænlandsmiðum á Vestfjörðum. Upphaf þessara við- ræðna var það, að Heiðrún landaði í Cuxhaven í júlilok og Dagrún í byrjun september, og voru það fyrstu togara- landanir í Þýskalandi I tvö ár. Gerðu bæði skipin þokka- lega sölu. Lagt hafðí verið að fyrirtækinu EG að landa í Cuxhaven og þá skapaðíst ákveðinn „goodwili" við hafn- aryfirvöld og markaðinn þar. Ari Halldórsson hjá Lubbert- markaðnum sló þessu þá fram og síðan kom þetta upp aftur nú á dögunum. Elías sagði að nú væri allt á umræðustigi, „en auðvitað viljum við fá þetta vestur'*. Þarna er hugsað að skipin landi hér á fiskmarkað. -GHj. Þriggja ára afmæliskaffi Föndurloftið á ísafirði á þriygja ára afmæli á þriðjudag- inn, 6. október. í tilefni afmælisins býður Malla upp á kaffi og með því í búðinni allan liðlangan afmælisdaginn. Sjá nánar um afmælið og verksmiðjuútsölu frá Árbliki á bls. 6. “Gleðigjafahelgi“ í Krúsinni 10. október Um aðra helgi (laugardaginn 10. október) verður svo- költuð gleðigjafahelgi í Krúsinni á ísafirði, Þar er um að ræða meiriháttar skemmtun fyrir matargesti, eða eins og sagt er: Stórkostleg þriggja rétta máltíð, stórkostleg skemmtun og frábær dansleikur á eftir. Hljómsveitin Gestgjafar skemmtir og með henni Andri Bachmann Bjarni Ara, Ellý Vilhjálms, Jóhannes Kristjánsson eftirherma af Ingjaldssandi og dansarar. Borðapantanir í síma 4486 á kvöldin. POKI Þetta með Orkubúið er fyrir neðan allar hellur. Lánardrottnarnir hafa ákveðið að setja Rækjustöðina í gjaldþrot og bjarga sínu, en skilja hina eftir í sárum - segir Pétur Sigurðsson forseti ASY Nefbrot- inn á skóla- lóðinni á ísafírði Pétur Sigurðsson. „Við vitum að það hefur verið mjög alvariegt ástand í rækjuiðnaðnum yfirleitt, um allt land. Rækjuverksmiðj- urnará Isafirði, sem alltaf hafa verið í fararbroddi fyrir öllum nýjungum og fyrir öllum rekstri og nýjum veiðiaðferð- um, hafa reynt að halda út, þegar aðrir hafa lokað eða dregið saman. Afleiðingarnar eru nú að koma í ljós“ sagði Pétur Sigurðsson forseti Al- þýðusambands Vestfjarða í samtali við Vestfirska, þegar hann var spurður um ástandið í rækjuvinnslunni og atvinnu- horfur í náinni framtíð. „Rækjuverð er lengi búið að vera mjög lágt. Menn hafa trúað á það að um einhvern öldudal væri að ræða, eins og oft áður, en þessi öldudalur er dýpri og menn hafa dvalið lengur niðri í honum en oftast nær áður. I.ánadrottnarnir hafa hleypt verksmiðjunum töluvert langt í skuldasöfnun og nú eru það þeir sem hafa ákveðið að setja Rækjustöð- ina hf. í gjaldþrot og bjarga sínu með því að yfirtaka eign- irnar og skilja hina eftir í sárum, t.d. þjónustuaðilana. Spurningin er hvað mörg svona áföll þeir þola“, sagði Pétur. „SIÐFERÐISLEGAR SKYLDUR ÍSLANDS- BANKA AÐ KOMA FYRIRTÆKINU AFTUR í GANG“ „En fyrst að Islandsbunki ákvað að fara þessa leið hefur hann siðferðislegar skyldur til þess að koma fyrirtækinu aftur í gangsem allra, allra fyrst, og ekki síðar en fyrir rækjuver- tíðina í Isafjarðardjúpi nú í haust. Ég hef bjargfasta trú á því, aö innan veggja Islands- banka séu menn sem að skilji þörfina á því að þetta fyrirtæki fari aftur í gang. Það fólk sem vann í Rækjustöðinni er nú á launum í uppsagnarfresti. mis- jafnlega löngum þó og hefur ríkisábyrgð á laununum þann tíma. Síðan hlasirekkert ann- að við en að það skrái sig at- vinnulaust og fari á atvinnu- leysisbætur. Ég vona að það verði mjög stuttur tími sem fólkið þarf að búa við það“, sagði Pétur. MINNI VINNA, MINNI TEKJUR - Er atvinnuleysi á Vest- fjörðum? „Það cr ckki hægt aö scgja að það sé atvinnuleysi. Við erum með töluvert marga út- lcndinga í vinnu, en það er minni vinna. Það er minni afli sem kemur á land og þaö þýðir minni vinnu og minni tekjur. Ef lægri tekjur eru hjá verka- fólki eru lægri tekjur hjá sveit- arfélögum og hjá þjónustuað- ilum á svæðinu. Það fylgja allir sveiflunni í frystihúsunum. Líf okkar Vestfirðinga er þorskur, í sviga saltfiskur. Menn verða bara að skilja það í eitt skipti fyrir öll að það lifa allir á fiskinum." - Birtir upp? „Auövitað ganga öll él yfir og það birtir upp. Ég hef enga trú á öðru en að það gerist í þessu tilviki. Við Vestfirðing- ar megum ekki leggjast í neitt volæði. Viö verðum að standa saman um að sá afli sem við fáum að veiða verði unninn hér í landi til að skapa sem allra mest verðmæti úr honum. Viö gerum það ekki með því að frysta hann úti á sjó”, sagði Pétur Sigurðsson. -GHj. Gengur ekki að draga sig inn í moldarkofa og lesa fornsögur - segir Halldór Hermannsson Halldór Hermannsson á Isafiröi, stjórnarformaður Rækjustöðvarinnar hf. og sjómaður um áratugi, hefur sínar skoðanir á skráningu ís- lenska gjaldmiðilsins, krón- unnar, og áhrif þeirrar skrán- ingarásjávarútveginn. VEST- FIRSKA ræddi við Halldór um gengi íslensku krónunnar. „Árið 1983 var ákveðið að ná niður verðbólgunni, sem þá var æði há. Þá var tekið það ráð að halda genginu föstu. Því var haldið föstu þar til í ársbyrjun 1986 án þess að það hreyfðist. Þá má segja að opn- uð hafi verið æð hjá öllum fisk- verkendum og útgerðaraðil- um sem setja þurfa afurðirnar á erlanda markaði, og þeim blæddi út. Á þessum árum færðist hálfur annar milljarður frá landsbyggðinni yfir á þétt- býlið við Faxaflóa vegna rangs gengis. Þessi fyrirtæki hafa Halldór Hermannsson. ekki náð sér síðan. Þessi stóru og glæsilegu frystihús hér á ísafirði og í Víkinni hafa ekki náð sérsíðan 1986. Stjórnvöld láta þeim blæða út til að ná niður verðbólgunni. Er ekki betra að hafa svolitla verð- bólgu heldur en verðbólgu- laust og fjöldaatvinnuleysi og hörmungar? Þá vil ég heldur hafa 20%-30% verðbólgu, það get ég svarið. Ef nú á að láta síðustu blóðdropana leka úr fyrirtækjunum. hvað tekur þá við“, spurði Halldór. - Vilt þú þá gengisfellingu strax? „Ég vil auðvitað að gengið verði rétt skráð. Það er alveg út í bláinn hjá eyþjóð að halda genginu svona vitlaust skráðu. Það er allt of hátt. Þjóðin verður að fara að skilja það að hún verður að versla við aðrar þjóðir. Hún getur ekki dregið sig inn í moldarkofa og lesið fornsögur. Það er útilokað", sagði Halldór Hermannsson. -GHj. - sendur til Reykjavíkur í aðgerð ÍSAFJÖRÐUR Sextán ára piltur rakst utan í annan pilt, ári yngri, á lóð Grunnskólans á Isa- firði um tíuleytið á föstu- dagsmorgun. Nokkrum mínútum síðar kom sá yngri askvaðandi, gekk að þeim eldri og skallaði hann í andlitið svo að hann ncf- brotnaði. Senda þurfti pilt- inn í aðgerð suður á Borg- arspítala eftir helgina. Mál- ið hefur verið kært til lög- reglu. -GHJ. VESTFIRSKA HEFUR HEYRT... ... að Orkubú Vestfjarða sé nú að helluleggja og snyrta lóðina vlð höfuð- stöðvar sínar á Stakkanesi á ísafirði. Það er auðvitað gott mál. Blaðið hefur einnig heyrt, að þessi vest- firski risi í atvinnurekstri og þjónustu við íbúa Vest- fjarða hafi ekki séð ástæðu til þess að kaupa hellurnar af heimamönnum heldur keypt þær að sunnan fyrir milljónir króna. Ennfremur hafi verið keypt gluggatjöld í allt skrifstofuhúsið að sunnan þrátt fyrir að Kaup- félag Isfirðinga sé með sér- verslun á þessu sviði. Á hinn bóginn er auðvitað gott til þess að vita, að enn skuli vera til á Vestfjörðum stöndug fyrirtæki sem vilja hafa fínt hjá sér... ... að niðurrifið á fjárrétt- inni inni á Sandi í Bolung- arvík og að koma þar fyrir gámaaðstöðu fyrir sorp, sem sagt var frá i síðasta blaði, hafi kostað eina mill- jón króna. Ekki hafi fengist uppgefið á bæjarráðsfundi hvað nýja réttin í Vatnsnesi hafi kostað en menn giski á 1,5 milljónir króna. Enda mun bæjarráðið nú verða að vinna upp á eigin spýtur, einsog það er reyndar kjör- ið til að gera, því bæjar- stjórinn er á Spáni...

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.