Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 08.10.1992, Blaðsíða 4

Vestfirska fréttablaðið - 08.10.1992, Blaðsíða 4
Fimmtudagur 8. október 1992 VESTFIRSKA SPYR: Hvað gerðirðu í sumarfríinu? Frosti Gunnarsson, strætisvagnastjóri, Súðavík: Ég var heima hjá mér að dytta að húsi og lóð i þrjá mánuði i sumar. Hansína Einarsdóttir, húsmóðir, ísafirði: Heimsótti tvö börn mín til Svíþjóðar, en þar búa þau ásamt fjölskyldum sínum. Við Kristján vorum i stuttbuxum allan tímann því veðrið var svo gott. Sævar Birgisson, framkvæmdastjóri, ísafirði: Ég fór á sjávarútvegssýningu í Kaupmannahöfn. Ema Guðmundsdöttir, forstððumaður Bræðra- tungu, ísafirði: Ég málaði hjá mér og fór til Glasgow og var það í þriðja sinn sem ég kom þangað. Slgmunaur Slgmundsson, bóndi, Látrum I ísa- fjarðardjúpi: Ég hef aldrei fenglð sumarfrí að ég man. Það er alltaf nóg að gera tll sveita. Tískubfllinn um þessar mundir nefnist Hummer Schwarzenegger fékk sér tor- færutæki eins og Schwarzkopf Arnaldur Schwarzenegger og Tortímandinn. Humar í eyðimerkursandi. Á svona tæki þeysti Norman Schwarzkopf um sjónvarpsskjáinn í hinu geysivinsæla Persa- flóastríði. Fláinn aftan á bílnum er til þess að hægt sé að beina vélbyssunni niður. Jeppi (GP - General Purpose Vehicle) á Jalta-ráðstefnunni í febrúar 1945. Roosevelt Bandaríkjaforseti situr í jeppanum en Churchill forsætisráðherra Bretlands og Molotow utanríkisráð- herra Ráðstjórnarríkjanna ganga með bflnum. Ýmsir hlutir sem notaðir eru í styrjöldum verða vinsælir meðal þeirra sem eftir lifa þeg- ar friður kemst á. Dæmi um það er herjeppinn, sem smíð- aður var 1941 til notkunar í seinni heimsstyrjöldinni. Annað dæmi er ameríski her- bfllinn sem notaður var í Persaflóastríðinu. I sjónvarp- inu mátti sjá Norman Schwarzkopf hershöfðingja bruna á þessu einkennilega fyrirbæri um sandauðnirnar í Kúveit. Bfll þessi gengur undir skammstöfuninni HUMMER (High Utility Maximum Mobi- lity Easy Rider). Á íslensku mætti vel kalla hann Humar, þó svo að humar sé lobster á ensku og hununer á ensku þýði alls ekki humar heldur sá sem suðar. Hummerinn er hreint ekki ólíkur humri á svipinn, og svo er humar all- tént Hummerá þýsku... Hvað sem því öllu li'ður, þá bar iykmekkina frá Persa- flóastríðinu ennþá við himin í bland við reykinn af olíueld- unum þegar fyrirspurnir fóru að streyma inn til fram- leiðandans, AM General í Indiana. Par voru menn alls ekki viðbúnir slíku enda farar- tækið ekki hugsað til einka- nota heldur eingöngu fram- leitt fyrir hermálaráðuneyti Bandaríkjanna. Að athuguðu máli var hins vegar ákveðið að bregðast við óskum fólks og framleiða eitt þúsund eintök af fyrirbærinu fyrir almennan markað. Á sama hátt og hin fræga „Tin Lizzy" hjá Henry Ford fékkst einungis svört á litinn, var Humarinn einungis fáanlegur sandbrúnn eins og eyðimerkurnar í Kúveit. Fyrstur prívatmanna til að fá sér Humar var Arnaldur nokkur Schwarzencgger. Humarinn hefur aldrei verið auglýstur, en um leið og það spurðist út að hann yrði til sölu fyrir almenning streymdu pantanirnar inn, og þegar Schwarzenegger sást aka fyrir- bærinu um þjóðvegi Kaliforn- íu varð fjandinn fyrst laus. í snatri var ákveðið að hefja framleiðslu á Humarnum eins og hverjum öðrum bt'l. Nýr tískubíll hafði séð dagsins ljós í Ameríku. Nú fást fjögur afbrigði af Humarnum, tveggja til fjög- urra sæta. Allar útgáfur eru með drifi á öllum hjólum, sjálfskiptingu og 6,2 lítra átta strokka 152 hestafla dieselvél. Hámarkshraðinn er rúmlega 100 kílómetrar á klukkustund. Klifurgeta bílsins er einstök og ekki fyrir hvern sem er að stjórna honum í torfærum; þess vegna er sérhver kaup- andi skyldur til að gangast undir eins dags námskeið og þjálfun í akstri bílsins. í leið- arvísi er talað um „frelsi frá vegurn", enda höfðu herfor- ingjarnir í Pentagon gert mikl- ar kröfur til framleiðandans um aksturseiginleika þessa arftaka gamla og góða jeppans. Sumpart var hér um kröfur að ræða sem ganga hver gegn annarri, svo sem um það að bíllinn skyldi vera lágur og flatur og gríðarlega stöðugur, en einnig ákaflega háfættur. Petta síðasta var leyst þannig, að sérstakt nafardrif er við hvert hjól svo að miðja hjóls- ins er miklu neðar en öxullinn. Útkoman er sú, að hæð bílsins (fyrir utan vélbyssu á þakinu) er 1,75 cm en hæð undir kvið- inn er 41 cm. Ekki hefur al- mennings-humarinn þó alla eiginleika herbi'lsins, til dæmis getur hann ekki „vaðið" í allt að eins og hálfs metra djúpu vatni eins og hann. Hins vegar er hægt að minnka og auka loftþrýstinginn í dekkjunum á ferð, en það kemur sér vel í skreipum sandi og snjó. Kannskiá fyrir Humarnum að liggja að verða eins lífseig- ur og herjeppinn hasti úr seinni heimsstyrjöld, sem reyndist hinn seigasti vinnu- hestur og hefur verið það æ síðan. MacArthur hershöfð- ingi hossaðist á jeppa sínum um skóglendi Filippseyja og síðar um fjalllendi Kóreu, jeppinn átti sinn þátt í því að gera Rommel hershöfðingja lífið leitt við E1 Alamein, og hann brunaði yfir Rínarbrúna við Remagen og inn í leifarnar af þriðja ríki Hitlers. Eitt var það sem jeppamönnum stóð alltaf stuggur af: Hann var svo valtur. Patton hershöfðingi fékk að reyna það; hann beið bana þegar jeppanum hans hvolfdi. Humarinn er aftur á móti ákaflega stöðugur. Hann er einnig margfalt burðameiri en gamli jeppinn. Einn Humar ber eins mikið og tveir jeppar með kerrum. Margir vilja fá Humar með vélbyssu á þak- inu, eftir að hafa séð slíka bíla í notkun hjá hernum þegar óeirðirnar urðu í Los Angeles. Almennir kaupendur fá hann þóekki meðslíkum útbúnaði. í bílskúrnum hjá Arnaldi Schwarzenegger voru fyrir einn Porsche, einn Mercedes- Benz, gamall Cadillac Cabrio, einn jeppi og eitt Harley- Davidson mótorhjól. Þar er nú einnig kominn Humar með leðursætum, stereógræjum með átta hátölurum, og eig- andinn hefur gefið honum nafnið Tortímandinn (Term- inator). Nú er að sjá hvort Jöfur hf. fer, ekki bráðum að flytja inn fyrsta Humarinn. Umboðsmaður fyrir Jöfur á Isafirði er Jónas á Hjólbarð- averkstæði ísafjarðar. Hver skyldi verða fyrstur Vestfirð- inga til að fá sér Humar? (Helsta heimild: Der Spiegel). Smalaskortur í tilefni viðtals Finnboga Hermannsonar við smalamann í Múla í Isafirði í Svæðisútvarpinu fyrir skömmu, þar sem fram kom að smalaskortur væri í Inn-Djúpi og gætu bænd- ur vart gert fjallskil, og svo vegna þeirrar fréttar í VEST- FIRSKA skömmu síðar að offramboð hefði verið á smölum á næsta bæ, Laugabóli, sendi Indriði Aðalsteinsson á Skjaldfönn blaðinu eftirfarandi vísur: Oddvitinn fær enga menn, er þar dapur söngur. Verður því að arka enn, við annan mann í göngur. , Hreppstjórinn er hress að vanda, I hjá ’onum garpar tíu standa. Við að smala fé af fjöllum, fatast varla þessum köllum. Tveir stútar á vinnutíma - mjög þung viðurlög við ölvunarakstri ÍSAFJÖRÐUR Á föstudagsmorguninn stöðvaði lögreglan á ísafirði tvo ökumenn með skömmu millibili, grunaða um ölvunar- akstur. Voru þeir færðir til blóðprufu. Athygli vekur að þetta var á vinnutíma og helgin ekki byrjuð. Ölvunarakstur virð- ist færast í vöxt á svæði ísafjarðarlögreglu. Margir ökumenn virðast ekki gera sér grein fyrir þeirri hættu sem þeir skapa í umferðinni með ölvunarakstri. Ekki heldur þeirri röskun sem það hefur á persónuhagi þeirra ef þeir nást, því margir þurfa að hafa ökuleyfi vegna atvinnu sinnar. Refsing við fyrsta brot er svipting ökuleyfis í allt að einu ári og fjársektir. Við annað brot er svipting ökuleyfis í þrjú ár og háar fjársektir, og við þriðja brot er refsingin svipting ökuleyfis ævilangt og fjársektir. Einnig kemur til greina allt að tveggja ára fangelsi, svo mikið er í húfi fyrir viðkomandi ökumann. -GHj. Tombóla Þessar þrjár ungu stúlkur héldu tombólu og söfnuðu 1.100 krónum handa Rauða krossinum. Þær heita, talið frá vinstrí: Hulda Ösp Pálsdóttir, Rakel Guðbjörg Magn- úsdóttir og Valdís María Össurardóttir.

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.