Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 08.10.1992, Blaðsíða 5

Vestfirska fréttablaðið - 08.10.1992, Blaðsíða 5
VESTFIRSKA Fimmtudagur 8. október 1992 5 ---1 FRÉTTABLAPIP I ..- --- VIDEO COUPLEIN TROUBLE Anthony Wayne (Martin Sheen) hefur náð miklum ár- angri sem bankamaður I New York. Hann á enn eftir nokkrar vikur af sumarfríinu sínu áður en hann tekur við nýju stöð- unni sinni og París hefur upp á ýmislegt að bjóða. Þar rekst hann á Nichole Carter (Jacq- ueline Bisset), ískalda konu á framabraut, sem þarfnast þjónustustúlku og bamapíu umsvifalaust. Anthony verður stórhrifinn af henni og prjónar í skyndi saman ótrúlega sögu sem hún trúir. Því ræður hún hann til sin. En Anthony kann ekkert hreingeminga, matar- gerðar eða barnagæslu og hvað verður nú um aðalstarfið hans...? Hvað er nú til ráða, litli minn...? Óhemju fyndin gamanmy nd. ARE YOU LONESOME TONIGHT Jane Seymour er í hlutverki auðugrar konu (Adrienne) sem lendir með hjónabandið í algerri flækju, þegar hún kemst að því að eiginmaður- inn er hreinlega sjúkur af ást til símavændispíunnar Lám. Kvöld eitt þegar Adrienne kemur heim er eiginmaðurinn horfinn. A simsvaranum er síðasta samtalið hans við Láru, og þvi lýkur snögglega með þvi að hami rekur upp skerandi vein. Með aðstoð einkaspæjara (Parker Stevenson) fer Adri- enne að leíta að Lám, og í þeirri leit kafa þau í undir- heima fulla af lífshættulegum samböndum. JR YIDEO Mánagötu 6 S 4299 UPPSKRIFT I VESTFIRSKA frá Kristínu Karlsdóttur Þegar Pétur H.R., vinur minn, Sigurðsson, skoraði á mig að gefa næstu uppskrift í Vest- firska fréttablaðið, vafðist það ekki lengi fyrir mér að segja já, þetta væri nú ekki mikið mál, ég hlyti að luma á einhverju góðu! Pegar ég settist svo niður til að ákveða hvaða uppskrift skyldi nú verða fyrir valinu, rann upp fyrir mér, að ég nota sjaldan „mál“ við matargerð. Hjá mér er það bara „siump og treff". Ef það er einhver sem getur nýtt sér þessa punkta frá mér, þá segi ég: BON APPETIT! 10 lærissneiðar 3 laukar 1 poki gulrætur 1/3 blaðlaukur 4 hvítlauksrif (fleiri/færri eftir smekk) 2 ds. niðursoðnir tómatar Season All sítrónupipar oregano persille kjötkraftur olía/smjörlíki til steikingar Lærissneiðar kryddaðar með sítrónupipar og Season All. síðan steiktará pönnu. Par næst setur þú lærissneiðarnar í ofnpott. Hellir yfir þetta smávegis vatni, ca. hálfum lítra. Pá laukana út í (skerðu þá í tvennt), þá hvítlauksrifin (klofin), tómatana (klofna),gul- ræturnar og blaðlaukinn í sneiðum. Yfir þetta stráir þú síðan kjötkrafti, persillu og oregano. Láttu þetta síðan malla í ofninum í u.þ.b. eina til eina og hálfa klukkustund. Krístín Karlsdóttir. Með þessum rétti er gott að bera fram soðin hrísgrjón og hvítlauksbrauð, og ekki má gleyma glasi af góðu rauðvíni. Ég skora á Ingibjörgu Jónsdóttur, Fjarðar- strœti 6, að gefa okkur nœstu uppskrift. Ég hef fengið t.d. sérstaklega góða sósuuppskrift hjá henni, og ef ég þekki hana rétt, lofa ég ykkur að þið verðið ekkifyrir vonbrigðum! * Nýjung hjá lögreglunni á Isafirði: Símsvari fyrir ábendingar um fíkniefna- misferli, þjófnaði og önnur brotamál - Þeim sem gefa lögreglunni upplýsingar heitid nafnleynd í gær var tekinn í notkun símsvari hjá lögreglunni á Isa- firði. Hér er um að ræða til- raun með að afla upplýsinga um fíkniefnamisferli af öllu tagi, svo og að afla upplýsinga um önnur brotamál, svo sem innbrot, þjófnaði og fleira. Reyndar hefur nokkuð ver- ið um það að fólk hafi haft símasamband við lögregluna og veitt henni upplýsingar um fíkniefnamisferli aðila á svæð- inu. Þessu fólki hefur verið heitið nafnleynd og að það muni ekki að neinu leyti verða fyrir óþægindum í tengslum við þessar upplýsingagjafir. Það verður að segjast eins og er, að lögreglumönnum hefur ekki fundist vera mikið um upphringingar sem þessar og af þeim sökum hefur verið ákveðið að gera tilraun með að afla frekari upplýsinga með að bjóða þeim, sem ekki velja þá leið að hringja beint til lög- reglunnar, að tala upplýsingar inn á símsvara. Það sem verið er að leita eftir í þessu sam- bandi eru upplýsingar um allt sem fólk veit um, eða hefur grunsemdir um, varðandi fíkniefnamisferli. Einnig ef fólk býr yfir vitneskju um önnur alvarleg brotamál, svo sem innbrot, þjófnaði og skemmdarverk, svo nokkur þeirra séu nefnd. Þess skal getið, að fólki er í sjálfsvald sett hvort það gefur upp nafn sitt eða ekki. Ef upplýsinga- gjafinn gefur upp nafn sitt mun nafnleyndin vera í heiðri höfð eins og áður. í tengslum við þetta hafa bæði héraðsfréttablöðin á ísa- firði, Bæjarins besta og Vest- firska fréttablaðið, ákveðið að leggja þessu málefni lið með því að auglýsa númer símsvar- ans meðan á tilrauninni stendur. Gert er ráð fyrir að tilraunin muni standa yfir fram að næstu áramótum. Númer símsvarans er 4764. (Frá lögreglunni á ísafirði). Brotið gler í Ijóskeri og veghefli - skemmdarvargar geta snúiö sér til vegagerðarinnar Um helgina hafa einhverjir gert sér að leik að kasta grjóti í Ijósker í vegskálanum við Steinsófæru á Oshlíð. Eitt Ijós var brotið og Ijóshjálmurinn fullur af grjóti. Veghefill Vegagerðarinnar á Breiðadalsheiði hefur oftar en einu sinni orðið fyrir barð- inu á skemmdarvörgum. Snemma í sumar voru brotnar í honum fjórar stórar rúður og einnig ljósin á honum. Fyrir skömmu var svo brotin rúða í heflinum. Menn leggja greini- lega mikið á sig til skemmdar- verka, því að heflinum er jafn- an lagt nokkurn spöl frá vegin- um. Að sögn Péturs Ásvalds- sonar hjá Vegagerðinni er rándýrt tvöfalt gler f heflinum og valda þessi ítrekuðu skemmdarverk talsvert miklu fjárhagstjóni. Sagði Pétur að þeir sem vilja fá útrás fyrir skemmdarfíkn sína geti haft samband við þá hjá Vegagerð- inni, þeir gætu útvegað nóg af gleri sem menn geta fengið að brjóta með grjótkasti, öllum að meinalausu. -GHj. ÓÐINNBAKARI BAKARÍ S 4770 BIFREIÐAEIGENDUR ATHUGIÐ! Vorum að fá mikið úrval af felg- um undir nýlega japanska bíla. Tilvalið fyrir snjódekkin. Verð 1500—2500 kr. eftir tegund- um. Bílapartasalan Austurhlíð, 601 Akureyri, sími 96-26512, fax 96- 12040. Opið 9-19 og 10-17 laugardaga. VESTFIRSKA fréttablaðið - Stærra og efnismeira blað 4 Bílar á sýningarsvæði Isuzu Trooper órg. 1990. Ek. 23 þ/m. V. 1.950 þ. stgr. Ath. skipti á ódýrari. Toyota Hilux Extra Cab V-6 '88. Ek. 65 þ/m. V. 1.350 þ. stgr. Ath. skipti á ódýrari. Daihatsu Feroza EL 2 árg. 1990. Ek. 22 þús. V. 1.060 þ. stgr. Ath. skipti á ódýrari. Toyota 4Runner árg. 1985. Ek. 87 þ/m. V. 1.250 þ. stgr. Ath. skipti á ódýrari. MMC Lancer st. 4x4 árg. 1987. Ek. 93 þús. V. 750 þ. stgr. Ath. skipti á ódýrari. * Vestfirðingar, bílana fáið þið hjá okkur. * Getum bætt nokkrum bílum á sýningarsvæði. * Vaktað svæði. MIÐSTÖÐ BÍLA- VIÐSKIPTA Á VESTFJÖRÐUM A Bflasalan Elding Skeiði 7, ísafirði Súni 94-4455 Fax 94-4466

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.