Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 08.10.1992, Blaðsíða 12

Vestfirska fréttablaðið - 08.10.1992, Blaðsíða 12
VASAREIKNIVELAR frá Texas Instruments F. almennan reikning TI 503 kr. 530,- / TI 502 kr. 660,- F. framhaldsskóla TI30 kr. 1.450,- / TI34 kr. 2.750,- BÓKAVERSLUN JÓNASAR TÓMASSONAR Sími 3123, ísafirði VESTFIRSKA I FRÉTTABLA8IÐ RITSTJÓRN OG AUGLÝSINGAR: SÍMI 94-4011 • FAX 94-4423 Björn Hafberg skólastjórí á Flateyri ó skrifstofu sinni. Er ekki réttara að tala um Bíl-dœifnga en Bílddælinga, samanber fréttina á forsfðunni? Björn Hafberg, nýr skólastjóri á Flateyri Björn Hafberg tók í haust við stöðu skólastjóra við Grunnskólann á Flateyri af Vigfúsi Geirdal. Björn er 36 ára og innfæddur Flateyringur. Hann var lengi til sjós á yngri árum og fór stðan í kennaranám. Að því ioknu lagði Björn stund á sagnfræði við HÍ f fjögur ár. Samhliða náminu hefur Björn stundað kennslu öðru hverju og einnig hefur hann stundað fararstjórn og blaðamennsku. Sambýliskona Björns er Sigríður Hauksdóttir og kennir hún einnig við skólann. Hún er Sauðkrækingur. „Það togaði í mig að koma hér vestur og reyna að verða að einhverju gagni. Nú er ég kominn heim og mér líst vel á starfið. Ég vona að einhverjar nýjungar verði í skólastarf- inu því við erum að velta fyrir okkur ýmsum hlutum. Meðal annars er á döfinni að bjóða upp á heimanám í skólanum og þá væntanlega frá kl. 17:30 til 19:00. Börnin geta þá komið hér í skólann og kennarar aðstoða þau við heima- námið. Fast form er komið á íþróttakennsluna og þá notum við nýju sundlaugina og iþróttahúsið. Aðstaða er þar til leikja, svo sem fyrir borðtennis og körfubolta, þrátt fyrir að húsið sé ekki alveg tilbúið. Skólahúsnæðið er í bærilegu ástandi og ég vona að á næstu misserum verði eitt og annað lagfært. Það er enginn stórvægilegur vandi sem að steðjar hjá okkur varðandi tækjabúnað, en það er heldur ekkert aflögu, hvorki hús- rými né annað. Það er því að ýmsu að hyggja á næstunni í þeim málum. Ég er að vona að við getum komið upp myndarlegri smíðastofu því enginn efast um gildi þess að sinna verkgreinunum. Kjarni kennaraliðsins hefur verið við skólann nokkuð lengi og ég tel það mikinn kost þegar fólk endist í þessu starfi i nokkur ár, jafnvel þó það hafi ekki öll formleg réttindi. Við höfum því góðu liði á að skipa“, sagði Björn Hafberg í viðtali við VESTFIRSKA á Flateyri í síðustu viku. -GHj. Bylting í vændum í samskiptatækni á Vestfjörðum: Ljósleiðarinn kominn yfir Arnarfjörð - Súðavík, Djúpið og Strandir tengjast ekki að svo stöddu Um fimmleytið á föstudag- inn kom endi ljósleiðarans yfir Arnarfjörð á land á norður- strönd fjarðarins við Tjalda- nes. Strengurinn er keyptur frá Bretlandi og lagður af Bretum. „Þetta er strengur nr. 1 yfir Arnarfjörð og liggur hann frá Bíldudal yfir í Tjaldanes. Hann er um 8 km á lengd“, sagði Jóhann Örn Guðmunds- son, yfirdeildarstjóri hjá ljós- leiðaradeild Pósts og síma í samtali við Vestfirska frétta- blaðið þegar endinn var tekinn í land. „Annar strengur liggur svo frá sjónvarpshúsinu í Haganesi á móti Bíldudal, um Langanes, og þaðan yfir í Tjaldanes og er landtakið á öðrum stað. Þannig er tvöföld lögn yfir fjörðinn öryggisins vegna og er reynt að vera ekki alveg á rækjuslóðinni. Streng- irnir verða merktir með land- merkjum og á sjókortum svo ekki er mikil hætta á að fiski- bátar slíti hann með veiðar- færum sínum. Þessir Ijósleiðarar þýða gjörbyltingu fyrir Vestfirð- inga, bæði í símasambandi og öllum fjarskiptasamböndum. Strengurinn um Vestfirði verður tengdur næsta sumar. Við höfum í sumar verið að leggja úr Reykhólasveitinni og alla leið til Bolungarvíkur um ísafjörð. Það er tvöfaldur leið- ari frá Reykhólasveit í Vatnsfjörð. Viðmunum sjálfir leggja sæstrengina yfir Dýra- fjörð og Tálknafjörð og er stefnt að því að gera það í haust“, sagði Jóhann Örn Guðmundsson í samtali við Vestfirska vestur á Tjaldanesi þegar ljósleiðarinn kom á land sl. föstudag. Aðspurður um það hvort Súðavík, Djúpið og Strandir væru með í þessari framkvæmd, sagði Jóhann Örn að það yrði væntanlega í framtíðinni, en það væri ekki inni í þessari áætlun. I hverjum streng eru 16 leiðarar og í hverjum leiðara geta farið fram 2000 símtöl í einu, eða hann getur borið tvær sjónvarpsrásir. Flutn- ingsgetan byggist á endabún- aðnum. Strengurinn sjálfur hefur nánast óendanlega möguleika og hægt mun að fá endabúnað til nánast hvers Ljósleiðarastrengurinn um Vestfirði skríður á land við Tjalda- nes í Arnarfirði. Strengurinn í forgrunni er kaðall sem bundinn er í enda Ijósleiðarans og má sjá belgi á kaplinum úti í sjó. Breska kapalskipið Arklow Mill skammt undan landi. sem er í samskiptum um stenginn. Þegar strengurinn kom á land afhenti Árni Sædal Geirs- son, verkstjóri Pósts og síma á norðanverðum Vestfjörð- um, Jóhanni Erni hvíta rós (ljósarós) í tilefni þessa áfanga. Einnig afhenti hann einum skipverja á breska kap- alskipinu Arklow Mill lykil að gjöf; þarna var um að ræða lykilinn að góðu veðri handa skipinu á leiðinni frá íslandi til Bretlands. -GHj. Ámi Sædal afhendir Jóhanni Emi Guðmundssyni hvíta rós við landtöku ljósleiðarans. Rósin er hvít og táknar Ijósið. Hafðu samband og kynntu þér málið ISPRENTHF. PRENTSMIÐJA K 94-3223 Réttinda- lausir öku- menn ÍSAFJÖRÐUR Tilkynnt var til lögreglu um réttindalausan öku- mann á ísafirði um þrjú- leytið aðfaranótt laugar- dags. Náðist hann og reyndist vera of ungur fyrir bílprófið. Mun hann að öllum líkindum fá fjársekt ásamt eiganda bílsins sem hafði leyft honum að aka. Ökumaður var tekinn réttindalaus á léttu bifhjóli seinni hluta laugardagsins á ísafirði. Einnig var kvart- að yfir akstri hávaðasamrar skellinöðru á Hafnarstræti og við nánari athugun kom í ljós að réttindalaus öku- maður olli þarna „hávað- amengun" -GHj. Rúðubrot á ísafírði ÍSAFJÖRÐUR Brotnar voru rúður Austurvegarmegin í Grunnskólanum á fsafirði aðfararnótt föstudagsins. Nokkrir voru teknir og færðir til yfirheyrslu vcgna þessa máls, að sögn Isa- fjarðarlögreglu. Málið ér óupplýst en ákveðnir aðilar grunaðir um verknaðinn. -GHj. VESTFIRSKA HEFUR HEYRT... ... aðyfirkjötmatsmaður sláturhúsa á Vestfjörðum og Ströndum sé starfandi bankastjóri Búnaðarbank- ans í Mosfeiisbæ. Það er athyglisvert að á tímum at- vinnuleysis skuli vera hægt að útvega hátekjumönnum úr öðrum landsfjórðungum aukastörf í Vestfjarðakjör- dæmi þegarnóg erafhæfu fólki í héraði til að gegna þeim... ... að bæjarstjórinn á ísafirði greiði úr eigin vasa veitingarnar eftir samnor- ræna fundinn, sem Byggðastofnun hélt fyrir nokkru á Isafirði um vanda fámennra jaðarbyggða, en fyrirspum kom frá fulltrúa i-iista í bæjarráði um það hver borgaði brúsann. Að sögn er venja að það sé ákveðið í bæjarráði og bæjarstjóm þegar slíkar veitingar eru greiddar úr bæjarsjóði, en í þessu til- viki kom slíkt aldrei til um- ræðu á þeim vettvangi, því að á meirihlutafundi þegar væntanleg heimsókn hinna norrænu gesta kom til tals reyndist andstaða gegn því að bæjarsjóður greiddi fyrir þá matinn...

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.