Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 15.10.1992, Blaðsíða 1

Vestfirska fréttablaðið - 15.10.1992, Blaðsíða 1
VI ESTf IRSl K/ 1 | FRÉTTABLAÐIÐ Börnin í einum sex ára bekknum í Grunnskólanum á ísafírði ásamt kennurum sínum, fulltrúum kvennadeildar Slysavarnafélagsins og Hrannari Arasyni lögregluþjóni. Öll börnin eru með endurskinsborða eins og sjá má á myndinni. „Já, til að sjást betur í myrkrinu“ - sögðu sex ára börnin í Grunnskólanum við Hrannar löggu þegar þau fengu endurskinsborða Hér hampar Herdís Húbner kennari tígrisdýrinu sem bekkurinn sem duglegastur er að nota borðana fær í verðlaun, en það er farandgripur á milli bekkja. Eg er sjálf- stæðismaður - með stóru íi! Guðmundur Þórðarson bygginga- meistari í tæpitungu- lausu viðtali um pólitík, baráttuna við bæjar- stjórnina og flutn- inginn úr bænum ■bls.6,7og8 Umferðarnefnd Kvenna- deildar Slysavarnafélagsins á ísafirði gaf í gær öllum sex ára börnum í Grunnskólanum, alls 55 börnum, gula endur- skinsborða. Þegar Hrannar Arason, lögregluþjónn á ísa- firði, afhenti hverju og einu barni borða merktan nafni og símanúmeri og spurði þau sameiginlega hvort þau vissu til hvers ætti að nota borðana, svöruðu þau í kór: „Já, til að sjást betur í myrkrinu." Einn snáðinn spurði lögregluþjón- inn af hverju hann notaði ekki borða sjálfur. Hann sýndi börnunum þá endurskins- merkin á lögreglubúningnum, sem eru nokkuð öðruvísi en borðarnir. Hrannar minnti síðan börnin á að yfir veturinn er oft skuggsýnt úti og þess vegna skyldu þau hafa borð- ann á sér allan daginn þegar þau eru úti. tttir því hve börnin í hinum Útgerðarfélagið Ögurvík í Reykjavík er að íhuga að leggja fé í nýtt fyrirtæki á ísa- firði, sem yrði til við samein- ingu Rækjustöðvarinnar hf. og Niðursuðuverksmiðjunnar hf. sem báðar eru komnar á hausinn. Ef af þessu verður mun Ögurvík endurreisa fyrir- fjórum sex ára bekkjum Grunnskólans eru dugleg að nota borðana eru í gangi far- andverðlaun sem ganga á milli bekkja. Er þar um tígrisdýr að ræða og verður eflaust mikil tækin ásamt 30-40 einstak- lingum og mun hlutafjár- söfnun hefjast fljótlega. Fyrir mánuði var Rækju- stöðin lýst gjaldþrota og Niðursuðuverksmiðjan var innsigluð í fyrradag vegna ógreiddra opinberra gjalda. Um 70 manns úr rækjuvinnsl- keppni milli bekkjanna að vinna tígrisdýrið og fá að hafa það á áberandi stað í skóla- stofunni sinni. unni ganga nú um atvinnulaus- ir og er brýn nauðsyn að endurreisa vinnsluna fyrir rækjuvertíðina i fsafjarðar- djúpi sem hefst bráðlega. -GHj. GHj. • • Leggur Ogurvík fé í rækju- vinnsluna á Isafirði ? PÓLUNN HF. á3? 3092 Sala & Þjónusta Rafþjónusta Raftækjasala Rafhönnun Rafeindaþjónusta Siglingatæki Kælitæki POLLINN hf SIEMENS Kæliskápar Frystikistur Frystiskápar SAMA VERÐ OG IREYKJAVIK Þvottavélar Uppþvottavél CXX Þurrkarar IFIMMTUDAGUR 15. OKTÓBER 1992 34. TÖLUBLAÐ • 18. ÁRGANGUR SÍMI 94-4011 • FAX 94-4423 VERÐ KR. 150 — Segir sig úr hrepps- nefnd Broddaneshrepps - Bitrungar nú nær áhrifa- lausir í hreppnefndinni Gunnar Sverrisson, bóndi og (til skamms tíma) hreppsnefndarmaður á Þórustöðum í Bitru á Ströndum, hefur sagt sig úr hreppsnefnd Brodda- neshrepps með ábyrgðarbréfi sem sent var oddvita, Jóni Gústa Jónssyni, sl. föstudag. Um tíu dögum áður kveðst Gunnar hafa sent almennt bréf sama efnis, en það virðist ekki hafa komið til skila. Gunnar telur aðra hreppsnefndarmenn hafa brotið á sér trúnað með því að segja frá hvernig þeir hafi greitt atkvæði varðandi ráðningu skólabílstjóra. Þá hafi í rauninni verið hægt að sjá hvernig aðrir greiddu atkvæði. Eins og kunnugt er hefur afgreiðsla hreppsnefndar verið kærð til félagsmálaráðuneytisins vegna meints vanhæfis annars hreppsnefndarmanns á fundi þegar ráðinn var skólabílstjóri við Broddanesskóla, en tengdasonur hans var ráðinn með atkvæði hans í nefndinni. Sigurkarl Ás- mundsson, bóndi í Snartartungu, hafði séð um þennan akstur í 20 ár. Honum var sagt upp og annar ráðinn í starfið með þessum hætti eins og blaðið hefur greint frá. VESTFIRSKA hafði samband við Jón Gústa Jónsson, oddvita og bónda í Steinadal. Vildi hann ekki tjá sig um þessi mál að svo stöddu. Vildi Jón Gústi ekki staðfesta að bréf hefði borist frá Gunnari né tjá sig um það hvernig hreppsnefndin myndi bregðast við kæru Sigurkarls. Það hefur misskilist í öðrum fjölmiðlum sem hafa tekið þessa frétt upp eftir Vestfirska fréttablaðinu, að Gunnar Sverrisson sé tengdafaðirinn í málinu. Svo er ekki, heldur er það Einar Magnússon, bóndi í Hvítarhlíð í Bitru og áður oddviti í Óspakseyrarhreppi. Broddaneshreppur nær yfir Kollafjörð og Bitru, eða fyrrverandi Fellshrepp og Óspaks- eyrarhrepp sem sameinaðir voru sl. haust. Ekki voru allir sáttir við sameininguna og ýfast þau mál upp með þessari ráðningu skólabílstjórans. Þrír hreppsnefndarmenn af fimm koma úr gamla Óspakseyrarhreppi, en nú þegar Gunnar hefur sagt sig úr hreppsnefndinni eru tveir eftir, því varamaður hans býr í Fellshreppi. Telja Bitrungar sig nú engu ráða í hinu nýja sveitarfélagi en að Kollfirðingar ráði öllu. -GHj. Athugasemd frá Gísla B. Arnasyni vegna skrifa Sigurjóns J. Sigurðssonar í BB - bls. 4 FLUGFELAGIO ERNIR P ISAFIRÐI Sími 94-4200 Daglegt áætlunarflug um Vestfirði Leiguflug innanlands og utan Fimm til nítján farþega vélar Sjúkra- og neyðarflugsvakt allan sólarhringinn

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.