Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 15.10.1992, Blaðsíða 2

Vestfirska fréttablaðið - 15.10.1992, Blaðsíða 2
2 Fimmtudagur 15. október 1992 VESTFIRSKA | FRÉTTABLAÐIÐ | Vestfirska fréttablaðið er vikublað, óháð stjórnmálaflokkum, og kemur út síðdegis á fimmtudögum. Blaðið fæst bæði í lausasölu og áskrift. Útgefandi, ritstjóri og ábyrgðarmaður: Hlynur Þór Magnússon. Verð í lausasölu kr. 150. Verð í áskrift kr. 135 ef notaðar eru Visa eða Eurocard skuld- færslur (það er ekkert mál og ekkert flókið, bara hringja í okkur og gefa okkur upp númerið á kortinu); annars kr. 150. Ritstjórn og auglýsingar: Aðalstræti 35, Isafirði, sími (94)—4011, fax (94)—4423. Blaðamenn: Hlynur Þór Magnússon, Túngötu 17, ísafirði, heimasími (94)- 4446, og Gísli Hjartarson, Fjarðarstræti 2, ísafirði, heimasími (94)-3948. Prentvinnsla: ísprent hf., Aðalstræti 35, ísafirði, sími (94)-3223. — Saltfiskveisla í Hópinu í Tálknafírði Snemma í sumar fóru meistarakokkar á vegum Sölusambands íslenskra fiskframleiðenda (SÍF) um landið og héldu saltfiskveislur i tilefni af 60 ára afmæli sambandsins; Vestfirska fréttablaðinu er t.d. minnis- stæð veislan á Hótel ísafirði 2. júní þar sem boðið var m.a. upp á djúpsteikt saltfiskroð, saltfiskfingur, salt- fiskkæfu, súpu með saltfiskbollum, saltfisk-eggjak- öku, pönnukökur með saltfiskfyllingu, saltfisk „á grænni sósu“ og saltfisktertu á la SÍF. Einn merkur fiskibær varð þó útundan í þeirri yfir- ferð: Tálknafjörður. Úr því verður nú bætt og hring- num um landið lokað í Hópinu áTálknafirði meðveisiu sem hefst kl. 19 á föstudagskvöldið, 16. október. Þar verður haldin síðasta saltfiskhátíðin á vegum SÍF, og meistarakokkarnir Úlfar Eysteinsson (Þrír Frakkar hjá Úlfari), Bjarni Ólason í Bláa loninu og Rúnar Mar- vinsson (Við Tjörnina, áður á Búðum) sjá um matseld- ina. Snætt verður af sérstökum áletruðum afmælis- diskum og fær hver veislugestur að taka diskinn sinn með sér heim (að uppþvotti loknum). Ertu skáti? Kannski nýfluttur í bæinn eöa hefur ekki starfað í mörg ár, en langar að vera með í skátastarfi. Ef svo er, þá hringdu í Soff íu í síma 7121. Mörg skemmtileg verkefni framundan Skátafélagi Einherjar-Valkyrjan, ísafirði. Skátar Fundur í Skátaheimilinu á ísafirði þriðj- udaginn 20. okt. kl. 8. Allir úr 7.-9. bekk velkomnir. Ljósálfar Fundur í Skátaheimilinu á ísafirði mánu- daginn 19. okt. kl. 5. AUarstúlkurfæddar 1981,1982 ogl983 velkomnar. LESENDUR: Um bílastöður á gatna- mótum í Hnífsdal „Hnífsdælingur“ skrifar: Mig langar til að skrifa nokkur orð um dálítið sérstakt bílastæði, á ákveðnum gatna- mótum í Hnífsdal, sem tölu- verð umferð er um. Það hefur komið fyrir að ökutæki sé lagt óþægilega nálægt gatnamótum Garðavegar og Bakkavegar og loki fyrir útsýni ökumanna sem leið eiga um þessi gatna- mót. Og nú þegar þessi orð eru skrifuð var ökutæki (bif- reið brún að lit) staðsett rang- lega miðað við biðskyldu- merkið sem viðkomandi öku- í síðasta tölublaði BB gaf að líta grein sem fjallaði um öryggi sundgesta í Sundhöll ísafjarðar, og finnst mér full ástæða til að gera athugasemd- ir við nokkuð af því sem þar kom fram. Þar er haft sam- band við forstöðumann laug- arinnar, sem fullyrðir að ör- yggisgæsla við hana sé í „góðu lagi“, og helst finnst mér að á honum sé að skilja að ekkert sé athugavert við hvernig henni er háttað. Þó nefnir hann það að „auðvitað megi alltaf gera betur“. Að mínu mati er þetta þó ekki alveg svona einfalt og ör- yggisgæsla er að mínu mati langt undir eðlilegum eða æskilegum mörkum. Þannig háttar til, að á staðnum eru tveir starfsmenn á vakt, og er starf þeirra fólgið í að afgreiða sundlaugargesti, sinna bað- vörslu í tveim klefum hvor, sinna gæslu og eftirliti í íþróttahúsi, vélargæslu í kjall- ara laugarinnar, og um leið að sinna gæslu í lauginni sjálfri. Það segir sig sjálft, að með öllu þessu vinnuálagi er hætt við því að eitthvað geti orðið útundan, og það tekur ekki langan tíma fyrir slysin að gerast. Ef annar starfsmaður- inn er við afgreiðslu og hinn þarf að bregða sér yfir í íþróttahúsið, inn á baðklefa eða niður í kjallara, þá er laug- in einfaldlega gæslulaus á meðan, og það er á þeim tím- um sem slysin geta gerst. Og í gegnum árin hefur það gerst að krakkar hafa verið hætt komnir og verið bjargað af snarráðum sundlaugargest- um, þó ekki virðist það hafa borist forstöðumanni laugar- innar til eyrna. Hann minnist þó á að þetta kunni að hafa gerst, en þá aðallega í kennslutímum, þegar gæslan er hvað mest. Við starfsfólk staðarins er þó ekki að sakast í þessum efnum, það vinnur sína vinnu af mikilli elju og samvisku- semi. Staðreyndin er bara sú að enginn getur verið á tveim stöðum í einu, og að mínu mati hefur þetta fólk unnið þrekvirki í að gæta gesta laug- arinnar eins vel og þó hefur verið öll þessi ár. tæki var svo sem fast við. Það hefur einnig verið annað öku- tæki staðsett á svipuðum slóð- um og einnig á röngum vegar- helmingi, en það er stærra um sig. Það væri óskandi að öku- menn umræddra ökutækja hefðu ökutæki sín þar staðsett að ekki stafaði hætta af þeim. Eða er fólk orðið svona fóta- fúið að ganga nokkur skref? Það er jú bæði betra og ör- uggara að hafa ökutækin ca. 5-10 metra frá gatnamótun- um, nú eða við endann á gula Ólafur Þór Gunnlaugsson. Ef forstöðumaður laugar- innar vill hafa öryggi sund- gesta eins mikið og skilja má af orðum hans, þá ætti hann að beita sér fyrir því að ráðinn verði einn starfsmaður til við- bótar á hvora vakt í almenn- ingstímum þegar álagið er sem mest, t.d. um helgar þegar laugin er stundum sneisafull af börnum og unglingum og mikill hamagangur, til þess að alltaf sé starfsmaður á bakka laugarinnar þegar flest fólk er í lauginni. Eða að komið verði upp sjónvarpsvél sem sýnir alla laugina, með skjá sem staðsettur yrði í afgreiðslunni. Þetta kæmi þó aldrei í stað manns á bakka. Það gengur að mínu mati kraftaverki næst, að ekki skuli hafa orðið alvar- legt slys í Sundhöll ísafjarðar þau ár sem hún hefur verið rekin, og tel ég það meðal ann- ars vera vegna þess að starfs- fólk staðarins hefur lagt á sig mikla vinnu til að svo hafi tek- ist til. Þetta er þó ekki afsökun fyrir því að viðurkenna ekki þörfina fyrir auknum starfs- krafti við öryggisgæslu í laug- inni, og mér fyndist rétt af bæjaryfirvöldum að huga að þessum málum áður en alvar- legt slys á borð við það sem henti í Kópavogi minnirokkur á það. Auðvitað er svo hægt að bregðast við þessu á annan hátt um leið, en það er að auka sundkunnáttu barna og ung- linga og gera þau þannig hæf- ari til að stunda sund sér til ánægju og heilsubótar. litnum á gangstéttinni. Með von um úrbætur. Hnífsdœlingur. Vestfirska fréttablaðið birtir því aðeins lesendabréf að rit- stjóra sé kunnugt um höfund. Ekki þýðir að senda blaðinu nafnlaus skrif. Nafnleynd er hins vegar virt fullkomlega ef þess er óskað. Skrifið, notið dulnefni ef þið viljið, en látið fylgja nafn, símanúmer og heimilisfang! Foreldrar gætu farið oftar með börnum sínum í sund og geng- ið úr skugga um að þeim sé óhætt þar, og aldrei ætti að senda ósynd börn í laugina í fylgd með óhörðnuðum ung- lingum, sem þó gerist allt of oft, heldur ættu þau að vera í fylgd fullorðinna, og þess gætt að þau séu alltaf höfð í viðeig- andi kútum og/eða öðrum ör- yggistækjum. Það er þó engin ástæða til að letja börn og unglinga til að sækja sundlaugina, og ég er þess fullviss að starfsfólk þar mun leggja sig í líma við að gæta öryggis þeirra sem best, hér eftir sem hingað til, þrátt fyrir mikið vinnuálag. En til að fyllsta öryggis sé gætt, þá þyrfti að mínu mati að bæta þarna við einum starfsmanni/ konu á álagstímum. Einfald- lega vegna þess að tveir starfs- menn á vakt er einum of lítið, og slysin gera aldrei boð á und- an sér. Meðsundkveðju, Óli Þór. Höfundur er sundþjálfari á ísafirði. Neyðar- blys ✓ í fylliríi s a Flateyri ijm klukkan 6.30 á surjnudagsmorgun sáu lög- reglumenn í eftirlitsferð að neyðarblysi var skotið á loft frá höfninni á Flateyri. Þeir fóru strax á svæðið og handtóku tvo ölvaða menn um borð í bát í höfninni. Þrír aðrir menn höfðu ver- ið viðstaddir og hlupust þeir á brott. Þeir voru handteknir seinna. Ekki ætti að þurfa að brýna fyrir fólki hve alvar- legt það er að misnota neyðarblys. Þau eru ekki leikföng til að nota í fylli- ríum, heldur tæki manna í neyð til þess að vísa á sig eða vekja athygli á slysum á sjó og landi. -GHj. BIFREIÐAEIGENDUR ATHUGIÐ! Vorum að fá mikið úrval af felg- um undir nýlega japanska bíla. Tilvalið fyrir snjódekkin. Verð 1500-2500 kr. eftir tegund- um. Bílapartasalan Austurhlíð, 601 Akureyri, sími 96-26512, fax 96- 12040. Opið 9-19 og 10-17 laugardaga. Framtalsaðstoð Bókhaldsþjónusta Viðskiptamannabókhald Launaútreikningur Tölvuvinnsla. FYLKIR ÁGÚSTSS0N bókhaldsþjónusta Fjarðarstræti 15-400 tsafirði Sími 3745. Heilsugæslustöð og sjúkrahús á ísafirði Tilboð óskast í lokafrágang lyflækninga- og hjúkrunardeildar við heilsugæslu- og sjúkra- hús á ísafirði. Stærð hæðarinnar er um 600 m2 Verktími er til 15. febrúar 1994. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri, Borgartúni 7, Reykjavík, frá og með þriðju- deginum 13. október til og með föstudegin- um 23. október gegn 10,000 kr. skilatrygg- ingu. Tilboð verða opnuð á skrifstofu Innkaupa- stofnunar ríkisins, Borgartúni 7, fimmtudag- inn 29. október 1992 kl. 14.00. I1\INKAUPAST0FI\IUI\I RÍKISIIMS ________ BORGARTUNI 7 10S RF VKJAVIK__ Olafur Þór Gunnlaugsson: • • Oryggismál í Sundhöll ísafjardar

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.