Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 15.10.1992, Blaðsíða 5

Vestfirska fréttablaðið - 15.10.1992, Blaðsíða 5
VESTFIRSKA FRÉTTABLAÐIÐ |- Fimmtudagur 15. október 1992 VÍGHÖFÐI (Cape Fear) er meistaraverk frá hendi Mart- ins Scorcese. Ein af bestu spennumyndum alira tíma. Fjórtán árum eftir að illmennið og geðvillingurinn (sækópatinn) Max Cady (Robert De Niro) er dæmdur í fangelsisvistar leggur hann upp í eins manns kross- ferð til að hefna sin á lögfræð- ingnum Sam Bowden (Nick Nolte). Eiginkonu lögfræðings- ins leikur Jessica Lange og hún kemur eftirminnilega við sögu... THE DOCTOR Eftir að hafa unnið saman við myndina Children of a Lesser God sameina Óskarsverð- launahafinn William Hurt og leikstjórinn Randa Haines krafta sína I þessari áhrifamiklu kvikmynd. Hjartaskurðlæknirinn Jack McKee er ákaflega fær í sínu fagi, en sýnir sjúklingum sínum litla samúð. Þegar hann veikist sjálfur fær hann að kenna á eigin meðulum... Gagnrýnendur hafa lokið ein- róma lofsorði á þessa kvikmynd. JR VIDEO Mánagötu 6 S 4299 UPPSKRIFT I VESTFIRSKA frá Ingibjörgu Guðmundsdóttur í blíðviðrinu undanfarið hefur verið upplagt að grilla úti, þótt ekki þurfi endilega að vera gott veður til að grilla, það má bara fara í lopapeysuna! Hér kemur uppskrift að einni slíkri máltíð: Grillaðir lambavöðvar (úr lambalæri) Leggja kjötið í „barbecue“-sósu í nokkrar klukkustundir. Snögggrilla á hvorri hlið. Gráðaostssósa (öll mál eru „um það bil“) 200 g ferskir sveppir 8 dl vatn 1 Knorr-teningur, t.d. Klar Boullion (fer eftir kjöti) pipar, mulinn 150 g gráðaostur 2 dl rjómi Maizena ljós sósujafnari Steikja sveppi upp úr smjöri, í potti. Bæta síðan vatni, teningi og gráðaosti út í. Sjóða niður (án loks) um tæplega helming. Getur tekið allt að einni klukkustund. Hræra í öðru hverju. í lokin setja rjóma í og þykkja eftir smekk. Safa af kjöti, ef einhverer, jafnvel sem kemur á kjötfat, bætt út í. Þessi sósa er reyndar góð með öllu kjöti, líka því sem eldað er inni í hlýjunni. Bakaðar kartöflur ásamt 10% sýrðum rjóma, sem kryddaður er með aromat, paprikudufti og hvftlaukssalti með steinselju í. Ingibjörg með Ragnheiði dóttur sína. „Grillað“ grænmeti (í stað hefðbundins hrásalats) kínakál gulrætur tómatar kiwi ferskir sveppir (eða annað grænmeti) Grænmetið skorið í litla bita, sem pakkað er inn í álpappírspakka, einn eða fleiri. Grillað í u.þ.b. 15 mínútur með heilu hliðina niður. Þá er bara að bregða sér í lopapeysuna, því kólnað hefur ískyggilega í veðri þegar þetta er skrifað, og njóta síðan matar ásamt glasi af góðu rauðvíni. Ég skora á Pórunni Guðmundsdóttur, Mó- holti 7, að gefa nœstu uppskrift; ég veit að hún á ýmislegt gott í pokahorninu. Vestfirska hefur heyrt... ... að ungir vestfirskir sjálfstæðismenn hafi endurvakið gömlu góðu félagsheimilasveitaballa- stemmninguna í Félags- heimilinu í Hnífsdal um síðustu helgi, þegar þeir stóðu þar fyrir dansleik. Vínveitingar voru ekki leyfðar, enda auglýst að dansleikurinn væri öllum opinn, en í staðinn mætti fólk með þrennivínið sitt og blandið í plastpoka og var jafnan þröng á þingi í eld- húsinu þar sem margir geymdu pokana sína t staðinn fyrir að hafa þá undir borði... Urvals nautakjöt í heilum og hálfum skrokkum. Veitum alla þjónustu, úrbeiningu og fleira. Upplýsingar í símum 4602 og 8360. ÓKEYPIS SMÁ- AUGLÝSINGAR DÓSAMÓTTAKA Dósamóttaka Slysavama- sveitarinnar í Bolungarvík verður lokuð fimmtudagana 15. og 22. okt. vegna breyt- inga. ÞVOTTAVÉL Til sölu 2ja ára Eumenia þvottavél. Uppl. i síma 4635 eða 3905. VANTAR notað sófasett eða staka stóla til að hafa fyrir framan sjónvarpið. Sími4433. TIL SÖLU Suzuki station turbo árg. 1987. Uppl. í síma 4607. SKÁTAR Fundur í Skátaheimilinu á ísafirði þriðjudaginn 20. okt. kl. 8. Allir úr 7.-9. bekk velkomnir. BARNAVAGN Til sölu vel með farinn Brio barnavagn. Uppl. i síma 4014. DAGMAMMA Get tekið börn í pössun fyrir hádegi (er á Eyrinni). Sigrún, sími 3613. BARNAGÆSLA Get tekið börn í pössun. Upplýsingar í síma 4328. LJÓSÁLFAR Fundur í Skátaheimilinu á ísafirði mánudaginn 19. október kl. 5. Allar stúlkur fæddar 1981, 1982 og 1983 velkomnar. VÖRUBÍLSGRIND Til sölu grind úr Benz vörubíl með afturhásingu og palli. Uppl. í síma 4210 og 985- 22079. PÁFAGAUKAR Tveir páfagaukar fást gefins. A sama stað er til sölu ódýrt fuglabúr. Sími 4261. FRYSTIKISTA Til sölu ca. 350 lítra frysti- kista, helst skipti á minni. Sími 4014. ÓSKA EFTIR sófa sem hægt er að breyta í svefnsófa. Sími4433. MITSUBISHI L-200 pickup 4x4 árg. 1990 til sölu, með stálhúsi, ekinn 40 þús. km. VSK-bíll. Sími4607. TÖLVA TIL SÖLU Amiga 500 með skjá, 1 mb. minni, mús, stýripinna og 150 diskettum. A sama stað er til sölu Star LC 200 prent- ari. Uppl. í síma 3803. ERTU SKÁTI? Kannski nýfluttur í bæinn eða hefur ekki starfað í mörg ár, en langar til að vera með i skátastarfi. Ef svo er, hringdu þá í Soffíu i síma 7121. Mörg skemmti- leg verkefni framundan. Skátafélagið Einherjar-Val- kyrjan, ísafirði.

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.