Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 15.10.1992, Blaðsíða 6

Vestfirska fréttablaðið - 15.10.1992, Blaðsíða 6
6 Aðalfundur Foreldrafélags Grunnskól- ans á ísafirði verður haldinn í sal Grunnskólans þriðjudaginn 20. októ- ber 1992 kl. 20.30. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Önnur mál. Gestir fundarins: Ingvi Hagalínsson, skólastjóri, ræðir um skólamál almennt. Jónína Emilsdóttir, sérkennslufulltrúi, fjallar um mataræði. Foreldrar eru eindregíð hvattir til að mæta. Kaffi á könnunni. Stjórnin. í safj ar ðarkaupstaður Lóðaúthlutun í Seljalandshverfi Bæjarstjórn ísafjarðar auglýsir lausar íbúðarhúsalóðir í Seljalandshverfi. Lóð- irnar eru ofan og neðan við Seljaland og eru ætlaðar fyrir einbýlishús á einni eða tveimur hæðum. Lóðirnar eru nú þegar byggingarhæfar. Þá hefur bæjarráð samþykkt að veita þeim húsbyggjendum sem þess óska greiðslufrest á álögðum gatna- og byggingarleyfisgjöldum á nýbygg- ingum í allt að tvö ár frá því byggingar- leyfi er veitt. Allar nánari upplýsingar veitir undirrit- aður á Tæknideild ísafjarðar. Byggingarfulltrúinn á ísafirði. Leikskólinn Bakkaskjól Okkur vantar duglegan, hressan og samstarfsviljugan starfsmann frá kl. 8 til 12. Nánari upplýsingar hjá Ingu leikskóla- stjóra, sími 3565. SÍMI0KKAR E R 688888 1 < em'/íý' nuUáb. fcOSYSI jA Bílaleiga Wm. Car rental t>Ú TEKUR VIÐ BlLNLtM A FLUGVEU.INUM PEGAR ÞU KEMUR OG SKILUR HANN EFTIR A SAMA STAÐ ÞEGAR PÚ FERÐ. VESTFIRSKA fréttablaðið - Stœrra og efnismeira blað Fimmtudagur 15. október VESTFIRSKA -| FRÉTTABLAÐIÐ Eg er sjálfstæðismaður - með stóru Ii! - segir Guðmundur Þórðarson í samtali við Hlyn Þór Magnússon Þessa dagana er Guðmundur Þórðarson byggingameistari staddur á ísafirði. Það hefði reyndar ekki þótt tíðindum sæta fyrir fáum misserum, að Guðmundur Þórðarson væri staddur á Isafírði, því að hann hefur alið hér allan aldur sinn. Hann er fæddur og uppalinn í Hnífsdal og hefur búið hér vestra þangað til nú fyrir stuttu. A meðal húsa sem Guðmundur hefur byggt eru raðhús og parhús inni í Holtahverfi, stórhýsið Aðalstræti 20 (níu íbúðir, Ríkið, Vitinn og málningarverslun G. E. Sæmunds- sonar), raðhúsin við Stakkanes og blokkin við Pollgötu. Guðmundur heldur að hann hafí verið viðriðinn byggingu eitthvað um eitt hundrað íbúða á Isafírði síðustu tuttugu árin, ýmist einn eða með öðrum. Vestfirska fréttablaðið hitti Guðmund í fyrrakvöld og spurði um hagi hans nú, um tildrög þess að hann fluttist burt ásamt fjölskyldu sinni, um I-listann og pólitíkina á ísafírði og Vestfjörðum, um húsbyggingar, um svalirnar sem voru sagaðar af Aðalstræti 20 af því að tveggja hæða strætisvagnar áttu á hættu að reka sig í þær, um viðhorf bæjaryfírvalda gagnvart honum, og sitthvað fleira. Ég óska þess að í—listafólkið vinni stærri sigur næst... „Ég er hérna núna að ganga frá mínum mál- um í sambandi við Pollgötuhúsið [þriggja hæða fjölbýlishús með verslunarplássi á jarðhæð- inni]. Pað var verið að afhenda íbúðirnar þar í síðasta mánuði, íbúarnir hafa verið að flytja inn, og það voru eftir ýmis atriði sem ég hef verið að ganga frá. Síðan hyggst ég taka með mér dót og verkfæri sem ég á ennþá hér á ísafirði, og þar með verð ég að fullu fluttur til Reykjavíkur.“ - Hvers vegna ertu farinn héðan? „Astæðan er fyrst og fremst og sú, að ég lenti í gríðarlegum fjárhagserfiðleikum, svo að við urðum að selja húsið okkar í Sunnuholti. í framhaldi af því þótti okkur rétt að breyta til og skipta um umhverfi." Ur Sunnuholti 1 upp á sjöundu hæð í blokk - Og hvert fóruð þið? „Við fórum til Reykjavíkur og bjuggum fyrst á sjöundu hæð í blokk við Kríuhóla. Það voru gríðarleg viðbrigði eftir að hafa átt heima hérna í Sunnuholtinu. Ég var nú reyndar ósköp lítið í Kríuhólunum, en konan var þar og drengurinn og önnur dóttir okkar. Hin dóttir okkar hefur verið í Bolungarvík, en þetta voru kannski aðallega viðbrigði fyrir drenginn okkar, eftir allt frjálsræðið hérna í firðinum, að vera kominn upp á sjöundu hæð í blokk í Reykjavík, þar sem allar dyr voru læstar og maður varð að fara í lyftu til að komast upp og niður. Núna erum við aftur á móti komin í annað leiguhúsnæði uppi í Seljahverfi, sérbýli, sem er miklu nær því sem við erum vön á Isafirði.“

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.