Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 15.10.1992, Blaðsíða 7

Vestfirska fréttablaðið - 15.10.1992, Blaðsíða 7
VESTFIRSKA _____ Fimmtudagur 15. október 1992 7 ---1 FRÉTTABLAÐIÐ |= -- Mér var aldrei treyst til að vera aðalmaður í neinni nefnd... - Þú hefur lengi verið áberandi í bæjarlífinu á ísafirði, bæði í félagsmálum og sem sívinn- andi byggingameistari. Maður hélt að þú værir sæmilega stæður eftir að hafa byggt fjölmörg hús, bæði stór og smá. Svo ertu allt í einu svo gott sem kominn á hausinn. Hvað veldur? Búinn að tapa nánast öllu „Það er náttúrlega sumpart út af því að ég hef verið dálítið for og frakkur og tekið mikla áhættu, og þar með stefnt fjárhag mínum og fjölskyldu minnar í tvísýnu. Afleiðingamar eru þær að við urðum að selja og töpum nánast öllu sem við vorum búin að koma okkur upp.“ - En þú hefur ekki verið lýstur gjaldþrota, eða hvað? „Nei, ég hef að minnsta kosti ennþá komist hjá því að lýsa mig gjaldþrota, ogég vinn undir drep að því að koma mér hjá því. Ýmsir hafa lýst furðu sinni á því að ég skyldi ekki hafa látið gera mig upp fyrir löngu. En mér finnst enn vera von, og meðan svo er vil ég reyna að standa í lappirnar." - Hvað kemur þú til með að gera fyrir sunnan, nú þegar allt virðist vera að fara í kaldakol, ekki síst hjá verktökum og bygginga- fyrirtækjum á suðvesturhorninu? Hefurðu ein- hver verkefni eða einhverjar sérstakar áætlan- ir? Naumast verra í Reykjavík en annars staðar... „Ég hef nú ekki gert mikil plön. Þann tíma framan af árinu sem ég var hér á Isafirði eftir að konan fór til Reykjavíkur stóð ég í miklum deilum við Byggingarfélag ísafjarðar, bæjar- sjóð Isafjarðar og Húsnæðisstofnun ríkisins. Ég held að möguleikarnir í Reykjavík séu al- veg nógu góðir ef maður vill bjarga sér. Ég kvíði framtíðinni ekkert sérstaklega mikið. Ég er ekkert fastur í því að fara í byggingariðnað- inn, þó að hann standi mér vissulega næst. Ég er alveg til í að reyna ýmislegt annað. Ég hef trú á því að þeir sem vilja og hafa kjark og áræði til að gera eitthvað, þeir geti það, og komist bærilega af, í Reykjavík ekki síður en annars staðar.“ - Ég man eftir því, fyrir þó nokkrum árum, að bæjarfulltrúi einn talaði um að húsin sem þú byggðir væru eitthvað svo smekkleg útlits. Hefurðu verið með ákveðinn arkitekt á þínum vegum? „Þetta mun hafa verið Alþýðubandalags- maður, sem mér hefur alltaf verið hlýtt til. Það eru ekki margir bæjarfulltrúar sem hafa gefið mér komplíment í gegnum tíðina. Ég hef reynt það, í öll þau skipti sem ég hef látið teikna fyrir mig hús, að hafa sem best samstarf við arkitekt- ana og reynt að koma á framfæri mínum eigin hugmyndum um það hvernig húsin ættu að líta út, væntanlegum kaupendum til góða. Fyrst og fremst hef ég reynt að hafa stærðarmörk með þeim hætti að fólk réði við að kaupa húsin eða íbúðirnar." Þegar svalirnar voru sagaðar af Aðalstræti 20 svo að tveggja hæða strætisvagnar væru ekki alltaf að reka sig í þær - Fyrir eitthvað um sex-sjö árum man ég að það voru sagaðar steyptar svalir af Aðalstræti 20. Þetta var mjög sérstæð aðgerð, undir lög- regluvernd ef ég man rétt. Hvernig stóð á þessu? „Það er nú saga að segja frá því, og mikil átök sem áttu sér stað í sambandi við byggingu hússins við Aðalstræti 20. Það er hörmungar- saga, vil ég segja, hörmungarsaga bæjaryfir- valda, þeirra manna sem stjórnuðu bæjarfélag- inu á þeim tíma og reyndu eftir mætti að leggja steina í götu þeirra sem vildu byggja upp hér á ísafirði. Af því að þú nefnir svalirnar, þá voru hin fáránlegustu rök fyrir því að þessar svalir mættu ekki vera á húsinu. Rökin voru í nokkrum liðum: í fyrsta lagi að þær myndu hindra umferð tveggja hæða strætisvagna. í öðru lagi að þær myndu skyggja fyrir sólu í húsnæði Brunabótafélagsins, sem þá var, þar sem Ríkisútvarpið er núna. Og í þriðja lagi að fólk myndi reka höfuðið í svalirnar þegar mikill snjór væri. Þetta voru helstu rökin fyrir því að þessar svalir mættu ekki vera á húsinu. Þetta mál allt varð mér óskaplega dýrt og mildu dýrara en það eitt að saga svalirnar af. Ég lenti í miklum fjárhagserfiðleikum vegna þess að húsnæðismálastjómarláninu seinkaði út af þessu um hálft annað ár og ég losnaði ekki út úr þeim erfiðleikum fyrr en á síðastliðnu ári.“ Stórvarasamt fyrir menn sem eru mikið yfír tveir og fímmtíu á hæð... - Hvað var hátt undir þessar svalir, svona upp á hættuna á því að reka í þær hausinn? „Tveir metrar og sjötíu sentimetrar. Og varðandi tveggja hæða strætóinn: Til þess að geta rekist á svalirnar hefði hann í fyrsta lagi þurft að aka inn á miðja gangstétt og í öðru lagi að keyra niður Ijósastaurinn sem þarna er. Þar fyrir utan held ég að það sé engin hætta á því að það komi tveggja hæða strætisvagnar hér á ísafirði á næstunni." Fæddur og uppalinn í Hnífsdal og naut kennslu Oskars Friðbjarnarsonar - Út í aðra sálma: Æskuslóðirnar, hvaðan ertu? „Ég er fæddur á Bakka í Hnífsdal árið 1949. Foreldrar mínir eru Guðný Finnsdóttir og Þórður Sigurðsson. Faðir minn var bóndi á Bakka en fluttist síðar niður í Hnífsdal, á Skólaveg 5 þar sem ég átti heima í fimmtán ár. Ég var náttúrlega frjáls eins og fuglinn eins og aðrir krakkar í Hnífsdal. Ég gekk í barnaskól- ann í Hnífsdal og var þar undir handleiðslu Kristjáns heitins Jónssonar skólastjóra og Ósk- ars Friðbjarnarsonar kennara, sem nú er fyrir löngu kominn alveg í hákarlinn. Það var gaman að vera í tímum hjá Óskari. Hann var ágætur kennari og hafði einstakt lag á okkur." - Ertu einbirni? „Nei, en ég er yngstur. Ég á tvær systur, Guðrúnu, sem býr á Höfða á Höfðaströnd í Skagafirði, og Sigríði, konu Jens Kristmanns- sonar á Engjaveginum á fsafirði.“ - Fórstu ekki á sjóinn á unglingsárum, eins og flestir hér vestra? Alltaf landkrabbi „Nei. Eftir ferminguna fóru jafnaldrar mínir á síld, strákar eins og Aðalbjörn Jóakimsson og Friðbjörn Friðbjörnsson og Ingimar Hall- dórsson. Ég hef aftur á móti alltaf verið land- krabbi. Ég vann í frystihúsinu í Hnífsdal, síðan við byggingu Félagsheimilisins í Hnífsdal og hjá Eyrarhreppi undir verkstjórn föður míns sem vann mikið og lengi hjá hreppnum. Hnífs- dalur var ákaflega vel sjálfstæður efnahagslega og margir Hnífsdælingar voru sárir og óánægð- ir þegar sveitarfélagið var sameinað ísafjarðar- kaupstað fyrir tuttugu árum.“ - Þórður faðir þinn sótti sjóinn jafnframt búskapnum... „Já, hann sótti sjó alveg frá unglingsárum. Þegar hann var um fermingu stundaði hann sjóróðra úr Ögurnesinu." - Hvenær fluttist þú úr Hnífsdal? Kvænist og sest að á ísafírði „Það var ekki fyrr en kringum 1973. Þá kvæntist ég Ernu Jónsdóttur (Eggertssonar, Halldórssonar) og við hófum búskap á Hlíðar- vegi 29 á ísafirði. Þar eignuðumst við tvær dæt- ur og bjuggum þar f tæpan áratug, allt þangað til að við fluttumst í húsið sem við byggðum okkur Sunnuholti 1. Húsið hönnuðum við að miklu leyti sjálf í samráði við arkitekt sem teiknaði fyrir okkur.“ - Þú gekkst á ungum aldri til liðs við Sjálf- stæðisflokkinn og gegndir ýmsum trúnaðar- störfum á þeim vettvangi hér vestra. Svo var allt í einu eins og þú værir orðinn utanveltu í þeim félagsskap. Mig minnir að þú hafir verið eitthvað viðriðinn I-listann við síðustu bæjar- stjórnarkosningar... Pólitísk félagsstörf „Jú, í kringum 1970 gekk ég í Fylki, félag ungra sjálfstæðismanna á ísafirði. Ég varð fljótlega formaður félagsinsog var það í líklega sex-sjö ár. Starfið var kannski ekki mikið á þeim tíma, frekar en í mörgum öðrum slíkum félögum, en þannig hófust afskipti mín af fél- agsmálum. En maður fylgdist með og kynntist mörgum í gegnum þetta. Ég átti þátt í því að endurreisa Vesturland á þessum árum, og ágætur vinur minn, Úlfar Agústsson, tók að sér ritstjórn. Það gekk mjög vel, breytt var um stíl í útgáfu blaðsins og það kom út nokkuð reglulega um langan tíma. Fjárhagsgrund- völlurinn var hins vegar ótraustur eins og löngum hefur verið, ekki gekk nógu vel að afla auglýsinga og svo að fá þær greiddar. Síðan var ég formaður Fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna á ísafirði í tíu ár. Sá ferill endaði með því að ég fór út í það, ásamt stjórn Fulltrúaráðsins, að gera upp hæðina sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur lengi haft í Hafnarstræti 12. Eins og oft gerist fór kostnaðurinn töluvert langt fram úr þeim áætlunum sem gerðar voru, en slíkt ætti kannski ekki að koma mjög á óvart þegar um er að ræða endurnýjun og viðgerðir á gömlu húsnæði. Út af þessu spunnust allskonar kýt- ingar. Sumir af samstarfsmönnum mínum í Sjálfstæðisflokknum báru á mig nokkuð þung- ar sakir og vildu reka mig úr formennskunni. Ég held nú að það hafi jafnað sig með tíma- num. Eftir þetta var ég formaður í Sjálfstæðis- félagi ísfirðinga, þar til fyrir þremur árum að ég náði ekki endurkjöri.“ í-listinn „Varðandi í-listann á ísafirði, þá er það rétt að ég átti þátt í framboði hans og varð afskap- lega ánægður með þann mikla sigur sem hann vann í kosningunum. Ég gerði þetta kannski ekkert með glöðu geði í upphafi, en mér fannst það nauðsynlegt að Sjálfstæðisflokkurinn byði fram sterkan lista sem höfðaði til mikils fjölda sjálfstæðismanna á ísafirði. En eins og D-Iist- inn var settur upp á þeim tíma, þá fannst mér og mörgum öðrum að hann myndi ekki höfða til nægilega margra, miðað við þá stöðu sem flokkurinn átti að vera í og var í. Þau átök sem þá urðu og hafa orðið síðan eru náttúrlega í fersku minni, það er svo stutt síðan. Þetta urðu mér sár vonbrigði að svona skyldi fara, að slitna skyldi upp úr samstarfi D-lista og í-lista, því að þetta var í fyrsta skipti í sögunni sem sjálfstæðismenn ná hreinum meirihluta í bæjarstjórn ísafjarðar, og alveg grátlegt að það skyldi vera eyðilagt með þeim hætti sem gert var, með því að meiða hver annan.“ Oft upp á kant... - Þú hefur löngum átt í nokkrum útistöðum og ágreiningi hér á ísafirði... „Já, það er þetta með ágreininginn sem hef- ur orðið um mt'na persónu. Þegar ég var form- aður Fulltrúaráðsins setti ég mér það markmið, að halda á hverju ári fund um fjárhagsáætlun bæjarsjóðs, þar sem bæjarfulltrúar flokksins höfðu framsögu. Það var nú allur gangur á mætingu á þessa fundi. Einnig gekkst ég oft fyrir fundum með einstökum þingmönnum. Þessir menn komu oft heim til mín og borðuðu hjá mér. Þetta skapaði tengsl við þessa aðila, en á hinn bóginn skapaðist af þessu öfund hjá sumu fólki, sem taldi að ég væri að ota mínum tota og nota flokkinn til þess að pota mér og mínum hagsmunum áfram. Ég er nú hræddur um að aðrir hafi fengið meira úr þeim aski en ég. En einhverjir héldu að ég fengi meira en aðrir, og ég man sérstaklega þegar ég var að byggja Aðalstræti 20, þá átti nánast Sjálfstæðisflokk- urinn að hafa lagt þá hluti alla upp í hendurnar á mér. En ég get sagt t.d. frá kaupum ÁTVR á húsnæði í því húsi.“ Albert og Ríkið „Ég vissi af því að aðstaða afgreiðslumann- anna hjá Áfenginu hér á ísafirði var vægast sagt mjög erfið og þröng, þar sem Slunkaríki er núna, og myndi mörgum finnast það lítið núna. Ég hafði áhuga á því að byggja á þessari lóð og taldi ekki óskynsamlegt að byrja á því að athuga með ÁTVR, hvort fyrirtækið vildi ekki fá húsnæði í væntanlegu húsi þarna við Aðalstrætið. Ég fór fyrst í ráðuneytið og hitti þar Höskuld Jónsson ráðuneytisstjóra (það var ekki fyrr en seinna sem hann varð forstjóri ÁTVR). Hann sagðist ekki geta mælt með því að ÁTVR færi út úr Stjórnsýsluhússhugmynd- inni, sem þá var, vegna þess að ísfirðingar hefðu ekki viljað taka við neinum af þeim stofnunum sem ríkið þurfti þá að hýsa, svo sem lögreglustöðinni og fleirum, nema ÁTVR sem þeir höfðu fallist á að fengi þarna horn út úr húsinu, einmitt þar sem lögreglan er núna. Á þessum tíma urðu stjórnarskipti í landinu. Ég var áður búinn að fara á fund Jóns Kjartans- sonar forstjóra ÁTVR og hann hafði lýst mikl- um áhuga á þessu, sagðist vera lengi búinn að leita eftir betra húsnæði á ísafirði. Ég fór aftur í ráðuneytið og hitti þáverandi fjármála ráð- herra, Albert Guðmundsson. Hann sagði mér að ná samkomulagi við „lögfræðingagengið hérna frammi" og Jón Kjartansson, og ef það tækist, þá skyldi hann skrifa undir. Á þessum orðum Alberts hékk ég svo allan tímann, þrátt fyrir að bæjarstjórn ísafjarðar beitti sér alla tíð af alefli fyrir því að koma í veg fyrir að ég næði samkomulagi við ÁTVR og fjármálaráðuneytið. Forystumenn í bæjar- stjórninni héldu að þetta væri samsæri milli mín og Alberts Guðmundssonar, sem fælist f jrví, að tækist mér að ná ÁTVR út úr Stjórn- sýsluhúsinu, þá myndi fjármálaráðuneytið hætta við að byggja húsið. Þetta var náttúrlega algjörlega út í hött, enda náði ég ÁTVR og Stjórnsýsluhúsið kom þrátt fyrir það.“ Þökkum innilega auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför eiginmanns míns, föður, tengdaföður, afa og langafa Annasar Kristmundssonar Engjavegi 34, ísafirði Fiiðgeiðui Guðný Guðmundsdóttii Steinunn S.L. Annasdóttii Halldói Benediktsson Vilhelm S. Annasson Sæiún S. Axelsdóttii ÁsgeiðuiH. Annasdóttii Ómai G. Elleitsson Beigþóia Annasdóttii Kiistján Eiríksson SigmunduiJ. Annasson Agnes Kailsdóttii GuðnýA. Annasdóttii Siguijón Haialdsson DagnýAnnasdóttii Húnbogi Valsson bamaböin og bamabainaböin. Séistakai þakkii til staifsfólks Fjóiðungssjúkiahússins á ísafiiði fyríi góða umönnun.

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.