Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 15.10.1992, Blaðsíða 9

Vestfirska fréttablaðið - 15.10.1992, Blaðsíða 9
VESTFIRSKA ^__________ Fimmtudagur 15. október 1992 9 ---1 FRÉTTABLAPIÐ 1= — d Björn E. Hafb.erg: Hvers vegna ': f| leita hugsanir ■ ‘Ei á saklaust fólk? Eðli bankanna að tapa fé sala að geyma fyrir sig nokkrar krónur á meðan hann brá sér í hressingarferð til út- landa. Jón staðgreiddi ferðina með vöxtum sem hann átti inni af skuldabréfi sem hann hafði næstum gleymt. Þegar Jón kom aftur úr ferðinni var hann orðinn svo ríkur að hann ætlaði alls ekki að trúa sínum eigin augum. Verðbréfasalinn var búinn að skipta krónunum hans; fyrst í aðalbréf, síð- an í aukabréf, þar næst í gegnsæ bréf og loks í fljótandi framtíðarbréf, og af öllu bramboltinu höfðu orðið til heilmiklir pen- ingar. Jón var að sjálfsögðu hinn ánægðasti, verðbréfasalinn líka og allir græddu á tá og fingri, alveg eins og það á að vera í við- skiptum. Svo bregðast krosstré sem önnur tré Það sýnir best hvað allt er í veröldinni forgengilegt, að jafnvel vinsælustu tísku- kenningar síðari ára, s.s. eins og það að peningar verði til af peningum, eru ekki traustari en sú kenning að veröldin hafi ver- ið flöt. Þó ég sé ekki í nokkrum vafa um að peningar geti orðið til af peningum ef þeir eru á réttum stað á réttum tíma og að pen- ingar þurfi að vera hreyfanlegir, þá þarf örugglega fleira að koma til. Þó að menn þori varia lengur að nefna gamla hagspekinginn Marx á nafn, þvf slíkt er jafnvel flokkað undir landráð á bestu bæjum, þá held ég að rétt sé að gefa orðum hans aðeins gaum nú á síðustu og verstu tímum. Efnislega held ég að Marx karlinn hafi, jafnvel þó allir heilvita menn hafi fyrir löngu verið búnir að komast að því, sagt að auðurinn skapaðist af framleiðsiu stritandi verkafólks. Og ef það er orðið úrelt, þá þykja mér það jafnvel enn meiri tíðindi en að það sé eðli peningastofnana að tapa fé. En ef það reynist rétt að peningar skapi peninga, þá getur auður ekki verið það sama og peningar, eða hvað? Og hvað þá með þessa gamalgrónu íslensku uppeldis- fræði að dugnaður, vinnusemi og nægju- semi séu aðalsmerki hvers heiibrigðs manns, eru það kannski líka úrelt fræði? Vestfirðingar! Dagana 15.-17. október (fimmtudag til laugardags) fer fram sala á K-lyklinum til styrktar geðsjúkum. Þess er vænst að Vestfirðingar taki vel á móti sölufólki lykils- ins. K—lykillinn kostar 300 krónur. Kiwanisklúbburinn Básar, ísafirði. Einhver athyglisverðasta fyrirsögn dag- blaðanna í síðustu viku eru hin fleygu orð bankastjórans Sverris Hermannssonar, þar sem hann segir að það sé í eðli allra peninga- stofnana að tapa fé. Og þá hlýtur að vera fokið í flest skjól þegar jafnvel bankarnir sjálfir eru farnir að tapa. Og Sverrir bætir við að það sé alls engin ástæða til að biðjast afsökunar á því að bankinn, sem maður gæti stundum haldið að hann ætti prívat og persónulega, hafi tapað. Og í máli Sverris eru ítrekuð þau miklu tíðindi að sparifé Reykvíkinga sé notað til að styrkja fisk- vinnsluna á landsbyggðinni. Það síðastnefnda eru ekki ný tíðindi, og það er varla að menn nenni lengur að röfla um hvers vegna þessi undarlega reiknings- niðurstaða, mér liggur við að segja þver- stæða eða paradox eins og það heitir á fínu máli, er sífellt að koma upp á yfirborðið. En hitt að það sé eðli peningastofnana að tapa fé hefur ekki áður verið orðað á svo ótvíræðan hátt að mér vitandi, og það er ekki nýlunda að Sverrir Hermannsson segi þjóðinni mikil tíðindi. Það hvort menn sjái ástæðu til að biðjast afsökunar á því að bankinn þeirra tapi að meðaltali u.þ.b. einum milljarði á ári er svo allt önnur saga og skiptir kannski ekki miklu máli. Síðast þegar stór banki fór á hausinn tókst mönnum eftir langt þref, rannsóknir og réttarhöld sem kostuðu milljónir, að kenna einhverjum blókum úti í bæ um hvernig fór. Og Sverrir gerði sér lítið fyrir og réð til sín einn af bankastjórunum sem missti vinnuna því ekki er til þess hugsandi að bankastjórar gangi um atvinnulausir, jafnvel þótt þeir væru best geymdir við að t.d. sleikja frímerki. Hvað næst? Svo ég haldi áfram á svipuðum nótum, þá eru það ekki síður tíðindi og styður það sem á undan er sagt, að nú eru jafnvel verð- bréfasjóðirnir komnir í klandur. Hver hefði trúað því að svona gæti farið? Örstutt dæmisaga úr veruleikanum: Fyrir fáeinum misserum bað miðaldra kaupmað- ur, Jón nokkur Jónsson, ungan verðbréfa- / Norræna félagið á Islandi 70 ára Norræna félagið hélt upp á 70 ára afmæli sitt 2.-3. okt. sl. með formannafundi í Norr- æna húsinu og hátíðarsam- komu í íslensku óperunni. ÁHERSLA LÖGÐ Á NOR- DJOBB OG TENGSLIN VIÐ UNGA FÓLKIÐ Á formannafundinum var m.a. fjallað um leiðir til þess að efla starf félagsins, bæta hag þess og auka samvinnu félagsdeildanna. Ákveðið var að fara í skipulagðar ferðir til deilda og byrja á Vestfjörðum nú strax í nóvember. Áhersla var lögð á tengsl unga fólksins við félagið sem mjög hafa styrkst síðustu 7 árin vegna „NORDJOBBA Þá starfsemi telja margir eina merkustu nýjungina og vaxtarbroddinn í starfi félagsins, enda er nú unnið að því að gera sumar- vinnu ungs fólks á snærum „Nordjobb" að föstum lið í norrænu samstarfi til fram- búðar. Þá var á það bent að 500-800 nemendur taka á hverju ári þátt í einhvers kon- ar norrænum nemenda- skiptum um lengri eða skemmri tíma. 12 ÁRA KRAKKAR FRÁ PATREKSFIRÐI TIL DANMERKUR SL. SUMAR - HVERJIR FARA NÆST? Á síðasta þingi Norræna fé- lagsins var samþykkt að á þessu kjörtímabili skyldi það vera hlutur Vestfirðinga að senda 12 ára nemendur á sumarskólann í Hilleröd í Danmörku og fóru þangað 5 nemendur frá Patreksfirði sl. sumar. Er nú komin röðin að öðrum skóla á Vestfjörðum að huga að sumarferð á næsta ári, en nánari upplýsingar gefa skólafulltrúinn og Norræna Upplýsingaskrifstofan. Sú skoðun var ríkjandi á formannafundinum, að góð reynsla væri fengin af tiltekn- um sérverkefnum sem Nor- ræna félagið hefur annast með tilstyrk Norrænu ráðherra- nefndarinnar, s.s. „Nordjobb", nemenda- skiptum sem kennd hafa verið við „Vestnorden“ og Upplýs- ingaskrifstofunni. í því sam- bandi kom glöggt fram það sjónarmið, sbr. álit starfshóps norrænu forsætisráðherranna sem unnið hefur undanfarið að tillögum um nýskipan hinn- ar opinberu norrænu sam- vinnu, að hugsanleg innganga flestra eða allra Norðurlanda- þjóða í Evrópubandalagið eða aðlögun þeirra að aukinni Evrópusamvinnu gæti orðið til að efla starfsemi norrænu fé- laganna, verði þeim falin eða taki þau að sér tiltekin verk- efni sem aðrir sinna nú og fái til þess fé. Afstöðu sinni til þess hvort norrænu félögin ættu að taka upp samband við norræn félög annars staðar en á Norður- löndunum lýsti formanna- fundurinn svo, að þau tengsl ættu ekki að vera með form- legum hætti. VINABÆJASAMSTARF Skipulegt og hefðbundið norrænt vinabæjastarf stendur á gömlum merg, en formanna- fundurinn taldi ástæðu til að taka undir hugmyndir sem fram hafa komið um að gera það opnara og virkara en hing- að til m.a. með aukinni sam- vinnu sveitarfélaga og nor- rænu fclaganna o.fl. Einnig að þátttaka í vinabæjamótum verði meiri í gegnum íþrótta- hópa, vinnustaði og nemendur í skólum. Brýnt var talið að viðhalda starfinu í skólamálum, æskulýðs- og menningamál- um og efla það, og minnt á að umhverfismálin væru nú mál málanna. I því sambandi kom fram hugmynd um að ræða sérstaklega „unglingana og umhverfismálin“ árið 1994. UPPLÝSINGA- SKRIFSTOFUR Reynslan af rekstri upplýs- inga- og svæðisskrifstofa var talin góð og ástæða til að stuðla að rekstri þeirra víðar en nú og tryggja til þess aukið fé. Einnig var ákveðin verka- skipting milli skrifstofanna tal- in koma til greina. ÓDÝRAR NORÐUR- LANDAFERÐIR I ferðamálum taldi for- mannafundurinn Norræna fé- laginu skylf að leitast við það, hér eftir séifi hingað til, þrátt fyrir óvissu og ýmsar breyting- ar á þeim vettvangi, að bjóða félagsmönnum sem hagkvæm- astar og ódýrastar Norður- landaferðir, m.a. með leigu- flugi, pakkaferðum og helst einhverjum nýjungum. Það verður reynt og þess jafnframt freistað að kynna ferðatilboð sem víðast í samvinnu við félagsdeildir, hverja á sínum stað. AFMÆLISFAGNAÐURINN I afmælisfagnaði voru þau Svava Storr, Eiríkur Pálsson, Gils Guðmundsson og Jónas Eysteinsson sæmd gullmerki Norræna félagsins. Viðstaddir voru m.a. fulltrúi ríkistjórnar- innar, Sighvatur Björgvinsson heilbrigðis- og tryggingaráð- herra, borgarstjórinn í Reykjavík og sendiherrar Norðurlanda eða fulltrúar þeirra. Sérstakir heiðursgestir voru Thorbjörn Fálldin og Sólveig kona hans. Einnig voru þar Demus Hetze, for- maður Norræna félagsins í Færeyjum, og Bjarne Mörk Eidem, formaður Norræna félagsins í Noregi. Á hátíðarsamkomunni á sunnudag ávarpaði Haraldur Ólafsson formaður félagsins gesti, en hátíðarræðuna flutti dr. Gylfi Þ. Gíslason. Auður Hafsteinsdóttir og Guðríður Sigurðardóttir léku saman á fiðlu og píanó og finnski vísna- söngvarinn Bengt Ahlfors söng eigin vísur við undirleik Jukka Jarvola. Ennfremur lagði Nordklúbburinn til skemmtiatriði, Thorbjörn Fálldin, formaður Sambands norrænu félaganna, flutti ávarp og afhenti gjöf fyrir þeirra hönd og Tjarnarkvart- ettinn söng. Kynnir var Sveinn Einarsson. Bengt Ahlfors og Vigdís Finnbogadóttir forseti íslands. DV mynd, JAK

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.