Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 22.10.1992, Blaðsíða 1

Vestfirska fréttablaðið - 22.10.1992, Blaðsíða 1
Skutu álft og æðarkollu - byssuleyfislausir Um kvöldmatarleytið á föstudaginn fékk lögreglan á ísafirði upplýsingar um að menn hefðu að líkindum verið að skjóta álft inni í Skötufirði í ísafjarðardjúpi. Lögreglan fór áleiðis inn í Djúp og mætti tveimur bílum í Súðavík og dró annar hinn úrbræddan. í bílunum voru alls þrír menn og við leit fannst ein álft og ein æðarkolla. Lögreglan tók fenginn í sína vörslu og lagði einnig hald á tvær haglabyssur og einn riffil og talsvert af skotfærum. Við yfirheyrslur játuðu tveir mannanna að hafa skotið þessa fugla. Eitt skotvopnanna reyndist vera óskráð og hvorugur mannanna hafði byssuleyfi. Ekki þarf að taka það fram að báðar þessar fuglategundir eru alfriöaðar og fá mennirnir væntanlega þá refsingu sem lög bjóða, fyrir utan það að missa vopnin og veiðina. Á myndinni eru lögreglumennirnir Jósteinn og Guðmundur með byssurnar og fuglana. Vestfirska fréttablaðiö fékk um síðustu helgi að vera eina næturvakt með lögreglunni á isafirði. Sjá frásögn og myndir í opnunni. Bolungarvík: Tilraunir með þorskgHdrur - Koma þær í staöinn fyrir þorskanet á grunnslóö? Bilddælingar missa Sölva Bjarnason íshúsfélag ísfirðinga er um þessar mundir að kaupa skut- togarann Sölva Bjarnason frá Bfldudal. I staðinn fer vélbát- urinn Hafdís til Bfldudals. Mun þetta vera liður í endursköpun atvinnulífsins á Bíldudal. Þar er hópur manna að vinna að því að kaupa eignir þrotabús Fisk- vinnslunnar hf. Asgeir Guðbjartsson, skip- stjóri á ísafirði, er að láta teikna handa sér stóran frystitogara, en hann er einn af eigendum íshússfélagsins og útgerðarfé- lagsins Hrannar hf. á fsafirði. Guðbjörg IS mun eiga að ganga upp í hinn nýja frystitogara en fleiri skip mun vanta í pottinn til úreldingar og þar kemur Sölvi Bjarnason til sögunnar. -GHj. Rækjukarlar óánægðir með veður- fréttatíma Guðmundur Jakobsson, skipstjóri á rækjubátnum Neista ÍS frá Bolungarvík, hringdi til blaðsins í gær, en hann var á rækjuveiðum í fsa- fjarðardjúpi. Vildi hann koma því á framfæri að rækjukarl- amir væru afar óánægðir með hina nýju veðurfréttatíma Rík- isútvarpsins. Sérstaklega vildu þeir fá veður kl. 6:45 á morgn- ana eins og verið hefur um ó- talin ár. Sagði Guðmundur að Veðurstofan yrði að fara eftir vilja sjómanna í þessum efnum en ekki einhverra misviturra kontórista. Þetta væri þjón- ustustofnun og sjómenn væru afar háðir veðurfréttum og vildu fá þær eins og venjulega og engar refjar. -GHj. Bílvelta við Hólmavík Um tíuleytið á mánudags- morgun valt jeppabifreið í svonefndri Skeiðisbrekku við kirkjugarðinn á Hólmavík. Að sögn Höskuldar Erlingssonar. lögreglumanns á Ströndum, var ísing á veginum og snerist bifreiðin, fór útaf og valt. Ung kona með smábarn var í bif- reiðinni og sakaði hvorugt, enda barnið í barnastól og mæðgurnar báðar spenntar í belti. -GHj. Sigurður Hjartarson í Bolung- arvík, trillukarl á Húna ÍS-211, hefur fengið sér þorskgildmr eins og fiskimenn í Alaska nota. Við tókum hann tali nú á dögunum. „Gildrurnar eru ferköntuð búr með fjórum götum á sem fiskurinn syndir innum, og þegar hann er kominn inn kemst hann ekki út aft- ur. Það er sett beita f gildruna, sfld eða loðna. Hún er sett í poka svo að hún gefi lykt og svo að fiskurinn Siguröur Hjartarson á Húna ÍS-211 við fiskigildru sem hann er að gera tilraunir með um þessar mundir. Gildur þessar eru nýjung í fiskveiðum hér á landi. Sigurður er með tvær gildrur sem meiningin er að prófa betur í haust. PÓLLINN HF• S 3092 Sala & þjónusta ©1 Rafþjónusta Raftækjasala Rafhönnun Rafeindaþjónusta Siglingatæki Kælitæki PÓLLINN HF Sony, Philips, Technics, JVCJPHILCO, Sanyo, Jensen, Blaupunkt, Panasonic, Sherwood, Bosch, Husqvarna, Eumenia, Denon, allt þetta og meira til! IFIMMTUDAGUR 22. OKTÓBER1992 35. TÖLUBLAÐ • 18. ÁRGANGUR SÍMI94-4011 «FAX 94-4423 VERÐKR. 150- Sigurður Þ. Stefánsson og Guömundur Jakobsson á Lækjarbryggju að gera klárt. Bolungarvík: Útbúasigá rækjuna Fyrir helgina hittum við Guðmund Jakobsson, rækjukarl í Bolungarvík og skipstjóra á Neista ÍS, á Lækjarbryggju í Bolungarvík, ásamt háseta sínum, Sigurði Þ. Stefánssyni, þar sem þeir voru aö gera klárt fyrir rækjuvertíðina í Djúpinu, en hún hófst á þriöjudaginn. „Það var eitthvaö af seiðum hjá þeim á Dröfninni þegar þeir fóru með síðupokann, en þegar þeir fóru með leggpokann varð ekki vart við seiði. Tölvan er ekki stillt inn á legg hjá þeim“, sagði Guðmundur í samtali við blaöið. -GHj. sem inn er kominn geti ekki étið hana“, sagði Sigurður. „Lyktin af beitunni dregur fiskinn að. Við reyndum gildrurnar um daginn og fengum nokkra fiska í þær á hverri einustu nóttu. Á þessum tíma var bara ekkert fiskirí hjá bátunum, hvorki í netin né á línuna. Þrátt fyrir það kom þetta furðanlega vel út hjá okkur miðað við að engan fisk var að hafa í Isafjarðardjúpi. Þessar gildrur fékk ég hjá Helga Axelssyni en hann flytur þær inn frá Alaska. Dröfnin prófaði þessar gildrur fyrir mánuði og fengu þeir nokkra fiska. Síðan höfðu þeir ekki tíma í þetta því þeir fóru í veiðar- færarannsóknir á rækju-trollum og skildu gildrurnar eftir á fsafirði. Helgi hringdi þá til mín og bað mig að reyna gildrurnar og ég var nátt- úrlega tii í það. Mér finnst þær lofa mjög góðu“, sagði Sigurður. „Giidrurnar eru Iátnar liggja á botninum og síðan eru þær hífðar upp í bátinn og fiskurinn tekinn úr þeim, sett í þær ný beita og þeim slakað niður aftur. Þetta er mjög fljótgert því gildrurnar eru léttar og þægilegar. í Alaska róa 50-60 tonna bátar eingöngu með svona gildrur og eru þeir með um 20 gildrur um borð. Þeim hefur gengið vel og hafa þeir fengið 20 tonn á sólarhring þegar best lætur. Af ein- um bát var tekin meðalveiði yfir eina vertíð og var meðaltalið 140 kg í gildru í vitjun. Það er reiknað með að vitjað sé um gildrurnar á fimm tíma fresti, því þá lyktar beitan ekki lengur. Eg ætla að prófa gildrumar betur samhliða rækjuveiðunum í haust þegar veður em góð. Þá ætla ég að fara með þær eitthvað utar, út á haf, á fiskibletti sem að maður þekkir", sagði Sigurður Hjartarson. I síðasta tbl. Fiskifrétta sl. föstudag er einmitt grein eftir Guðna Þorsteinsson fiskifræðing þar sem hann lýsir þessum gildrum. Grein hans Iýkur með frásögn af tilrauninni sem þeir á Dröfninni gerðu um daginn. Guðni skrifar: „Tvær gildrur voru nýlega próf- aðar stuttlega á rs. Dröfn. Þær reyndust fiska þegar beitt var hakkaðri rækju og loðnumauki. Hins vegar fékkst ekkert með kolamarningi. Þessi byrjun vekur vissulega vonir um að þessi gildrugerð geti gagnast okkur en þó verður að vara við of mikilli bjartsýni vegna mik- ils afla við Alaska. Ekki er vfst að Atlantshafs-þorskurinn sé eins auðveiddur. Enn em ekki til neinar reglugerðir varðandi möskvastærð- ir og útbúnað á gildrum á íslandi. Fari svo að Alaska-gildran reynist vel hér á landi má hugsa sér að nota hana í staðinn fyrir þorska- net á gmnnslóð. Þá væri útkast á lélegum fiski úr sögunni. Það þyrfti e.t.v. að stækka inngönguopin vegna stærðar fisksins. En þetta eru auðvitað vangaveltur. Við sjáum hvað setur.“ Daglegt áætlunarflug um Vestfirði Leiguflug innanlands og utan Fimm til nítján farþega vélar Sjúkra- og neyðarflugsvakt allan sólahringinn

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.