Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 22.10.1992, Blaðsíða 3

Vestfirska fréttablaðið - 22.10.1992, Blaðsíða 3
VESTFIRSKA FRÉTTABLAÐIÐ 3 Sigurður Ægisson aö búast til uppgöngu aö öörum laupnum, rétt innan viö Þernuvík, en Guömundur Jakobsson styöur stigann traustri hendi. Á þeirri neðri er Siguröur aö láta hitt hreiðrið í kassa, en þaö var utan til í Þernuvíkinni sjáifri. Hrafnahreiður flutt til Bolungarvíkur -Náttúrugripasafnið opnað þegar 100 ár verða frá fæðingu Steins heitins Emilssonar Skipstjóra— og stýrimannafélagið Bylgjan: Fyrirtækin fái sjálf aö ráðstafa gjaldeyr num Eftirfarandi ályktanir voru sam- þykktar á aðalfundi Skipstjóra- og stýrimannafélagsins Bylgjunnar, sem haldinn var á Flateyri á laug- ardaginn: Gengisfelling leysir ekki vand- ann Aðalfundur Skipstjóra— og stýrimannafélagsins Bylgjunnar, haldinn á Flateyri 17. október, hafnar þeim hugmyndum sem lúta að því að grípa til gengisfellingar til bjargar útflutningsatvinnu- vegunum. Fundurinn telur að gengisfellingarleiðin muni ein- ungis leiða til glundroða vegna þeirra víxlhækkana sem ætíð fylgja í kjölfar slíkra aðgerða. Þess vegna skorar fundurinn á stjórnvöld að leita annarra leiða til bjargar út- flutningsatvinnuvegunum og bendir á aukið frelsi í gjaid- eyrisviðskiptum og að fyrirtæki fái sjálf að ráðstafa þeim gjaldeyri sem þau skapa. Ámælisverður hringlandaháttur í sjávarútvegsráðuneytinu Aðalfundur SSBF lýsir furðu sinni á þeim hringlandahætti sem gætt hefur hjá sjávarútvegs- ráðuneytinu vegna tímabundinnar opnunar veiðisvæða á grunnslóð út af Vestfjörðum. Fundurinn telur á- mælisvert að gefin skuli út reglu- gerð með einungis 8 tíma fyrirvara sem hefur þann tilgang einan að afnema reglugerð sem gefin var út 14 dögum áður. Þessar ráðstafanir röskuðu sóknarmunstri fjölda tog- skipa sem ráðgerðu að hefja veiðar á áðurnefndum svæðum. Grunnslóð verði einungis opin heimaskipum Fundurinn bendir sjávar útvegsráðherra á þann möguleika að breytt verði lögum þannig að grunnslóð verði einungis opin heimaskipum ef rökstuddur grunur er um að mikil ásókn veiðiskipa valdi röskun á veiðisvæðinu. I því sambandi minnir fundurinn á að norðanskipum er ekki heimilt að veiða rækju í Kolluál og fleiri for- dæmi eru fyrir slíkum tak- mörkunum á fjölda fiskiskipa á einstökum veiðisvæðum. Á sunnudaginn fór stjórn Nátt- úrugripasafns Bolungarvíkur inn í Þernuvík í Djúpi til að sækja þangað tvo hrafnslaupa. Ætlunin er að setja þá upp á væntanlegu nátt- úrugripasafni sem verður opnað eftir rúmt ár, á Þorláksmessu á vetri, 23. desember 1993. Þann dag verða liðin 100 ár frá fæðingu Steins heitins Emilssonar, hins sjálfmenntaða jarðfræðings og náttúrufræðings, sem var skóla- stjóri í Bolungarvík um langt ára- bil. Safnið verður kennt við hann. Stjórn Náttúrugripasafns Bol- ungarvíkur skipa sr. Sigurður Æg- isson formaður, Magnús Olafs Hansson og Guðmundur Jak- obsson. Magnús tók myndimar f laupatökuferðinni. Gluggaþvottur lögreglunnar í Bolungarvík Valdimar Guðmundsson, lög- reglumaður og bæjarfulltrúi Sam- stöðu í Bolungarvtk, stendur þarna sveittur við gluggaþvott á lög- reglustöðinni í Bolungarvfk. Hefur hann farið í samfesting utan yfir lögreglubúninginn og skrúbbar í gríð og erg. Lögreglustöðin er í ráðhúsinu og þar eru bæjarskrifstofurnar einnig þar til húsa, svo og fund- arsalur bæjarstjórnar. Valdimar vill greinilega að hreint sé kringum bæði lögreglu og bæjarfulltrúa þegar þeir eru að störfum. Kannski er ekki verra að hafa stutt á lögreglustöðina frá fund- arsal bæjarstjórnar ef verulega hitnar í kolunum og einnig að hafa lögregluþjón í bæjarstjórninni. -GHj. Rúnar Hugi Gústafsson: HVERS Á LÓMURINN AÐ GJALDA? Eitt sinn vóru tveir menn staddir á árabát útá miðju ballarhafi, annar reri, en hinn sat í stafni og lét fara vel um sig og kærði sig kollóttan þó hinn sæti sveittur við róðurinn og skeytti engu þó að ræðarinn bæði hann að taka aðra árina til að þeir kæmust fyrr í land þvf veður var tekið að versna. Svo hélt fram um hríð en þá tók báturinn að leka, ekki hreyfði það við stafnbúanum heldur horfði hann sinnulaus á fé- laga sinn er ólmaðist einsog vit- leysingur við að reyna að róa og ausa í senn. Þegar sjór var kominn upp að lunningu aftan við ræðarann var honum nóg boðið og heimtaði að helvftis auminginn og snfkjudýrið í stefninu tæki annað hvort við ár- unum eða austrinum, sá leit með fyrirlitningu á bátsfélagann og sagði: Eg ætla bara að láta þig vita það, að það er þinn hluti af bátnum sem er að sökkva, ekki minn, og þar við sat. Ekki fer nánari sögum af þeim félögum, en oft á tíðum virðist viðhorf stafnbúans vera almennt, að allir séu tilbúnir að þiggja far meðan fleyið flýtur, en sé það að sökkva er það mál þess sem rær. Eg hitti menn á götu og varð úr um- ræða um ástandið í þjóðarbúinu og í bæjarfélaginu einsog gengur og gerist nú á tímum. Einn málaði þó svörtustu myndina af öllum og varð mér á orði, að alitaf væri það sama sagan, bara neikvæðnin, og hann svaraði: Já, þið þessir menn sem ekki þurftð að hafa neinar á- hyggjur, þið getið verið jákvæðir. Eg svaraði honum til að það væri rétt, ég þyrfti ekki að hafa áhyggjur af öllum skuldunum eða gjaldþroti, ég þyrfti bara að hafa áhyggjur af hvar ég fengi næstu máltíð, ég gæti ekki leyft mér slíkan munað að skulda miljónir eða miljarða. Eg held ekki að þessi orð mín hafi breytt neinu fyrir viðmælanda minn, en ég fór að hugsa hvað það er sem er mikilvægast. Nú hef ég undanfarin tíu ár verið búsettur víða, m.a. í Danmörku, Banda- ríkjunum, Noregi og Reykjavík, og það sem mér þykir óneitanlega vænst um þegar ég kem heim til Isafjarðar er að þurfa ekki að læsa útihurðinni, hvort sem ég er á leið út eða inn. Vissulega, ef maður vill, er hægt að líta útí hinn stóra heim og segja: Það verður heimsstyrjöld, það verður alheimskreppa, eða nær og segja: Þjóðin verður gjaldþrota, við missum sjálfstæðið einsog Fær- eyingar, eða ennþá nær og segja: Fiskurinn er horfinn, rækjuvinnsla á hausnum, Vestfirðir eiga eftir að leggjast í eyði. En þegar upp er staðið hlýtur það að vera mikilvægast að geta verið með sínum nánustu, hafa þak yftr höfuðið og svelta ekki. Að barma sér yftr skuldasúpunni breytir engu um hvernig hverjum og einum líður og það breytir ör- ugglega ekki skuldastöðunni. En enn er Lómurinn barinn og vissulega horfir illa, en miðað við hvað, miðað við framtíðina? Og hver veit hana sosum, eða er miðað við fortíðina? Lífsbaráttan getur aldrei orðið erfiðari en fyrr á öldum og væri náttúrulega argasta van- virða við forfeðurna að líkja að- stæðum núlifandi við þeirra að- stæður, er bjuggu í óupphituðum moldarkofum og reru opnum bát- um í allskyns veðrum. Erum við ekki pínulítið ofdekruð, svo vægt sé til orða tekið? Innan tuttugu ára verður Island einn af stærstu framleiðendum ó- mengandi orku í heiminum, í formi raforku og vetnis. Fiskurinn kemur og fer einsog menn vita, en sjórinn fer ekki neitt og þar hafa alltaf reynst aðrir fiskar. I lokin ætla ég að minnast orða kunningja míns er sagði: Tæki- færin á Islandi eru svo mörg að það þyrfti að flytja inn Kínverja til að sjá þau öll. Lifið heil og verið góð við Lóminn. 16. október 1992, Rúnar Hugi Villibráðarkvöld Villibráðarkvöld fyrsta vetrardag (á laugardaginn)! Fjölbreytt úrval af villibráð á hlaðborði Pantið borð timanlega Verið velkomin! Hótel ísafjörður sími 4111

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.