Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 22.10.1992, Blaðsíða 7

Vestfirska fréttablaðið - 22.10.1992, Blaðsíða 7
VESTFIRSKA J FRÉTTABLAÐIÐ L Fimmtudagur 22. október 1992 Þeir Jósteinn og Guðmundur staddir við sögufrægan Ijósastaur á Þingeyri. Eitt sinn var innbrotsþjófur nokkur læstur við staurinn með handjárnum á meðan lögreglumennirnir hlupu félaga hans uppi. Mikið er geymt á lögreglustöðinni á ísafiröi af allskonar eggvopnum sem lögreglan hefur tekiö af óvitum sem hafa verið að fíflast meö slíkt á almannafæri. Guðmundur Fylkisson og Jósteinn Bachmann Ólafsson í fangaklefanum á Flateyri. Ekki er hægt aö segja aö hátt sé til lofts, enda eru menn ekki vistaðir þarna nema skamma stund og af brýnni nauösyn. Þegar gleymdist að læsa sjúkrabílnum Það er alvarlegt mál hvernig fólk ræðst á lögreglubflana og jafnvel sjúkrabflinn og reynir með öllum ráðum að hindra för þeirra og torvelda starf mannanna sem eru að reyna að koma sjúku og slösuðu fólki til hjálpar. Þetta er hreinlega alveg ótrúlegt. Guð- mundur segir að eitt sinn hafi gleymst að læsa sjúkrabflnum í nokkrar mínútur á meðan verið var að huga að sjúklingi og þá var maður kominn í bílstjórasætið og farinn að fíkta í öllum tökkum og tækjum. Þetta eru ekki mjög skemmtilegar aðstæður að vinna við þegar mannslíf eru í hættu. Athugað með ökumann uppi á Hlíðarvegi, ein stikkprufa af mörgum. Hann er bláedrú og allt í lagi. Það eru táragasstaukar í lög- reglubflnum til nota í neyðartilvik- um, en Guðmundur segist aidrei hafa þurft að nota slfkt. Sálusorgarar á vaktinni Við sjáum konu, eina síns liðs, gangandi á leið út úr miðbænum. Guðmundur hefur tal af henni. Lögreglumennirnir vita að henni líður ekki vel. Einum eða tveimur tímum áður sáu þeir hana vera að rífast við eiginmanninn og aðra konu. Konan segist ætla að labba smástund. Við Djúpbátsplanið er bfll stöðvaður. Ökumaðurinn er strákur sem vinnur í Bolungarvík en með lögheimili í Bárðardal. Bfllinn hafði verið á heldur mikilli siglingu um Sundstrætið fyrr um nóttina. Ökumaðurinn er skfrteinislaus, segir að það sé heima. Guðmundur tilkynnir Oddi ura atvikið gegnum taistöðina, en hringir. sfðan um far- símann í lögregluna á Húsavík til að ganga úr skugga um að öku- maðurinn sé ekki réttindalaus. Hann reynist vera með ökuréttindi. og Guðmundur minnir hann á að aka eins og maður framvegis og hafa ökuskírteinið meðferðis. Blóm í boðunginn á úni- forminu Við ökum fram á tvær ungar stúlkur, fótgangandi og kaldar á leiðinni heim, og tökum þær upp í. Þær gefa okkur rósir, eiginlega rósaknúppa, lítið útsprungna. Gummi og Jósteinn festa blóminn í boðungana á úniforminu og bera þau þar það sem eftir er af vaktinni. Stelpurnar í jeppa- kerrunni Á Skutulsfjarðarbrautinni er yf- irbyggður Toyota Hilux með kerru á leið inn í fjörð. Lögreglumenn- irnir telja sig sjá hausa í kerrunni og athuga málið. Tvær stúlkur rísa upp úr kerrunni og stökkva flissandi út í myrkrið. Inni í bílnum eru þrír menn og nokkrir hrútar á leið í Ön- undarfjörð. Þeir vissu ekkert um stúlkumar. Þessir illa búnu laumu- farþegar hefðu sennilega króknað úr kulda á leiðinni yfir heiðina. Bílstjórinn er bóndi úr Önundar- ftrði. Hann framvfsar bevís frá sýslumanninum á Hólmavík með stimpli og skjaldarmerki og öllu. Það eru ekki bara byssur sem lógreglan leggur hald á. Hér má sjá þrjár stærðir af teygjubyssum, en þær geta verið hrein manndrápstæki. Þessar myndir eru teknar á Skutulsfjarðarbrautinni seint um nóttina út um framrúðuna á lögreglubílnum. Á annarri myndinni kúra stúlkurnar sig niður í kerruna, en á hinni eru þær að rísa á fætur. Þær stukku skríkjandi og skrækjandi út í fagra og kalda haustnóttina og hafa þurft aö finna sér annað far heim í Önundarfjörðinn. þess efnis að hann megi vera með sex hrúta í bíinum. I bréfinu minn- ist sýslumaður ekkert á stúlkur f kerru. Bóndinn ekur af stað á ný með öllu léttari kerru en áður, en Guðmundur og Jósteinn hlæja dátt þegar hrútabíllinn lónar áleiðis inn eftir Skutulsfjarðarbrautinni. Pajeróinn hans Hafsteins Klukkan er að verða fjögur, enn er mikið af fólki í miðbænum. Logn, fagurt veður, kalt. Við Blómabúðina Elísu hefur ungur maður bakkað bíl sfnum á Pajeró- inn hans Hafsteins Vilhjálmssonar. Jósteinn og Guðmundur fara út og gera nauðsynlegar mælingar á vettvangi. Enn útkall að Sjallanum. Maður skallaður í andlitið þar fyrir utan. Guðmundur er í stöðugu sambandi við Odd á stöðinni. Hálkublettir Þegar við komum á stöðina er fjölmenni í anddyrinu ýmissa er- inda. Þar á meðal er bílstjóri úr Vfkinni ásamt farþega. Þá greinir á um fargjaldið. Við förum strax út aftur. Maður er að míga utan í Sjallann, aðrir horfa á. Þetta er varasamt og vftavert í frosti. Fólk varast illa svona hálkubletti þegar það á ekki von á neinni hálku. Á Landsbankatröppunum er ungur maður að hugga grátandi stúlku. Nokkur ungmenni á bekknum við Pólgötu 2. Hópur af fólki á miðri götu við Hamraborg. Við ökum um Hnífsdal og út á Óshlíð. Lögreglumennirnir segja að til standi. að koma upp neyðar- sfmum í vegskálunum. Slíkt er mikið öryggisatriði í snjóflóðum. Ég spyr hvort þeir haldi að símarnir verði látnir í friði. Þeir virðast hafa meiri trú en ég á hið góða í mann- inum, enda yngri, en segja að ströng viðurlög séu við misnotkun eða skemmdarverkum á slíkum ör- yggistækjum. A hótelið Klukkan farin að ganga sex. Fátt fólk orðið eftir f miðbænum. Utkall að hótelinu, beðið um að ölvaður maður verði fjarlægður. Guð- mundur veit hvar hann á heima. Þegar við nálgumst heimili hans spyr maðurinn: Hvert erum við eiginlega að fara, konan er búin að henda mér út. Og Guðmundur snýr við og skutlar manninum heim til kunningja hans þar sem hann fær að leggja sig. Starf lögreglunnar Vaktinni fer að ljúka. Það er búið að vera fróðlegt, svo ekki sé meira sagt, að vera þessa nótt með lögreglunni á ísafirði. Hér hefur verið getið um fátt eitt af því sem kom til kasta lögreglumannanna þessa nótt. Málin sem Iögreglu- menn þurfa að leysa úr. bæði stór og smá, eru óteljandi mörg og ó- endanlega fjölbreytt. Það var gam- an að sjá hvernig þeir Guðmundur og Jósteinn gengu glaðlegir og ró- legir en jafnframt ákveðnir í öll mál sem upp komu. Þetta eru ekki bara löggæslumenn, heldur líka sálu- sorgarar og sálfræðingar. Lög- reglumaður veit aldrei hvað kemur upp næst. Verður það kannski á- rekstur, eða heimiliserjur, eða dauðaslys, eða týndur köttur, eða ölvunarakstur, eða þá að einhver hefur læst sig úti? Viö þennan gang eru fangaklefanir á lögreglustööinni á isafirði. Þar er hægt aö láta allt upp í fimm manns sofa úr sér í einu (ef þeir geta þá sofiö fyrir hávaöanum í hinum). DJASS - BLUS - POPP NAMSKEID Námskeið í flutningi á cljass-, blús- og popptónlist óerður halctið t Tónlistarskóla Isajjarðar clagana 2.-7. nóCember nk. Kennavi: Panl Weeclen. Skráning fer fram á skrifstofu skólans t stma 3926 kl. 13—17 alla óirka ctaga d!0 Tónlistarskóli ísafjarðar

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.