Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 22.10.1992, Blaðsíða 8

Vestfirska fréttablaðið - 22.10.1992, Blaðsíða 8
Fimmtudagur 22. október 1992 VESTFIRSKA J FRKITABLAÐIf) Ljóðabréf frá Rúnari Kristjánssyni á Skagaströnd til Axels á Gjögri Fáu er hægt að koma í kring/með kjaftæðinu einu Enn hefur Rúnar Kristjánsson sent vini sínum Axel Thorarensen á Gjögri ljóðabréf yfir Húnaflóa frá Skagaströnd í Gjögur. Strandajarlinn sendi Vestfirska bréfið til birtingar og eru í því skemmtilegar vísur. Bréfið fer hér á eftir: Skagaströncl, 26. sept. 1992. Mottó: Marga stund við andans yl er mín sál á flögri. Vængjuð fer hún vestur til víkingsins á Gjögri. HeiII og sæll Axel minn og megi þetta bréf hitta þig í fleygu formi. Það er greinilegt að það býr íslensk seigla í öllum taugum þíns líkama og sálin er full af því fjöri sem skapar iíf og yl með öllum hætti. Því vil ég yrkja til þín í hreinni andans gleði: Yfir flóann fúsa hönd fram ég rétti glaður. Þrýstir hana þar á strönd þekktur heiðursmaður. A með réttu seggur sá sínar heilladísir. Allt sem heyrist honum frá hressum anda lýsir. Héðan er svo sem ekki neitt að frátta utan það sem fylgir föstum liðum mannlífsins og telst því varla fréttnæmt. Einn deyr og annar fæðist o.s.frv., einn getur étið yfir sig og annar fær ekki í sig hálfan o.s.frv., einn hefur nóg af öllu og kvartar sí og æ, annar býr við eklu og möglar ekki o.s.frv. Undarlegt er mannfólkið! Um daginn henti það mig í vinnunni að glata nýlegri sög og þótti mér það ekki gott. Bjó mér í grun að einhver af félögum mínum hefði tekið sögina til handagagns og gleymt henni einhversstaðar. Orti ég í þessum vandræðum vísu þessa: Eg er sár og svekktur mjög, segi því við alla: Reynið að ftnna rauða sög, ryðlausa að kalla! Um daginn var ég að hlusta á fréttir af alþingi og þá kom þessi vísa: Ekki skilar okkar þing ennþá gagni neinu. Fáu er hægt að koma í kring með kjaftæðinu einu! Biskup kom hér síðsumars að líta á kirkjueignir og kaus að boða til messu á fimmtudagskvöldi, en það skilaði litlu. Þá orti ég þessa vísu og sýnir hún ef til vill nokkurn skort á virðingu fyrir geist- legheitunum, en það verður að hafa það: Biskup var að vísitera, vildi í kirkju hefja mál. Klukkum hringdi af kappi séra, kom þó ekki nokkur sál! Eg er að velta fyrir mér að byrja á handriti að nýrri bók í vetur. Það er ákveðin hugmynd að skýrast hjá mér varðandi það. En ég sé til hvað úr því verður. Bókin mín sem kom út í desember í fyrra var gefin út af Skák- prenti í 300 eintökum, ég vissi ekki hvaða viðtökur ég fengi! Þetta var tilraun! En þessi eintök kláruðust ótrúlega fljótt og í janúar var ég búinn með þau. Var ég mjög sáttur við útkomuna og ætlaði að láta þar við sitja. En eftirspurn hélt áfram og í apríl lét ég, út af þeim þrýstingi, prenta 200 eintök í viðbót. Eg hef ckkert kostað til auglýsinga, en þetta hefur allt gengið undarlega vel. Þrisvar hef ég skotist í söluferð um helgi og selt 44 bækur. Nú á ég eftir 99 bækur og alltaf reytist ein og ein út. Eg hef haft gaman að því að fara í söluferðir, þá hef ég ástæðu til að heimsækja fólk og spjalla við það. Stundum hafa samtöl orðið löng og yfirferð orðið lítil fyrir þær sakir - en maður er manns gaman! Nú læt ég þessu bréfkorni lokið, en ég rita það vegna þess að mér þótti leitt að slíta símtali okkar í fyrra lagi um daginn - þetta er ætlað sem uppbót á það. Stuttu bréfi létt ég lýk, leiti það sér staðar. Þaðan dansa að Djúpuvík dætur Ægis glaðar. Lestu á Gjögri mál frá mér merki Strandahlynur. Bið ég svo að blessist þér bjargir allar, vinur! Þinn Rúnar Kristjánsson. Onnur tæknibyltingin á árinu í ísprenti hf. Á myndinni eru, frá vinstri, Hlynur Þór Magnússon, Gestur Traustason frá Tölvustofunni, en hann hefur verið á ísafirði undanfarna daga við uppsetningu búnaöarins, Magnús Gíslason, Gísli Hjartarson, Rögnvaldur Bjarnason og Hörður Kristjánsson. Prentsmiðjan Isprent hf. á ísa- ftrði hefur tekið í notkun nýjan og mjög fullkominn tölvusetningar- búnað, og er þetta tölublað Vest- firska fréttablaðsins fyrsta verkið sem unnið er í nýju tækjunum. Nú er úr sögunni að standa við ljósa- borð og líma upp blaðsíðumar, eins og tíðkast hefur í íslenskri (og er- lendri) blaðaútgáfu síðustu tvo ára- tugina eða svo. Blaðið (eins og önnur prentverkefni) er nú ekki að- eins sett í tölvu, heldur fer allt um- brotið einnig fram í tölvu, merki fyrirtækja og ljósmyndir eru einnig í tölvu og kemur hver blaðsíða fullunnin á filmu út úr tækjunum, með myndum og öllu tilheyrandi. Til þess að útiloka misskilning hjá fólki sem þekkir nokkuð til þessara mála, er rétt að taka skýrt fram, að hér er alls ekki um laser- prentaraútkeyrslu að ræða, enda er slíkt með öllu úrelt. Isprent hf. hef- ur þó einnig laser-prentara tengdan við þennan búnað, en hann er hent- ugur til notkunar fyrir prófarkir og sum minni háttar verkefni. Þess má geta að Pressan er nú unnin að öllu leyti með þessari tækni og Morgunblaðið er komið mjög langt á þeirri braut. Það varð vissulega tæknibylting á fsafirði í vor þegar Isprent hf. fékk litljósritunarvélina frægu, fyrst fyrirtækja utan Reykjavíkur- svæðisins. Hún hefur áþreifanlega sannað ágæti sitt síðasta hálfa árið, en hér er þó um enn meiri byltingu að ræða með tilkomu hins nýja setningarbúnaðar. Hugbúnaðurinn og vélbúnaður- inn til umbrotsins, sem ísprent hf. hefur nú fengið, kemur frá Tölvu- stofunni (Macintosh), en út- keyrslutækið er þýskt (Agfa) og kemur frá Heimilistækjum hf. Mynd að ofan var tekin síðdegis í dag, fimmtudag, þegar ísprents- menn afhentu útgefanda Vestfirska fréttablaðsins fyrsta eintakið af blaðinu í dag, en það er fyrsta verkefnið sem unnið er í hinum nýja búnaði. Gestur Traustason og Höröur Kristjánsson virða fyrir sér fyrsta eintakiö af þessu blaði og bera það saman við mynd af sama blaði á tölvuskjá, þar sem hægt er aö vinna með texta, myndir og merki fram og aftur að vild. Selma Guðmundsdóttir píanóleikari heldur ein- leikstónleika í Bolungarvík, á Flateyri og ísafirði Selma Guðmundsdóttir píanó- leikari heldur tónleika í Félags- heimilinu í Bolungarvík þriðjudag- inn 27. október, í húsnæði Hjálms á Flateyri miðvikudaginn 28. októ- ber og í Grunnskólanum á Isafirði fimmtudaginn 29. október. Allir tónleikarnir hefjast kl. 20.30. Tón- leikarnir á Isafirði verða jafnframt fyrstu áskriftartónleikar vetrarins og eru væntanlegir áskrifendur beðnir að vitja korta sinna í Bók- hlöðunni eða við innganginn. A efnisskránni eru verk eftir Jón Leifs, Pál ísólfsson, Schubert, Liszt, Janácek, Skrjabín og Khatsjatúrjan. Mjög fjölbreytt! Selma Guðmundsdóttir hóf tón- listarnám á fsafirði, en stundaði síðan nám við Tónlistarskólann í Reykjavík undir handleiðslu As- geirs Beinteinssonar og Arna Kristjánssonar. Að loknu einleik- araprófi stundaði hún framhalds- nám í Salzburg og Hannover og hlaut þá námsstyrk frá þýska ríkinu í tvö ár. Selma hefur einnig stundað námskeið víða erlendis. Um fimm ára skeið bjó hún í Stokkhólmi og starfaði þá m.a. við Tónlistarskóla sænska útvarpsins. Selma hefur haldið fjölda ein- leikstónleika, bæði hérlendis og víða erlendis. Hún hefur starfað mikið með öðrum hljóðfæraleikur- um og söngvurum, m.a. hefur hún leikið með Sigrúnu Eðvaldsdótur fiðluleikara síðustu sex árin, bæði hér heima og erlendis. A síðasta ári kom út geisladiskurinn Cantabile með leik þeirra og í næsta mánuði er væntanlegur geisladiskurinn Ljúflingslög með leik þeirra, auk þess sem annar geisladiskur með flutningi Selmu á nokkrum píanó- verkum, íslenskum og erlendum, kemur út á sama tíma hjá Steinum hf.

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.