Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 22.10.1992, Blaðsíða 12

Vestfirska fréttablaðið - 22.10.1992, Blaðsíða 12
bil ÆT Tökum að okkur LJOSRITUN í stærðum A4 og A3 á þunnan pappír og þykkan, litaðan, einnig skjalapappír. Stækkað og minnkað. Bindum greinar/reikninga inn í plastkápur. Verð: Ljósritun 15 krónur örkin (verulegur magnafsláttur). BÓKAVERSLUN JÓNASAR TÓMASSONAR Sími 3123, ísafirði VI ISTFl SSKA —^ L LFRÉTTABLAÐIÐ RITSTJORN OG AUGLYSINGAR: SÍMI94-4011 • FAX 94-4423 Vestfirska fréttablaðið á næturvakt með lögreglunni á ísafirði Árásir á sjúkra- og lögreglubíla -ekki um unglinga að ræða heldur fullorðna menn Um tvöleytið aðfaranótt sunnudags kom maður á lögreglustö- ðina á fsafírði og kærði líkamsárás. Virtist hann vera nefbrotinn. A sama tíma var lögregla kvödd í Sjallann og þar var maður sem flytja þurfti á sjúkrahús vegna þess að sparkað hafði verið í andlit hans. Skömmu seinna þurftu Iögreglumenn að hafa afskipti af þre- mur mönnum í slagsmálum í miðbænum og endaði það með þvf að einn taldi sig vera rifbrotinn eftir annan. Meðan á þessu stóð hop- paði maður upp á lögreglubílinn og tók af honum ljósakúpul, henti honum í götuna og braut. Svo vildi til að var vitni var að þessu og náðist sökudólgurinn. Aftur var óskað aðstoðar í Sjallann vegna stúlku í asmakasti. Meðan lögreglumenn sinntu því erindi fór annar maður upp á bíl þeirra og tók Ijósakúpla og hljóp á braut með hann. Sjúkrabifreið kom á staðinn og þurfti lögregla að vernda hann fyrir æstum mannfjöldanum. Að sögn lögreglumanna er það alveg óþolandi að fólk skuli ekki geta séð þessa bíla í friði. Þetta eru neyðarbílar til þess að hjálpa fólki í neyð og þurfa að vera í fullkomnu lagi. Tekið skal fram að þarna var um fullorðið fólk að ræða en ekki unglinga. Þessi mál eru upplýst og fá viðkomandi aðilar bágt fyrir, eins og vera ber. Sjá nánar á bls. 6. wm HEILSUGÆSLUSTÓÐIN ÁÍSAFIRÐI Frá Heilsugæslustöðinni á ísafirði: Inflúensu- bóluefnið komið Viljum vekja athygli á því að inflúensubóluefni er komið. Samkvæmt ráðleggingu landlæknis er mælt með bólusetningu einstaklinga 60 ára og eldri og þeirra sem teljast til áhættuhópa. Fréttatilkynning. Línubátur á Norðurfirði Meirihluti áhafn- ar er Króatar Tíu tonna línubátur, Straumur frá Skagaströnd, hefur nú byrjað róðra frá Norðurfirði á Ströndum. Fór báturinn stna fyrstu sjóferð í gær. „Það eru sex menn á bátnum, bæði þeir sem beita og svo þeir sem róa. Fjórir þeirra eru Króatar en tveir eru íslendingar. Óli minn hefur verið að kenna Króötunum að beita undanfama daga. Þeir búa allir í verbúðunum í Norðurfirði. í dag eru þeir á sjó og fóru með 20 bala. Kaupfélagið kaupir af þeim þorskinn en ýsuna ætla þeir að fara með vikulega til Skagastrandar. Ýsan er sennilega farin að minnka núna þvt' hún fer nú venjulega snemma af grunnunum", sagði Axel á Gjögri í samtali við VESTFIRSKA í gær. -GHj. Einn í steininn á Þingeyri Á föstudagskvöldið var haldið sláturhúsball á Þingeyri. Að sögn lögreglu fór það vel fram utan þess að afskipti þurfti að hafa af einum manni sem lét ófriðlega. Var hann vistaður í fangaklefa á Þingeyri til þess að kæla hann niður. -GHj. Ljósin í lag! Lögreglan á fsafirði kveðst munu halda áfram að stöðva þá ökumenn sem ekki hafa komið ljósabúnaði ökutækja sinna í lag. Að sögn lögreglu eru þau mál ekki í nógu góðu lagi og þurfa trassarnir að taka sér tak í þeim efnum. Bræðurnir Haraldur og Guömundur Konráðssynir landa átta tonna rækjuafla úr Halldóri Sigurðssyni ÍS á þriðjudaginn en þá var fyrsti veiöidagur rækjuvertíöar í ísafjarðardjúpi. Rækjan var stór og falleg. Mokveiði á Djúprækjunni Rækjuvertíðin í ísafjarðardjúpi hófst í fyrradag (þriðjudag) og var veiði mjög góð í heildina hjá þeim tæplega 30 bátum sem hana stunda í vetur. Bolungarvíkurbátarnir reru í Jökulfjörðumar og var veiðin þar misjöfn hjá bátunum. Fyrstu höiin voru ágæt en svo virtist botninn detta úr veiðinni. fsafjarðarbátarnir fóru allir í Djúpið og var veiðin þar mjög góð, allt frá tonni og upp í átta tonn á bát. „Það hefur ekkert verið fyrir innan Ögurhólma. Sæmilegur reyt- ingur var norður á Æðeyjargrunni en aðalveiðisvæðið var norður af Vigur. Þar fengum við átta tonn í gær. Við vorum að taka trollið núna og það var tonn í. Þetta er stór og falleg rækja, demantsrækja eins og í gær. Veðrið í dag er eins og það gerist best á Benidorm og Djúpið eins og heiðartjörn", sagði Konráð Eggertsson, skipstjóri á Halldóri Sigurðssyni ÍS, þar sem hann var að veiðum við hornið á Vigur f gær- morgun. -GHj. Vetrarvinir í gang Þetta vaska göngufólk hitti blm. VESTFIRSKA á Óshlíð á laugardaginn. Þetta eru Hnífsdælingar sem tilheyra útivistarhópnum Vetrarvinum sem hefur stundað gönguferðir, skíðagöngu og fleira. Sagði fólkið aö þetta væri æfing fyrir veturinn og einnig aö þau væru svo dugleg að þau gætu ekki beðið vetrarins og því væri starfið að fullu hafið. Myndin er tekinn við vegskálann í Hvanngjá á Óshlíðarvegi. GHj. / VATNSHELD 4^ ^ NAFNSPJÖLD / LIT A DÆMI UM VERÐ: 25 STK. KR. 5.290,- 100 STK. 9.338,- LJÓSRITUN í LIT TÖLVUPAPPÍR miklu, miklu ódýrari ISPRENT HF. Prentsmiðja sími 94-3223 Ferðamenn villast að Nauteyri í stað ísafjarðar Þegar ekið er yfir Stein- grímsfjarðarheiði og komið ofan í fsafjarðardjúp blasir fljótlega við vegfarendum skilti við veginn sem á stendur „Nauteyri". Skiltið er gult að lit, frá Vegagerð ríkisins, og er á því svartur ferningur þar sem síðar mun eiga að koma mynd af skipi. Slíkt á að tákna ferju- bryggju. Ef menn beygja svo út af aðalveginum þarna við merkið og aka áfram út á Langadalsströnd koma þeir að nterki frá Vegagerðinni sem á stendur „fsafjörður". Ef menn beygja þar og aka niður að Nauteyri eins og örin á merkinu vísar koma þeir að fískeldis- stöð niður við sjó. Þar þrýtur veginn og framundan er ein- göngu sá angi Atlantshafsins sem ísafjarðardjúp nefnist og mun enn vera óbrúað, bæði þvert og endilangt. Fávísir ferðamenn klóra sér í höfðinu, snúa sér st'ðan til staðarhaldara, Ara Mörk Bragasonar, og spyrja hvernig þeir eigi að halda áfram til ísa- fjarðar, samkvæmt fyrrnefndu merki. Staðarhaldari segir ekki „legg þú á Djúpið“ heldur kveður hann ferjubryggju enn ekki hafa séð dagsins ljós. Ofangreint er lyginni líkast, en samt er þetta satt. Segir Ari Mörk mikil brögð hafa verið að því að ferðamenn komi í fisk- eldisstöðina í leit að ferju- bryggjunni, og séu vegvísarnir til mikils ógagns fyrir ókunn- uga, jafnvel þótt myndin af skipinu sé ekki enn komin á merkið. -GHj. Skytterí á Suðureyri Um kaffileytið á föstudaginn fékk lögreglan á fsafirði kvörtun frá Suðureyri út af manni sem þar var að aka um aðalgötu þorpsins. Allt í einu stoppaði bfllinn og ók um 50 m afturábak og út úr honum velti sér maður og mundaði byssu til sjávar. Kona nokkur nærstödd kallaði í manninn og lét hann sig þá hverfa. Lög- reglan hafði upp á manninum og kvaðst hann hafa ætlað að skjóta mink sem hann hafði séð í fjörunni. Að sögn lögreglu er ekki heppilegt að verið sé að skjóta innanbæjar. enda ekki allir sem hafa leyfi til þess. Búast má við að maðurinn verði sektaður. -GHj. Slysí Norsara Rétt fyrir hádegi á fimmtu- daginn var barst hjálparbeiðni til lögreglunnar á fsafirði frá norskum togara sem lá í fsa- fjarðarhöfn. Hafði einn skip- verjanna klemmst undir skut- rennuloka. Maðurinn var fluttur á Fjórðungssjúkrahúsið á ísafirði og var hann töluvert mikið slasaður. Leit þetta afar illa út en betur fór en á horfðist. Maðurinn er nú á batavegi. -GHj.

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.