Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 29.10.1992, Blaðsíða 2

Vestfirska fréttablaðið - 29.10.1992, Blaðsíða 2
VESTFIRSKA 2 Fimmtudagur 29. október 1992 ----------------------- --------- ------\ ttw b’ttaBLAÐH) 1 m m K/ r I FRÉTTABLAÐIÐ | Vestflrska fréttablaðiö er vikublað, óháð stjórnmálaflokkum, og kemur út síðdegis á fimmtudögum. Blaðið fæst bæði í lausasölu og áskrift, Útgefandi, ritstjóri og ábyrgðarmaóur: Hlynur Þór Magnússon. Verð í lausasölu kr. 150. Verð í áskrift kr. 135 ef notaðar eru Visa eða Eurocard skuldfærslur (það er ekkert flókið, bara hringja og gefa okkur upp númerið á kortinu); annars kr. 150. Ritstjórn og auglýsingar: Austurvegi 2 (Kaupfélagshúsinu, 2. hæð), ísafirði, sími (94)-4011, fax (94)-4423. Blaðamenn: Hlynur Þór Magnússon, Túngötu 17, ísafirði, heimasími (94)-4446, og Gísli Hjartarson, Fjarðarstræti 2, ísafirði, heimasími (94)-3948. Prentvinnsla: ísprent hf., Aðalstræti 35, ísafirði, sími (94)-3223. Alþjóöleg ungmennaskipti Langar þig til að kynnast menningu annarra þjóða? Ársdvöl á erlendri grundu, 18-26 ára. Upplýsingar í síma 91-24617. NÝJfiR MYND : ... i Börnum/unglingu! skemmtunar Mynda Atlas kr. 3.480 Stóra hestabókin kr. 4.880 Bók barnanna um dýrin kr. 1.450 Dýraríki íslands kr. 5.980 Ævintýri H.C. Andersen kr. 1.690 10 fegurstu Grimmsævintýrin kr. 1.280 B0KAVERSLUN JÓNASAR TÓMASS0NAR Sími 3123, ísafirði u'j Tvíburasystkinin Kristín Bjarnadóttir og Oddur Bjarnason frá ísafiröi, áttu sextugsafmæli þriðjudaginn 27. október síðastliðinn. Kristín er nú búsett að Hátúni 10 b. í Reykjavík, en Oddur býr að Engjavegi 20 á ísafirði.. Yfir 70% hærra vöruverð á Bsafirði en i Bónus I Reykjavík Hér getur að líta niðurstöður úr verðsamanburði sem gerður var á vörum í Bónus í Reykjavík og verslunum á Isafirði fyrir skömmu. Vörutegundirnar eru fjölmargar og í öllum tilvikum er verðið hærra á Isafirði. I aðeins einu tilviki er verðið innan við tíu prósent hærra en oftast er verðið meira en 50% hærra á ísafirði en f Bónus. Aliur vörulistinn kostaði kr. 8.583 í Bónus en á ísafirði jmrfti að punga út með kr. 14.648 fyrir tilsvarandi innkaup eða 6.065 krónum meira. Verðið á Isafirði reyndist því 71% hærra. Verðkönnun þessi var gerð þannig, að verslað var í Bónus og listi gerður um vöruheiti og verð. Síðan var verslað á ísafirði. Þar var ekki alltaf hægt að finna sömu vörumerki, en þá var reynt að gera eins hagstæð innkaup á samskonar vörum og hægt var. Reyndar er marga vöru að finna í Reykjavík sem er mjög hagkvæm í innkaupum, svo sem kornflögur sem hægt er að kaupa í plastpokum sem taka kíló, en hér á Isafirði fást þær aðeins í 500 gramma pappakössum (stundum). Fuilkomnar verðkannanir opinberra stofnana verða að miða við sama vörumerki. Ekki hefur verið farið eftir slíku í þessari athugun, enda hefur verið fyrst og fremst hugsað um hagkvæm innkaup fyrír heimilið en ekki einhvern sparðatíning og hártoganir. Síðan má spyrja: Er þetta flutningskostnaður? Eða hvað er þetta eiginlega? Hér þykir rétt að vitna f skýrslu Verðlagsstofnunar, sem út kom í síðasta mánuði, þar sem fjallað er m.a. um við- skiptakjör matvöruverslana. Þar segir m.a. um flutningskostnað: "Flutningskostnaður út á land er oftast greiddur af innflytjanda eða framleiðanda. Á milli 60-70% af þeim innflytjendum sem rætt var við greiða kostnað vegna flutninga til verslana úti á landi og 70-80% íslenskra fram- leiðenda sem rætt var við greiða flutningskostnað vegna landsbyggðarverslana. Kostnaðurinn er greiddur að mismiklu leyti... Flestirgreiðaþó allan flutningskostnað svofremi sem keypt er fyrir tiltekna lágmarksupphæð." Og í sömu skýrslu Verðlagsstofnunar segir m.a. um endursölu um- boðsmanna: "Umboðsmenn á ísafirði dreifa vörum frá innlendum framleiðendum og innflytj- endum sem oftast greiða flutningskostnað við vörusendingar til ísafjarðar. Umboðsmennirnir dreifa á sinn kostnað á ísafirði og nágrenni. Þeir þjónusta verslanir, stofnanir og skip á norðan- verðum Vestljörðum. Meginreglan er sú að umboðsmenn selja á skráðu heildsöluverði þeirra sem þeir hafa umboð fyrir..." Vöruheiti Reykjavik ísafiröi MISMUNUR % AJAX EXPRESS m/úöa 165 293 128 78 AJAX glerúði 500 ml 56 205 149 266 Asinton 100 ml 66 213 147 223 Baösápa 3 stk 92 112 20 22 Barbque-olía HUNTS 123 192 69 56 Bearnaise-sósa 21 60 39 186 Blómkálssúpa TORO 79 111 32 41 Bómull 200 gr. 125 326 201 161 Bökunarpappir VITRA 105 152 47 45 CHEERIOS 425 gr. 169 249 80 47 Corn Flakes 1 kg 199 798 599 301 Dömubindi 12 st stór 145 220 75 52 Dömubindi CAMELIA 20 181 256 75 41 Eldspýtubúnt 59 80 21 36 Eyrnapinnar 200 stk 89 156 67 75 GRÝTA ítölsk 111 193 82 74 GRÝTA mexikönsk 97 189 92 95 GRÝTA oriental 122 200 78 64 Hafrakex HAUST 79 149 70 89 Heilhveitikex FRÓN 69 101 32 46 Hrökkbr.RIVITA SESAM 79 94 15 19 Hrökkbrauö WEBER 87 155 68 78 Ismolaplastpokar 77 119 42 55 Jaröaber KRAKKUS 11 75 146 71 95 Kaffi GEVAL.E-BRYGG 110 154 44 40 Kaffi GEVAL.KOLOMBÍA 110 148 38 35 Kaffi GEVAL.RAUTT 98 139 41 42 Kaffipokar ób. 200 s 127 252 125 98 Létt og laggott 152 166 14 9,2 Mais corn 454 gr. 47 162 115 245 Mais DEL MONTE 482 g 46 155 109 237 Musli ALPEN 2 kg. 558 718 160 29 Mýkingarefni NOPA 21 84 153 69 82 Nesquik 700 grömm 305 473 168 55 Olía-grænmeti WESSON 269 341 72 27 Plastfilma VITA 30 m 79 219 140 177 Plastpokar nr. 2 105 183 78 74 Plástur 1 meter 122 208 86 70 Plástur 20 stk 110 138 28 25 Plástur 40 stk smár 161 199 38 24 Rakblöð 10 stk 460 789 329 72 Rúsínur í dós 500 gr 109 183 74 68 Saltkex 150 gr. 52 115 63 121 Sardínur I tómat 70 130 60 86 Sinnep sætt 87 174 87 100 Sjampo ELKOS 500 ml 149 276 127 85 Sjampo NIVEA 250 ml 99 202 103 104 Sjampo ST-IVES 500 m 259 355 96 37 Skúmbað NOPA 1 líter 99 224 125 126 Soja sósa venjul 99 236 137 138 Sorppokar stór 10 st 139 299 160 115 Sósujafnari 82 152 70 85 Sprittkerti 30 stk 169 245 76 45 Súkkul.kex 16 kökur 69 114 45 65 Svampur m/rasp 2 st 66 80 14 21 Sveppasósa TORO 52 90 38 73 Sveppasúpa TORO 55 88 33 60 Sveppir MALING 425 g 43 89 46 107 Sykur 1 kg. 39 70 31 79 Tannkrem ELKOS 75 ml 59 158 99 168 Tómatsósa HUNTS 900 124 182 58 47 Túnfiskur frá ORA 71 114 43 61 Vanilludropar 32 45 13 41 WC-pappír 12 rúllur 188 246 58 31 Þvottaefni ARIEL 2kg 685 908 223 33 Örbylgjupopp 3 pk 85 169 84 99 Örbylgjupopp 6 pk 189 338 149 79 Smtalg Úr dá-fknniim 8583 14648 6065 71 „Alefli" • nýtt styrkt- arkerfi VISA fyrir íþrótta- hreyfinguna VISA ísland - Greiðslu- miðlun hf. hefur þróað nýtt gagnagrunnskerfi ("Alefli") til að auðvelda íþróttahreyfmg- unni, einstökum félögum og deildum fjáröflun frá velunn- urum og föstum styrktaraðil- um. Með þessu gefst öllum hinum 95.000 korthöfum VISA, sem og öllum sölu- og þjónustuaðilum sem liðsinna vilja þessu mikilvæga starfi og þarfa málefni, kostur á að geta með sjálfvirkum og skipuleg- um hætti látið fé af hendi rakna um lengri eða skemmri tíma. I stað þess að hvert félag þurfi að halda utan um styrkt- armannalista, niðurfellingar og viðbætur og senda inn til vinnslu hjá greiðslukortafyrir- tækinu mánaðarlega, verður fljótlega unnt fyrir styrkveit- endur að ganga frá slíkum málum í banka sínum eða sparisjóði gegnum þar til gert beinlínukerfi um land allt. Viðkomandi stuðningsaðila og velunnara mun í staðinn veitast sitthvað í þakklætis- skyni, bæði frá VISA og frá viðkomandi félagi eða sam- tökum. Meðal annars mun styrkveitendum gefast mögu- leiki á því að detta í VISA Sport-pottinn, þar sem dregið verður reglulega um frífarmiða á úrslitaleiki í stórkeppnum á íþróttasviðinu erlendis, auk sértilboða af ýmsu tagi, upp- lýsingablaða og sérstakra við- urkenningarskjala. Þegar DEBET-kort, stað- greiðslukort, koma á markað- inn á næsta ári, munu væntan- lega opnast til viðbótar nýir og stórkostlegir möguleikar á að ráðstafa til góðra málefna hluta þess staðgreiðsluafsláttar, sem fyrir hendi er hér á innan- landsmarkaði. (Frá VISA ísland - Greiðslumiðlun hf). VESTFIRSKA - stœrra og betra blað

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.