Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 29.10.1992, Blaðsíða 3

Vestfirska fréttablaðið - 29.10.1992, Blaðsíða 3
VESTFIRSKA Fimmtudagur 29. október 1992 \ FKKTTABLAnm j.--- Varla minna um sifjaspell og heimilisofbeldi hér fyrir vestan en annars staðar _______3 Greiðslustóðvun hjá Einari Guðfinnssyni hf. - reynt að tryggja áframhaldandi rekstur - það er bara betur falið, segir Sigrún Sigurðardóttir lögregluþjónn á ísafirði í samtali við Vestfirska fréttablaðið Sigrún Siguröardóttir lögregluþjónn. þröngsýni, ef þær ætla að fá al- mennan stuðning. Ég veit, að til Stígamóta hefur leitað fólk héðan frá ísa- firði sem hefur lent í þessu. En það hefur lítið komið inn til okkar hér. Kannski er þetta of lítið samfélag, hér þekkjast all- ir. Og kannski er lögreglan hér svo mikill karlavinnustaður. Þetta eru viðkvæm mál, sér- staklega í þessu karlasamfélagi. Það getur í sumum tilfellum verið auðveldara fyrir konu að tala við lögregluþjón sem er líka kona." - Finnst þér erfitt að vera eina konan á stöðinni? "Það getur verið svolítið erfitt stundum. Þetta eru samt mjög fínir strákar sem ég vinn með. Það hefur ekkert með það að gera. Þeir eru mjög al- mennilegir og ekkert út á þá að setja. En ég hefði ekkert á móti því stundum að hafa aðrar konur hérna. Það er allt öðru- vísi, það eru öðruvísi umræður sem verða milli kvenna en karla. Stundum koma upp mál inni á stöð sem ég hef þörf fyrir að ræða en finnst þá vanta kvenmann." - Þegar þú þarft t.d. að stöðva áflog, skakka leikinn eftir ball eða því um líkt, finnst þér þá há þér að vera kona, eða er það kannski að einhverju leyti betra? "Það er stundum betra. Ef það eru slagsmál, þá á ég ekkert erfitt með að blanda mér í þau, og yfirleitt róast menn frekar en æsast. Ég veit ekki hvort það er af því að menn vilja ekki leggja hendur á kvenfólk, það getur vel verið. Mér finnst oft duga betur að reyna að ræða við menn, gefa þeim svolítinn tíma. Ég hef alla vega ekki lent í því enn að ráðist hafi verið á mig. En það kentur kannski að því einhvern tíma að ég lendi í ein- hverjum alveg brjáluðum!" Einar Guðfinnsson hf. í Bol- unarvfk og dótturfyrirtækið Hólar hf. fengu greiðslustöðv- un í síðustu viku til 3ja vikna. Ætlun forráðamanna fyrirtækj- anna er að reyna að ná samn- ingum við lánardrottna um að lækka skuldirnar og tryggja reksturinn í framtíðinni. Stærstu kröfuhafar eru At- vinnutryggingasjóður, Fisk- veiðasjóður og Landsbankinn. Heildarskuldir fyrirtækjanna nema um 1.600 millj. kr. og nettóskuldir um 1.100 millj. kr. Takist ekki að semja um skuldirnar á þessum tíma verð- ur að líkindum unnt að fá greiðslustöðvun framlengda í þrjá mánuði og jafnvel í aðra þrjá ef líklegt er talið að árang- ur verði af því. Hvítasunnukirkjan Salem Hefurþúfarið á samkomu íHvítasunnuarkjunni nýlega? Nú gefst þér gott tækifæri. Mike Fitzgerald frá Bandaríkj- unum talar og tekur þátt í samkomum hjá okkur um helgina. Samkomurnar eru sem hér segir: Aföstudag kl. 18.00 Krakkakhibbur kl. 21.00 Unglingakvöld A sunnudag kl. 17.00 Almenn samkoma (barnapössun og kaffi eftir samkomu) Komið og lilustið á líflegan söng og lifandi boðskap. Allir hjartanlega velkomnir Hvttasunnukirkjan Salem Sigrún Sigurðardóttir er um þessar mundir eina konan í lögreglunni á Isafirði. Hún lauk stúdentsprófi frá Menntaskól- anum á Isafirði fyrir nokkrum árum og var eitt ár í Háskóla íslands í hjúkrunarnámi. "Ég fór svo í sumarafieysingar í lögreglunni hérna, ekki síst til að kynna mér "andlegu hlið- ina" á starfinu til undirbúnings fyrir áframhaldandi hjúkrunar- nám. Svo festist ég bara hér og sé ekki eftir því", sagði Sigrún í samtali við Vestfirska frétta- blaðið. "Ætli mig hafi ekki langað til að sjá aðrar og dekkri hliðar á lífinu en þær sem ég var vön. Mig langaði til að kynnast hlutum sem maður sér ekki dags daglega. Og kannski hefur blundað í mér einhver ævintýraþrá. Þetta starf hefur eiginlega opnað fyrir mér nýj- an heim. Ég hef farið að velta fyrir mér hlutum eins og þeim að barn sem fær brotið uppeldi verður naumast heill einstak- linpur." I fyrra tók Sigrún fyrri hluta Lögregluskólans og núna eftir áramótin fer hún í seinni hlut- ann, þannig að brautin er mörkuð. Hún var jafnframt um tíma hjá RLR að kynna sér kynferðisafbrotamál og með- ferð þeirra þar. - Ætli henni finnist starf lögreglumannsins eitthvað frábrugðið því sem hún átti von á þegar hún byrj- aði? "Já. Þetta er rólegra en ég bjóst við. Ég hélt að það væri meira um fjölskylduvandamál, ofbeldi á heimilum og þess háttar sem kæmi til okkar kasta. Mér finnst vera einblínt of mikið á umferðarmálin og annað af því tagi. Ég hélt að það væri fengist meira við málefni fjölskyldunnar. Mér finnst að lögreglan mætti vera í nánari tengslum við fólkið. Auðvitað er ekkert minna um sifjaspell og um ofbeldi á heimilum hér á ísafirði og í kring en annars staðar. Hér er þetta bára svo vel falið. Hér koma þessi mál sjaldan inn á borð til okkar. Mér finnst að það mætti opna umræðuna um þessi mál hér eins og annars staðar og reyna að aðstoða fólk út úr þessu. Ég er hrædd um að starf barnaverndarnefnda og annarra aðila á þeim vettvangi hér vestra sé dálítið í molum. að ekki sé meira sagt, og ekki nógu góð samvinna við lög- regluna. Mér þykir líklegt að þetta gildi um bamavemdar- nefndir yfirleitt úti um landið, þar sem samfélagið er lítið og erfitt að eiga við þessi við- kvæmu mál, þar sem allir þekkja alla. Það mætti vinna meira út á við, t.d. með því að upplýsa fólk um það hvernig það á að bregðast við og hvert það á að snúa sér. Ég er búin að lýsa yfir áhuga mínum að starfa með barnaverndarnefndinni hér og bíð eftir svari. Þetta eru mál sem ég hef mikinn áhuga á, og mér finnst að lögreglan mætti leggja meiri rækt við að komast í jákvæð tengsl við fólkið og fá þessi mál til meðferðar. Það þyrfti að kynna það miklu betur að lögreglan er til- búin að hjálpa til í þessum efn- um, í málum sem varða ofbeldi gegn börnum og ofbeldi innan fjölskyldunnar, ekki síður en á öðrum sviðum. Ég hef mikinn áhuga á að sérmennta mig í þessum málum, þ.e. í nokkurs konar afbrotafræði, sérstaklega hvað varðar hvers konar "illa meðferð á börnum". Þegar ég var fyrir sunnan fór ég í Stígamót í Reykjavík og sagði að ég hefði sem lög- regluþjónn mikinn áhuga á því að kynna mér þessi mál og hygðist vinna við þau í fram- tíðinni. En mér fannst eins og þær tækju mér ekki vel. Ég bauðst til að aðstoða þær í þeirra starfi úti á landi, en ég hef ekkert frá þeim heyrt. Ég veit ekki hvort það er af því að ég er ekki fórnarlamb og þær haldi að enginn geti unnið við þetta án þess að vera það, eða hvort það er af því að ég er lögregluþjónn. Mér finnst þær einblína nokkuð mikið á að eingöngu fórnarlömb geti unn- ið við þessi mál. En það er alls ekki þannig. Ég held að Stíga- mótakonur, sem hafa unnið frábært starf, þurfi að opna umræðuna meira og forðast Flóki hf. á Barða- strönd gjaldþrota - heimamönnum finnst þeir hafa verið settir út á klakann Flóki hf. á Brjánslæk hefur verið tekinn til gjaldþrotaskipta að beiðni stjórnar fyrirtækisins. Heildarskuldir rnunu nema um 100 milljónum króna og eru helstu kröfuhafar Landsbanki Islands, Byggðastofnun og Fiskveiðasjóður. Fyrirtækið hefur verið lokað síðan í júlí í sumar en búist hafði verið við að það opnaði með haustinu eins og venja hefur verið til. Vitað var að erfiðleikar væru hjá Flóka hf. en enginn bjóst við að til gjaldþrots kæmi, m.a. vegna þess að fyrirtækið var nýkomið úr fjármálalegri end- urskipulagningu og var hlutafé aukið og skuldir afskrifaðar. Barðastrandarhreppur lagði fram í því sambandi 8 milljónir króna sem hlutafé og fékkst féð að láni hjá Byggðasjóði vísi- tölutryggt á 5% vöxtum til 8-10 ára. Hjá 180 manna sveitarfé- lagi er ljóst að það getur ekki staðið undir vöxtum og afborg- unum af láninu án að það komi verulega niður á öðrum fram- kvæmdum þess. 15-25 manns hafa að jafnaði unnið hjá Flóka hf. og er það obbinn af verkafólki í hreppn- um. Fyrirtækið annaðist vinnslu á hrefnu þar til hrefnu- veiðar voru bannaðar og fór þá út í skelfiskvinnslu. Einnig var þar stunduð rækjuvinnsla um tíma og keypt til hennar tæki. Hreppsnefndarmenn vanhæfir? Einn viðmælanda blaðsins vestra sagði að framlag hreppsins hefði verið ákveðið á hreppsnefndarfundi 17. maí 1991 og tveir hreppsnefndar- menn af fjórum sem greiddu um það atkvæði hefðu að öllum líkindum verið vanhæfir vegna þess að þeir eru eigendur að Flóka hf. Einn hreppsnefndar- maður greiddi atkvæði á móti. Samþykkt hreppsnefndarinnar var skilyrt með því að Flóki hf. yrði gerður að almennings- hlutafélagi. Togarinn gerður út frá Skagaströnd í tengslum við Flóka hafa verið rekin tvö útgerðarfyrir- tæki, Bjargey hf. sem rekur samnefndan bát og Barð- strendingur hf. sem á og rekur togarann Guðmund Guðjóns- son og töldu Barðstrendingar að hann ætti að renna stoðum undir atvinnulífið í hreppnum. Þegar hann var keyptur var 70 tonna bátur, Ingibjörg BA, úr- eltur upp í togarakaupin og var það framlag byggðarlagsins. Togarinn er nú gerður út frá Skagaströnd en er skráður í Barðastrandarhreppi. Viðmæl- andi VESTFIRSKA á Barða- strönd sagði að heimamönnum finnist þeir hafa verið notaðir og síðan skildir eftir á köldum klaka. —GHj. Frá Tónlistarskóla ísafjarðar: Opið hús í tilefni af íslenska tónlistardeginum verður OPIÐ HÚS í Tónlistar- skólanum laugardaginn 31. október kl. 13—17. Tónlistarflutningur: Kl. 13.30 Blásaranemendur Kl. 14.30 Fiðlu- og gítarnemendur Kl. 15.30 Píanó- og harmónikunemendur Léttar veitingar verða seldar til styrktar byggingu tónlistarhuss. Aðalfundur Styrktarsjóðs husbyggíngar Tónlistarskóla Isafjarðar Aðalfundur Styrktarfélags húsbyggingar Tónlistarskóla Isafjarðar verður haldinn fimmtudaginn 5. nóvember kl. 20.30 í Húsmæðraskólanum. Stjórnin.

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.