Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 29.10.1992, Blaðsíða 4

Vestfirska fréttablaðið - 29.10.1992, Blaðsíða 4
Fimmtudagur 29. október 1992 VESTFIRSKA J FRÉTTAB LAÐIÐ VIDEO ÓGNAREÐLIÐ KOMIÐ! í þessari heimsfrægu kvik- mynd fer Michaei Douglas með hiutverk rannsóknarlögreglu- manns sem er falið að rannsaka mjög kaldrifjaö morð. Rithöf- undur nokkur (Sharon Stone) er sterklega grunuð um að vera morðinginn og því fer rann- sóknarlögreglumaðurinn á hennar fund. Þvert gegn vilja sínum verður hann ástfanginn af henni og þrátt fyrir að sífellt komi fram nýjar vísbendingar um sekt hennar tekur hann ekki mark á fieim og tengist henni æ sterkari böndum. Án þess að hann geri sér grein fyrir leggur hann líf sitt í hættu í hvert skipti sem hann hittir hana. it* <u vtoxjvm. K W.tM» „Z? Safc-SWi Mr. og Mrs. Bridge Þetta er hjartnæm og áhrifa- rík mynd þar sem hjónin og Óskarsverðlaunahafarnir Paul Newman og Joanne Woodward eru framúrskarandi í hlutverki hjóna. Árió 1917 snýr lögfræð- ingurinn Walter Bridge heim frá skotgröfum Evrópu og gift- ist unnustu sinni í Kansas City. Fjölskyldan lifir eftir boðorðum hr. Bridge sem heldur uppi járnaga. Þegar börnin vaxa úr grasi kemur harðneskja Walters í veg fyrir að hann tjái þeim ást sína. Þaö er ekki fyrir en hús- bóndinn veikist alvarlega að hann gerir sér grein fyrir hve heitt hann elskar fjölskyldu sína. Glettin og áhrifarík mynd um fjölskyldu sem stendur saman í blíðu og stríöu. » <» ‘Á KX1M *VH A VSV' fy-U. JONNE newwan wodcward ii%.: i ánsy nd movsrg ik* «d ftoodmrd arear mmq doéle JR VIDEO Mánagötu 6 ® 4299 UPPSKRIFT I VESTFIRSKA frá Báru Þóröardóttur Pottréttur - kryddsterkur og bragðgóður 2 stórir laukar 3-4 hvítlauksrif 1 msk smjör 2 msk gott karrí 12 kg innanlærisvöðvi (lamba eða nauta) 2 msk smjör 2 tsk nautakjötskraftur (duft) 1 tsk svartur pipar 5 dl rjómi sósujafnari eftir smekk Saxið laukinn og hvítlaukinn smátt. Bræðið smjör í potti og mýkið laukana f smjörinu. Stráið karrí yfir laukinn og hrærið vel saman. Skerið kjötið í teninga. Bræðið smjör á pönnu og brúnið kjötbitana vel á öllum hliðum. Best er að gera það í áföngum því ef allt kjötið er sett á pönnuna í einu myndast of mikið soð og kjötið sýður í stað þess að verða stökkt. Takið kjötbitana af pönnunni og setjið þá í pottinn með lauknum og hrærið vel saman. Kryddið með kjötkrafti og pipar, hellið rjómanum yfir kjötið og látið sjóða við meðal- hita í nokkrar mínútur. Hrærið vel í á meðan. Þykkið sósuna eftir þörfum með sósujafnara. Berið réttinn fram sjóðheitan í fallegum potti með eftirfarandi meðlæti: Ómissandi meðlæti 10 dl soðin hrísgrjón, kæld 1 lítil gúrka, smátt söxuð 1 mangóávöxtur, skorinn í teninga 150-200 g salthnetur Bára Þórðardóttir. 1 gul og I rauð paprika í sneiðum mandarínur í bátum, mega vera úr dós 2-3 bananar í sneiðum 2 dl kókosmjöl 1 krukka mango chutney Frosin ávaxtaterta 1 pakki makkarónukökur sém' eftir smekk 2-3 bananar 100 g döðlur 100 g suðusúkkulaði 25 g valhnetukjarnar 1 heildós jarðarber (safinn síaður vel af) 2-3 kiwiávextir 4 I rjómi, þeyttur Myljið makkarónukökurnar og setjið í stórt kringlótt form. Hellið sém'inu yfir. Skerið bananana í litla bita og saxið döðlurnar, suðusúkkulaðið og valhnetukjamana smátt. Dreifið þessu yfir makkarónukökumylsnuna. Setjið svo jarðarberin yfir. Setjið álpappír yfir kökuna og frystið hana í a.m.k. 3 tíma. Takið kökuna úr frysti 2 klst. fyrir framreiðslu. Skreytið kökuna með kiwi- sneiðum og þeyttum rjóma. Ég skora á Margréti Ósk Jónsdóttur, Skipagötu 4, að leggja til uppskrift í næstu viku. GOD RÆKJUVEIÐI I DJUPINU Góð rækjuveiði hefur verið í Isafjarðardjúpi frá því rækju- veiðamar hófust í síðustu viku. Um 30 bátar stunda veiðarnar og er rækjan stór og falleg. VESTFIRSKA hringdi í Guð- mund Jakobsson, skipstjóra á Neista IS-218, þar sem hann var að veiðum t Alnum fram af Skötufirðinum um miðjan dag í gær (miðvikudag) og spurði hann um veiðamar. "Ég kastaði fyrst í morgun fram af Arnar- nesinu og dró þar inn kantinn og fékk enga rækju. Það voru nokkrar kalýsur í. Svo dró ég fram í Alinn og er búinn að hífa 400 kg hal af þokkalegri rækju. Ég held að það sé bara þokka- leg veiði hér eða mér finnst það þegar menn eru að fá upp í tonn í hali. Það er vælutónn í þeim sem eru í Jökulfjörðunum og það hefur nú ekki verið nein kraftveiði þar. Við vorum með þetta tvö og tvö og hálft tonn á dag þar og fannst það lítið. Það var tregt þar í gær. Eitt og hálft tonn var skást og niður í 300 kg. Aðalveiðin hefur verið norður af Vigur, bæði í kantin- um og í Álnum. Marglyttan hefur minnkað og sjáum við eina og eina núna. Það var mikið af henni héma fyrstu dagana og erfitt að eiga við þetta. Það var góð veiði héma í Álnum í gær, mér heyrist það á bátum, upp í þrjú og þrjú og hálft tonn. I augnablikinu eru sjö bátar hér í kringum mig á þessu svæði. Þetta er ekkert slæm veiði, en það má segja að svæðið er ekki stórt, sem mokveiði er á", sagði Guð- mundur Jakobsson á Neista ÍS- -218. -GHj. Rjúpnaskyttur láta dólgslega: Bóndi sem hugar að fé sínu krafinn um skilríki Fyrir skömmu gekk Kristján Steindórsson, bóndi á Kirkju- bóli í Langadal í Djúpi, fram t' Langadal að huga að fé. Þegar hann kom fram undir svo- nefndan Fylsdal, sem er afdalur vestur úr Langadal, mætti hann tveimur ókunnugum mönnum sem voru að koma ofan af dalnum. Voru þeir með byssu, þrjár rjúpur og hund. Kristján átti ekki von á neinum manna- ferðum á landi sínu og spurði hverjir mennirnir væru og hvaðan þeir væru og hver hefði leyft þeim að skjóta á hans landi. Sögðu þeir honum ekki koma það við. Þegar svo Krist- ján fór að finna að við þá að þeir væru með hund í kringum fé hans vildu þeir fá skilríki sem sönnuðu það að hann ætti þetta land frekar en einhver annar. Hann bauð þeim þá heim að Kirkjubóli þar sem hann kvaðst geta sýnt þeim skilríki uppá að hann væri landeigandi. Deilan óx orð af orði og ekki náðist nein niðurstaða í málið. Sögðu skyttumar að lokum að bændur ættu Ekki að vera að kvarta því kaupstaðabúar jysu ekki í þá svo litlum peningum. Þegar svo Kristján benti skyttunum á hvað væri hans land, vestan við Langadalsána, þá bentu þeir honum á fé sem var innan við Bakkasel í landi Fremri-Bakka og spurðu hver ætti það. Kristján kvaðst eiga það. "Þú leyfir þér að beita því á annarra land", sögðu skyttur þá. "Ég hef nú umráðarétt yfir því á vissan hátt", sagði Krist- ján. Engu tauti kom Kristján við þessar óþekktu rjúpna- skyttur og skildi með þeim þama á dalnum. Kristján sagði í samtali við VESTFIRSKA að þó hann rækist á rjúpnaskyttur sem villst hefðu inn á hans land léti hann menn afskiptalausaef þeir væm kurteisir og bæðust af- sökunar. Hann sagði að sér væri illa við að menn væru með hunda innan um fé hans. Lág- markskurteisi væri að biðja landeigendur um leyfi til að veiða á landi þeirra. Blaðið tekur undir þetta með Kristjáni og þykir það ekki sæma rjúpnaskyttum að koma fram við bændur eins og tví- menningarnir í Fylsdal komu fram við hann á dögunum. Menn eiga að koma fram af kurteisi og virða rétt landeig- enda og ekki vaða um lönd þeirra leyfislaust. -GHj. Sprenging á Suður- eyri Seinni hluta laugardags- ins þegar Súgfirðingar lögðu upp í gönguferð í tilefni af göngudegi fjöl- skyldunnar var verið að brenna rusli frá Freyju hf. á plani rétt innan við hús Orkubúsins, um hálfan km innan við Suðureyri. Þar tíðkast að einstaklingar og fyrirtæki brenni sorpi. Þegar svo gönguhópurinn var kominn töluvert inn fyrir planið kvað við gífur- leg sprenging, svo öflug að fólk sem var inni í húsum á Suðureyri þusti til dyra að athuga hvað væri á seyði. Daginn eftir þegar bálið var slökknað fann Sturla Páll Sturluson, héraðslög- regluþjónn á Suðureyri, tvo 13 kg gaskúta í brunaleif- unum. Hafði annar oltið út úr bálinu og ekki náð að hitna, en hinn hafði sprungið. Talið er að þessir kútar hafi komið upp úr Sigurvoninni og lent sam- an við ruslið. Sturla Páll sagði í sam- tali við blaðið að fólk ætti ekki að brenna rusl á þess- um stað og allra síst því sem stafar sprengihætta af. - GHj. Sunnu- kórinn til Dan- merkur í vor - nýir félagar velkomnir Vetrarstarf Sunnukórsins á ísafirði er hafið. Aðalvið- fangsefni kórsins verður ferð til Danmerkur að vori. Æfingar eru byrjaðar og er æft í Tónlistarskólanum á þriðjudagskvöldum kl. 20.15. Það er alltaf nóg pláss fyrir nýja félaga og eru þeir velkomnir. Þeir sem hafa á- huga hafi samband við Reyni f síma 3155 eða 3016, Margréti í síma 4210 eða Rebekku í síma 4047. (Frá Sunnukórnum). ÆueiíýsimeaiR 06 bsærw SÍfRjl 4011 DCSÍifjllRSiea ifRiÉcoeosjis

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.