Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 29.10.1992, Blaðsíða 5

Vestfirska fréttablaðið - 29.10.1992, Blaðsíða 5
VESTFIRSKA FRÉTTABLAÐIÐ ^^^^^^^^^^^^^^immtudagur29^któbe^992 5 Minnihluti hrepps- nefndar Súðavíkur hrepps kærir meiri hlutann fyrir valdniðslu -Kæran áfellisdómur um vinnubrögð minni - hlutans, segir oddviti mmmm, m/mi mmm Minnihluti hreppsnefndar Súðavíkurhrepps hefur kært meirihlutann til félagsmála- ráðuneytisins fyrir valdníðslu og vill einnig fá ráðuneytið til að úrskurða í ýmsum ágrein- ingsmálum milli minnihluta og meirihluta. Minnihlutann skipa þau Heiðar Guðbrandsson og Oddný Bergsdóttir sem kjörin voru af F-lista Umbótasinna. H-listi Oháðra kjósenda fékk þrjá menn kjörna og mynda þeir meirihluta í hreppsnefnd- inni. Fulltrúar hans eru þau Signður Hrönn Elíasdóttir sveitarstjóri, Hálfdán Krist- jánsson oddviti og Elvar Ragnarsson. Þórhildur Líndal, lögfræð- ingur félagsmálaráðuneytisins, staðfesti í samtali við Vest- firska fréttablaðið að kæra hefði borist ráðuneytinu í mörgum Iiðum, þar sem m.a. meirihlutinn er kærður fyrir valdníðslu. Oskað er eftir því að hreppsnefnd Súðavíkur- hrepps sé gert að fara að lögum við stjórn sveitarfélagsins. Sagði Þórhildur meirihlutann verða að skila greinargerð um málið og síðan myndi ráðu- neytið úrskurða í því innan tveggja mánaða. Heiðar Guðbrandsson, hreppsnefndarmaður minni- hlutans, sagði í samtali við blaðið að spumingin væri um meint brot meirihlutans á sveitarstjórnarlögum og snerist málið að m.a. um 80. grein laganna um meðferð fjármuna. "Kæruatriðin eru margvísleg og þetta er nokkuð löng grein- argerð sem við sendum. Þar er á mörgu tekið og óskað eftir því að ráðuneytið athugi málin. Ástæða þess að tekið var á málinu er sú, að fyrir rúmri viku var hengd upp auglýsing um sveitarstjórnarfund. Þar var sérstaklega auglýst að formað- ur hafnarstjómar, Heiðar Guð- brandsson, hefði vanrækt störf sín og yrði sveitarstjóra falið að boða fund í hafnarstjórn. Ritari hafnarstjórnar er Hálfdán Kristjánsson oddviti. Ég sætti mig ekki við þetta og gerði grein fyrir því á hreppsnefnd- arfundi og kemur það fram í fundargerðinni. Síðan boðaði sveitarstjóri til hafnarstjómar- fundar og þar mætti aðeins einn aðalmaður í hafnarstjórn, Hálfdán Kristjánsson oddviti. Þar sem ekki var löglega til fundarins boðað hafði ég ekk- ert til hans að gera, fyrir utan það að ekkert mál lá fyrir hon- um. Síðar þennan dag boðaði ég fund í hafnarstjórn og af- greiddi bréf frá Hafnamála- stofnun og fleiri bréf sem borist höfðu. Á fyrri fundinum var skrifað skeyti til mín og ég á- minntur að halda fund, ella myndi meirihluti hafnarstjórn- ar lýsa á mig vantrausti. Á seinni fundinum fékk ritari hafnarstjórnar að bóka athuga- semdir við störf formannsins. Ég óskaði þá eftir því að sveit- arstjórí gerði grein fyrir störf- um hafnarstjórnar í sumar. Þessu var komið til ráðuneytis- ins eins og það lá fyrir í fund- argerðum. Þegar svo var tekið fyrir í hreppsnefnd að kjósa tvo full- trúa hreppsins á Hafnasam- bandsþing þá beitti oddvitinn sérkennilegum aðferðum til að koma tveimur meirihluta- mönnum á þingið og felldi að formaður hafnarstjórnar færi þangað. Kröfu um hlutfalls- kosningu var synjað. Vald- níðslan felst m.a. í því að við í minnihlutanum óskum að tekin séu upp mál í hreppsnefndinni. Dagskrá er síðan send út og í henni gert ráð fyrir að málin séu rædd. Á fundunum eru síðan greidd atkvæði um það hvort eigi yfirleitt að ræða þessi mál og það fellt af meirihlutanum. Ég hef aldrei heyrt um slík vinnubrögð sem hér eru við- höfð af oddvita. Þetta ástand er búið að vara hér í Súðavík lengur en bara þetta kjörtímabil undir stjórn sama oddvita. Þetta snýst líka um meðferð fjármála. Það var byggður veggur milli leikskólans og húss oddvitans sem kostaði á sjötta hundrað þúsund án þess að nokkur samþykkt væri fyrir því í hreppsnefndinni", sagði Heiðar Guðbrandsson. VESTFIRSKA hafði sam- band við Hálfdán Kristjánsson, oddvita Súðavíkurhrepps, og spurði hann um kæruna. Hálf- dán sagðist ekki ætla að hafa mörg orð um þetta bréf minni- BIFREIÐA- EIGENDUR ATHUGIÐ! Vorum að fá mikið úrval af felgum á japanska bíla. Tilvalið fyrir snjó- dekkin. Verð 1500 - 2000 kr. eftir tegundum. BÍLAPARTASALAN AUSTURHLÍÐ, 601 Akureyri, sími 96- 26512, fax 96-12040. Opið 9-19 og 10-17 laugardaga. hlutans til félagsmálaráðuneyt- isins. "Ráðuneytið á eftir að fjalla um málið og kveða upp sinn úrskurð. En vegna um- mæla sem höfð eru eftir oddvita F-listans er rétt að fram komi, að það er í anda hans sögustfls og verður hann bara að eiga það við sig. Ásökunum um að sveitarstjóri ráðstafi fjármun- um án heimilda eru umræddum hreppsnefndarmanni til vansa. Að öðru leyti vil ég segja það, eftir að hafa kynnt mér efni bréfsins, að það sé frekar áfellisdómur á vinnubrögð minnihlutans, heldur en gagn- rýni á störf meirihluta hrepps- nefndar Súðavíkurhrepps", sagði Hálfdán Kristjánsson. -GHj. Vinnuvélanámskeið á ísafirði Vinnuvélanámskeið var haldið á ísafirði á vegum Vinnueftirlitsins og Iðntæknistofnunar undanfarnar fjórar helgar og útskrifuðust nemendurnir á sunnudaginn. Námskeiðið var bæði bóklegt og verklegt og sóttu það nemendur frá norðanverðum Vestfjörðum eða af svæðinu frá Þingeyri til Bolungarvíkur. Námskeiðið gefur rétt til próftöku á allar gerðir vinnuvéla. Þessi mynd var tekin í útskriftarhófi á Hótel ísafirði á sunnudaginn. Á henni eru, taldir frá vinstri, Jóhann Ólafson, Vinnueftirliti, Guðni Bragason, Jón Ingi Hannesson, Iðntæknistofnun, Viðar E. Axelsson, Ottó H. Vermundsson, Guðmundur M. Karlsson, Birgir Ólafsson, Jónas Lyngmó (situr), Halldór Jón Hjaltason, Ólafur Hjálmarsson, Guðmundur Matthíasson (situr), Sævar Gunnarsson, Guðbjartur Ólafsson, Gunnar Th. Þorsteinsson (situr), Hilmar Gunnarsson, Sigurður B. Guðbjartsson, Elvar Sigurgeirsson, Kristinn Friðriksson, Bjarni Jóhannsson og Unnar Már Ástþórsson. -GHj.

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.