Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 29.10.1992, Blaðsíða 7

Vestfirska fréttablaðið - 29.10.1992, Blaðsíða 7
VESTFIRSKA FRÉTTABLAÐIÐ 29. október 1992 7 Var í skóla veturinn fyrir ferminguna Ég gekk í skóla í Hnífsdal veturinn fyrir ferminguna. Það var enginn skóli handa hrepp- num annarstaðar en í Hnífsdal og okkur var komið fyrir í Búð í Hnífsdal hjá Sigríði Össurar- dóttur. Við höfum verið um þrjátíu börn í bekknum og kennarinn hét Jósefína Bjama- dóttir þegar ég var en hann hét Sæmundur sem var kennarinn hans Sigurgeirs bróur míns. Það var alltaf komið inn með bók sem við lásum í þegar við byrjuðum á morgnana og svo vorum við látin setjast niður í bekkina og þá var okkur hlýtt yfir það sem við áttum að læra heima. Það voru biblíusögur og kverið, það vorum við látin læra alveg utan að. Kverið sem við lærðum var hundrað blað- síður og var kallað Helgakver. Og svo náttúrlega urðum við að skrifa og reikna og okkur var kennd náttúrufræði og landa- fræði, - ég var nú víst bölvaður trassi að læra. En við gerðum okkur þetta allt að góðu, og okkur var kennd líka smá han- davinna. Skipstjórinn keypti beltið fyrir allt sitt lausafé - Hcifðir þú ekki líka lært handavinnu heima? Jú, ég kunni ýmislegt. Ég var látin hjálpa mömmu minni og hún kenndi mér undireins að sauma út. Einu sinni saggði hún mér það að ég ætti að sauma belti fyrir hann pabba minn sem hann gæti notað í vinnu. Hann var svo oft í vinnu hjá Ama Jónssyni. Ef að kom skip með saltfarm eða eitthvað, þá var það vani að Arni Jóns- son sendi alltaf inn í Engidal til pabba míns. Þó fatlaður væri vildi hann fá hann í vinnu. Ég saumaði beltið fyrir hann en mamma mín setti í það millifóður og hún fóðraði það og svo fór hún með það út á ísafjörð og bað Leó söðlasmið að setja á það ól og sylgju og það sem þurfti til að hægt væri að loka því. En svo fór pabbi minn svoleiðis að því, að einu sinni er hann að vinna í saltskipi, þá fór hann með beltið til að það gæti hlíft sér í bakinu. Þá sér skipstjórinn þetta hjá honum, og það var bara útfallið að hann var að þangað til hann gat fengið hjá honum beltið. Hann lét hann hafa gasalega fallega peningabuddu með öllu sem hann átti í. Hvað það var mikið veit ég ekki en það var eitthvað af silfurpeningum. Ég fór að orga þegar hann saggði mér að hann hebði látið beltið. Þá sagðist aldrei sauma aftur fyrir hann belti, því að svo lengi var ég með þetta og var náttúrlega oft bara skömmuð og sagt að koma mér inn til þess að vinna. Þá hef ég verið á níunda ári. Móðir mín átti vefstól og óf falleg efni. Hún óf í allar rekkvoðir, alltsvo sem að núna er kallað lök. Og hún óf teppi, ég á til bót úr smá teppi sem hún óf með salíons vefnaði sem kallað var. Ég óf aldrei en maður prjónaði og ég gat alltaf bjargað mér við að sauma á börnin. Saumaði skyrtur fyrir Arna kaup- mann Þegar ég var sautján ára gömul fór ég á verkstæði út á ísafjörð í þrjá mánuði að læra sauma hjá Málfríði Tómas- dóttur. Ég man eftir þvt að ég saumaði skyrtur fyrir kaup- manninn Arna Jónsson sem höndlaði í Neðstakaupstað. Ég man líka eftir því hvernig vóru pils sem við vorum látnar sauma, en það er jú best að vera ekkert að hæla sér. En ég man það að ég var látin sauma þau. Þetta vóru sfð pils og á þeim voru flauelisbönd, á sumum bara eitt band neðan en á öðrum tvö og jafnvel upp í þrjú. Og þetta var sniðið úr flaueli, og þú getur nærri hvurt ekki hafi þurft vandvirkni til að koma þessu fallega fyrir á pilsinu. Ég man aldrei eftir því að ég þyrfti að taka það upp. Það fór þannig að ég þurtti ekkert að borga fyrir námið en Málfríður sagði við mig, að ef að þú hefur tíma í vor fyrir fer- minguna þá ætla ég að biðja þig, ef ég sé að ég kemst ekki yfir það, að hjálpa mér að eiga við fermingarkjólana. Habði gott af að vera vetrarstúlka Ég var vetrarstúlka hjá Eð- varð heitnum Asmundssyni og Sigríði Jónsdóttur. Þau bjuggu uppi á loftinu í prestshúsinu sem síðar varð, í Pólgötunni. Þá var símstöðin í því húsi og fröken Fjóla var þar með hús- mæðrafræðslu. Ég átti að gera öll eldhúsverk og þrífa, en hús- móðir mín segir við mig: „Heldurðu að þú vildir nú ekki hafa býtti við mig, nú skal ég gera eldhúsverkin fyrir þig ef að þú hjálpar mér við að spinna í náttföt handa börnunum." Jú, jú ég sagði að það væri velko- mið, ég skyldi gera það, en ég myndi nú líka vilja vera með í eldhúsverkunum. Ég gerði þetta og svo fór hún með það til Helgu prjónakonu, - maðurinn hennar var lóðs. Ég habði gott af því að vera vetrarstúlka, því að ég lærði svo margt af henni Sig- ríði. Hún habði oft kostgang- ara. Ég man að Guðmundur Bergsson póstmeistari var svo oft í fæði hjá henni. Hún bjó til svo margbreyttan mat, og svo var oft sem hún tók að sér bakstur. Þá var komið með til hennar hveiti í poka og allt sem þurfti, og hún bakaði fyrir stór- hátíðar eða ef eitthvað var. Ég man eftir Þórunni konu Davíðs Scheving og Kristínu konu Björns Pálssonar og svo Jó- hönnu sem var kaupmaður, hún verslaði beint á móti póst húsinu. Þetta voru allt fínar kökur, gyðingakökur og hálf- mánar og svoleiðis. Glóðabrauð með kartöflum - Hvernig brauð var bakað á þessurn tíma? Það var glóðabrauð sem kallað var. Það var hnoðað og sett í pott sem var vel smurður og svo var látinn pappír ofan yfir og troðið allt í kring. Og svo var honum hvolft ofan í glóð og látin eimyrjan ofan á pottinn svo það bakaðist allt. Þetta var úti í hlóðum og það var haldið heitum hióðunum, alltaf í sólarhring. Þá voru þetta oft svo fallega rauð brauð. En svo eftir að maður fékk góða eldavél þá var þetta bakað í ofninum bara, í boxum. Og á haustin þegar verið var að taka upp kartöflumar, þá voru teknar með kartöflur ef þær voru gasalega smáar og þær saxaðar eða kreistar í sundur og látið saman við rúg- mjölið í brauðið. Þá var það látið í box og látið standa yfir nótt og ekki látið í ofninn fyrr en um morguninn. Grös voru líka stundum notuð í brauð en það var nú lítið eftir að ég fór að búa. Það var ein kona eftir að ég var orðin fullorðin, Fríða kona Olafs Kárasonar, þá spurði hún oft mig: "Ertu hætt að baka glóðabrauð?" Hundrað krónur fyrir ársvist og allt skótau frítt - Varstu víðar vinnu- kona? Nei, ég var beðin að koma í vistir, t.d. vildu Magnús Magnússon kaupmaður og Helga fá mig í ársvist fyrir hundrað krónur og allt skótau frítt. Sigurður Sigurðsson frá Vigur bað um mig líka og ég var beðin að sauma fyrir verslun. En ég varð að hjálpa pabba mínum og mömmu heima eftir að uppeldisbræður mínir fóru hvur fyrir sig að vinna fyrir sér. En svo drukknuðu þeir. Það var svo margur sem fór í sjóinn f gamla daga. Sigurgeir og Magnús drukknuðu báðir. Magnús Björn fórst með Gunnari, skipi sem gert var út frá Asgeirs- verslun sama vorið og hann fór frá pabba og mömmu. Kristín giftist árið 1916 Jóni Magdal Efri og Neðri- Engidalur Jónssyni, en eins og þegar er komiðfram voru þau systkinabörn og alin upp saman að miklu leyti. Þegar þau byrjuðu búskap bjó Guðný amma Kristínar enn sínu búi í Engidal. Fyrstu búskapar- árin var Jón til sjós á ýmsum bátum og í Halaveðrinu mikla var hann á togara. Börn þeirra Jóns eru sex. Sigurgeir bóndi í Engidal er elstur. Nœst er Guðný, en hún veiktist og er nú vistmaður á Kópavogshœli. Þá er Jón leigubílstjóri á Isafirði, Halldórflug- virki býr í Reykjavík. Magnúsína á heima í Engidal ásamt Sigur- geiri og yngst er Magðalena sem er Ijósmóðir á Land- spítalanum. - Var ekki erfitt á þeim tíma að eiga barn sem átti við andlega vanheilsu að stríða ? Það bar svo lítið á því fram eftir öllum aldri. Hún gat alltaf fylgt okkur eftir, ef eitthvað var verið að gera þá gat hún alltaf verið með. Hún varð heldur aldrei fyrir ónotum frá öðrum. Og það ætla ég að biðja þig fyrir, svo indælar kveðjur til allra sem hjá mér hafa verið. Ég var svo lánsöm með alla unglinga sem hjá mér hafa verið, að ég held að enginn hafi verið lánsamari. Við urðum að fá alltaf unglinga til að hjálpa okkur og þetta var allt svo duglegt fólk og var sem eitt af fjölskyldunni. Ég vil gera öllum jafnt, eins þeim sem eru farnir, en ég skal nefna eitthvað að gamni. Ég held að af þeim sem hér eru á ísafirði hafi sá verið fyrstur Guðmundur Agústsson smiður og nú er sonur hans búinn að veraíþrjú sumurhjáSigurgeiri. Óskar Eggertsson kaupmaður var hjá okkur og Vignir Jóns- son. Og Auðunn og Finnur Magni Finnssynir, Finnur Magni var hjá okkur í mörg sumur. Þessi elsku börn voru öll hjá okkur. Það vóru þeir erfíðustu tímar - Hvað voruð þið með stórt bú? Ja það mun alltaf hafa verið rúmt hundrað fjár, og svo þegar mest var vorum við með þrettán, fjórtán kýr, - alveg fullt fjósið. En svo minnkaði þetta allt þegar kom upp taugaveiki og Vilmundur lét setja okkur í sóttkví. Það vóru þeir erfiðustu tímar, þá urðum við að hætta að selja mjólk og selja allar kýmar, og þú getur nærri hvurt það hafi ekki verið erfitt. Allt varð fólkið að fara í rannsókn og aldrei gat hann slegið af. Vilmundur vildi alltaf halda því fram að taugaveikismitið hefði komið upp úr jörðinni þegar grafið var fyrir húsinu okkar sem byggt var árið 1925. Hann hélt sig alltaf við það, en þó fannst aldrei neinn á heimilinu með taugaveikismit. Maðurinn minn var sendur á Þorláksmes- su suður í Reykjavík og þar var hann látinn vera í þrjá mánuði í rannsókn. Og það var aldrei létt neitt undir, það var alveg sama hvurnig um það var sótt að fá þetta eitthvað bætt, það var aldrei hægt. Svo var það ekki fyrr en eftir mörg mörg ár, þá kom taugaveiki upp á Vöðlum í Önundarfirði og þá var það rannsakað og þá kom upp hvur manneskjan var sem hebði verið með smitið. En hún hafði verið á Fossum þegar tauga- veikin kom upp á ísafirði. Það var oft erfitt að fara út á Isafjörð til að láta rannsaka sig, - en sem betur fór, það var Guð sem réði. Og þá var það blessaður Kristján minn Sveinsson sem leysti okkur úr prísundinni. Þá fór maður undireins aftur að auka við búið, en þegar við byrjuðum að búa þá var það alltaf hugsunarhátturinn hjá okkur, að koma jörðinni í sem best gagn sem hægt var. Við byggöuin Iiúmii þai suu þau uu og það var alltaf verið að hugsa um að slétta því þá voru komin verkfæri til þess. - Finnst þér þá ekki erfitt að taka því viðhorfi sem ríkir núna til landbúnaðarins? Jú og það er erfiðast að það er alltaf að minnka sem bóndinn má hafa. - Að lokum, hefðir þú getað hugsað þér að eiga annars konar ævi? Það var einusinni lagt mikið að mér að koma til Ameríku. Þá var hann á fyrsta ári hann Jón, þá kom móður- bróðir minn eftir þrjátfu ár frá Ameríku og hann vildi endilega fá okkur til að fara vestur. En það kom aldrei til. Það kom aldrei til að mig langaði til an- nars en að hugsa um mitt hei- mili. Kristín býður gestum í kafil á afmælisdaginn, sem er næsta fimmtudag, þann 5. nóvember, í matsal sjúkra- hússins frá kl. 15:00. Við þökkum henni spjallið og óskum henni innilega til ha- Kristín og Jón Magdal Hústil sölu Gamla elliheimilið, Mánagötu 5 Til sölu er fasteignin Mánagata 5 (Gamla elliheimilið). Húsnæði þetta er timburhús á tveimur hæðum, byggt 1897, samtals 288 fermetrar að gólffleti og 892 rúmmetrar auk áfastra viðbygginga. Stór lóð, 745 fer- metrar. Húsnæðið er laust nú þegar. Óskað er eftir tilboðum. Áskilinn er réttur til að taka hvaða tilboði sem er eða hafna öllum. Allar frekari upplýsingar eru veittar á bæj- arskrifstofunum. ísafjarðarkaupstaður 27. október 1992. Fjármálastjóri.

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.