Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 05.11.1992, Blaðsíða 3

Vestfirska fréttablaðið - 05.11.1992, Blaðsíða 3
VESTFIRSKA FRÉTTABLAÐIÐ J^^^^^^^^^^^^^^^^immtudagur^5MTÓvembcM992 3 Barnaafmæli mel ýmiskonar góá§æti - þar sem böm með eggjahvTfuofnæmi geta borðað af öll- um sortum eins og aðrir Hér er Guðný Ósk alveg niðursokkin í baksturinn (myndin er tekin þegar hún var fimm ára). Pabbi hennar tekur líka þátt í bakstrinum af lífi og sál þegar hann er í landi og býr til allskonar myndir úr deiginu. Sumt fólk er haldið ofnæmi fyrir hvítu (eggjahvítuofnæmi) og getur ekki borðað egg og ekkert sem egg eru í, og ekki fisk, án þess að veikjast hast- arlega. Þetta þýðir t.d. að ekki má borða venjulegar kökur, og fyrir böm er það auðvitað sér- lega bagalegt, einkum í af- mælum. A Isafirði eru nokkur böm með eggjahvítuofnæmi og nokkur til viðbótar sem við vitum um í öðrum byggðarlög- um á norðanverðum Vest- fjörðum. A meðal þeirra er Guðný Ósk Þórsdóttir, átta ára stúlka sem á heima að Seljalandi 15 á ísafirði ásamt foreldrum sín- um og tveimur systrum. Móðir hennar er Álfhildur Jónsdóttir og hefur hún látið okkur í té nokkrar góðar uppskriftir, sem saman geta þakið dýrlegt veisluborð — góðgæti fyrir alla, hvort sem þeir eru með eggjahvítuofnæmi eða ekki! XV' VV' VVV vw XV Súkkulaðikaka 6 dl hveiti 4 dl sykur 3 msk kakó 3 tsk lyftiduft 2 msk vanilludropar mjólk 100 g brætt smjörlíki Allt sett í skál og hrært í stuttan tíma, haft frekar þunnt. Bakað við 180 °C í 15-20 mínútur. Passar í tvo botna eða eitt myndaform. W VVV XV XV’ XV' Krem á súkkulaði- kökuna 125 g smjörlíki 300 g flórsykur 2 msk kakó 2 msk vanilludropar kalt kaffi eftir smekk Skreytt með allskonar sæl- gæti sem er eggjalaust. .VX' \vv \vv XV XV' Ömmu Tótlu nammi 250 g brætt Palmín V2 stór pk comflakes 100 g kakó 225 g flórsykur 1 tsk vanilludropar Allt hrært saman og sett í muffinsform. Hlaup 1 pk hlaup (jarðarberjahlaup er vinsælast). 1 dós niðursoðnar perur. Perunum er raðað í skál. Hlaupið er lagað eins og sagt er á pakkanum og því hellt yfir perumar og látið storkna. XV XV' XV' VV' vx Eplakaka 225 g smjörlíki 225 g sykur 300 g hveiti 4-6 afhýdd epli kanelsykur Hafið smjörlíkið vel lint, en ekki brætt. Setjið sykurinn út í og hrærið svolítið. Síðan hveit- ið og hrærið svolítið. Deigið verður eins og litlar kúlur. Helmingurinn er deiginu er settur í form, helmingnum af eplunum er raðað ofan á og kanelsykri stráð yfir. Afgang- inum af eplunum raðað og kanelsykri stráð yfir. Hinn helmingurinn af deiginu settur yfir. Bakað í 45 mínútur við 150 °C. Síðan haldið í 180-190 °C í 15-20 mínútur. Borið fram heitt með þeyttum rjóma eða vanilluís. XV' XV' \vv xv xv Þessi mynd var tekin af afmælisborðinu þegar Guðný Ósk varð sex ára... Salat og Ritzkex V4 1 þeyttur rjómi V2 dós bl. ávextir súkkulaðispænir Borið fram með Ritzkexi. XV XV' XV' \VV XV Heilsubollur 1 dl volgt vatn 1 dlmjólk 2V2 tsk þurrger 1 msk matarolía V2 tsk púðursykur 2V2 dl heilhveiti 1/2 dl hveiti V4 tsk salt Hnoðað og bollumar mótað- ar og látnar hefast í 15-20 mín- útur. Bakaðar við 180 °C í 10- 12 mínútur. Borðaðar heitar með smjöri og osti. Verði ykkur að góðu og til hamingju með afmælið! ...og þessi þegar hún varð sjö ára. TIL SÖLU Til sölu er einbýlishúsið að Fagraholti 12 á ísafirði. Upplýsingar gefur Kolbrún í síma 3069 á kvöldin. Djasskvöld á lauáardagskvöld Þátttakendur á djassnámskeiði Tónlistarskólans 02 nokkrir af bestu díassleikurum landsins auk Paul Weeden sítarleikara. Matur f ramreiddur frá k(. 19.00. Pantið borð tímanlefia. Verið velkomin. Hótel ísafjörður. Félagar í Norræna félaginu! Munið helgarferðir til höfuðbarga Norðurlandanna. Verðið á jólaferðunum er komið. Pantið strax. Norræna upplýsingaskrifstofan, ísafirði, sími 3333 og 3722. V_______________________________________J

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.