Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 12.11.1992, Qupperneq 1

Vestfirska fréttablaðið - 12.11.1992, Qupperneq 1
Símsvari lögreglunnar er 4764: Dópsíminn lítið notaður enn sem komið er Hluti tækja og tóla til fíkniefnaneyslu, sem lögreglan á ísafirði hefur lagt hald á gegnum tíðina. Á borðinu er einnig hassmoli og góður skammtur af amfetamíni. Meðal efnis í blaðinu í dag: Hlíðarskjóls- málið -bls. 8 Skálmöldin á Flateyri - bls. 5 Leyndarmálið um seiðardrápið - bls. 6 Heimsókn í Grunnskólann í Reykjanesi - bls. 3 Veiðifálkarækt auk æðarræktar í Þernuvík? - bls. 4 Vestfirðingar sviknir um Gilsfjarðarbrú? - sjá baksíðu Að sögn Jónmundar Kjart- anssonar, yfirlögregluþjóns á Isafirði, hafa komið gagnlegar upplýsingar inn á símsvara lögreglunnar á Isafirði, sem ætlaður er til að taka á móti til- kynningum frá almenningi um fíkniefnamál, en engar sem hafa leitt til að nein fíkniefna- mál hafi verið upplýst. Aðal- lega hafa komið upplýsingar um fíkniefnaneyslu inn á sím- svarann. "Við viljum hvetja fólk til að hafa samband við okkur", sagði Jónmundur, "eða við símsvarann ef einhverjum finnst þægilegra að tala við inn á hann. Ef hins vegar fólk vill tala við Iögregluna og halda því leyndu, er nóg að tala við einn lögreglumann. Reglurnar eru þær að ef einhver gefur "tips" eða ábendingu er viðkomandi aldrei nafngreindur og við- komandi lögreglumaður segir ekki félaga sfnum hver gaf upplýsingarnar. Ef það sem okkur er sagt á við rök að styðjast, þá er lögreglan hinn raunverulegi kærandi í málinu ef ábendingin leiðir til þess að mál komi upp. Ef einhver segir okkur að einhver sé með efni eða að fá efni að sunnan, þá er það aðalatriðið fyrir okkur að fá að vita þetta þegar það er að gerast. Það er of seint að fá upplýsingamar eftir á, um að einhver hafi verið að reykja hass fyrir þremur vikum, ef málið á að upplýsast. Sá sem hringdi hefur e.t.v. óskað nafn- leyndar og þá er ekki hægt að nota hann sem vitni í því. Samt er vissulega gagnlegt að fá allar upplýsingar, sagði Jónmund- ur." "Fólk getur ekki alltaf stað- fest sínar upplýsingar, en hefur grun og lætur okkur vita. Þá reynum við að kanna málið eins varlega og við getum, ef við teljum upplýsingamar ekki tryggar. Ef einhver lýgur að okkur vísvitandi og við vitum hver hann er, þá verður hann fyrir barðinu á okkur. Ef við vitum hver hann er og upplýs- ingamar eru ósannar, reiknum við auðvitað með því að hann hafi ekki vitað betur og gert þetta í góðri trú og aðhöfumst ekkert. Við gætum fullrar nafnleyndar og fulls trúnaðar", sagði Jónmundur. VESTFIRSKA vill hvetja fólk til að gefa upplýsingar til lögreglunnar ef það veit um fíkniefni í umferð. Símsvarinn sem fólk getur talað inn á og sagt til nafns eða látið það vera hefur númerið 4764 og að sjálfsögðu verður að velja 94 á undan ef viðkomandi er ekki á svæðinu. Símsvarinn er á vakt allan sólarhringinn. -GHj Tíræðisafmæli Þessa mynd tók Inga Dan á fimmtudaginn í síðustu viku, þann 5. nóv., á tíræðisafmæli Kristínar G. Magnúsdóttur í Efri-Engidal. Kristín er hér ásamt þremur afkomendum sínum í afmælisveislunni, sem var mjög fjölsótt. PÓLLINN HF. ® 3092 Sala & þjónusta © Rafþjónusta Raftækjasala Rafhönnun Rafeindaþjónusta Siglingatæki Kælitæki PÓLLINN HF Nóvembertilboð JfiPIS í FULLU GILDI í PÓLNUM, NEMA HVAÐ? ÓTRÚLEQT VERÐ - VERTU HfiQSÝNN IFIMMTUDAGUR12. NÓVEMBER1992 38. TÖLUBLAÐ • 18. ÁRGANGUR SÍMI94-4011 • FAX 94-4423 VERÐ KR. 150 Broddaneshreppur: Að sögn Þórhildar Líndal, lögfræðings í félags- málaráðuneytinu, er úrskurður ráðuneytísins um lög- mæti hreppsnefndarfundar, semfjallað hefurverið um hér í blaðinu, væntanlegur nú öðru hvoru megin við helgina. Sigurkarl Ásmundsson, skólabílstjóri við Broddanesskóla, kærði hreppsnefndina til ráðuneyt- isins í haust vegna fundar þar sem ákvörðun var tekin ur hans hlaut starfið með atkvæði tengdaföður síns. Líklegt má telja að ráðuneytið úrskurði fundinn ólög- mætan og verði að taka ráðningarmálíð upp aftur á fundi hreppsnefndar. þar sem leitað verður svara við spurníngunni "Hvers vegna er verðlag svo hátt á Vestfjörðum? Frummælendur verða úr hópi kaupmanna, neyt- enda og annarra sem málið varðar, og síðan verða pallborðsumræður undir stjórn Finnboga Hermanns- sonar. Fundurinn hefst kl. hálfníu og eru allir vel- komnir. ("hraunhvörf") Halldór Asgeírssgn opnar myndlistarsýningu í Gallerí Slunkaríki á Ísafirðí á laugardaginn, þann 14. nóvember kl. 16. Á sýningunni eru myndverk gerð úr bræddu hraungrýti. Þetta eru litlar furðumyndír sem festar eru beint á veggina og eru bræddar úr hraun- steini sem hangir úr loftinu í miðjum salnum. "Hraunhvörf" kallar Halldór þessa aðferð er hann hitar hraunið upp að bræðslumarki og það umbreytist í svartan glerung, ekki ósvipaðan hrafntinnu. "Hraunhvörf" eru í raun og veru lítil persónuleg eld- gos. Einnig eru til sýnis tvær bækur eftir listamanninn, gerðar með bleki og vatnslitum. Sýningin stendur til 6. desember og er opin kl. 16-18 fimmtudaga til sunnudags. FLUGFELAGIO ERNIR P ÍSAFIROI Sími 94-4200 Daglegt áætlunar- flug um Vestfirði. Leiguflug innan- lands og utan, fimm til nítján far- þega vélar. Sjúkra- og neyðarflugsvakt allan sólarhringinn

x

Vestfirska fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.