Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 12.11.1992, Blaðsíða 3

Vestfirska fréttablaðið - 12.11.1992, Blaðsíða 3
IV ESTFIRSK/ 1 I FRÉTTABLAÐIÐ 1 Fimmtudagur 12. nóvember 1992 3 Heimsókn i Grunnskólann í Reykjanesi Sl. föstudag fór VEST- FIRSKA í heimsókn í Grunn- skólann í Reykjanesi. Bömin voru í síðustu kennslustund fyrir helgarfrí og eftir að þau höfðu borðað hádegisverð fóru þau öll heim til sín. Flest fóru á bfl en tveir drengir, þeir Magnús og Snorri Salvarssynir frá Vigur, fóru með Fagranes- inu eins og gefur augaleið. Norðaustan rok var á og háfjara svo að skipið komst ekki upp að bryggjunni í Reykjanesi og þurfti því að sigla fyrir nesið og inn að laxeldisstöð Islax hf. og setja þar út gúmbát og sækja strákana. Gekk það mjög vel. „Við þurfum oft að fara út í Fagranesið í gúmbát þegar það er mjög vont veður. Stundum er slarksamt en við búunt í eyju og erum vanir að fara á sjó. Við komum aftur í skólann á þriðjudaginn eftir helgarfríið sem við fáum aðra hverja helgi", sögðu Vigurstrákamir og stukku um borð í gúmbátinn í öruggar hendur þeirra Andr- ésar Hermannssonar og Krist- jáns Lyngmó. Karlarnir óðu upp að geirvörtum út með bát- inn og héldu út í Fagranesið með strákana í builandi ágjöf. KR- ingur í Reykjanesi Þorkell Þorkelsson, 11 ára sonur Þorkels skólastjóra, býr nú í Reykjanesi ásamt foreldr- um sínum, og sagðist hafa átt heima þar fyrstu þrjú ár ævi sinnar. Síðan hafi hann búið fimm ár í Reykjavík og nú sfð- ustu þrjú árin í Reykjanesinu. „í Reykjavík var ég í Granda- skóla. Munurinn á að vera þar og hér er sá, að í Reykjanesi get ég alltaf farið í sundlaugina og leikfimisalinn, alveg eins og mér sýnist. Það er miklu skemmtilegra að vera hér. Ég er alveg rosalegur KR-ingur og það eina sem ég sakna úr Reykjavík er fótboltinn og að María Heba systir skuli ekki vera hér, en hún er í Verslun- arskólanum. Krakkamir hérna koma stundum með mér í fót- bolta. Mér finnst skemmtilegt í skólanum og finnst mest gaman í reikningi og íþróttum, en mér finnst ekkert mjög gaman í stafsetningu. Ég vil bara vera hérna sem lengst", sagði Þorkell. Tilhögun skólastarfsins f spjalli við Vestfirska sagði Þorkell börnin alltaf fara heim annan hvern föstudag og koma aftur í skólann um hádegi á þriðjudegi og væru þau því 10 daga í skólanum og 4 daga heima. Börnin eru frá sjö ára aldri og upp í fjórtán ára og em fimmtán alls. Sjö ára börnin og níu ára bömin eru í skólanum sitt tímabilið hvert og því em þau ekki alltaf öll í skólanum. „Áður fyrr byrjaði skólganga barna í Djúpi ekki fyrr en um 10 ára aldur. Hefðbundinn skóladagur hefst á því að eldri bömin eru vakin kl. 7.40 og fyrsta kennslustund byrjar kl. 8. Yngri bömin eru vakin kl. 8.30 og morgunmatur er kl. 8.40. Síðan er kennsla sam- kvæmt stundaskrá fram að há- degi og þá er matur. Síðan skiptist á kennsla og gæslu- vaktirtilkl. 16. Þá er lestími þar sem kennarar aðstoða við heimanám fram til kl. 17 eða 17.30. Eftir það er frjáls tími fram að kvöldmat kl. 18.45 og á kvöldin er kennari með þeim og aðstoðar þau í félagslífi eða á bókasafni. Kvöldkaffi er um tíuleytið og uppúr því fara þau í rúmið, í síðasta lagi um ell- efuleytið. Um helgar þurfum við að aka börnunum út í Hvítanes og inn í Hafnardal. Það er lengst í báðar áttir og svo fara böm úr á leiðinni á aðra bæi. Þær helg- ar sem bömin eru í skólanum er kennt fram að hádegi á laugar- dögum. Þá er lestími eftir há- degið í eina klst. Þá fara þau í að taka til í herbergjum sínum, skúra og gera fínt hjá sér, eftir því sem þurfa þykir. Eftir kl. þrjú er alveg frjálst hjá þeim. Sunnudagurinn er eini dagur- inn sem þau fá að sofa út. Þá em þau yfirleitt komin snemma á fætur og vakna sjálf. Oft á tíð- um fá þau að horfa á myndvarp og gera það sem þeim dettur í hug. En auðvitað er kennari á gæsluvakt með þeim", sagði Þorkell. Mistök að loka Héraðs- skólanum VESTFIRSKA spurði Þor- kel hvort hann saknaði Héraðs- skólans, en þetta er annað árið sem hann starfar ekki, sam- kvæmt ákvörðun menntamála- ráðherra. „Ég tel að það hafi verið mikil mistök að loka Héraðsskólanum og hann á fullan rétt á sér. Ég held að það sé bara spurningin hvort menn viðurkenni mistök sín og leið- rétti þau. Auðvitað sakna ég hans og vona að hann verði opnaður aftur", sagði Þorkell. GHj. Kristján Lyngmó klæöir Magnús Salvarsson frá Vigur í björgunarvesti og Snorri situr frammí kominn í sitt vesti. Andrés dregur bátinn rösklega fram á meðan. Kristján setur í gang og Andrés heldur við. Komið í gang og Andrés klifrar um borð og Kristján hjálpar honum innfyrir. Aftökulisti ríkisstjórnarinnar: Djúpavík er sjávarútvegspláss! - enda þótt hafi aöeins tvær fullorðnar manneskjur fasta búsetu Komið í land úr Fagranesinu og Vigurstrákarnir bíða í bíl Þorkels Ingimarssonar skólastjóra á meðan. í ræðu sinni á aðalfundi LÍÚ á dögunum taldi Þorsteinn Pálsson sjávarútvegsráðherra upp fjölmörg sjávarútvegspláss á Islandi sem myndu hrynja ("aftökulistinn") ef gjaldþrota- stefnu ríkisstjórnarinnar yrði fylgt. Þar á meðal var Djúpavík á Ströndum. Oneitanlega veltu ýmsir fyrir sér hvernig útgerð og fiskvinnslu þar muni háttað á Djúpuvík því aðeins tvær fullorðnar manneskjur hafa þar fasta búsetu. VESTFIRSKA hafði samband við Evu Sigur- björnsdóttir, hótelstýru á Djúpuvík, og innti hana frétta af útgerð og fiskvinnslu þar í „plássinu". „Héðan róa fjórar trillur og einn 20 tonna bátur á sumrin, frá því í apríl og fram á haust", sagði Eva. „Þá eru hér um 20 manns á staðnum í kringum þetta ef allt er talið, bæði til sjós og lands. A.m.k. helmingur tekna okkar kemur frá sjávar- útvegi. Hluti þorskaflans er saltaður hér á staðnum í fisk- verkun Lýðs Hallbertssonar og hluti fer suður á fiskmarkað. Grásleppukarlarnir salta hrognin sín sjálfír, hver fyrir sig", sagði Eva Sigurbjöms- dóttir. -GHj. í teikningu hjá Gunnþóru H. Önundardóttur. Fremsta röð frá vinstri: Hilmar Gunnarsson, Hrafnabjörgum, Magnús Salvarsson, Vigur, Áslaug Torfadóttir, Botni, Bergþóra Jónsdóttir, Birnustöðum, og Halla María Halldórsdóttir, Ögri. Önnur röð frá vinstri: Snorri Salvarsson, Vigur, Þorkell Þorkelsson, Reykjanesi, Páll Reynisson, Hafnardal (Palli átti afmæli þennan dag og varð 11 ára), Ragnar Kristjánsson, Hvítanesi, og Jón Sigmundsson, Látrum. Aftastur situr svo Guðfinnur Jóhannsson, Heydal, og hjá honum stendur kennarinn, Gunnþóra H. Önundardóttir. Þessir nemendur fóru heim í bíl og þarna eru þeir tilbúnir til brottferðar ásamt þeim Þorkeli skólastjóra og Sverri Kristinssyni kennara. Hundur Sverris, Tómas, gáir inn í bílinn. Húsbruni á Flateyri - maður slapp naumlega Um hálfníuleytið á sunnu- dagsmorgun var tilkynnt um eld í tveggja hæða íbúðarhúsi við Eyrarveg 1 á Flateyri. Slökkvilið Flateyrar slökkti eldinn. Maður sem svaf í hús- inu slapp naumlega út úr brennandi húsinu og stóðu logar út um glugga þess á eftir honum. Fékk maðurinn snert af reykeitrun og var færður á sjúkrahús til skoðunar. Húsið er nánast ónýtt og er nú talið víst að kviknað hafi í því út af log- andi sígarettu. -GHj. Ölvunarakstur á Flateyri Um hádegisbilið á laugardag eyri. Fór lögreglan á staðinn og orðinn afar algengur á Flateyri, var lögreglunni á Isafirði til- handtók ökumanninn og færði að sögn lögreglu. kynnt um ölvunarakstur á Flat- til blóðprufu. Ölvunarakstur er -GHj.

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.