Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 12.11.1992, Blaðsíða 4

Vestfirska fréttablaðið - 12.11.1992, Blaðsíða 4
VESTFIRSKA 4 JR VIDEO NÍJAR MYNDIRÍ HVERRIVIKU HJ5UNDIR HTLA í RÚMGÚDU OG VEILEGU HÚ5NÆÐI SPENNU- MYNDIR FJDLSKYLDU- MYNDIR BARNA- MYNDIR MYNDAr FLOKKAR ÆTAR- SDGUR GLÆBl- MYNDIR FRAMTÍÐAR- MYNDIR NÝJAR MYNDIR OG GAMLAR MYNDIR MYNDIR FYRIRALLA JR VIDEO MÁNAGÖTU G ÍSAFIRDI SÍMI 4299 V_______/ FimmtudaguM2^nóvemberJ[99^^^^^^^^^^^^^^^^| FRÉTTAB LAÐIÐ UPPSKRIFT í VESTFIRSKA frá Sigurði Gunnarssyni, Kjarrholti 3 Ostbuff 500 g nautahakk 1 saxaðurlaukur 1 egg 1ty2 tsk salt ty2 tsk paprika 1 saxaður grænn pipar (má sleppa) 2 msk brauðmylsna 10 fingurþykkar ostsneiðar á stærð við buffið (45% t'eitur sterkur ostur) olía til að pensla með Siguröur Gunnarsson. Búið til þykkt kjötdeig, mótið úr því 20 litlar buffkökur. Leggið saman tvær og tvær með ostsneið á milli. Leggið buffið á rist, penslið með matarolíu og glóðið um 7 mínútur á hvom hlið, frekar ofarlega í ofninum. Meðlæti 100 g hrísgrjón >/2 laukur 1 paprika 2 msk matarolía Hrísgrjónin soðin, síðan er '/2 söxuðum lauk, saxaðri papriku og matarolíunni bætt út í. Næsta uppskríft: Ragna Arnaldsdóttir, Sunnuholti 3. Útgáfuhóf KK-bandsins á Flateyri KK—bandið hélt útgáfuhóf fyrir sinn fyrsta geisladisk í Vagninum á Flateyri á fimmtu- dagskvöld í síðustu viku. Disk- urinn heitir Bein leið. Fjöldi fólks var á staðnum þrátt fyrir hálfófærar heiðar. VEST- FIRSKA var þar og spurði Kormák Geirharðsson, trommara hljómsveitarinnar, og hvers vegna KK- bandið héldi þessa útgáfutónleika á Flateyri. „Við vorum að spila hérna í vor“, sagði Kormákur, „og hittum hér mann að nafni Pétur Gíslason og mútuðum honum með öllum peningunum sem við fengum fyrir að spila héma og gerðum hann að um- boðsmanni hljómsveitarinnar. Ymsar umræður spunnust hér á Vagninum um þetta eftir lok- un og Péturgaf jáyrði sitt um að t.d. gefa út plötu og fara í harðari spilamennsku. Upp úr þessu fómm við að stað og enduðum í Wales og tókum þar upp þessa plötu. Auk þess hafa þeir Guðbjartur í Vagninum og Sigurður Hafberg útgerðar- maður lagt peninga í púkkið og hafa þeir fylgt þessu eftir „frá a til ö“. Við ætlum að gera eins víðreist um landið og við mest megum og spila. Það er rosa- lega gaman að spila eins og við gerðum í sumar. Þetta er eins og að vera á togara. Maður er í vinnunni 24 tíma á sólarhring", sagði Kormákur í samtali við blaðið. „Við komum hér í sumarfri og urðum strax ástfangnir af staðnum", sagði Pétur Gísla- son, umboðsmaður KK- bandsins í ræðu í opnunarhóf- inu, „og við komum aftur í sumar og héma var tekin á- kvörðun að gefa út plötu við kringlótta borðið þarna úti í Kormákur Geirharösson, trommari KK-bandsins, á barnum í Vagninum á Flateyri sl. fimmtudag, í viðtaii viö VESTFIRSKA og Birnu Lárusdóttur frá Svæðisútvarpinu. homi klukkan sjö á sunnudags- morgni seinni partinn í júlí. Síðan hefur engin hvíldarstund verið. Við gerðum okkur snemma grein fyrir því að okk- ur vantaði einhverja peninga til þess að gera þetta. Hér eru út- gerðarmenn, beitingamenn og veitingamenn sem eiga mikið af peningum og hafa bullandi trú á uppgangi tónlistarmanna suður í Reykjavík. Þeir lögðu sparifé sitt í þetta, Guðbjartur sem er bæði fljótasti beitinga- maðurinn og mesti veitinga- maðurinn á Vestfjörðum og Sigurður Hafberg útgerðar- maður og kunnum við þeim bestu þakkir fyrir (hér var mik- ið klappað í salnum). An þeirra hefði þetta aldrei verið hægt. í samstarfi við Japis lögðum við endahnútinn á þetta og niður- staðan er geisladiskurinn", sagði Pétur Gíslason. Síðan var borðhald og á eftir var dansleikur. Breiðadals- heiðin lokaðist um kvöldið og komust ballgestir sem búsettir voru norðan heiðarinnar ekki heim fyrr en um miðjan morg- un daginn eftir. -GHj. FttNDURLOFTIÐ Mjallargötu 5, ísafirði Sími 3659 og 3539 Verslun og gisting Alþjóðlegt skákmót við Djúp - hefst í næstu viku I næstu viku hefst alþjóðlegt skákmót hér vestra. Þátttakendur verða tólf, þar af fjórir erlendir meistarar. Á meðal heima- manna sem þátt taka í mótinu eru þeir Halldór G. Einarsson, Guðmundur Gíslason og Arinbjörn Gunnarsson, og líklega Ægir Páll Friðbertsson og Jón Kristinsson bankastjóri á Hólmavík. Aðkomukeppendur munu búa í Gestahúsi Ás- geirs Þórs Jónssonar í Bolungarvík, og verða að líkindum fimm umferðir tefldar á Hótel ísafirði, fimm í Bolungarvík og ein í Súðavík. Frumkvöðull þessa móts er gamli refurinn Jó- hann Þórir Jónsson. Móts- blað verður gefið út. Veiðifálka- rækt auk æðarræktar í Þernuvík? Á almennum fundi sem Ólafur Þ. Þórðarson al- þingismaður og Pétur Bjamason varaþingmaður héldu á Isafirði um helgina kom fram margt fróðlegt og sumt skemmtilegt. Frægt varð á sínum tíma þegar Ólafur stakk upp á því að bændur við Djúp bættu sér upp minnkandi fullvirðisrétt með því að fara að smíða seglbretti og hrossabresti og fleira nyt- samt. Á fundinum núna kom fram ný og ekki síðri hugmynd frá Ólafi. Meðal fundarmanna var Konni Eggerts, sem þekktur er fyrir að hafa hin stærstu og hin smæstu dýr sér til lífsviðurværis - þegar hvalurinn var tekinn af Konna fór hann að hlúa að æðarungum inni í Þernu- vík. Ólafur taldi að þar væri tilvalið fyrir Konráð að bæta við bústofninn og ala upp fálka til að selja útlendum soldánum, en veiðifálkar eru í mjög háu verði erlendis. Hver veit nema Konni bregði á þetta ráð; hitt er svo annað mál hvernig æðarungunum og veiði- fálkum kemur saman. AUGLÝSINGAR . OG ASKRIFT SÍMI 4011 VESTFIRSKA FRÉTTABLAÐIÐ BLAÐIÐ SEM AÐRIR FJÖLMIÐLAR VITNA í

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.