Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 12.11.1992, Blaðsíða 8

Vestfirska fréttablaðið - 12.11.1992, Blaðsíða 8
8 Fimmtudagur 12. nóvember 1992 Sigurjón Haraldsson: Uppspuna- og lyga- fréttamennska BB Alvarlegur trúnaðarbrestur hjá starfsmönnum félagsmálaráðs Siðlaus blaðamennska Þegar ég las Bæjarins besta fimmtudaginn 5. nóvember gat ég ekki lengur orða bundist. Svo lágkúruleg og siðlaus blaðamennska hélt ég að fyrir- fyndist ekki hjá BB. Þar sem málið er mér að nokkru tengt gat ég ekki annað en drepið hér niður penna til að gera alþjóð ljóst um hvað málið snerist, fyrst formaður félagsmálaráðs (eða einhver innan hans vé- banda) gat lagt sig svo lágt að bijóta þagnarskyldu síns emb- ættis. Það er nú orðið ansi hart (þó vægt sé til orða tekið) þegar fréttaöflun BB er orðin svo lé- leg að blaðamaður þess verður að leita frétta af því sem fer fram innan félagsmálaráðs. Lesendur skulu athuga það, að félagsmálaráð fer með mörg viðkvæm mál í þessu bæjarfé- lagi. Við skulum vona að á síðum BB fari nú ekki að birtast nöfn þeirra sem þurfa að leita eftir fjárframlögum eða ein- hverri annarri félagslegri þjón- ustu, eða er það stefna blaðsins, háttvirtur ritstjóri, að ráðast á þá sem minnst mega sín? I þessu umrædda blaði birtist grein um að leikskólastjóri leikskóla hér í bæ hafi verið grunuð um fjárdrátt en sá grunur hafi ekki reynst á rökum reistur. Hvað er þetta annað en að reyna að bera róg á viðkom- andi manneskju? Þetta mál er eitt af mörgum trúnaðarmálum sem félagsmálaráð hefur með höndum. Fyrst formaður fé- lagsmálaráðs (eða einhver inn- an hans vébanda) vill endilega gera þetta að blaðamáli, þá er eins gott að öll kurl komi í ljós og forsaga málsins sé rakin. Nú ætla ég að benda á nokk- ur atriði í þessari grein sem sérstaklega er skrifuð til að tortryggja viðkomandi mann- eskju. I fyrirsögn stendur „Tæpa milljón vantaði við uppgjör". Hvað er þetta annað en gefa í skyn að fjárdráttur hafi átt sér stað, þó að í meginmáli greinar á baksíðu sé sagt að grunur hafi ekki verið á rökum reistur! Til að réttlæta slúðrið, þá segir í fréttinni að „starfs- menn Isafjarðarkaupstaðar" hafi orðið „varir við að eitthvað athugavert hafi verið við upp- gjör og skil daggjalda frá leik- skólanum" og „lítið hafi borist frá skólanum miðað við um- fang". Hverjir eru þessir starfs- menn? Er formaður félags- málaráðs eða einhver innan hans vébanda að reyna að beina athyglinni frá þeim sem fram- kvæmdi trúnaðarbrotið? Skil hjá leikskólanum Hlíðarskjóli hafa alltaf verið á eðlilegum tíma og hér var ekki um neitt uppgjör að ræða sem hafði valdið þessari tortryggni, held- ur aðrar persónulegar ástæður formanns félagsmálaráðs til að framkalla svokallað pólitískt uppgjör sem stjómmálamenn og opinberir starfsmenn nota þegar þeir þurfa að víkja ein- hverjum frá vegna persónu- legrar andúðar á viðkomandi manneskju. Formaður félags- málaráðs og aðrir starfsmenn vita nákvæmlega hver innkoma leikskólanna er í hverjum mán- uði (eða ímynda þeir sér að hún sé einhver önnur?) og ef þeir hafa skoðað innlegg hvers mánaðar, þá hefðu þeir strax séð að ekki var um neinn drátt á greiðslum að ræða. Síðar segir í greininni að leikskóla- stjórinn hafi reitt fram eina milljón, en viðkomandi slúður- beri hefur ekki látið sér það nægja og lýkur greininni með því að bæta einu sinni enn við tortryggni sína (eða sína per- sónulegu skoðun) með því að segja: „Engin skýring hefur verið gefin á þeim drætti sem varð á að skila peningunum". Auðvitað hefur engin skýring verið gefin á drættinum og mun ekki verða, þar sem ekki var um neinn drátt að ræða. Með slfkum fréttaflutningi getur háttvirtur ritstjóri ekki búist við öðru en að það komi að því að þeir sem verða fyrir slíku aðkasti leiti réttar síns og höfði mál á hendur honum fyrir meiðyrði og rógburð. Trúnaðarbrot formanns félagsmálaráðs og/eða hans manna Eg get ekki Iitið öðrum aug- um á þennan fréttaflutning en svo að formanni félagsmála- ráðs beri annað hvort að segja af sér og biðjast opinberlegrar afsökunar á þessu trúnaðarbroti eða víki viðkomandi starfs- manni sem gerst hefur sekur um slíkt trúnaðarbrot. Formað- ur félagsmálaráðs hlýtur að bera ábyrgð á því þegar ein- hverjir innan félagsmálaráðs gerast uppvísir um trúnaðar- brot. Bæjarbúar í þessu bæjar- félagi geta ekki látið bjóða sér það að starfsmenn félagsmála- ráðs leki öllu út því sem fram fer í félagsmálaráði. Þar sem grunur reyndist ekki á rökum reistur, þá sé ég ekki hvað þetta mál hafði að gera í BB. Oðru máli hefði gegnt hefði verið upplýst að um brot hefði verið að ræða. Forsaga málsíns Umræddur leikskólastjóri hóf störf á Hlíðarskjóli fyrir rúmu ári síðan. Þá stóðu mál þannig að ekki var fyrirséð annað en að loka yrði stofnun- inni þar sem ekki var starfandi fóstra. Einnig er Hlíðarskjól rekið á undanþágu frá Vinnu- eftirliti ríkisins og Heilbrigðis- eftirliti þar sem húsakynni uppfylla ekki lágmarksskilyrði fyrir slíkar stofnanir. Það var því eitt af verkum leikskóla- stjórans að koma skipulagi og aðstöðu í lag. Ég hef ekki séð annað en að leikskólastjórinn og annað starfsfólk Hlíðar- skjóls hafi lagt sig allt fram við að gera þessa hluti sem besta og á sem ódýrastan máta fyrir bæjarfélagið. T.d. má nefna að starfsmenn unnu í sjálfboða- vinnu við að mála húsnæðið allt að utan. Leiktæki á lóð voru úr sér gengin og sköpuðu hættu, svo fljótlega hefði þurft að loka leiksvæðinu og fjarlægja leik- föng. Þar sem leikskólastjóri hefur samið og borið ábyrgð á fjárhagsáætlun fyrir leikskól- ann, þá taldi hún að brýnasta þörfin yrði á að kaupa ný leik- tæki á Ióðina. Þetta var allt gert innan ramma fjárhagsáætlunar og ætla ég ekki að rekja það nánar hér, en í meðfylgjandi bréfi leikskólastjórans frá 23. okt. sl. til félagsmálastjóra Isa- fjarðarkaupstaðar, sem hér er birt, eru þessi mál krufin (inn- gangi bréfsins og niðurlagi sleppt): „Þar sem undirrituð hefur verið beðin munnlega af fjármáiastjóra Isafjarðar- kaupstaðar að gefa upplýs- ingar til þín um fjármögnun útileiktækja, skrifa ég þetta bréf. Einnig sagði seljandi tækjanna mérþað í gær eftir samtal við fjármálastjóra ísafjarðarkaupstaðar að reikningurinn fengist ekki greiddur og fjármálastjórinn hefði talað niðrandi um leik- skólastjóra Hlíðarskjóls. Mér hefur ekki verið tjáð annað frá því ég hóf störf á Hlíðarskjóli en að ég bæri á- byrgð á fjármunum leikskól- ans, svo framarlega sem það væri innan fjárhagsá- ætlunar. Það var í byrjun maí 1992 að pantað var frá Barnasmiðjunni tvö stykki af vegasalt (tvöfalt) og kastali. Það dróst verulega að fá þessa hluti afgreidda. Þeir bárust síðan um mánaða- mótin ágúst-september sl. En þá reyndist reikningurinn ekki réttur og var endur- sendur. Reikningurinn kom síðan aftur í lok september sundurliðaður eins og um var samið. Vegasöltin eru greidd með gjafafé frá Ruth Tryggvason (Gamla barnaverndarfélag Isafjarðar) kr. 157.532. Eftir stendur hvernig á að greiða reikning upp á kr. 430.913 vegna kastala. Það eiga að fara kr. 100.000 í þessa greiðslu af lið nr. 02- 21-211-1, sem er ráðstöfun mjólkurgjalds. Það ber að hafa í huga að það eru peningar barna á leik- skólanum Hlíðarskjóli, sem ísafjarðarkaupstaður fær í veltu sína, en hefur í raun og veru ekki tilkall til. Það eru umkr. 10.000 á mánuði sem eru umfram þegar mjólkur- reikningurinn hefur verið greiddur. Þá standa eftirkr. 330.000 sem skal greiða út úr heild- arrekstri leikskólans og er það innan fjárhagsáætlunar leikskólans. Nú skal bent á nokkrar staðreyndir varðandi leik- skólann Hlíðarskjól: 1) ísafjarðarkaupstaður færgreitt frá ríkissjóði vegna sérmeðferðar barna á þessu ári um kr. 100.000 meira en fjárhagsáætlun gerir ráð fyrir árið 1992. 2) Isafjarðarkaupstaður greiðir ekki nema 46,64% af heildarrekstri Hlíðarskjóls árið 1992. Aftur á móti 62,16% af rekstri Bakka- skjóls og 63,71% af rekstri Eyrarskjóls. 3) Hlíðarskjól er ekki talið hæft til reksturs leikskóla og á ég þar við húsnæðið og þarf ekki nánari útskýringar þar við. 4) Fjármunir leikskólans nýtast því best í viðhald á útileiksvæði. Því að óhæft hús og lóð getur ekki hvoru- tveggja gengið í starfsemi leikskóla. 5) Ég hefði getað látið loka leikskólanum frá 1. janúar 1993, en með velferð barna að leiðarljósi var það ákveð- ið 1. júní 1993. Því ég vildi forða því að börn yrðu tekin héðan út á miðjum vetri, því að um verulega fækkun barna yrði þá að ræða. Þetta hér að framan á að varpa Ijósi á hvers vegna var farið út í kaup á leiktækjum. Leiktækin sem voru fjarlægð voru ekki lengur nothæf og stórhættuleg og hefðu kallað á lokun á útileiksvæðinu. En þetta er hlutur sem þér á að vera fullkunnugt um. Það skal bent á það að seljandi leiktækjanna hafði samband við fjármálastjóra ísafjarðar- kaupstaðar áður en leiktæk- in voru send vestur. Hefði hann getað stoppað þau ef honum fannst þetta óeðli- legt, sfðan talaði undirrituð við hann þegar ég samþykkti reikninginn vegna flutnings- ins. Því gafst honum tvisvar sinnum tækifæri á að endur- senda leiktækin. Að lokum skal þess getið, að leiktækin eru komin upp og það er mikil ánægja með þau af börnum og starfsfólki Hlíð- arskjóls." Leikskólastjórinn hefur langa reynslu sem leikskóla- stjóri og starfaði áður hjá Ak- ureyrarbæ. Það var því eitt af fyrstu verkum hennar að gagn- rýna það innheimtukerfi sem notast var við hjá Isafjarðar- kaupstað til að innheimta leik- skólagjöld. En forsvarsmenn Isafjarðarkaupstaðar telja sig náttúrlega ekki þurfa að taka á- bendingum frá einhverri fóstru úti í bæ, nei, þessir kláru menn þurfa að finna upp sitt eigið hjól og það hjól er best að þeirra á- liti. Ég ætla að rekja hér aðeins hvernig þessir hlutir fara fram hjá Akureyrarbæ, svo einhverj- ir geti nú lesið þetta og komið svo og sagt að þeir séu með góða hugmynd. „I hverjum mánuði er gerð áætlun um hver nýting á pláss- um sé og hver innkoma komi til með að vera miðað við það í næsta mánuði. Hálfsmánaðar- lega er lagður fram skuldalisti og hann stemmdur af við áætl- un. Leikskólastjóri sér um að gera áætlun, útbúa skuldalista og innheimta leikskólagjöld." Þessi mál eru til fyrirmyndar hjá Akureyrarbæ og mælist ég eindregið til að ísafjarðarkaup- staður taki upp þessa aðferð. Isafjarðarkaupstaður hefur að vísu tekið það ráð frá og með 1. nóvember, án nokkurrar kynningar, það sem nokkur önnur sveitarfélög hafa reynt og gefist upp á, að senda út gíróseðla fyrir Ieikskólagjöld- um til foreldra. Foreldrar mega því búast við að ef leikskóla- gjöld verða ekki greidd þá verði reiknaðir dráttarvextir og leik- skólagjöldin send til lögfræði- legrar innheimtu og í framhaldi af því má búast við því að fjár- nám verði gert í fasteignum foreldra og heimili þeirra boðin upp. Eitthvað virðist umrætt bréf hafa farið fyrir brjóstið á for- manni félagsmálaráðs, ekki YESTFIRSKA I FRÉTTABLAÐIÐ veit ég hvort það er vegna tengsla hans við Mjólkursam- lagið. Eins og kemur fram í bréfinu þá innheimtir leikskól- inn mjólkurpeninga af foreldr- um fyrir greiðslu á mjólk sem veitt er börnunum. Þessum peningum er skilað í bæjar- kassann og sér bæjarsjóður um að greiða síðan mjólkurreikn- ingana. Það vill nú svo til að leikskólinn hefur skilað eitt hundrað þúsund krónum meira heldur en ísafjarðarkaupstaður hefur þurft að borga í mjólkur- reikninga. Þama hefur bæjarfé- lagið fengið eitt hundrað þús- und krónur í veltuna hjá sér sem í raun tilheyra leikskólanum, og hefur bæjarsjóður ekki skilað þessum peningum aftur. Hver var aftur að væna hvern um fjárdrátt? Þar sem leikskólastjórinn hefur talið þessa fjármuni í eigu Hlíðarskjóls þá voru þeir hluti af þeim fjármunum sem nýta átti í leiktæki fyrir leikskólann. Þetta mál hefur allt farið svo illa í formann félagsmálaráðs að eina leiðin sem hann sá til að ná sér niðri á leikskólastjóran- um er að væna hann um fjár- drátt. Hann hefði getað sparað sér mörg sporin og leiðindin með því að fá yfirlit frá bók- haldi um innlögð daggjöld frá leikskólanum. Hann hefur allar upplýsingar um hversu mörg böm eru á leikskólanum og er þetta því einfalt atriði til að fara yfir. Til að gera fréttina í BB svolítið æsingarmeiri þá var slegið fram að vantað hefði eina milljón króna. Þegar á- sökun var borin á viðkomandi var ekki hægt að gefa upp neina tölu. Þess vegna er svolítið skrítið að nú sé hægt að gefa upp einhverja tölu þegar upp- víst er að ekki hafi verið um neinn fjárdrátt að ræða og þó svo að þessi frétt hafi birst og ritstjóri BB segi að þessi frétt sé staðfest af einhverjum starfs- manni félagsmálaráðs þá hefur ekki verið hægt að staðfesta neina tölu við leikskólastjór- ann. Það sér hver heilvita mað- ur að hér er aftur um hreint og beint slúður að ræða og við- komandi grein í BB eingöngu ætluð til að sverta mannorð viðkomandi leikskólastjóra og gera hana tortryggilega í aug- um almennings. Það er rétt að leikskólastjórinn lagði fram uppgjör og þar var um venju- legt mánaðamppgjör að ræða. Hvers vegna þessir peningar voru í hennar fómm var ein- faldlega að hún var ennþá yfir- maður þessarar stofnunar og bar ábyrgð á fjármunum Hlíð- arskjóls. Hér var ekki um neina milljón að ræða heldur mun rétt upphæð vera samkvæmt kvitt- un (sem greinarhöfundur hefur séð og getur staðfest) rúmar sjö hundruð þúsund krónur. Leikskólastjórinn hafði sótt um leyfi frá störfum frá og með 1. október en vegna ýmissa persónulegra ástæðna, sem ollu því að hún var bundin til að vera lengur á ísafirði, bauðst hún til að starfa út október- mánuð og þar til önnur mann- eskja fengist í hennar stað. Þá má einnig geta þess, að vegna mannfæðar á leikskólanum gat hún lítið sinnt stjórnunarstörf- um þá sjö daga sem hún vann í október þar sem vantaði fjögur stöðugildi e.h. á leikskólanum og varð hún að ganga í þau störf. Ég lýsi furðu minni yfir því þakklæti sem henni er veitt fyrir slíka fómfýsi. Frá 15. október voru aðrar manneskjur ráðnar til að sinna hennar störfum og er því harla lítið sem hún hefur komið nálægt inn- heimtu og stjómun þennan mánuðinn. Þegar formaður fé- lagsmálaráðs virðist hafa upp- götvað mistök sín að hann hafi verið að væna leikskólastjór- ann um fjárdrátt án þess að það ætti við rök að styðjast (eða hann gat ekki fundið neitt sem réttlætti sitt pólitíska uppgjör), frekar en að sýna manndóm og biðjast opinberlega afsökunar, þá tekur hann frekar það ráð að reyna að upphefja sjálfan sig og skilja við málið með því að koma af stað slúðurfrétt til að sverta mannorð viðkomandi manneskju. Slíkt geta bæjar- búar ekki liðið, að maður sem sinnir trúnaðarskyldu fyrir bæjarfélagið komi þannig fram. Eins og ég hef áður sagt þá vona ég að hann sjái mann- dóm í sér og biðjist opinberlega afsökunar. Virðingarfyllst, Sigurjón Haraldsson. RJÚPNAVEIÐI ER ALGJÖRLEGA BÖNNUD í LANDI KLEIFA í ÖGURHREPPI LANDEIGANDI. Samkeppni um gerð merkis: ímynd Vestfjarða - hver er hun? Öll höfum við einhvetja hugmynd um hvað það er sem einkennir Vestfirði. Er það sjór, fiskur, fjöll. fugl eða kannski eitthvað allt annað? Eða hvað með hreina loftið, gæti það verið eitt af einkennum fjórð- ungsins? Nú er komið að ykkur, lesendur góðir, að meta hvaða þættir hafa mest áhrif á þá ímynd sem fólk hefur á Vestfjörðum. Eins og fram kom f síðasta blaði Vestfirska mun á næstunni fara af stað samkeppni um gerð merkis sem yrði eins- konar samnefnari ferða- þjónustunnar á svæðinu og þá einkum minjagripa. Merkið má síðan nota á umbúðum, greypa það í minjagripi, prenta á boli o.fl. Umfram allt þarf það að vera stílhreint og einfalt svo það prentist vel. Samkeppnin verður aug- lýst formlega síðar svo ykkur gefst nægur tími til umhugsunar. Undirbúningshópurinn.

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.