Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 12.11.1992, Blaðsíða 10

Vestfirska fréttablaðið - 12.11.1992, Blaðsíða 10
 \ ESTFIRSK^ t JQ Fimmtudagur 12. nóvember 1992 ■ Björn E. Hafberg: Hvers vegna leita hugsanir á saklaust fólk? Börn eða fullorðnir - spurning hvað hentar (seinni hluti) Eins og fram kom í síðasta pistli mínum ákvað ég að breyta aðeins um umræðuefni, með öðrum orðum gerast svo ábyrgðarlaus að láta mér detta í hug að skrifa um eitt- hvað annað en efnahagsvanda þjóðarinnar. Fyrir valinu varð að fjalla aðeins um þá dularfullu hópa fólks sem ýmist eru kall- aðir unglingar og/eða táningar. I pistlinum gerði ég grein fyrir breyttum hlutverkum unglinganna og helstu viðfangsefnum þessara ára, og er þá næst komið að því að fjalla um áhrifavaldana sem ráða mestu um lífssýn þessa unga fólks sem fyrr en varir verður fullorðnir einstaklingar sem taka sínar eigin ákvarðanir. Margir einstaklingar og öfl berjast um athygli unglinganna og hver og einn hefur sín áhrif. Ahrifamestu mótunaraðilamir eru tvímælalaust fjölskyldan, skólinn, fjölmiðlar, og ekki síst jafningjahópurinn. Þrátt fyrir miklar breytingar í þjóðfélaginu er það í flestum tilfellum fjölskyldan sem hefur mestu áhrifin fyrstu árin. En hlutverk annarra fer sífellt vaxandi. I dag hefja böm skólagöngu yngri en áður tíðkaðist, hlut- verk skólans hefur breyst mikið undanfar- in ár og aðrar kröfur eru gerðar til þess sem fram á að fara í skólanum. Skólinn á ekki einungis að sjá um fræðslu heldur einnig eiginlegt uppeldi í víðri merkingu þess orðs. Allir hafa þörf fyrir félagsskap og jafn- ingjahópurinn er mikilvægur þáttur í upp- vextinum. Jafningjahópurinn verður vett- vangur þar sem einstaklingurinn lærir að þroskast og taka tillit til annarra. Gildi jafningjahópsins nær hámarki á unglings- árunum og því skiptir miklu fyrir ungling- inn að falla inn í hópinn. Erfiðar heimilis- ástæður, t.d. fjárskortur eða óregla, geta gert unglingum erfitt fyrir við að samlaga sig hópnum. Fjölmiðlar hafa gífurleg áhrif á ung- linginn. Þar birtast fyrirmyndir og h'fsstíll sem erfitt getur orðið að fylgja eftir, og auglýsingaflóðið ruglar unglinginn eins og aðra oft alvarlega í ríminu. Þarfir unglinganna Til viðbótar við þær þarfir sem hver og einn verður að uppfylla til að halda lífi þurfa unglingar að glíma sérstaklega við margar nýjar þarfir. Öryggisþörfin er ung- lingunum gríðarlega mikilvæg. Unglingar lenda oft í miklum vanda við að fá þessari þörf fullnægt, m.a. vegna ósamræmis í reglum og takmörkunum sem honum eru settar. Þegar heimilisreglurnar eru mjög tilviljunarkenndar verður unglingurinn ó- öruggur og hættir að þekkja mörk þess leyfilega og óleyfilega og lendir því í á- rekstrum sem kalla á enn meira óöryggi. Eitthvert þýðingarmesta verkefni ung- lingsáranna er að tengjast öðru fólki, eignast félaga og mynda vináttusambönd. I samskiptum við annað fólk þarf ung- lingurinn að þroska tilfinningar sínar á margvíslegan hátt og getur það tekið mikið á. Því er það unglingnum feikilega mikil- vægt að geta átt traust samskipti við ein- hvem fullorðinn þar sem hægt er að leita ráða. Nokkur hópur lendir jafnan í því að verða útundan og getur það haft djúpstæð og alvarleg áhrif ef ekki er reynt að koma þessum unglingum tímanlega til hjálpar. Sjálfsvirðing og virðing annarra er öll- um mikilvæg. Til að takast megi að skapa sjálfsvirðingu þarf að gefa hverjum og einum tækifæri á að takast á við verkefni sem hæfa honum. Því þarf að huga sér- staklega að því að verkefnin sem ungling- amir fá til úrlausnar séu þeirn samboðin, þ.e. hvorki of létt né of þung. Að lokum má nefna þörfina fyrir h'fs- fyllingu. Lífsfylling er ekki síst fólgin í því að hæfileikar einstaklingana fái að njóta sín. I nútímasamfélögum er ofuráhersla lögð á hið vitræna. Skólar eru starfræktir með þennan áherslupunkt að leiðarljósi. Lítil áhersla er lögð á sköpunargáfu og listir. Margir unglingar njóta sín ekki í skólanum |dví honum tekst ekki að koma til móts við sköpunarþörfina sem er ung- lingnum svo ákaflega mikilvæg. Unglingar og fikniefnaneysla í þessum og síðasta pistli hafa reifaðar verið lauslega nokkrar hugmyndir um þroska, þróun og viðfangsefni unglingsár- anna. Setn betur fer tekst flestum unglingum að vinna úr þessum verkefnum á farsælan hátt og ná sáttum við sjálfan sig. Of margir ná þó ekki að fóta sig og lenda í kreppu með líf sitt. Sífellt stærri hópur ungs fólks verður fíkniefnum að bráð og enginn getur látið eins og honum komi það ekki við. Ekki eru menn á eitt sáttir um orsakir fíkniefnaneyslu, eða til hvaða ráða sé heppilegast að grípa til að reyna að stemma stigu við fíkniefnaneyslu eða draga úr henni. Hér á landi hafa ekki farið fram kerfis- bundnar rannsóknir til að kanna sérstak- lega ástæður fíkniefnaneyslu. Til að afla slíkra upplýsinga er algengast að kannaður sé félagslegur bakgrunnur þeirra sem dvalist hafa á meðferðarstofnunum. Kannanir í nágrannalöndunum á uppvaxt- arskilyrðum þeirra sem leita sér aðstoðar sýna að þeir eiga sér margt sameiginlegt, s.s. erfiðar heimilisaðstæður. stutta skóla- göngu, atvinnuleysi og afbrotaferil. En þar með er ekki öll sagan sögð, því enginn er öruggur og þó erfiður félagslegur bak- grunnur einkenni oft þá sem lenda í ó- göngum vegna fíkniefnaneysiu eru þeir sem virðast búa við öryggi engu að síður í verulegri hættu. Og ef ég á einhver ráð til foreldra, þá segi ég: Þú skalt gefa þér tíma og aftur tíma til að hlusta ef unglingurinn þinn þarf að ræða málin. Og lesandi góður, ég lofa því að þreyta þig ekki meira á unglingavandamálum á næstunni. Bjöm E. Hafberg. NÝJAR VESTFIRSKAR ÞJÓÐSÖGUR Hann Sigurður er veikur Eins og flestir vita var Sig- urður Marsellíusson á ísafirði (Siggi Massa) mikill kvenna- og gleðimaður á yngri ámm sínum, þegar hann var laus og liðugur. Eitt sinn þegar hann var að læra rennismíði í Iðn- skólanum á Isafirði hafði hann einu sinni sem oftar lent á rekstrarsjón á Uppsölum á sunnudagskvöldi og náð sér í kvenmann. Siggi bjó þá í for- eldrahúsum og hafði hann kvenmanninn með sér heim í herbergi sitt. Þegar svo kom að því að Siggi þurfti að mæta í skólann snemma á mánudags- morgni vildi hann ógjaman yf- irgefa heitt bólið og stúlkuna og langaði til að kúra hjá henni fram eftir degi. Hringdi hann þá út í skóla og svaraði Guðjón heitinn Kristinsson skólastjóri í símann. „Hann Sigurður Marsellíusson er veikur og kemur ekki í skólann í dag", sagði Siggi Massa í símann. „Þakka þér fyrir", sagði Guð- jón, „en hver er það sem talar?" „Þetta er hann pabbi", svaraði Siggi- —GHj. Guðmundur Sigurðsson: Óráð veruleikans Nokkur orð í tilefni af skrifum Reynis Traustasonar Miðvikudaginn 4. nóvember sl. birtist í DV kjallaragrein eftir Reyni Traustason, titlaðan stýrimann á Sléttanesi ÍS 808. I grein sinni kýs Reynir að ráð- ast með rnjög ómaklegum hætti að trillusjómönnum. Reynir segir að krókaleyfiskerfið sé „ótrúlegur tvískinnungur“. Betur færi að Reynir liti sér ör- lítið nær, var hann ekki á Fiskiþingi að greiða atkvæði með því að koli yrði færður undan kvóta, sem að sjálfsögðu mundi skapa ósamræmi innan núverandi stýrikerfis og væri því ekkert annað en tvískinn- ungur? „Hjartveikur trillukarl, hnignandi byggðarlag“ Ef alltaf hefði átt að geta þess að allir sætu við sama borð í fiskveiðistjórnuninni er allt eins líklegt að skip Reynis, Sléttanesið, væri nú án afla- heimilda og hefði alltaf verið. I grein sinni heldur Reynir uppteknum hætti með aðdrótt- anir sem teljast verða bæði ósmekklegar og mddalegar: „I því kerfi er ekki pláss fyrir samúð með hjartveikum trillukarli eða hnignandi byggðarlagi“. Ekki ætla ég að dæma um það hvort trillusjó- menn eru hjartveikari en gerist og gengur, reyndar er mér það mjög til efs. I pólitískum annálum frá fyrri hluta aldarinnar má finna orðbragð sem nú er löngu aflagt og rekst maður ekki lengur í virðulegum fjölmiðlum á mál- efnalegar fullyrðingar á borð við dindilmenni, krypplinga og fleira í þeim dúr. En nú er þess háttar orðbragð Bylgjufor- manninum hugleiknast eins og sjá má með tilvitnun í hina bráðsnjöllu kjallaragrein: „Þar „...er það vísast hið mesta misrétti að slíkt skuli ekki vera gert, á sama tíma og leiða má líkur að því að útgerðarfélög á borð við útgerðarfélag Sléttanessins sé nánast á framfæri opinberra sjóða og banka.“ með sætu allir við sama borð og ekki þyrfti að búa til einhverja krypplinga utan kerfis til að þóknast háþrýstihópum". Til að benda vini mínum Reyni á það •hvað er að sitja við sama borð og aðrir, þá hafa ekki verið í gangi, nú eða nokkum tímann, aðgerðir af hálfu stjómvalda eða opinberra sjóða til að halda lífi í trillusjómönnum og er það vísast hið mesta misrétti að slíkt skuli ekki vera gert, á sama tíma og leiða má líkur að því að útgerðarfélög á borð við útgerðarfélag Sléttanessins sé nánast á framfæri opinberra sjóða og banka. „Helvíti, helvíti og ennþá meira helvíti“ Stéttarfélag það er Reynir veitir forystu, Skipstjóra- og stýrimannafélagið Bylgjan, hefur frá því elstu menn muna verið að senda ályktanir út og suður þar sem hvatt hefur verið til meira frjálsræðis í sókn í fiskistofnana og hefur formað- ur Bylgjunnar oftar en ekki vitað flestum betur um ásig- komulag fiskistofnanna og þykist Reynir nú væntanlega vera búinn að klæða sig fögmm búningi þekkingar og reynslu, en það er ekki alltaf fögur sál í snotum umbúðum. Ekki tjóir fyrir Reyni að verða úthverfur þó krókaleyfisbátum hafi sóst fiskiríið betur í sumar en ein- hverjum togurum. Það sagði mér maður að ritsmíð Reynis minnti sig ónotalega á hálf- geggjaðan einfeldningskarl, sem oft hefði reiðst svo að hann hefði ekkert getað sagt nema „helvíti, helvíti og ennþá meira helvíti". Máttleysi samtaka Reynis Slæmt er það að Reynir skuli ætla að fela máttleysi samtaka sinna með því að ráðast gegn trillukörlum og reyna að gera þeim upp aumingjadóm. Það er enginn ræfill bættari þó hann finni einhvers staðar meiri ræfil, og vil ég því biðja Reyni að hætta þeirri leit, hún gæti mistekist aftur eins og nú. Það hefur verið sagt um menn sem haga sér svona, að þeir væru eins og stórir froskar í lítilli tjörn. Guðmundur Sigurðsson , Flateyri. Vélsleðar til sölu mm3 m j7uu ijjjjjjjL JJuJUTJU JlJlJj/ uiJll J yyu* yJíJjJjj 'DULI jjjUjjjg Nánari upplýsingar í símum 91- 676928, 91-687177 og 985-34443.

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.