Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 19.11.1992, Blaðsíða 3

Vestfirska fréttablaðið - 19.11.1992, Blaðsíða 3
VESTFIRSKA Fimmtudagur 19. nóvember 1992 3 FRÉTTABLAÐH) L—i—i—i Viötöl viö heimamenn um „villta vestriö" á Flateyri Margir kvíða því þegar heiðin lokast og lögreglan kemst ekki yfir frá ísafirði í síðustu viku var viðtal í VESTFIRSKA við Jónmund Kjartansson, yfirlögregluþjón á ísafirði, um þá skálmöld sem ríkt hefur á Flateyri, ef marka má fréttir í fjölmiðlum. í framhaldi af viðtalinu við Jónmund hafði blaðið samband við nokkra heimamenn á Flateyri til að fá fram þeirra skoðanir á málunum. Nokkuð óvægin umfjöll- un, segir Ægir Hafberg „Ég held að fullmikið sé sagt að það ríki skálmöld á Flat- eyri“, sagði Ægir Hafberg, sparisjóðsstjóri og fyrrverandi oddviti á Flateyri, í samtali við blaðið. „Hér hefur verið mikil vinna og því hefur fylgt viss hópur aðkomumanna. Þeirra framkoma hefur oft verið öðruvísi en heimamanna. Vissulega hafa orðið óeirðir sem okkur leiðist mjög og við vildum gjarnan ná tökum á.“ Finnst þér umfjöllun VESTFIRSKA hafa ýtt á heimamenn að taka til í skúff- unni hjá sér, eða finnst þér umfjöllunin ómakleg? „Mér finnst umfjöllun VESTFIRSKA og reyndar fleiri fjölmiðla vera nokkuð ó- vægin. Margar fréttir héðan frá Flateyri fæ ég t.d. fyrst í gegn- um fjölmiðla, það fer ekki meira fyrir þeim en svo hér í samfélaginu. Þetta viðtal við Jónmund yfirlögregluþjón finnst mér dálítið óvægið. Hann alhæfir um hópa Flateyr- inga sem taki þátt í alls kyns uppákomum, og hann greinir ekki á milli að aðeins örfáir einskaklingar séu ævinlega í stríði við löggæslumenn, en langflestir bæjarbúar alveg lausir við það að hafa nokkurn tíma komist í kast við lögin. Okkur er alveg ljóst að stundum hefur verið erfitt á- stand hér og við viljum endi- lega ná góðri samstöðu við lögregluyfirvöld um að bæta úr því. Þegar er hafist handa hér heima fyrir til þess. Ég á þá ósk heitasta, að fbúamir hér og bæjaryfirvöld geti unnið með lögreglu og kippt þessum mál- um í lag. Manni finnst óneit- anlega allar neikvæðar fréttir ansi fljótar að fjúka og að þær jákvæðu liggi ekki eins á lausu. Hér þyrfti að koma héraðslög- regluþjónn sem þyrfti að vera á vettvangi og leysa mál áður en þau verða of al varleg“, sagði Ægir Hafberg. Ekki okkar fólk, segir Eiríkur Finnur hjá Hjálmi hf. Eiríkur Finnur Greipsson, oddviti á Flateyri og fram- leiðslustjóri Hjálms hf., en hann fer jafnframt með starfs- mannamál hjá fyrirtækinu, sagði umfjöllun blaðsins um Flateyri vera fyrir neðan virð- ingu þess. Sagðist henn vera verulega óhress með uppsetn- ingu viðtalsins við Jónmund Kjartansson í VESTFIRSKA. „Það er alveg rétt að við höfum átt í erfiðleikum með ákveðinn hóp aðkomufólks," sagði Ei- ríkur Finnur í samtali við blað- ið. „Hjálmur er með ein átta hús í bænum og sex af þeim gætu kallast verbúðir. í þeim öllum er fyrirmyndarfólk. Það hefur ekkert af þessu liði, sem núna er mest í þessum vanda- málum og lögregla hefur haft mest afskipti af, verið í vinnu hjá okkur. Ég kannast ekki við það. Við fáum engar upphring- ingar frá Iögreglu vegna okkar starfsfólks. Við vitum ekkert nema eitthvað komi fyrir fólkið inni í verbúðunum. Verbúðirn- ar eru ekki eins og verbúðir voru fyrir nokkrum árum þar sem troðið var fimmtán, tutt- ugu, þrjátíu manns inn í sama húsið. Þetta eru venjuleg íbúð- arhús þar sem hver hefur sitt herbergi og aðgang að eldhúsi, salemi og öðm. Þetta er eins og fólk sé heima hjá sér og við fömm fram á að fólkið gangi um húsnæðið með það í huga.“ „...meira að segja frá ísafirði“ „Um það sem Jónmundur segir, að atvinnurekendur verði að „athuga sinn gang“, segi ég þetta: Auðvitað geta komið ýmis vandamál upp, hvort sem er í verbúð eða annars staðar. Við tökum á því þegar slíkt kemur upp. Við þurfum engar viðvaranir frá lögreglu til þess. Lögreglan veit að hér er enginn héraðslögregluþjónn og á auð- vitað að leggja kapp á að leysa það vandamál. Við erum hér með vínveitingastað og þurfum að hafa héraðslögregluþjón eins og aðrar sveitir. Hér kemur alls konar lýður og óþjóðalýð- ur, meira að segja frá ísaftrði, og Vagnstjórinn borgar fullt gjald fyrir að fá hingað lög- gæslu. Hann borgar miklu meira fyrir það en sambærileg fyrirtæki þurfa að gera í Reykjavík", sagði Eiríkur Finnur Greipsson. Sveitarstjóri ræðir við lög- regluyfirvöld Kristján Jóhannsson, sveit- arstjóri á Flateyri, vildi ekki láta hafa neitt eftir sér um þessi mál fyrr en hann hefði talað við lögregluyfirvöld og kvaðst vera að undirbúa það. Lýsir ástandinu eins og það er, segir Gróa Haraldsdóttir „Mér finnst viðtalið við Jón- mund yfirlögregluþjón lýsa á- standinu eins og það er hér á Flateyri“, segir Gróa Haralds- dóttir, húsmóðir. „Astandið er frekar róstusamt. Að vísu verður maður ekki mikið var við ólætin um helgar og það fer eftir því hvar maður býr í bæn- um. En eins og maður heyrir og sér, þá er ástandið óviðunandi. Þegar verið er að ráða að- komufólk til vinnu á staðnum á að athuga feril þess, t.d. fá sakavottorð. Það á að senda þetta óeirðafólk strax burt af staðnum. Ég er mjög áhyggju- full yfir því þegar heiðin lokast og lögreglan kemst ekki hingað frá ísafirði. Það er slæmt að hafa ekki héraðslögregluþjón héma og virðist ekki veita af hér í „villta vestrinu“", sagði Gróa. Of djúpt í árinni tekið, segir Björk Kristinsdóttir Björk Kristinsdóttir, hús- móðir á Flateyri, sagðist ekki geta fallist á að ástandið væri óviðunandi á Flateyri. „Hér er bæði aðkomufólk og heima- menn og auðvitað getur það gerst að það verði slagur. Ég held að yfirlögregluþjónninn hafi tekið of djúpt í árinni í viðtalinu. Kannski er fólkið hérna á Flateyri fljótara til að hringja í lögreglu ef eitthvað kemur upp á. heldur en fólkið í hinum plássunum. Auðvitað eru hér slagsmál um helgar og auðvitað þarf að vera starfandi lögregluþjónn hérna í vetur. Hvað gerist þegar heiðin lok- ast? Ég hef áhyggjur af því. En ég vil ekki blása upp að á- standið hér sé svo slæmt eins og fram kemur hjá yfirlögreglu- þjóninum“, sagði Björk Krist- insdóttir. Lítið gert í því að koma þeim verstu í burtu, segir Þórður Guðmundsson Þórður Guðmundsson, bif- vélavirki á Flateyri, sagði í samtali við blaðið að skotárásin á dögunum hefði átt sér stað fyrir utan svefnherbergisglugg- ann hjá honum og hefði hann gefið um það skýrslu til lög- reglu. „Ég fór alveg í keng í rúminu, stökk út í glugga og sá gæjann. Það er óeðlilega róstu- samt á Flateyri miðað við stærð staðarins. Það hafa komið kafl- ar í þessu, það fer eftir því hve mikið er hér af aðkomufólki. Það hafa oft og iðulega verið læti um hverja einustu helgi. Svo hefur verið rólegt á milli. Það þarf að gera eitthvað í málinu og því miður eru heimamenn íþessu líka, að vísu ekki margir. Það hefur verið meira og minna róstusamt af og til í gegnum árin. Mér finnst voðalega lítið gert í því að koma burt þeim mönnum sem hafa verið verstir héma á hverjum tíma. Það hefur ekki verið tekið á þessum málum hér. Hér eru auð hús og sum þeirra hafa verið rústuð. Það mætti taka mikið harðara á eit- urlyfjunum, þau hafa alltaf verið héma öðru hverju. Það er skelkur í fólki hérna yfir því þegar heiðin lokast og ekki er hægt að kalla á hjálp til ísa- fjarðar. Þegar em svona róstur og komið út í svona endaleysu þá er fólkið alveg dauðskelkað. Það er eðlilegt að það verði al- veg skíthrætt. Það á að ráða héraðslögregluþjón. Þá væri hægt að kalla á einhvern hér á staðnum og fólk væri miklu rórra ef það hefði einhvem til að tala við. Fólkið vill hafa lögregluþjón hérna“, sagði Þórður. Flateyri við Onundarfjörð. Málin leysast ekki með því að hlaupa með þau í blöðin,segir Guðbjartur Jónsson Guðbjartur Jónsson, veit- ingamaður á Vagninum á Flat- eyri, sagði í samtali við blaðið að undanfarin ár hefðu alltaf verið læti annað slagið einhvers staðar og oft væri það spum- ingin hvað menn teldu læti. „Auðvitað er það slæmt mál sem hér kom upp í fyrri viku. Olæti hafa alltaf verið og spurningin er hvort menn hlaupi með allt sem gerist í blöðin og lögregluna núna frekar en áður. Ég held per- sónulega að þessi mál leysist ekki með blaðaskrifum. Þrátt fyrir að svona sveiflur komi, þá h verfa þær og allt verður rólegt. I fyrravetur var allt rólegt hjá okkur á Flateyri. Hér er mjög friðsamt fólk og við höfum aldrei þurft að hafa áhyggjur af einu eða neinu. I sambandi við það sem fram hefur komið að alltaf sé allt vitlaust í Vagnin- Óánægja Hraðahindranir hafa nýlega verið settar upp á tveimur stöðum á Hnífsdalsvegi, í Króknum á Isafirði og utan við Langhól í Hnífsdal. Þykja þær of háar og krappar og hefur mikið verið kvartað yfir þeim til lögreglu. Aðfaranótt sunnu- dagsins kom svo leigubílstjóri með búta úr hraðahindruninni í Hnífsdal á lögreglustöðina og fóru þá lögreglumenn á staðinn og tóku hindrunina í burtu. Jónmundur Kjartansson yf- irlögregluþjónn kvað lögregl- una fagna öllum hraðahindrun- um sem upp væru settar. Sagðist hann nú þegar hafa sett fram kvörtun við Tæknideild Isafjarðarkaupstaðar vegna þessarra tveggja hindrana á Hnífsdalsvegi um að þær væru of háar. Góðborgarar, sem alls ekki væru þekktir fyrir að aka hratt, kvörtuðu yfir að bílar þeirra, ósköp venjulegar fólks- bílar, tækju niðri á þessum hindrunum. „Þetta eru samskonar hraða- hindranir og notaðar hafa verið annars staðar á Iandinu“, sagði Eyjólfur Bjamason, forstöðu- maður Tæknideildar, í samtali við VESTFIRSKA. „Þær eru um, vil ég taka fram að síðan staðurinn var opnaður hefur þrisvar verið kallað á lögreglu. Ekki vegna þess að allt hafi verið vitlaust inni, heldur vild- um við ekki hleypa viðkomandi inn. Vagninn er mjög friðsæll staður og það er leiðinlegt að fá á sig viðtal eins og í síðasta VESTFIRSKA þar sem sagði að annað hvort hæfust lætin i' Vagninum eða þá í heimahús- um. Þetta eru ummæli sem maður sættir sig alls ekki við. Lögreglan ætti að geta staðfest að hafa bara þrisvar verið kvödd í Vagninn. Við vitum öll að ef menn kunna ekki að fara með áfengi þá gerist ýmislegt. Því miður kunna margir ekki að fara með áfengi og við verðum að viðurkenna það. Það leysa menn ekki með því að skrifa í blöðin.“ Jafnvel frétt ef ekkert gerist á Flateyri „Ég ætla bara að vona, í sambandi við þau blaðaskrif settar hérna upp til reynslu til að sjá hvernig þetta kemur út. Mín skoðun er að það eigi að prófa þessar hindranir lengur. Við stefnum á að setja aftur upp hindrunina í Hnífsdal, en það getur verið erfitt eins og tíðar- farið er núna. Það var samþykkt í bæjarráði í haust að setja þetta upp. Ég er sjálfur á fólksbíl og verð að læðast yfir þessar hindranir til að hann taki ekki niðri. Þær virka þannig að þú keyrir ekkert yfir þær á fullri Ljósmynd Höröur Kristjánsson. sem verið hafa undanfarið frá Flateyri", sagði Guðbjartur, „að menn sjái ef þeir setja hlutina í samband við það sem almennt hefur verið að gerast í kringum þá í gegnum tíðina, að þó að slys verði, þá þurfí ekki allt að fara á annan endann. Það er jafnvel orðið þannig, að það er frétt þegar ekkert gerist á Flateyri, eins og fram kom í BB um daginn. Mér finnst það ein- kennilegt", sagði Guðbjartur. Þessari samantekt má ljúka með tilvitnun í Morgunblaðið sl. sunnudag, en þar lýsir Guð- bjartur Jónsson skemmtana- haldi í Vagninum með þessum orðum: „A föstudagskvöldum eru hér spilakvöld, en „skrall- kvöld" á föstudögum og laug- ardögum. Sunnudagurinn er svo eins konar afréttaradagur". ferð. Við ætlum svo að koma upp hindrun utan við byggðina í Hnífsdal sem hægir á umferð af Oshlíð og verður hún varan- legri og betri, ásamt hindrun- inni í Króki, en þær sem nú hefur verið komið fyrir. Það verður hindrun með eyju í miðjum veginum og akreinar sitt hvoru megin við“, sagði Eyjólfur. -GHj. -GHj. með hraðahindranir Hraöahindrunin í Króki er önnur þeirra sem ökumenn eru óánægöir meö.

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.