Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 19.11.1992, Blaðsíða 4

Vestfirska fréttablaðið - 19.11.1992, Blaðsíða 4
Fimmtudagur 19. nóvember 1992 VESTFIRSKA J FRÉTTAB LAÐIÐ UPPSKRIFT I VESTFIRSKA frá Rögnu Arnaldsdóttur Hér koma tvær uppskriftir aö smáréttum eöa forréttum, sem gott er að eiga i ísskápnum á hátíðar- og tyllidögum. Ragna Arnaldsdóttir. Laxapaté 500 g lax, soðinn og beinlaus (u.þ.b. 700-800 g ósoðinn) 200 g sýrður rjómi 1 dl rjómi V4 tsk svartur pipar. malaður 1 '/2 tsk basil 1 pk Toro fiskhlaup 3 dl heitt fisksoð Sósa: 200 g sýrður rjómi */4 tsk pipar, malaður 1 tsk sítrónusafi ca. 2 tsk Sweet Relish Sjóðið laxinn í léttsöltu vatni. Leysið fiskhlaupið upp í sjóðandi soðinu, kryddið. Látið kólna. Hreinsið fiskinn og hrærið í sundur með sleif. Blandið sýrða rjómanum og rjómanum saman við hlaupið og síðan laxinum. Hellið blöndunni í mót (u.þ.b. 1 lítri), ílangt, kringlótt eða fisklaga, og kælið í 6-8 klst. Berið réttinn fram með græn- meti, ristuðu brauði og sósu. Skinkukramarhús 1 dós sýrður tjómi 2 msk majónes 2 dl rjómi, þeyttur 1-2 box rjómaostur með appelsínubragði (eða koníaksbragði) 6 tsk koníak 4 bl matarlím kokkteilávextir skinkusneiðar Öllu hrært vel saman. Ávextimir brytjaðir smátt og bætt í, síðan rjómi og matarlím. Skinkusneiðamar skomar í tvennt (hom í horn) og búin til kramarhús. Blandan sett í og raðað á fat með samskeytin niður. Látið bíða í ísskáp í nokkra tíma. Einnig má setja blönduna á heilar skinkusneiðar og rúlla upp. Þetta er stór uppskrift, ca. 80-90 kramarhús eða ca. 30-40 rúllur, en þá er bara að minnka hana. Verði ykkur að góðu! Ég skora á Emmu Rafnsdóttur, Urðarvegi 35 á ísafirði. Broddaneshreppur: Félagsmálaráðuneytið ógildir ráðningu skólabílstjóra - verða að taka málið upp aftur og jafnvel fleiri ráðningarmál -----\ JR VIDE0 NÝJAR MYNDIR í HVERRI VIKU ÞÚSUNDIR TITLA í RÚMGÓÐU OG VISTLEGU HÚSNÆÐI SPENNU- MYNDIR FJÖLSKYLDU- MYNDIR BARNA-MYNDIR MYNDA- FLOKKAR ÁSTAR- SÖGUR GLÆPA-MYNDIR FRAMTÍÐAR- MYNDIR NÝJAR MYNDIR OG GAMLAR MYNDIR Félagsmálaráðuneytið úr- skurðaði í gær (miðvikudag) í kærumáli Sigurkarls Ásmunds- sonar, skólabílstjóra Brodda- nesskóla, á hendur hreppsnefnd Broddaneshrepps á Ströndum, vegna meints vanhæfis Einars Magnússonar í Hvítarhlíð til þess að sitja hreppsnefndarfund þar sem tengdasonur Einars, Jón Hákonarson, var ráðinn skólabílstjóri með atkvæði Einars í hreppsnefndinni. Hreppsnefndin hafði auglýst stöðuna lausa til umsóknar. Sigurkarl, sem ekið hafði með skólabörnin farsællega í 20 ár, hafði sótt um starfið. Ennfrem- ur voru tveir aðrir umsækjend- ur, þeir Jón Hákonarson og Bjami Eysteinsson. Urskurðarorð ráðuneytisins: „Ákvörðun hreppsnefndar Broddaneshrepps um ráðningu skólabílstjóra Broddanesskóla, sem tekin var á fundi hrepps- nefndar, hinn 20. ágúst 1992, er ógild. Hreppsnefnd Brodda- neshrepps ber að ákvarða að nýju hvern skuli ráða skólabíl- stjóra Broddanesskóla til að sú ákvörðun öðlist gildi lögum samkvæmt." Þá er í kæru Sigurkarls jafn- framt fundið að því að hrepps- nefnd Broddaneshrepps auglýsi ekki fundi hreppsnefndar á þann hátt sem ákvæði sveitar- stjómarlaga mæla fyrir um. Niðurstaða ráðuneytisins um þann hluta kærunnar er svohljóðandi: „Þá mun ráðu- neytið vekja sérstaka athygli hreppsnefndar Broddanes- hrepps á ákvæðum 2. mgr. 50. gr. sveitarstjórnarlaga, þar sem segir að kunngera skuli íbúum sveitarfélags með auglýsingu hvar og hvenær fundir sveitar- stjómar eru haldnir.“ Nú er ljóst að hreppsnefnd Broddaneshrepps verður að taka upp aftur ráðningarmál skólabílstjórans og jafnvel fleiri mannaráðningar að Broddanesskóla, sem af- greiðslu hlutu á sama fundi hrepppnefndar 20. ágúst. -GHj. Átak á ísafirði á morgun Endurskins- merki geta komið í veg fyrir slys! MYNDIR FYRIR ALLA JR VIDE0 MÁNAGÖTUB ÍSAFIRÐI SÍMI4299 ________2 Föstudaginn 20. nóv. verður umferðamefnd SVFI á ísafirði með átak í notkun endurskins- merkja. Fólk verður á göngu á Skutulsfjarðarbraut og Eyrar- hlíð eftir kl. 5 og mun sýna merkin og nauðsyn þeirra. Endurskinsmerki verða seld á sama tíma í anddyri Ljónsins. Endurskinsmerki eru nauð- synleg, jafnvel þar sem götu- lýsing er góð. Munið: Allir með endur- skinsmerki! Umferðamefnd SVFÍ, Isafirði. ísfirskir strákar i körfuboltaveislu í Víkinni Um helgina verður sannkölluð körfuboltaveisla í í- þróttahúsi Bolvíkinga, því þá mun hið unga og spræka lið Körfuboltafélags isafjarðar (KFÍ) gera sitt besta fyrir ísafjarðarkaupstað í 2. deild karla, eftir margra ára bið. Dagskráin verður þannig: Laugardagur 21. nóvember: Hörður - Víkingur kl. 15.30. KFÍ - UMF Stafholtstungna kl. 17.00. KFÍ - Hörður kl. 18.30. Sunnudagur 22. nóvember: UMF Stafholtstungna - Víkingur kl. 12.30. Víkingur - KFÍ kl. 14.00. Hörður - UMF Stafholtstungna kl. 15.30. Allir eru hvattir til að koma og styðja við bakið á ungu drengjunum. Vestfirska hefur heyrt... ...að Verslunarmanna- félag ísafjarðar hafi keypt sér íbúð við Laugaveg í Reykjavík. Á íbúðin að vera til afnota fyrir ísfirska verslunarmenn þegar þeir dvelja syðra. Mörg félög launafólks hér vestra hafa keypt sér í- búðir til slíkra nota í Reykjavík og jafnvel á Akureyri. Allt er gott um þetta að segja nema að þegar keypt voru hús- gögn og innbú í hús Verslunarmannfélags ísafjarðar var verslað í Reykjavík. Einhverntíma hefur Vestfirska heyrt frá félögum launafólks og annarra orðin „Verslið í heimabyggð", eða þannig... ...að ekkert hafi orðið af fundi í sameiningar- nefnd sveitarfélaga á norðanverðum Vestfjörð- um (nefndinni hans Sig- fúsar Jónssonar), sem boðað var til á ísafirði í síðustu viku. Ástæðan var sú, að hinir hugdjörfu sameiningarmenn áttuðu sig ekki á því að fjallvegir á Vestfjörðum geta orðið ófærir á vetrum og höfðu ekki vit á því að boða til fundarins á mokstursdegi eða hafa samráð við Vegagerðina, heldur ætl- uðu þeir að hafa hann á milli mokstursdaga. Það mun úr lausu lofti gripið að Sigfús ætli að hinkra með fundinn þar búið er að opna jarðgöngin, en hann mun engu að síður nokkru fróðari um að- stæður hér vestra en áður... VESTFIRSKA FRÉTTABLAÐIB Áskrilt ag auglýsingar ísíma 4011 VESTFIRSKA ERBLABIB SEMAÐRIR FJÖLMIÐLAR VITNA í VESTFIRSKA FRÉTTABLABIÐ STÆRRA OB BETRA BLAB

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.