Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 19.11.1992, Blaðsíða 5

Vestfirska fréttablaðið - 19.11.1992, Blaðsíða 5
VESTFIRSKA FRÉTTABLAÐIÐ |^^^^^^^^^^^^^^Fimmtudagui^9Mióvembei^992 5 Fer Óðinn bakari alfarinn frá ísafirði? - ég er að leita mér að vinnu, segir hann. Óðinn Svan Geirsson, bakari og varabæjarfulltrúi á ísafirði, rakst inn á ritstjórn VESTFIRSKA í gær. Hann var gripinn í viðtal og spurður um hagi sína um þessar mundir. „Það er allt gott af mér að frétta, nema það að ég er hættur að baka sjálfur“, sagði Oðinn, „en ég er að vinna tímabundið í bakaríinu sem almennur launamaður. Heildsalar úr Reykjavík sem seldu mér hrá- efni eiga bakanið núna, fyrir- tækin Kornax, Bakaramiðstöð- in, Efnagerð Laugarness og Kjamavörur. Þeir keyptu bak- aríið af Iðnlánasjóði og eru nú að seljaþað til þriðja aðila. Þeir buðu mér að kaupa, en í sam- ráði við konuna ákvað ég fyrir tveimur dögum að láta staðar numið í rekstri." - Hvað á þá að fara að gera? „Það á að fara að ala upp fjölskylduna í rólegheitum. Eg er búinn að sækja um vinnu á einum stað o^ óljóst hvað út úr því kemur. Eg er að leita mér að vinnu.“ - Hvemig gengur að losna við eignirnar, sem þú varst að reyna að selja? „Það gengur það vel að ég verð fljótlega lýstur gjaldþrota. Eg fer ekkert vel út úr þessu. Kaupin á Hafnarstræti 4 eru að fara í lögfræðing af minni hálfu. Eg ætla að fara í mál við seljanda hússins. Það mál lftur vel út fyrir mig, en það er langt í að niðurstaða fáist. Eg tel að mér hafi verið selt húsið á röngum forsendum. Það var ekki tekið fram að ég mætti ekki ganga út úr húsinu bakatil. Eg má bara fara út úr því að framanverðu. Eg hef ekki um- gengnisrétt á lóðinni bak við húsið. Eg breytti húsinu þannig að til að komast í íbúðimar á efri hæðunum er nú gengið inn í húsið bakatil. En þær eru ó- seljanlegar vegna þess að ekki má ganga þar um.“ - Fá Isfírðingar þá ekki Óð- insbrauð í framtíðinni? „Bakaríið fer úr mínum höndum til næsta aðila alveg Óðinn Svan Geirsson. eins og það var hjá mér. Það er spuming hvort hann breytir því eða heldurþví eins og það hefur verið.“ - Ertu á fömm úr bænum? „Já, örugglega eins fljótt og ég get því ég verð að komast í vinnu. Ef einhver býður mér vinnu sem mér líst vel á hérna er ég tilbúinn að skoða það mál. Eg hef ekkert út á Isafjörð og Isfirðinga að setja. Ég verð bara einhvern veginn að framfleyta fjölskyldu minni og verð að hafa vinnu til þess.“ - Hvers vegna gjaldþrot? „Það eru fyrst og fremst mín mistök. Það er ekkert vegna þess að mér var selt ómögulegt hús, ef einhverjum skyldi detta það í hug. Aðalástæðan fyrir gjaldþrotinu er sú að ég var allt of mikið niðri í bakaríi að vinna og allt of lítið að hugsa um fjármálin. Ætli ég hafi ekki verið yfir á tékkheftinu megnið að þeim tíma sem ég stóð í þessum rekstri þótt ég hefði ekki þurft að vera það nema lítinn hluta þess tíma. Einfald- lega vegna þess að ég sinnti aldrei heftinu, ég var alltaf að baka. Eg er lélegur fjármála- maður. Það er fyrst og fremst mér að kenna að ég er kominn í þrot, en ég axla þá ábyrgð og reyni að standa í lappirnar. Ég er í dag mjög sáttur við þessa niðurstöðu og ég held að það sé styrkur fyrir mig að vera búinn að uppgötva veikleika mína. Ég er slakur á þessu sviði og ein- beiti mér ekki að því í framtíð- inni. Við lögðum allt sem við gátum í þennan rekstur og af- raksturinn varð bara ekki betri en þetta. Ég er sáttari vegna þess að ég gerði eins og ég gat.“ - Enginn situr því eftir í sár- um vegna gjaldþrotsins? „Jú, það eru einhver fyrir- tæki sem tapa einhverjum pen- ingum á þessu en það eru ekki umtalsverðar upphæðir. Við hjónin komum hingað blönk og förum héðan blönk aftur. Við eigum ekki einu sinni bfl. Við erum reyndar búin að eignast tvo Isfirðinga á þessum tíma en við förum með þá burtu. Við komum hér sem þriggja manna fjölskylda og förum héðan fimm manna fjölskylda, ef við förum. Við getum vel við unað, miðað við aðstæður. Menn eru að fara á hausinn allt í kringum mann og eru í miklu erfiðari dæmum en við vorum í. Ég er við sæmilega heilsu og á stóra og fallega fjölskyldu þannig að ég kvarta ekkert þó ég standi á nærbuxunum." - Eitthvað um Isfirðinga? „Mér þykir vænt um Isfirð- inga, en mér þykir bara vænna um fjölskyldu mína, annars væri ég ekki að fara burtu.“ - Hættur í pólitíkinni? „Nei, örugglega ekki! Blaðið óskar Óðni bakara og fjölskyldu hans gæfu og gengis í framtíðinni, hvort sem þau verða á nýjum stað eða áfram á ísafirði. -GHj, Sigur og tap hjá körfubolta mönnum UMFB Um síðustu helgi léku körfuboltastrákamir f UMFB tvo leiki í Reykjavík í fyrstu deildinni. Báðir leikimir voru gegn Hetti frá Egilsstöðum. Það má segja að þetta hafi verið í fyrsta sinn sem þeir hafa heilt lið, þ.e. engin meiðsl. Mikill hugur var f strákun- um. Á laugardag tapaðist fyrri leikurinn 77-75 eftir afdrifarík- ar síðustu mínútur. Það var ekki fyrr en á síðustu sek. að Hatt- armenn skoruðu sigurkörfuna. Á sunnudaginn snerist hins vegar taflið við og fyrsti sigur Bolvíkinga sá dagsins ljós eftir mikla baráttu, 76-79. Á laugardaginn (21. nóvem- ber) verður leikur gegn Reyni frá Sandgerði og hefst hann kl. 14. Er von þeirra körfubolta- manna hjá UMFB að sem flestir láti sjá sig og styðji við bakið á þeim. Reynismenn tefla fram bandarískum leikmanni sem hefur skorað mikið fyrir sitt lið. Bílvelta á Breiðadalsheiði Jeppabifreið fór útaf vegin- um á Breiðadalsheiði við Sól- veigarbúð (Kerlingarhól) á 12ta tímanum í gær (miðviku- dag). Fór bifreiðin tvær veltur og voru fimm í henni. Allir sluppu ómeiddir en voru færðir á sjúkrahús til skoðunar. Bif- reiðin er ekki mikið skemmd enda lenti hún útaf í snjó. Talið er að hálka hafi valdið óhapp- inu. -GHj. Aðalfundur Ferðamálasamtaka Vestfjarða - fflwiafflaoa aoigi?tfiífflB3 ifffliiaaaaaif/ai) - Aðalfundur Ferðamálasamtaka Vestfjarða verður haldinn í Stjórnsýsluhúsinu á ísafirði laugardaginn 21. nóvember 1992 og hefst kl. 13.30. Dagskrá: 1. Fundarsetning: Áslaug S. Alfreðsdóttir, formaður Ferðamálasamtaka Vestfjarða. 2. Skýrsla formanns. 3. Stefnumótun í ferðaþjónustu á Vestfjörðum. Kynning á skýrslu. 4. Starf ferðamálafulltrúa. Anna Margrét Guðjónsdóttir kynnir starfið. 5. Kaffiveitingar. 6. Venjuleg aðalfundarstörf. 7. Önnur mál. Vinsamlega athugið, að af óviðráðanlegum orsökum færist fundurinn, sem halda átti á Reykhólum, á ísafjörð. Stjórnin. Fundarboð Stofnun Feröamálafélags ísafjarðar og nágrennis Undirbúningsfundur fyrir stofnun Ferðamálafélags ísafjarðar og nágrennis verður haldinn miðvikudaginn 25. nóvember kl. 20.30 á efstu hæð Stjórnsýsluhússins. Dagskrá fundarins verður sem hér segir: 1. Setning. Smári Haraldsson, bæjarstjóri. 2. Hlutverk Ferðamálafélagsins. Anna Margrét Guðjónsdóttir, ferðamálafulltrúi. 3. „Átak 92". Þórdís G. Arthursdóttir, ferðamálafulltrúi Akraness. 4. Almennar umræður. 5. Fundarslit. Tilgangur með stofnun félagsins er sá, að hagsmunaaðilar, og er þar bæði átt við þá sem eiga beinna hagsmuna að gæta og eins hina sem einnig njóta góðs af ferðamönnum, vinni saman að framgangi ferðaþjónustu hér um slóðir. Áhugafólk um ferðaþjónustu er einnig boðið velkomið að starfa með félaginu. Formaður ferðamálanefndar ísafjarðar. Ferðamálafulltrúi Vestfjarða. Bæjarstjórinn á ísafirði. Lögreglan klippir óspart Nú eru hafnar hjá lögreglunni á ísafirði klippingar númeraplatna af bifreiðum vegna vangoldinna bifreiðagjalda. Munu lögreglumenn klippa óspart af bifreiðum þeirra skuldseigu í umdæminu næstu daga. Að sögn lögreglu mun þarna vera um eitt stórt hundrað bifreiða að ræða (120) og eina leið eigendanna til að komast hjá klippingu er að sjálfsögðu að greiða gjöldin strax. -GHj.

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.