Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 19.11.1992, Blaðsíða 9

Vestfirska fréttablaðið - 19.11.1992, Blaðsíða 9
VESTFIRSKA FRÉTTABLAÐIÐ burði síðastliðinna mánaða frá Flateyri, þar sem m.a. nefbrot hafa komið við sögu, en átti þó einkum þarna í svari mínu við síðastliðnar helgar og tala því um „undanfarnar helgar" í um- ræddri grein. Eins og Guðmundur hlýtur að hafa tekið eftir, þá linaði ég setninguna upp í lokin með því að segja „að menn hafi a.m.k. hlotið blóðnasir". Kannski má segja að orðalag rnitt hafi þarna verið óná- kvæmt, en þar sem ég hafði ekki nákvæmar upplýsingar við hendina, þá vildi ég ekki fullyrða að menn hefðu nef- brotnað á þessum tíma, þ.e. á undanförnum helgum, en vissi auðvitað að um líkamsárásir hafði verið að ræða. Ég hef nú flett þessu upp og get nú upp- lýst Guðmund um að skv. dag- bók lögreglu var hún m.a. eina af þessum helgum kvödd í verbúð vegna óláta, sömu nótt kærði borgari á Flateyri mann fyrir líkamsárás, á næstu helgi var lögregla m.a. kölluð til vegna slagsmála utan við ver- búð, í framhaldi af því þurfti að sauma fjölmörg spor í árásar- þola og þriðju helgina var lög- regla kölluð til vegna þess að skotið var að tveimur mönnum á götum bæjarins. Það mál upphófst með slagsmálum, bæði fyrr um kvöldið á veitingastað og síðar um nóttina í verbúð, sem end- uðu með því, að einn var sleg- inn í gólfið. Eg læt síðan Guðmundi og lesendum eftir að meta það hvort hér teljist um eðlilega tíðni líkamsárása að ræða sem um var að ræða þijár síðustu helgar í röð, fyrir umrætt við- tal. Til viðbótar var einn kærður, grunaður um ölvunarakstur á sama tímabili, annar grunaður um ölvunarakstur og réttinda- leysi við akstur og einn kærður fyrir réttindaleysi við akstur. Þetta þykir Guðmundi líklega mjög svo eðlilegt miðað við stærð sveitarfélagsins, en mér fínnst það ekki. 4. Ekki get ég svarað spum- ingu Guðmundar nákvæmlega þar sem ég hef sjálfur aldrei verið gestur á Vagninum á opnunartíma hans. Sjálfur hef ég ekki haldið því fram að slíkt væri algengt. Hitt er þó stað- reynd að slfkt kemur fyrir, eins og á öðrum skemmtistöðum. Ég býst við að Guðmundur sé hér að höfða til svars míns við spumingu blaðamannsins, hvort róstur á Flateyri „tengd- ust veitingastaðnum Vagnin- um“. Ég svaraði því til að „nafn veitingastaðarins kæmi æði oft fram í skýrslum hjá okkur“. Síðan sagði ég að flest mál á Flateyri tengdust Vagninum í skýrslum okkar á einh vern hátt, og átti ég þá einkum og sér í lagi við líkamsárásarmál og mál sem tengjst róstum að ein- hverju tagi, sem þama voru til umræðu. Staðreyndin er nefnilega sú, að í mörgum líkamsárásarmál- um hefur komið fram, að oftar en ekki byrja erjur á milli manna á veitingastaðnum, án þess að lögregla sé endilega kvödd til, og leiða þessar deilur oft til þess að menn slást, oftar en ekki eftir að skemmtistað- urinn lokar. Slíkt gerist auðvit- að einnig hér á ísafirði svo og annars staðar, að nöfn veit- ingastaða koma mjög oft við sögu í málum sem þessum og hefði svar mitt því ekki orðið öðmvísi hvað t.d. ísafjörð varðaði. Þar með er alls ekki verið að kenna veitingastöðun- um um, alls ekki. Ég svaraði því blaðamann- inum á þann eina veg sem ég taldi mig geta, það er að játa því að nafn staðarins kæmi æði oft fram í skýrslum og tengdist því róstuum á þann hátt. Sem dæmi get ég nefnt, að við rannsókn byssumálsins kom í ljós, að róstur (slagsmál) og erjur byrjuðu milli manna inni á Vagninum, sem leiddi síðan til þess að maður var sleginn niður í verbúð, eftir að skemmtun lauk, og endaði með þeim ósköpum að skotið var á tvo menn á götu úti. Engum, sist mér, dytti í hug að kenna veitingahúsinu Vagninum um það sem þarna gerðist. Nafn staðarins tengist þó málinu, bæði gistihúsið og veitinga- staðurinn. Sem dæmi má nefna að alls hafa 11 aðilar verið yfirheyrðir í þessu máli og allir hafa nefnt Vagninn í skýrslum sínum. 5. Ef menn lesa grein mína vel getur hver sem vill lesið það út úr henni að ég alhæfi í raun ekki neitt um verbúðarfólk annað en það, að ég sagði það mína skoðun að slæmt væri hversu ólíkt fólk safnaðist þama sam- an. Ég tók sérstaklega fram, að fyrirmyndareinstaklingar væru þama innan um, og nefni einnig að „kannski væri nægjanlegt að losna við þrjá til fjóra af t.d. tuttugu, til að friður kæmist á“. Ég tel að öllum eigi að vera ljóst hvað ég á við þarna, auð- vitað á ég við það að „örfáir svartir sauðir séu þarna innan um“ sem eyðileggi fyrir hinum. Ég fellst því ekki á að um al- hæfingar hafi verið að ræða af minni hálfu því þá hefði ég sett alla undir einn „hatt“ en það gerði ég einmitt ekki, heldur lét ég liggja að því að hér væm um örfáa einstaklinga að ræða, slíkt er ekki alhæfing. I umræddri blaðagrein er haft eftir mér, að „þegar við komum í þessar verbúðir á nóttunni sé enginn maður með rænu. Menn séu öldauðir tvist og bast og þeir fáu sem eru vakandi séu ekki viðræðuhæf- ir“. Mér er ljúft og skylt að láta það koma hér skýrt fram, að hér er ég að tala um algert undan- tekningatilvik og harma ég að það skyldi ekki koma skýrt fram. Þar er þó ekki blaða- manninum um að kenna, heldur mjög svo ónákvæmu orðalagi mínu og er hér með beðist vel- virðingar á þessari ónákvæmni minni. 6. Já, að öðmm kosti hefði ég ekki veitt umrætt viðtal. Ekkert er rangt eftir mér haft. Þó er rétt að geta þess, að inngangur, fyrirsögn og millifyrirsagnir í umræddri grein eru blaðsins alfarið en ekki frá mér komið. Hvað varðar það hvort ég telji svör mín í umræddri grein vera líkleg til árangurs og sam- vinnu við íbúa staðarins, þá tel ég svo vera. Ég tel að það þjóni ekki tilgangi Flateyringa, frek- ar en annarra, að þegja yfir vandamálum af þessum tagi og láta sem þau séu ekki til. Þvert á móti tel að að umræða af þessu tagi geti orðið til þess að almenningur vakni betur til vitundar um hvað sé að gerast. Þetta virðist hafa verið mat a.m.k. sumra Flateyringa, því eins og allir vita var það fyrst í frétt DV í viðtali við heima- mann (sent frá fréttaritara DV á staðnum) sem vakin var at- hygli á slæmu ástandi á Flat- eyri, m.a. var þar fullyrt að mjög mikið væri um fíkniefni á staðnum. M.a. í framhaldi af þessum yfirlýsingum var haft samband við mig, frá fleiri en einum fjölmiðli og óskað stað- festingar á þessu. Ég auglýsti hins vegar eftir upplýsingum varðandi þessa Fimmtudagur 19. nóvember 1992 9 miklu fíkniefnanotkun á Flat- eyri, í síðasta t.b. Vestfirska, því lögregla hefur ekki yfir slíkum upplýsingum að ráða, þ.e. að um mikið magn efna sé að ræða og fjöldi manna þar viðriðinn. Það getur þvf ekki hafa farið fram hjá neinum að í umræddri grein var ég í raun að óska eftir nánari samvinnu við íbúa Flateyrar við að koma þama skikki á. M.a. nefndi ég sérstaklega þann þátt hversu Flateyringar hefðu stutt Iög- reglu dyggilega undanfarið við að uppræta ölvunarakstur. Ég hef átt ágætt samstarf við íbúa Flateyrar og hef ekki á- stæðu til að ætla annað en að svo verði áfram sem hingað til. 7. AIIs ekki. Þá hefur þú ekki fylgst með fréttum bæjarblaða og annarra fjölmiðla undan- famar vikur og mánuði. Það getur ekki hafa farið fram hjá neinum, sem umrædda grein las, að eingöngu var verið að fjalla um Flateyri í umrætt sinn. Hins vegar kom ég þeirri já- kvæðu staðreynd á framfæri, að á hinum þéttbýlisstöðunum hefði verið mjög rólegt undan- farið en ég sagði ekki að engin mál hefðu komið þar upp, alls ekki. 8. Þessi spuming er á mörkun- um að vera svara verð og í raun mjög móðgandi. Undirritaður tók við starfi yfirlögregluþjóns þann 15. apr- fl sl. og var það eitt af mínum fyrstu verkum að beita mér fyrir stórauknu eftirliti í Vest- ursýslu, þ.á.m. á Flateyri, og tel ég mig þar hafa verið að koma á móts við kröfur íbúanna um aukna löggæslu. Auðvitað verður það til þess, að tíðari afskipti em höfð af lögbrjótum en ella. Slíkt ætti þó ekki að hrella hina, sem ekkert hafa til sakar unnið. Kannski að Guð- mundur túlki þetta sem svo, að lögreglu sé í nöp við íbúa Flat- eyrar. Ég hef enga trú að að Flateyringar almennt hafi slíkt á tilfinningunni. Ég hef m.a. unnið að ákveðnum verkefnum að beiðni sveitastjórans á Flat- eyri og tel mig hafa leyst þau greiðlega, og veit ekki annað en að gott samstarf og samvinna ríki þarna á milli og að lögregla sé boðin og búin til að aðstoða hvenær sem óskað er eftir því. Því miður hefur okkur ekki tekist að ráða héraðslögreglu- þjón á Flateyri, þrátt fyrir ít- rekaðar auglýsingar þar um, og tek ég heils hugar undir á- hyggjur Flateyringa vegna þess. Þó hér sé aðeins um aukastarf að ræða, er það ó- metanlegt, ekki síst þegar ófært er til Flateyrar frá Isafirði. Til að auka á áhyggjur embættis- ins, sem eru miklar fyrir vegna þessa, er nú gert ráð fyrir því í fjárlagatillögum ríkisstjórnar- innar að fella niður embætti allra hreppstjóra í Iandinu um n.k. áramót. Mérerkunnugt um að lögreglustjóri brá skjótt við er þetta var kunnugt og ritaði fjárveitinganefnd Alþingis bréf þar sem þessu var mótmælt. Hann lét þetta ekki nægja, heldur óskaði hann einnig eftir fundi með fjárveitinganefnd vegna málsins, sem hann sat í sl. viku. Öllum má því vera ljóst, að embættið, þar með talið lögreglan, hefur verulegar áhyggjur af ástandi mála vestan Breiðadalsheiðar þegar vetur gengur í garð, sjáandi fram á það að engir héraðslögreglu- þjónar eru á Flátéyri og Þing- eyri og allar líkur til þess að stöður hreppstjóra, einu fulltrúa okkar á stöðunum nú, verði felldar niður (hvað hafa al- þingismenn kjördæmisins að segja við þessu?). Því vil ég nota tækifærið hér til þess að skora á góða og gegna Flateyringa að gefa kost á sér til héraðslögregluþjóns- starfa sem fyrst. Að lokum vil ég óska Flat- eyringum alls hins besta og óska eftir góðu samstarfi við þá, hér eftir sem hingað til. Að mínu mati er ekkert lík- legra til árangurs í þeim mála- flokkum sem hér hefur verið um rætt, en öflugt samstarf og samvinna lögreglu og borgar- anna. Ég læt nú skrifum mínum vegna umræddrar greinar lokið og mun ekki fjalla frekar um hana á þessum vettvangi. Virðingarfyllst, Jónmudur Kjartansson, yfirlögregluþjónn á Isafirði. Svar GHj. til Guðmundar Sigurðssonar Guðmundur Sigurðsson spyr GHj. blaðamann Vestfirska hvort umfjöllun blaðsins um Flateyri sé eðlileg og blaðinu samboðin. Blaðamaður telur svo vera, því eðli fréttamiðla er að miðla fréttum af atburðum líðandi stundar, hvort sem um er að ræða neikvæðar fréttir eða jákvæðar. Flateyri við Önund- arfjörð hefur óneitanlega verið í sviðsljósi fjölmiðla undanfar- ið og þá hreint ekki einungis í VESTFIRSKA, heldur öllum helstu fjölmiðlum landsins. Hins vegar vildi VEST- FIRSKA grafast fyrir um hvort ástandið á Flateyri væri óeðli- lega slæmt og hvort þar væri róstusamara en í öðrum pláss- um í umdæmi Isafjarðarlög- reglu. Til þess að komast í raun um það var tekið viðtal við Jónmund Kjartansson, yfirlög- regluþjón á Isafirði, og virðist viðtalið hafa farið fyrir brjóstið á mörgum vestra. Blaðamaður VESTFIRSKA var á vakt með Isafjarðarlög- reglu eina laugardagsnótt í haust og var það ein róstu- samasta nótt þar í langan tíma. Lýsing á ástandinu og viðburð- Gísli Hjartarson um næturinnar kom svo tæpitungulaus ásamt myndum í blaðinu og tók enginn til þess hér á Isafirði, svo vitað sé. Virtist þó ástandið heldur lag- ast í bænum eftir þessa ítarlegu umfjöllun blaðsins um störf lögregunnar. Ef við ekki fjöll- um um það sem er að gerast hveiju sinni á Vestfjörðum og ætlum eingöngu að reka blaðið á fréttatilkynningum menning- ar- og góðgerðarfélaga, getum við alveg eins hætt útgáfu þess. Guðmundur spyr einnig hvað Bubbi Morthens komi þessum Flateyrarskrifum við. Því er fremur einfalt að svara. Verbúðalífið er sá menningar- heimur sem Bubbi Morthens hefur verið merkisberi fyrir í gegnum tíðina á listamannsferli sínum og lofsungið meira og betur en nokkur annar. Þess vegna leyfði blm. sér að setja sem yfirfyrirsögn á viðtalið við Jónmund Kjartansson þessa setningu: „Verbúðalífið, menningarheimur farandverka- fólks og Bubba Morthens." Enda var æði mikið fjallað um verbúðalífið á Flateyri f viðtal- inu. Ég þakka svo Guðmundi gott boð um að líta inn í Vagninn á Flateyri og eiga þar skemmti- legt og friðsælt kvöld í góðu umhverfi og sleppa fram af mér menningunni. Hver veit nema ég hermi það boð uppá hann einhvern tíma þegar friðvæn- legra verður í „villta vestrinu" sem hann er svo óvenjulega viðkvæmur fyrir að fjallað sé um í fjölmiðlum. -GHj. Níræðisafmæli Sigríður Hjaltadóttir, Hlégerði 1, Hnífsdal, verður 90 ára á mánudaginn, þann 23. nóvember. Hún tekur á móti gestum á heimili sínu sunnudaginn 22. nóvember eftir kl. 16. r Jólahlaðborð fyrir alla fjölskylduna Okkar rómaða jólahlaðborð verður laugardagskvöldin 5., 12. og 19. desember. Frítt fyrir börn undir 6 ára og hálft gjald fyrir 6-12 ára. Nú er rétti tíminn til að panta borð. Verið velkomin. * dUvi sími 4111.

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.