Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 26.11.1992, Blaðsíða 1

Vestfirska fréttablaðið - 26.11.1992, Blaðsíða 1
FIMMTUDAGUR 26. NÓVEMBER1992 40. TÖLUBLAÐ • 18. ÁRGANGUR SÍMI94-4011 *FAX 94-4423 VERÐ KR. 150 Safnhaugur af ónýtum rafgeymum á bak viö hús við Fjarðarstrætiö á ísafirði. Myndin var tekin í fyrradag, en núna er þetta allt komið á bólakaf í snjó, enda brostinn á harður vetur. Vandræðaástand vegna spilliefna sem hrúgast upp á ísafirði: Þrjú tonn af rafgeymum bak við hús - bíða þess að springa í frostum og þá fer innihaldið sína leið út í jarðveginn ísafjarðarkaupstaður hefur tekið á móti spilliefnum nú um nokkurn tíma og hefur auglýst að þeim beri að skila á Slökkvistöðina. Á bak við stöðina er afgirtur reitur og hafa safnast þar upp á undanfömum vikum um þrjú tonn af raf- geymum. Nú er farið að frysta og hætt við að rafgeymamir springi og eitrað innihald þeirra, þungmálmar og fleiri skemmtilegheit, leki út og fari niður í jarðveginn. „Málið er í athugun og verið er að athuga með kostnað við flutning geymanna suður til eyðslu", sagði Þorbjörn Sveinsson, slökkviliðsstjóri í samtali við blaðið. „Við höfum engan veginn nógu góða geymsluaðstöðu fyrir svona mikið af geymum og ég er orð- inn leiðuryfirþessu ástandi. Eg er búinn að minnast svo oft á þetta. Bæjarsjóður á að sjá um framkvæmdina. Eg tek bara á móti þessu. Það em aðallega stóru fyrirtækin sem skila þessu inn, Orkubúið, Póstur og sími og Póllinn.“ Blaðið hafði samband við Eyjólf Bjarnason, forstöðu- mann Tæknideildar Isafjarðar- kaupstaðar: „Við settum upp tvo gáma fyrir spilliefnin og var ætlunin að efnin færu suður í þeim til eyðingar. Auðvitað þarf þetta að fara suður, það er engin spurning. Eg get ekki svarað þér s vona einn tveir þrír hvenær efnin fara. Þessi mál hafa ekki Frá og með föstudeginum 27. nóv. 1992 og til 1. febr. 1993 er brottför ms. Fagraness frá Isafirði kl. 9.00 á morgn- ana. Ferðir skipsins eru eins og áður í Isafjarðardjúp á þriðju- dögum og föstudögum. Skipið komið hér inn á borð til mín. Ég er að frétta af þessu núna þegar þú talar við mig. Ég get ekki svarað fyrir þetta“, sagði Eyjólfur. -GHj. getur tekið 20 bíla, og er þeim ekið í og úr skipinu. Þeir sem vilja nýta sér far fyrir bíl með skipinu þurfa að panta með dags fyrirvara. Verðið er kr. 2.000 fyrir bíl- inn. Breytingar á brottför Fagranessins PÓLLINN HF. ® 3092 Sala & þjónusta © Rafþjónusta Raftækjasala Rafhönnun Rafeindaþjónusta Siglingatæki Kælitæki PÓLLINN HF Ekkert rugl, ekkert þras VaraaOgjaiar fyrir tölvur í úrvali Hurð skall nærri hælum - fimm manns í bíl í snjóflóði í Kinninni Á þriðja tímanum á sunnudaginn var hringt til lög- reglunnará ísafirði og tilkynnt um bifreið sem væri föst í snjóflóði í Kinninni á Breiðadalsheiði. Að sögn lög- reglu var kolvitlaust veður á heiðinni, rok og skaf- renningur. Um hálffjögur var svo hringt úr farsíma bif- reiðarinnar og tilkynnt að snjóflóð hafi hrifið hana út af veginum en enginn hafi slasast. Hjón frá Þingeyri með þrjú böm voru í bílnum og komust þau niður úr Kinninni og ofan í Heiðarhvilftina, niður á Kerlingarhól, þar sem þau komust í bíl til Flat- eyrar. Þarna hefur skollið hurð nærri hælum og heppni að ekki varð slys af. Svo mikið var rokið á heiðinni þegar lögregla fór upp, að lakkið á lögreglubílnum skemmdist er skari sem flagnaði af í rokinu skall á bílnum eins og vélbyssuskothríð. Á þessum stað fórst ungur maður á veghefli sem varð fyrir snjóflóði er hann var við snjómokstur á Breiðadalsheiði í fyrra. Bifreiðin sem er af Pajero-gerð er nánast óskemmd og hékk utan í hlíðinni 15-20 metra neðan vegarins í Kinninni með framendann upp. Ekki hefur reynst unnt að sækja bílinn upp vegna veðurs, svo búast má við að hann geti skemmst þar sem snjóflóð eru tíð í Kinninni. -GHj. Glannaskapur og glópalán á Breiðadalsheiði Seint á sunnudagskvöldið ók lögreglan á ísafirði fram á smábíl (Lada Samara) sem var fastur í snjó á Breiðadalsheiði skammt neðan við vegamótin til Súg- andafjarðar. Við bílinn var maður og hafði hann ekið öðrum manni upp á heiði, ekki komist lengra á bílnum og fylgt manninum fótgangandi yfir skarðið, um Kinn- ina og niður á Kerlingarhól, og síðan gengið til baka að bílnum aftur. Hafði skafið að bílnum á meðan og varð hann ekki hreyfður. Þurfti lögreglan að aðstoða manninn við að koma bílnum og honum sjálfum niður á ísafjörð aftur. Enginn sími var í bílnum og alger til- viljun að lögreglan var á ferð um heiðina. Kolvitlaust veður var og ófærð. Lögreglan á ísafirði vill koma þeim skilaboðum til þeirra, sem þurfa að fara yfir fjallvegi á veturna í vondum veðrum og illri færð, að tefla ekki sjálfum sér og öðrum í tvísýnu. Hringi fólk í lögreglu og spyrji um færð á Breiðadalsheiði og fái það svar að ófært sé, eigi það að taka mark á því og fara hvergi. -GHj. FLUGFÉLAGIO ERNIR P Daglegt áætlunar- flug um Vestfirði. Leiguflug innan- lands og utan, fimm til nítján far- þega vélar. ÍSAFIROI Sjúkra- og Sími 94-4200 ™vðarfluasvakt allan solarhringinn

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.