Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 26.11.1992, Blaðsíða 6

Vestfirska fréttablaðið - 26.11.1992, Blaðsíða 6
VESTFIRSKA 6 AÐALFl/NDUR Tánlistarfélags ísafjarðar Verður haldinn að Austurvegi 11 sunnudaginn 29. nóvember 1992 agheístkl. 19:00. Á dagskrá verða venjuleg aðalfundarstörf og umræða um byggingu nýs skólahúss. Félagar eru hvattir til að mæta og taka með sér nýja félaga. Stjómin Aðalfundur Afelfixidur Hf. DjuEfcátsins venfur faldlm fcstucfegijn 11. desafber rik. áH5teL feafírði ogtefet kl. 17:00. Stjámin. Orboðsmaður óskast Ferðaskrifstofan Úrval-Útsýn hf. óskar eftirað ráða umboðsmann á ísafirði. Umsóknir með helstu upplýsingar um viðkomandi sendist til Úrvals-Útsýnar hf., pósthólf 9180, 129 Reykjavík. ^jUÚRVALÚTSÝN Aðalfundur Aðalfundur Skátafélagsins Einherjar-Valkyrjan verður haldinn í Skátaheimilinu sunnudaginn 6. desemberkl. 17. Stjáxán. Aðventufagnaður Aðventufagnaður Grunnvíkinga verður haldinn sunnudaginn 29. nóvemberkl. 15.00 í Sigurðarbúð. Fimmtudagur 26. nóvember 1992 --- ----- \ ttt* ^TTABLAÐIÐ L Vestfirska við messu á Nauteyri hjá séra Baldri Meöhjálparinn skrýöir prófastinn. Tuttugasta og þriðja sunnu- dag eftir trinitatis (á sunnudag- inn var) brá VESTFIRSKA sér til messu á Nauteyri við Isa- fjarðardjúp. Þar messaði séra Baldur Vilhelmsson, sóknar- prestur í Vatnsfirði og prófastur í Isafjarðarprófastsdæmi, enda heyrir Nauteyrarkirkja undir Vatnsfjörð. Séra Baldur hefur þjónað kalli sfnu allt frá 1956. Nauteyrarsókn nær yfir sex bæi í Nauteyrarhreppi, Múla, Laugaból, Kirkjuból, Rauða- mýri, Nauteyri (laxeldið) og Hafnardal. Aðrir bæir í sókn- inni eru í eyði. Þrettán manns komu til kirkju, auk prestsins og meðhjálpara, Jón Guðjóns- sonar á Laugabóli, þar af tveir frá Isafirði. Meðal kirkjugesta var pólska ráðskonan hans Ástþórs í Múla, sem er kaþólsk. Lagði Baldur út af 7. kafla, versunum eitt til fjögur í Mattheusarguðspjalli. Kvað klerkur texta þennan merkileg- Meöhjálparinn les bæn í upphafi messu. an fyrir margra hluta sakir. í framhaldi af textanum prédik- aði hann um sýndarmennskuna og falskar vinsældir manna í þessu þjóðfélagi og þá sem hreykja sér af góðverkum sín- um. Séra Baldur komst m.a. s vo að orði: „Þegar sagt er um einhvern: Hann er vinsæll, þá spyrjum við gjarnan, sem haldnir eru vissu gagnrýnu auga kristins dóms: Meðal hverra og fyrir hvað? Minnumst þess, að í fornritum okkar stendur um menn og mann og margan: Hann var vinsæll við vonda menn. Það var málið. Það er sitt hvað að vera vinsæll og njóta almenn- ingshylli meðal góðs fólks, sem hefur samvisku uppbyggða af kristnu ljósi, eða vera vinsæll í vafasömum hópi þar sem vafasöm verk eru unnin.‘" Síðan fjallaði séra Baldur um að ekki væri alltaf virt hið kristna hugarfar og þau verk sem unnin væru í einrúmi, heldur þvert á móti hefði einu sinni verið ort: Auður, dramb og falleg föt, fyrst af öllu þérist. Menn sem hafa mör og kjöt, meir en almennt gerist. Sagði prestur þetta vera gamla sögu og kvað íslendinga þekkja þessa ferskeytlu vel og fór með aðra vísu: Fyrir að ræna fátækan, var fanturinn heiðri sæmdur. Fyrir að segja sannleikann, var saklaus maður dæmdur. Kvað hann þetta hafa verið þannig áður og væri svo því miður nú. Að endingu sagði séra Baldur stjómmálaleiðtoga okkar hafa gott af því að fólkið ýtti annað slagið að þeim, hvort ekki væri nær fyrir þá að fara með rétt mál, heldur en að ganga upp í því í sífellu að blekkja sína kjósendur. í lokin þakkaði prestur þeim sem að endurbyggingu Nauteyrar- kirkju hafa staðið, og þá sér- staklega formanni safnaðarins, Jóni Guðjónssyni, fyrir for- stöðu í því máli og að hafa ýtt á að þetta verk skyldi unnið. Enn fremur taldi hann það efla þennan litla söfnuð að koma saman og hugsa mál sín í anda Jesú Krists. Eftir messuna, sem tók 32 mínútur, var öllum kirkjugest- um boðið til kaffidrykkju og rausnarlegs meðlætis heim að Laugabóli. VESTFIRSKA tók þá séra Baldur og Jón á Laugabóli tali í kaffiveislunni. „Undir Vatnsfjörð Iiggja kirkjumar f Unaðsdal, Melgraseyri, Nauteyri, Ögri síðan 1971, og svo sjálf höfuð- kirkjan í Vatnsfirði“, sagði Baldur. „Kirkja var á Kirkju- bóli í Langadal til 1885 og var þá flutt að Nauteyri og ný kirkja byggð þar. Eg messa að jafnaði fjórum sinnum á ári í hverri kirkju. Eg tel það að það sé góð kirkjusókn hér í Djúpi miðað við aðstæður. Fólkið er að vinna í landbúnaði, svo sem sauðburði og sláturtíð. Eg læt heyannirnar vera, slátturinn er ágætis tími ef vel stendur á heyjum. Nú er svo fljótlegt að heyja ef á annað borð er hey- skaparsumar. Það er svona um allt land með allar samkomur, að fólkið er bundið við at- vinnuvegina.“ „Messur hjá séra Baldri eru vel sóttar“, sagði Jón á Lauga- bóli, „hann hefur haft lag á að þreyta okkur ekki með því að messa mjög oft. Þegar hann boðar messu tökum við það al- varlega og mætum öll í kirkju. Baldur kann að haga seglum eftir vindi í lengdinni á mess- unum. Hann hagar því eftir að- stæðum, hvernig veður og færð spila inní. Messurnar geta verið skemmri en þessi, allt eftir at- vikum. Sumir prestar eru svo ágengir við fólk að fá það í messur, að þeir venja það hreinlega af að koma til kirkju með ágengni og að hafa messur of langar og of oft.“ Það var farið að húma um Djúp þegar blaðamaður og Ari Sigurjónsson fyrrverandi bóndi í Þúfum í Vatnsfirði lögðu af stað út á ísafjörð. Það var að byrja að kalda af norð- austri og farið að skafa á Eyr- arfjalli. Vegurinn yfir fjallið Kirkjugestir og prófastur á kirkjutröppunum á Nauteyri eftir messu. í kirkjukaffi á Laugabóli. Talið frá vinstri: Ari Mörk Bragason, Nauteyri II, Jón á Laugabóli, prófasturinn séra Baldur Vilhelmsson, og Jóna Ingólfsdóttir á Rauöamýri. Þau eru þarna aö ræða málin.

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.