Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 26.11.1992, Blaðsíða 7

Vestfirska fréttablaðið - 26.11.1992, Blaðsíða 7
VESTFIRSKA FRÉTTABLAÐIÐ j^^^^^^^^^^^^^^^^FimrnludagLi^26^TÓvembeM992 7 „Skýrslurnar góði, þær verða að vera klárar og best að koma þeim af sem fyrst", sagði séra Baldur og færði fjölda kirkjugesta inn á þar til gert biað. var orðinn þungfær vegna snjóa en það slampaðist hjá okkur að komast yfir. Það er töluverður krókur að aka út ísafjörðinn, fyrir Reykjarfjörð og Vatnsfjörð, og inn Mjóa- fjörðinn, en sá krókur sparaðist í þetta sinn og mátti ekki tæpara standa. Við vorum end- umærðir eftir messuna hjá pró- fasti og kaffið á Laugabóli og hugsum okkur að sækja messu aftur, einhvem tíma, hjá pró- fasti, því hann gaf okkur engan tíma til að láta okkur leiðast í Nauteyrarmessunni. -GHj. Magnús Guðmundsson á Skáldstöðum kvaddur Magnús Guðmundsson bóndi að Skáldstöðum við Berufjörð var jarðsettur frá Reykhólakirkju sl. laugardag að viðstöddu miklu fjölmenni. Séra Bragi Benediktsson sókn- arprestur jarðsöng, en kórfólk Reykhólakirkju og Garpsdals- kirkju söng undir stjóm Ragn- ars Jónssonar organista. Magnús heitinn fæddist 17. janúar 1919. Hann lést á Land- spítalanum í Reykjavík 15. nóvember síðastliðinn. Hann var bóndi á Skáldstöðum í 50 ár, eða frá 1942. Fyrst bjó hann með móður sinni, Jóhönnu Magnúsdóttur frá Kinnarstöð- urn, en eftir lát hennar árið 1973 bjó hann með systkinum sínum. Um árabil var Magnús póstur í Reykhólasveit. Magnús Guðmundsson á Skáldstöðum var hagyrðingur góður, en hélt þeirri gáfu sinni lítt á lofti. Starfsvettvangur hans var fyrst og fremst Skáld- staðabúið. Segja má, að þau systkini hafi byggt um þjóð- braut þvera. Þar var jafnan gestkvæmt og heimilið öllum opið. Fyrir nokkrum ámm fór Magnús að þjást af sjúkdómi þeim sem dró hann til dauða. Hann hopaði þó ekki nema fet fyrir fet. Systkini Magnúsar eru: Jens Guðmundsson fyrrum skóla- stjóri á Reykhólum, og Helgi Kristján, Ingibjörg og Jón Kristinn, öll á Skáldstöðum. Magnús var drengur góður og sómi stéttar sinnar. Bahá’i-trúin kynnt skólastjórum Nemendur í Grunnskólanum á ísafiröi (og tilvonandi nemendur) afhentu Yngva Hagalínssyni skólastjóra kynningarrit um Bahá’u’lláh, höfund Bahá’í-trúarinnar á fæðingarhátíð hans, þann 12. nóvember. Á þessu ári eru hundrað ár liðin frá andláti Bahá’u'lláh, opinberanda Bahá’í-trúarinnar. Hann var Persi af voldugum og ríkum ættum, sonur ráðherra við hirð keisarans og því borinn til fjár og frama, en sneri baki við slíkri framtíð fyrir köllun sína. Eins og jafnan í trúar- bragðasögunni stóð ríkjandi valdhöfum stuggur af áhrifum trúarleiðtogans og var hann því í fangelsum og útlegð til ævi- loka. Bahá’í-trúin er yngst trúar- bragðanna og sú sem er í öm- stum vexti. Nú eru Bahá’íar í heiminum á sjöttu milljón en voru aðeins um fjögur hundruð þúsund fyrir þrjátíu árum. Landfræðilega er Bahá’í trúin næst útbreiddust allra trúar- bragðanna, aðeins kristnin er útbreiddari. Bahá’í- þjóðarráð em í 165 löndum. Fyrsti Islendingurinn sem tileinkaði sér trúna var Hólm- fríður Árnadóttir, sem m.a. þýddi og gaf út fyrstu Bahá’í- bókina á íslensku á fjórða ára- tugnum. Hólmfríður þessi hafði áður komið lítillega við sögu hér vestra, hún var kennari við Barnaskóla ísafjarðar árin 1908-10 og var einn af stofn- endum og fyrsti ritari Kvenfé- lagsins Hlífar. I tilefni þess að öld er liðin frá andláti Bahá’u’lláh hefur verið gefið út um hann lítið kynningarrit á flestum tungu- málum. Á fæðingarhátíð hans þann 12. nóvember sl. var ritið afhent í Gmnnskólanum á Isa- firði og Tónlistarskóla Isa- fjarðar, enda nauðsynlegt fyrir uppfræðendur að hafa aðgang að upplýsingum um trúarbrögð nemenda sinna og heimila þeirra, svo að þeir megi betur taka tillit til þeirra. 10 vindstig og heiftar- mikill sjór - segir Strandajarlinn í Gjögri Axel Strandajarl Thoraren- sen í Gjögri sat við eldhús- gluggann í rafmagnsleysi þegar blaðið hringdi til hans í gær- kvöldi. Rafmagnslaust hefur verið í Árneshreppi síðan kl. sex á mánudagskvöld. "Við höfum gamlan ljósa- mótor, en það er ekki nóg", sagði Axel. "Það er alltaf meira og minna staut við hann. Það þarf að setja hann í gang á morgnana og drepa á honum á kvöldin. Ef maður þarf að sjá til á nóttinni, líta á klukku eða eitthvað, þarf maður að notast við vasaljós. Það hafa verið al- veg aftök í veðrinu. Mest voru hérna 10 vindstig af austnorð- austri og heiftarmikill sjór. Það er að verða bámlítið núna og orðinn mikið hægari vindur. Það var slydda í morgun, svo var það rigning, og nú er komin slydda aftur. Nú er 8 sentimetra djúpur jafnfallinn snjór", sagði Axel. -GHj ✓ Isafjarðarkaupstaður Sundhöll - íþróttahús Starfsmann vantar (karlmann) frá 1. febr. 1993. Um er að ræða fullt starf. Umsóknareyðublöð og upplýsingar á bæjar- skrifstofunni hjá undirrituðum. íþróttafulltrúi. R/nningarfundur Föstudaginn 11. desember 1992 verður kynningarfundur FBA (fullorðin börn alkóhólista) haldinn í Verkalýðshúsinu (gamla sýslumannshúsinu), Pólgötu 2, ísafirði. Fundurinn hefst kl. 21.00. Vestfíiska fnéttablaðið auglýsingarogáskrift SM4011 Orðsending til fyrirtækja! Er ekki upplagt að gefa starfsfólkinu hangikjötslærí í jólagjöf og slá þar með margar flugur í einu höggi? Hafið samband við kjötvinnslu okkar í síma 4602.

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.